Tíminn - 30.10.1973, Page 8
8
TÍIVÍÍNN'
Nefnd, sem skipuð var
af hálfu þjóðkirkjunnar,
hefur fjallað um frum-
varp til laga um ráðgjöf
og fræðslu varðandi
kynlíf og barneignir og
fóstureyðingar og ófrjó-
semisaðgerðir, og samið
umsögn þá, sem hér
birtist. í nefndinni áttu
sæti dr. Björn Björnsson
prófessor, sem var for-
maður, séra Sveinbjörn
Bjarnason og Sævar
Guðbergsson félagsráð-
gjafi. Þessari nefnd til
ráðuneytis voru séra
Amgrímur Jónsson, séra
Halldór S. Gröndal, séra
Jónas Gíslason lektor og
séra Lárus Halldórsson.
ÞAU VIÐHORF, sem ráöa i
grundvallaratriöum afstööu vorri
til þessa máls, eru mótuö af lffs-
og manngildismati kristinnar
siðfræöi. Samkvæmt þessu mati
er rétturinn til lifs undirstaða
allra annarra mánnréttinda.
Kristnir menn játa, aö þennan
rétt til aö lifa hafa þeir þegiö aö
gjöf úr hendi Guös.
En rétti fylgir skuldbinding.
Réttinum til aö lifa fylgir sú
skuldbinding að virða jafnan rétt
allra manna til lifs. Virðingin ein
er þó ekki nóg. Þá fyrst fáum vér
notið þessa dýrmæta réttar, er
virðingin fyrir rétti náungans
eflist i virka athöfn honum til
farsældar. Sá mun reynast
auðugastur af lifi, sem gefur mest
af sjálfum sér til eflingar á lifi
annars manns.
Þessi skilningur á lifsrétti og
lifsauðgi ræöur afstöðu vorri til
fóstureyðinga. Fóstur er mann-
legt lif i móðurkviði. Réttur þess
til lifs helgast af tilveru þess einni
saman og skiptir i þvi máli engu,
hversu skammt eða langt það er
komiðá þroskaferli sinum til fæð-
ingar sem fullburða mannsbarn.
Hitt skiptir máli, að fóstriö er al-
gjörlega upp á aðra komið, hvað
snertir viröingu á rétti þess.
Þessir aðrir eru að sjálfsögðu
móðirin, en einnig faðirinn og
þjóðfelagið.
Löggjöf um fóstureyðingar er i
hverju landi visbending um,
hvern rétt menn ætla fóstrinu og
hve dýru verði þeir selja þennan
rétt.
En það er fleira en sjálf fóstur-
eyðingarlöggjöfin, sem er til
marksum,hve mikils menn meta
rétt fóstursins. Þessi réttur
fóstursins verður ekki aðgreindur
frá rétti barnsins til að njóta
ástúðar og öryggis i skjóli
Álit presta-
stéttarinnar á
fóstureyðingar-
frumvarpinu
foreldra eða foreldris. Viðhorf al-
mennings til þungunar ein-
stæðrar ungrar stúlku, lög um al-
mannatryggingar, lög um félags-
lega aðstoð, húsnæðismálalög-
gjöf, staða einstæðrar móður á
vinnumarkaðinum, möguleikar á
gæzlu barna, allt þetta og margt
fleira gefur beint og óbeint vis-
bendingu um, hverju menn vilja
kosta til að hlúa að rétti hins
ófædda barns. Hér er höfðað til
skyldu þjóðfélagsins til að gera
rétt þeirra sem mestan, sem
gegna móður- og föðurhlutverki.
Þær raddir heyrast, sem vilja
létta af þjóðfélaginu þeirri
ábyrgð, sem á þvi hvilir,
varðandi raunhæfar aðgerðir til
að gera fóstureyðingu i raun að
neyðarúrræði. Fóstureyðing skuli
vera einkamál konunnar, þjóð-
félagið eigi nóg með sig. Þennan
málflutning er siðan reynt að
fegra með þvi að höfða til sjálfs
ákvörðungarréttar konunnar.
En þá má spyrja: Hvers virði
er sá réttur til sjálfstæðrar
ákvörðunar, ef þjóðfélagið býr
þannig að móðurinni, að hún á
engan annan kost en þann að
velja fóstureyðingu? Fyrirheit
um frjálsa fóstureyðingu sam-
fara litilsvirðingu á rétti foreldris
til mannsæmandi lifs felur i sér
ekki einungis afbökun á hug-
takinu frelsi, heldur einnig, að
það er sýnu verra, kaldranalegt
sinnuleysi gagnvart manneskju,
sem er i nauðum stödd.
