Tíminn - 27.10.1973, Side 13

Tíminn - 27.10.1973, Side 13
Laugardagur 27. október 1973 TÍMINN 13 299. drtíð Hallgríms Péturssonar: MÚRHÚÐUN KIRKJU- TURNSINS LOKIÐ 1 GÆR luku múrarar viö hiö mikla og vandasama verk aö múrhúöa turn Ilallgrimskirkju, Álandseyja- vaka í Kópavogi A UNDANförnum árum hefur Norræna félagið i Kópavogi haldið kynningarfundi þar sem hvert Norðurlanda hefur verið kynnt sérstaklega. Nú er röðin komin að Alandseyjum. Sunnu- dagskvöldið 28. þessa mánaðar kl. 20:30 efnir Norræna félagið til vöku i Þinghóli Alfhólsvegi 11, þar sem Þóroddur Guðmundsson skáld flytur ferðaþanka frá Alandseyjum, en hann heimsótti eyjarnar á sl. sumri. Þá verður sýnd kvikmynd frá Alands- eyjum. Ragna Freyja Karlsdóttir spjallar um vinabæjarmót, sem haldið var i Norkjöping á liðnu vori. Þá leikur Arni Harðarson nemandi i Tónlistarskóla Kópa- vogs á slaghörpu. Sýnd verður Vestmannaeyjakvikmynd og milli atriða er fjöldasöngur við undirleik Guðmundar Matthias- sonar kennaraskóla kennara. Vakan er öllum opin. sem er sjötiu metra hár eins og kumiugt er. Almur hans hafa þó ekki verið múrhúöaöar enn. Verður turninn afhjúpaöur innan skamms, en hann hefur veriö tólf ár i byggingu, og kemur þá fyrst i ljós, hvernig hann nýtur sin. Hin ljósa múrhúð turnsins er gerð úr blöndu af muldu graniti frá Noregi og dönsku múrsemi, sem er ljós sementsblanda. Það olli nokkrum töfur á múrhúðun turnsins, að við framleiðslubreyt- ingar hjá múrsemsverk- smiðjunni dönsku i byrjun þessa árs dökknaði liturinn nokkuð, og tókst ekki fyrr en eftir talsverðan frest að fá múrsemi i sama lit og áður. Lokaátakið við byggingu Hall- grimskirkju er framundan: Byggingkirkjuskipsins og kórsins i fulla hæð og koma kirkjunni und ir þak. Eins og áður kom fram i blaðinu verður keppt að þvi, að þetta komizt i fram- kvæmd á næstu tólf mánuðum fyrir 300. ártiö Hallgrims Péturs- sonar. Með samtilltu átaki lands- manna á þetta að vera kleift, auk þess sem góðvinir kirkjunnar i grannlöndum senda stöðugt stór- gjafir til þess að flýta fyrir fram- gangi kirkjubyggingarinnar. Frá Noregi barst i þessum mánuði byggingarefni, sem er þrjú hundruð þúsund krónur að verð- mæti, en áður höfðu margar gjafir borizt, svo sem allt granitið i múrhúðina, gólfhellur og timbur, auk þess sem norskir iðnaðarmenn hafa þrivegis komið til þess að vinna við kirkjuna án endurgjalds — allt fyrir tilstilli séra Haralds Hope. Frá Dan- mörku bráust lika nýlega 150 þúsund krónur að gjöf. Og þeir, sem að kirkjubyggingunni standa, gera sér vonir um, að góðar gjafir frá Islendingum sjálfum berist i dag á 299 ártið Hallgrims. Eins og kunnugt er verður i dag hátiðamessa i kirkjunni og hefst hún klukkan fimm siðdegis 1 lok guðsþjónustunnar mun Martin Hunger leika á klukknaspilið i turni kirkjunnar nokkur lög i eigin útsetningu við sálma Hall- grims. Verða þetta sérstæðir tón- leikar, sem verður bezt notið utan kirkjunnar undan vindáttinni. Turnspiran verður flóðlýst innan frá, ljós i turnkrossinum og út- sýnispallur i turninum opinn. 1 lyftunni, sem gengur upp á sjöundu hæö, veröur unnt að koma á framfæri gjöfum i söfn- unarbauk. Væntanleg kapella i Haligrimskirkja eins og hún er nú syðri turnálmunni, sem senn er tilbúin ti! notkunar, verður þá einnig opin þeim, sem skoöa vilja. í lok guðsþjónustunnar flytur borgarstjórinn, sem búsettur er i námunda viö Hallgrimskirkju, Birgir tsleifur Gunnarsson, ávarp. Haustnámskeið Rauðsokkur halda almennan fund um Fyrirvinnuhugtakið Félagsmálaskóla Framsóknarflokksins hefjast í dag AAikil og fjölbreytt fræðslustarfssemi um þjóðmál og Framsóknarflokkinn t dag kl. 3 hefst á hótel Esju hustnámskeið Félagsmálaskóla Framsóknarflokksins með þvi að Hannes Jónsson flytur inngangs- erindi um félagslegt siðgæði og hollustu við langtimamarkmið Framsóknarflokksins. Að þvi loknu hefst fyrsta