Tíminn - 23.10.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.10.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Þriöjudagur 23. október 1973. LEEDS HEFUR FJÖGURRA STIGA FORSKOT í 1. DEILDINNI Liðið lagði ensku meistarana fró Liverpool að velli. * — Stepney markvörður skoraði úrslitamark United. — West Ham vann sinn fyrsta leik. Leeds hélt sigurgöngu sinni áfram á laugar- daginn, þegar liðið vann ensku meistarana frá Liverpool 1:() á heima- velli. bað virðist ekkert geta unnið á Leeds-lið- inu um þessar mundir. og liðið hefur nú fjögurra stiga forskot í baráttunni um Eng- landsmeistaratitilinn. Lað var miðherjinn snjalli, Mick Jones, sem skoraði sigurmarkið. Feter Lorimer lék upp kantinn á 34. min. og sendi eina af sinum ná- kvæmu sendingum fyrir Liverpool-markið, þar sem Jones var og skallaði knöttinn i netið framhjá Ray Clemence, markverði Liverpool. Leeds varbetra 4iðið og er nú eina liðið i ensku 1. deildinni, sem ekki hef- ur tapað leik. Norman Ilunter lék sinn 600. leik með Leeds, og var hann hylltur fyrir leikinn. 1. dcildí Arsenal Ipswich l-l Coventry West Ham 0-1 Derby Leicester 2-1 Evertoh— Burnley 1-0 Leeds Liverpool 1-0 Man.Utd. Birmingham 1-0 Newcastle Chelsea 2-0 Norwich Tottenham - 1-1 Sheff.Utd. Man.City 1-2 Southampton—Stoke 3-0 Wolves Q.P.R 2-4 2. deildí Aston Villa— Bristol C. 2-2 Blackpool Nottm.For. 2-2 Bolton — Millvall 0-1 Cardiff—Sheff.Wed 0-1 C.Palace—Carlisle 0-1 Fulham -Sunderland 0-2 Hull—Portsmouth 4-1 Middlesbro—WBA 0-0 Notts. Co.—Preston 2-1 Orient—Luton Town 2-0 Swindon—Oxford 1-0 Alex Stepney var maður dagsins ó Old Trafi'ord á laugar- daginn. Þessi snjalli markvörður skoraði sigurmark Manchester United úr vitaspvrnu, annað mark sitt i deildinni á keppnis- timabilinu. Tommy Docherty, framkvæmdastjóri United, hefur mikla trú á Stepney sem vita- skyttu. Sl. sumar var United á keppnisferðalagi, og þá gerðist það, að vitaspyrnukeppni þurfti til að úrslit fengjust i einum leikn- um. Stepney tók þá vitaspyrnu og skoraði örugglega úr henni. Siðan hefur hann tekið vitaspyrnur United og skorað úr þeim öllum — samtals sex sinnum á keppnis- timabilinu. George Best lék nú aftur með United, og komu um 50 þús. áhorlendur til að sjá snillinginn leika aftur. Hann átti þokkalegan leik, en þurfti að yfir- gefa völlinn i siðari hálfleik vegna meiðsla — tognaði. Burnley tapaði á Goddison Park fyrir Everton, og var úr- slitamarkið skorað úr vita- spyrnu. Það var nýliðinn hjá Everton, Dave Clemence, sem skoraði úr vitaspyrnunni. Clemencesem Everton keypti frá Sheffield Wednesday, er nú orðinn einn bezti leikmaður Ever- ton, duglegur leikmaður, sem ekki gefst upp fyrr en i fulla hnef- ana. Það var settur maður til höfuðs hinum snjalla Leighton James, en hann er maðurinn á bak við spil Burnley. Burnley- liðiðnáði sér aldrei á strik, og sigur Everton var sanngjarn. Terry Paine, fyrirliði Dýrling- anna, kom þeim á sporið i leikn- um gegn Stoke. Hann skoraði fyrsta mark Southampton, og siðan bætti Stoke tveimur mörk um við fyrir leikhlé. En i siðari hálfleiknum tókst Dýrlingunum ekki að skora fleiri mörk, og loka- tölurnar urðu þvi 3:0. Queens Park Hangers sýndi stórgóðan leik gegn Úlfunum. Lundúnaliðið nældi sér i bæði stigin undir lókin, þegar það skoraði þrjú mörk og breytti stöðunni úr 2:1 i 2:4. Bowles, Francis og Leech skoruðu hin þýðingarmiklu mörk. Leikurinn byrjaði með þvi, að Derek ,,gamli” Dougan skoraði fyrir heimamenn. t siðari hálfleik jafnaði Bowles, en Daly náði aftur forustunni fyrir Úlfana — hans fyrsta mark á keppnistima- bilinu. En siðan jöfnuöu leikmenn Lundúnaliðsins og bættu tveimur mörkum við undir lokin. Lambart skoraði mark Ipswich gegn Arsenal, og var þá allt útlit fyrir að Ipseich myndi fara með sigur af hólmi. En rétt fyrir leiks- lok jafnaði Peter Simpson fyrir Arsenal. McAlister markvörður Sheffield United varð fyrir þvi öhappi á laugardaginn, aö hann fótbrotnaði, þegar hann rakst á Kodney Marsh. Sheffield hafði þá mark yfir gegn Manchester City. Woodward lór þá i markið, með þvi að United var búið að nota skiptimanninn, og léku þvi aðeins tiu leikmenn i liði United. Ekki réðu þeir við hina snjöllu leik- menn City — Law jafnaði og Kodney Marsh skoraði siðan sigurmarkið. Tottenham náði jafntefli gegn Norwich eða e.t.v. væri réttara að segja, að Norwich hafi náð jafntefli gegn Tottenham. Alan Gilzean skoraði mark Tottenham i fyrri hálfleik en Livermore jafnaði fyrir heimamenn. ,,Super Mac” eða MacDonald skoraði bæði mörk Newcastle gegn Chelsea. Hann skorar nú mark eða mörk i hverjum leik, og hann á bróðurpartinn af þeim 20 mörkum, sem Newcastle hefur skorað i deildinni. West Ham United vann sinn fyrsta sigur i deildinni á laugar- daginn, þegar liðið heimsótti Coventry. Markið skoraði bak- vörðurinn McDowell. Skemmtilegastk leikurinn á laugardaginn var leikinn á Baseball Ground heimavelli Derby. Mikil spenna var i leikn- um, og skoraði landsliðsmaður- inn Kevin Hector fyrsta mark leiksins fyrir heimamenn. Worhtington jafnaði fyrir Leicester, en sigurmarkið skoraði svo McGover við geysi- legan fögnuð áhorfenda, semvoru rúmlega 34 þúsund. Staðan i 1. deildinni eru nú þannig: Leeds 12 9 3 0 24-7 21 Burnley 12 7 3 2 21-12 17 Derby 13 7 3 3 18-11 17 Everton 12 6 4 2 14-9 16 Newcastle 12 6 3 3 20-13 15 Coventry 13 6 3 4 14-10 15 Liverpool 12 5 3 4 12-11 13 Leicester 12 3 7 2 14-13 13 Man.City 12 5 3 4 16-15 13 Southampton 12 5 3 4 17-17 13 Ipswich 12 4 5 3 19-20 13 Q.P.R. 12 3 6 3 19-18 12 Sheff.Utd. 12 5 2 5 15-15 12 Arsenal 12 5 2 5 14-15 12 Tottenham 12 4 3 5 14-16 11 Man.Utd. 12 4 2 6 10-13 10 Chelsea 12 3 2 7 16-19 8 Stoke 12 1 6 5 11-16 8 Wolves 12 3 2 7 15-23 8 Norwich 12 1 6 5 10-17 8 West Ham 12 1 4 7 11-19 6 Birmingham 12 1 3 8 10-24 5 ■ _ PAUL MEDELEY... hinn snjalli leikmaður Leeds er talinn einn bezti leikmaður Bretlandseyja. Þessi mynd var tekin í úrslitaleik Vikings og ÍS i blaki. (Timamynd Róbert). Víkingar fyrstu Rvíkur- meistararnir í blaki Fyrsta Reykjavik- urmótið i blaki var haldið s.l. laugardag i iþróttahúsi Réttar- holtsskóla. Var mótið sett af formani Vik- iugs, Jóni Aðalsteini Jónassyni. Aðeins tvö lið tóku þátt i þessu fyrsta Reykjavikur- móti, Vikingur og lþróttafélag stúdenta. Var leikur þessara liða þvi hreinn úrslitaleikur. Framan af virtust stúdentar vera sterkari aðilinn. Þeir unnu fyrstu lotuna 15:18f en Vikingar þá næstu 16:14. 1 þriðju lotunni höfðu stúdentar yfirburði og unnu 15:7. Og i fjórðu lotunni virtust þeir vera með sigur i höfn, þegar staðan var 10:2 þeim I vil. En Viking- ar voru ekki á þvi að gefast upp. Þeir unnu forskotið upp og tókst að sigra 15:13. Og i fimmtu og siðustu lotunni, sem jafnframt var úrslitalota sigruðu þeir með 15:12 og urðu þvi Reykavikurmeistarar i blaki 1973.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.