Framkomið frumvarp til laga
ásamt greinargerð um
breytingar á núgildandi lögum
JOHNS-MANVILLE
glerullar-
9 einangrun
er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull
areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið
þér frían álpappír með. Hagkvæmasta
einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt
borgar sig.
Munið Johns-Manville I alla einangrun.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Sendum hvert á land sem er.
WHI JÚN LOFT8SON HF.
Hringbrout 121 . Simi 10-600
Tilkynning um
lögtaksúrskurð
Þann 25. október s.l. var úrskurðað, að
lögtök geti farið fram vegna ógreidds
söluskatts fyrir mánuðina júli-september
1973, nýálögðum hækkunum vegna eldri
timabila og nýálögðum hækkunum þing-
gjalda, allt ásamt kostnaði og dráttar-
vöxtum.
Lögtök fyrir gjöldum þessum fara fram að
liðnum átta dögum frá birtingu auglýsing-
ar þessarar, ef ekki verða gerð skil fyrir
þann tima.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Sýslumaðurinn í Gullbringu-
og Kjósarsýslu.
um fóstureyðingar ber þess viða
vott, að vilji er fyrir hendi til að
efla rétt foreldra og á þann hátt
að hlú að rétti fóstursins. En
greinargerðin sýnir jafnframt,
hversu skammt vér erum á veg
komin i þessu tilliti, hversu mjög
skortir á, að oss hafi lánazt að búa
þannig að barnshafandi konu, að
hún þurfi ekki að gripa til þess
örþrifaráðs að sækja um fóstur-
eyðingu.
f ljósi þessa og samkvæmt þeim
skilningi á lifsrétti, sem vér
höfum gert að umræðuefni,
leggjum vér það mat á þetta mál,
að löggjöf um frjálsa fóstur-
eyðingu sé siður en svo rétta
leiðin til að ná settu markmiði.
Nefndin, sem samdi greinar-
gerðina, gefur hins vegar ýmsar
visbendingar um, hver sé hin
rétta leið Sú leið er seinfarin, hún
er mjög kostnaðarsöm, hún krefst
stórátaks á sviði heilbrigðis- og
tryggingarmála, félags- og
fræðslumála, en hún er leið
mannréttinda og fagurs mannlifs.
Þessi leið er sú sama og nefndin
nefnir varnaðarstarf og verður
fyrst vikið að þvi i eftirfarandi
álitsgerð. Siðan verða rædd
nokkur atriði, sem vér teljum
áérstaka ástæðu til aö staldra við.
Varnaðarstarf
1 I. kafla greinargerðarinnar
bls. 7 segir svo: „Tillögur
nefndarinnar hafa mótazt af þvi
grundvallarsjónarmiði, að brýn
nauðsyn sé
1) Að gefa öllum kost á ráðgjöf
og fræðslu um kynlif og barn-
eignir og ábyrgð foreldrahlut-
verks.
2) Að veita öllum fræðslu og ráð-
gjöf um notkun getnaðarvarna og
útvegun þeirra.
3) Að veita aðstoð þeim, sem
ihuga fóstureyðingu eða ófrjó-
semisaðgerð.
4) Að auka félagslega aðstoð i
sambandi við þungun og barns-
burð.
Tillögur nefndarinnar miðast
við aðstæður eins og þær eru i
dag.
Ennfremur segir á sömu bls.
undir fyrirsögninni „Varnarðar-
starf”: „Nefndin leggur höfuð-
áherzlu á nauðsyn þess að fyrir-
byggja ótimabæra þungun, sem
leiðir til þess, að farið er fram á
fóstureyðingu. Nefndin litur svo
á, að fóstureyðing sé alltaf
neyðarúrræði, vegna þess aö um
er að ræða læknisaðgerð, sem
getur haft áhættu i för með sér og
krefst sérhæfðs starfsfólks og
fullkomins útbúnaðar til sér-
hæfðar læknismeðferöar, ef eitt-
hvað ber út af. Aðgerðin verður
þess vegna að fara fram á sjúkra-
húsum og verður þvi all
kostnaðarsöm getnaðarvörn fyrir
þjóðfélagið”.
Hin mjög svo eindregna afstaða
um varnaðarstarf eru orö mjög i
tima töluð. Af þessu tilefni er
eðlilegt, að huga að við hvaöa
aöstæður við búum hér á landi.
Um þessa mikilvægu hlið
malsins segir svo á bls. 8 i
greinargerðinni: „Tilþessa hefur
varnaöarstarfi verið of litill
gaumur gefinn hér á landi, bæði
hvað snertir kynlifsfræðslu i
skólum og ráðgjöf fyrir full-
orðna”.