málfundaræf- ing. Fyrirkomulag haustnám- skeiðsins verður i meginatriðum þannig, að á laugardögum verða málfundaræfingar undir leiðsögn Björns Björnssonar, Jóns Sigurðssonar og Kristins Snæ- land , en á fimmtudögum verða flutt erindi um þjóðmál og Framsóknarflokkinn, störf hann og stefnu. Lestrarefni fyrir málfundaræf- ingarnar verður Lýðræðisleg félagsstörf.eftir Hannes Jónsson, en með erindunum verður bók Þórarins Þórarinssonar Sókn og sigrar aðallestrarefnið. Málfundirnir verða reknir þannig, að þátttakendur fái þjálf- un i alhliða félags- og fundar- störfum, bæði sem fundarstjórar, fundarritarar og þátttakendur i umræðum á fundum, en fræðslu- erindin, sem flutt verða á fimmtudagskvöldum verða um ýmsa þættiþjóðmála og stefnu og málefnabaráttu Framsóknar- flokksins. Verða frjálsar umræð- ur þátttakenda að þeim loknum. Þórarinn Þórarinsson, formað- ur þingflokks Framsóknarflokks- ins flytur erindi um sögu og mál- efnabaráttu Framsóknarflokks- ins 1.. nóvember. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra mun flytja erindi um framkvæmdavaldið og stjórnar- stefnuna 8. nóvember. Eysteinn Jónsson, forseti Sam- einaðs þings, mun flytja erindi um sögu og starfshætti Alþingis 15. nóvember. Borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins i Reykjavik munu flytja þrjú stutt erindi 22. nóvember. Mun Alfreð Þorsteinsson tala um sögu Reykjavikur, Kristján Hannes Jónsson Benediktsson um starfshætti borgarstjórnar, og Guðmundur G. Þórarinsson um málefna- baráttu Framsóknarflokksins i Reykjavik. Steingrimur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins mun svo flytja erindi um skipulag og starfshætti Framsóknarflokksins fimmtudaginn 29. nóvember, en Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, flytur 6. desember erindi um stefnu Framsóknarflokksins i utanrikis- og örýggismálum. t lok haustnámskeiðsins, laugardaginn 8. desember, mun Halldór E. Sigurðsson, fjármála- ráðherra, flytja ræðu. Svo sem sjá má af þessari upptalningu er þarna i boði mikill fróðleikur um þjóðmál og Framsóknarflokkinn og tækifæri til alhliða þjálfunar i félags- og fundarstörfum. Er Framsóknar- fólk, einkum þó ungir Framsóknarmenn, eindregið kvattir til þess að nota tækifærið til þess að afla sér fróðleiks og þjálfunar með þvi að sækja nám- skeiðið. — TK. Uauðsokkahreyfingin hefur vctrarstarf sitt með almennum fuiuli í Norræna húsinu i dag, laugardag kl. 14. A fundinum verður rætt um fyrirvinnuhug- takið. Frummælendur vcrða Svava Jakobsdóttir alþingismað- ur og Auður Þorbergsdóttir borgardómari, en fundarstjóri verður Vilborg Sigurðardóttir kennari. Kannski er fyrirvinnuhugtakið það, sem einna mest stendur i vegi fyrir janrétti kynjanna á ýmsum sviðum. Vegna þess, hve rik hefð það er að telja karl fyrir- vinnu heimilis, er kona talin þurfa minna kaup, minni mennt- un, minni framamöguleika i starfúEiginlega er hún ekki talin þurfa að vinna — þótt hún geri það Þetta er ekki aðeins óréttlæti gagnvart konunni. Það er ekki siður óréttlátt að ætlast til þess af karlinum, að hann einn vinni fyrir börnunum og vinni fyrir móður þeirra, þótt heilbrigð sé. Enda gera fáir þetta i raun. Er ekki eðlilegast að hver fulltiða, fullfriskur maður, karl eða kona, vinni fyrir sjálfum sér og foreldr- ar fyrir börnum sinum? Félagsmálanefnd Norður- landaráðs hefur á undanförnum árum fjallaö um fyrirvinnuhug- takið, og leiddi það til þess, að á siðasta þingi Norðurlandaráðs, i febrúar s.l. var samþykkt tillaga um það. 1 tillögunni mælir Norðurlandaráö með þvi, að rikisstjórnir Norðurlandanna láli fara fram athugun á réttarregl- um sinum með það i huga að af- nema öll ákvæði, sem hafa i för með sér mismunun á konum og körlum sem fyrirvinnum. Tillag- an fól einnig i sér, að framfærslu- skyldan skyldi bundin við börnin, og einnig var ákvæði varðandi