Tíminn - 30.10.1973, Síða 2
2
TÍMINN
Þriöjudagur 30. október 1973
Rafeindareiknivélin
hjálpar yður fljótt,
nákvæmlega og án hljóðs
iiiiiiiiumumimu
H 3 afrúnnunarmöguleikar
Konstant (stuðull)
Minni
Samlagning
Prósentureikningur
Frádráttur
Svörun í hverjum takka og lykilborðsloka til auðveldunar á
blindinnslætti.
Leitið upplýsinga um
hún er gædd mörgum
kostum umfram aðrar vélar í sama verðflokki.
Verð kr. 27.600.—
mÆmmSm kjaranhf
skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, simi 24140
Skiptafundur
i dánarbúi Þorbjarnar 'Péturssonar frá
Draghálsi i Hvalfjarðarstrandarhreppi,
Borgarfjarðarsýslu, verður haldinn i
sýsluskrifstofunni i Borgarnesi, mánu-
daginn 12. nóvember 1973, kl. 13.00.
Skiptaráðandinn i Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu.
Borgarnesi, 24. október 1973
Ásgeir Pétursson
ALLIR VEGIR
FÆRIR Á
Yokohama
SNJÓBÖRÐUM
HJÓLBARÐA-
VIÐGERÐ KÁ
SELFOSSI
BÆNDURj
Gefið búfé yðar ■
EWOMIN F
vítamín
°9
steinefna-
blöndu
Raftzkjaverzlun
H. G. Guðjónssonar
Stigahliö 45 S: 37637
Í!!:Íi!m1!!ÍÍI 11 Mf
Hversu mikið étur súlan?
Landfari góður!
Ég er fuglavinur, en mér finnst
stundum dálitið hæpnar sumar
friðunarreglur, sem settar eru en
fyrst sjálfsagt þó af nauðsyn til
að vernda stofn, sem er i hættu en
svo er þeim framfylgt áfram —
án þess að tillit sé tekið til
breyttra aðstæðna. Við höfum
rannsóknarstofnanir af ýmsu
tagi, sem gætu fylgzt með þessu,
og sett þá friðunarreglur aftur,
þegar þurfa þykir, svipað og með
sjávarafla t.d. humar og rækju-
veiðar.
Er ekki einhver aðili, sem getur
svarað þvi til, hvaða áhrif t.d.
friðun súlunnar i Eldey hefur á
fiskigengd og fiskuppeldi á
miðunum i nálægð Eldeyjar.
Súlan er mjög stór fugl og étur
áreiðanlega þyngd sýna á dag,
eða meira. Er ekki eðlilegt,
Islendingar láturo fylgjast tneð
þessum málúm og rannsaka,
hvort hér er ekki friðunin komin
út i öfgar. Einnig er sagt, að það
sé svo þröngt um súlurnar i
Eldey, að þær séu að setjast að á
landi, og er það sjálfsagt ágætt.
En hvað ætli súlan éti á við afla
margra skut-togara?!
Heiðagæsin
íslenzka og
ensku lordarnir
Alftin okkar er alfriðuð og var
það þarft verk á sinum tima, en
mér er spurn hefur nú verið
nokkuð að ráði rannsakaö, hvað
álftin og gæsin valda miklum
spjöllum á landi varðandi ofbeit
og þar af leiðandi uppblástur
lands? Þessir fuglar eru jurta-
ætur. Bændur, sem búa nálægt
álftaverum, eða fá stóra gæsa-
hópa i haga sina, vita hve miklu
tjóni þessir stóru fuglar geta
valdið, og þó einkum i nýjum
sáðsléttum, — en um óbyggða-
gróðurinn vitum við mikið minna.
Við vitum, að það er áramunur
á fjölda gæsa og álfta. Getur það
ekki I og með stafað af því, að
varpið mistekst hjá þeim, vegna
þess að fjöldinn er of mikill á
Jitlum svaaðum, og að hálfgerð
hungursneyð vwðtir og ungarnir
komist þess vegna ekki upp? Þá
geta allir imyndað sér hve nærri
landinu er gengið á þessum
stöðum.
Þegar beitarþol er mælt, þyrfti
þá ekki nauðsynlega einnig að
taka allar jurta-ætur með i reikn-
inginn, en ekki aðeins sauð-
kindina?
Hér áður fyrr voru þessir fuglar
nytjaðir en það var gengið allt of
nærri stofninum, því að eftirlit
var ekkert. Gæsum og álftum var
þá smalað saman inn i þar til
gerðar réttir uppi á öræfum eins
og sauðfé' þegar fuglarnir voru i
sárum. En gæti ekki hugsazt, að
rétt væri fyrir okkur Islendinga
að nytja þessi gömlu hlunnindi að
einhverju leyti, — eða eigum við
bara að halda áfram að ala upp
gæsir fyrir skotglaða enska lorda
á kostnað landsins okkar?
Vill ekki einhver af
rannsóknarstofnunum okkar taka
að sér að rannsaka þetta út i æsar
og segja okkur hvað er bezt að
gera I þessu máli?
Sunnlendingur
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
V24460
í HVERJUM BÍL
PIOINIEER
ÚTVARP OG STEREO
CASETTUTÆKI
Byggingarfélag
verkamanna,
Reykjavík
óskar eftir byggingameistara til þess að
taka að sér viðhald á húsum félagsins, en
þau eru 97 að tölu, samtals 526 ibúðir.
Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu
félagsins að Stórholti 16, simi 18471.
Félagsstjórnin.
Skrifstofustúlka
Hagsýsluskrifstofa Reykjavikurborgar
óskar að ráða skrifstofustúlku.
Upplýsingar i sima 18000.
p
I
'l’yf
BILALEIGA
CAR RENTAL
‘E' 21190 21188
Garðyrkjustöðin
Björk, Reykholtsdal Borgarfirði, er til
sölu, ef um semst.
Upplýsingar gefur Sigurborg Þorleifs-
dóttir, Björk.
Simi um Reykholt.
Snjókeðjur
til sölu á flestar stærðir
hjólbarða
Gerum við gamlar snjókeðjur
Setjum keðjur undir bíla
FLJÓT OG GÓÐ AFGREIÐSLA
GÚMMIVNNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055