tryggingarnar. Nefndin komst að þeirri niðurstööu, að ekki væri lengur raunhæft að leggja þann skilning i fyrirvinnuhugtakið, að það næði einungis til karlmanns- ins og konan væri á framfæri hans. Löggjafinn ætti fyrst og fremst að tryggja rétt barnanna á framfærslu og tryggja, að báðir foreldrar bæru þar sömu ábyrgð. Lögin eiga ekki lengur að inni- halda ákvæði, sém gera upp á milli karla og kvenna um fyrir- vinnuhugtakið. Að þessum málum hefur nefndin verið að vinna, og hélt m.a. ráðstefnu um málið á sl. ári. Svava Jakobsdóttir sat þá ráð- stefnu, og á fundinum hjá Rauð- sokkum á laugardaginn mun hún segja frá umræðum þar og hvað erá döfinni i þessum efnum á hin- um Norðurlöndunum. Og hvernig er viðhorfið hér? Auður Þorbergsdóttir mun tala um fyrirvinnuhugtakið eins og það kemur fram hér á landi nú, i lögum og i reynd. Fundurinn er öllum opinn, og frjálsar umræður verða eftir fundinn. Það var upphaf Rauðsokka- hreyfingarinnar á tslandi, þegar nokkrar konur ákváðu að hittast og kanna áhuga á þessu málefni. Þetta gerðist i april 1970. Boðuðu þær fund i Norræna húsinu, en auglýstu hann ekki opinberlega. Þessi hópur lét fyrst til sin heyra 1. mai sama ár, á baráttudegi verkalýðsins. Söfnuðust konur saman aftast i göngunni og báru risastóra styttu, Venus úr Lýsis- trötu, leikriti griska skáldsins Aristófanesar, en það fjallar einmitt um uppreisn kvenna i Aþenu. Siðast hefur mikið vatn til sjávar runniö, og nú neitar þvi enginn að Rauðsokkahreyfingin hefurhaft mikil áhrif i jafnréttis- átt. A blaðamannafundi, sem Rauðsokkahreyfingin hélt á fimmtudaginn, kom fram, að hreyfingin hefur aldrei verið stofnuð formlega , og á hún sér enga félagaskrá, lög né fundar- gerðabók. Starfið byggist upp á sjálfstæðum starfshópum, sem eru tengdir svonefndri miöstöð. Vilji einhver gerast félagi, getur hann sameinazt hópi eða stofnað nýjan hóp ásamt öðrum. Þegar hópur hefur verið myndaöur, vel- ur hann sér verkefni eftir eigin geðþótta. A'siðasta vetri fór fram fjöl- breytt vetrarstarf. F'undir voru haldnir hálfs mánaðarlega, fyrir utan fundi i starfshópum. Verk- efni hópanna eru margvisleg, og má i þvi sambandi nefna lestur bóka um jafnréttismál. Eru þá lesnir vissir kaflar heima, sem síðan eru ræddir i hópnum. Verk- efni geta lika verið athugun eða rannsókn á einhverjum málum, þar sem gengið er á rétt annars hvors kynsins. Einnig eru haldin framsagnanámskeið og námskeið i ræðumennsku. Þeir sem hafa áhuga á að starfa með rauðsokkum eða eiga við þá einhver erindi, geta snúið sér til miðstöðvar, en i henni eru nú. Vil- horg Sigurðardóttir, simi 83887, Eirikur Guðjónsson, simi 22719, Hjördis Bergsdóttir, simi 16872 og Erna Egilsdóttir simi 18123. Einnig getur fólk skráð sig eftir fundinn i dag. — Kr. Kiwanis- skemmtun í Hafnarfirði — fyrir unga og aldna KIWANISklúbburinn Eldborg i Hafnarfirði heldur skemmtun i Bæjarbiói n.k. þriðju- dagskvöld kl. 19.00 s.d. Til skemmtunar verða meðlimir hljómsveitar- innar, „Capricorn”, sem, syngja og leika, en þau hafa að undanförnu skemmt i veitinga- húsinu i Glæsibæ við mjög góðar undirtektir gesta. Einnig mun hinn ágæti eftirhermusnill- ingur, Karl Einarsson, skemmta. A undanförnum árum hafa Kiwanismenn i Hafnarfirði látið málefni aldraðs fólks sig varða, og m.a. styrkt starfsemi Styrktarfélags aldraðra og boðið öldruðum i feröalög undanfarin sumur. Að þessu sinni bjóða Kiwanis- félagar öldruðu fólki i Hafnarfirði ókeypis aðgang að þessari skemmtun, og er það beðið um að vitja aðgöngumiða i Bókaverzlun Olivers Steins til hádegis á þriðjudag n.k. Aðgöngumiöar verða siðan seldir i Bæjarbiói frá kl. 18.00 á þriðjudag, og er verð þeirra kl. 200.00. Skemmtunin mun standa i hálfa aðra klukkustund. Allur ágóði af skemmtuninni rennur óskertur til liknarmála. -K

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.