1 V og VI kafla greinargerðar-
innar er gerðallitarleg grein fyrir
ástandinu eins og það horfir við
frá sjónarhóli nefndarinnar
sjálfrar. Þannig segir á bls 195.:
„Heilbrigðisþjónustu og félags-
legri aðstoð á þessu sviði hefur
verið mjög ábótavant hér á landi
til þessa og er brýn nauðsyn að
bæta þjónustu við almenning á
þessu sviði”.
Við lestur á kafla, sem fjallar
um kennslu um kynferðismál (bls
206-210) má ráða, að nefndin sé
þeirrar skoðunar að þessi þáttur
sé algjörlega vanræktur innan
skólakerfisins ,sbr. bls. 207: „Að
sjálfsögðu gerir frumvarpið ráð
fyrir, að kennsla i skólum i
þessum efnum sé mótuð i sam-
ráði við fræðsluyfirvöld og
tiltekin i námsskrá grunnskóla-
stigsins, en á þessi atriði er bent
sérstaklega hér með tilliti til nú-
verandi ástands kennslu um
kynferðismál i skólum landsins,
en hún er svo til engin i raun.þótt
gert sé ráö fyrir smávegis um-
fjöllun um kynþroskaskeiðið i
námsskrá. Hefur þetta komið
fram, bæði i samtölum við nem-
endur á framhaldsskólastigi og
við athugun á námsskrá með
samanburði við kennslubækur á
skyldunámsstiginu.
Samkvæmt námsskrá skyldu-
námsstigsins útg. 1960, er ekki
gert ráð fyrir kennslu um kyn-
ferðismál almennt, svo sem um
samfarir, hvernig barn verður til,
getnaðarvarnir né kynsjúkdóma.
Samkvæmt upplýsingum fulltrúa
á fræðsludeild menntamálaráðu-
neytisins er þaö undir viðkom-
andi kennara eða kennurum
barnanna komið, hve langt þeir
kjósa að fara út i slik mál eða
hvort þeir gera það yfirleitt”
(leturbreyting vor) Sbr. einnig
athugasemdir við 7. gr. laga-
frumvarpsins.
Þá má að lokum, þegar
grennslast er fyrir um mat
nefndarinnar á núverandi ástandi
benda á nokkur atriði VI. kafla
greinargerðarinnar, sem fjallar
um félagslega aðstoð.
„I ársskýrslu Félagsmála-
stofnunar Reykjavikurborgar
árið 1971 segir, að megin áherzla
sé lögð á f jölskylduvernd,
varnaðarstarf og endurhæfingu
fjölskyldna og einstaklinga. —
Breyting á félagsmálalöggjöf og
ráðning sérmenntaðs starfsfólks
(félagsráðgjafa) er forsenda
fyrir framgangi þessarar
stefnu”. —(bls. 217. leturbreyting
vor).
Hafa ber i huga i þessu sam-
bandi, að nefndin tekur eingöngu
mið af þvi ástandi, sem rikir i
Reykjavik, en vitað er að
ástandið i dreifbýlinu er sizt
betra, sbr. orð nefndarinar á bls
271: „1 dreifbýlinu er raunhæft
félagsmálastarf skammt á veg
komið og engir félagsráðgjafar
eru starfandi utan Reykjavikur
og Kópavogs. 1 þvi yfirliti, sem
hér fer á eftir varðandi nokkur
atriöi félagslegrar aðstoðar, sem
snertir hag einstæðra foreldra og
barnafjölskyldna, verður þvi
miðað við aöstæður i þéttbýlinu”.
„Útvegun leiguhúsnæðis i þétt-
býlinu fyrir húsnæðislausa eða
þá, sem búa i lélegu og heilsu-
spillandi húsnæði, er miklum
erfiðleikum háð, þar eð húsnæðis-
skortur er rikjandi. Hjá
húsnæðisdeild borgarinnar er
langur biðlisti”. (bls. 217—)
• -'i ' feiio'-in At*
Þriðjudagur 30. október 1973
„Mikill skortur er á dagvistunar-
rými i Reykjavik. Einstæðir for-
eldrar njóta forgangs við úthlutun
plássa á dagheimilum Sumar-
gjafar, en það er langt frá þvi, að
þörf þessa hóps sé fullnægt’ (bls
218
Þá er sérstök ástæða til að
vekja athygli á niðurlagsorðum
VI. kafla, sem jafnframt eru
niðurlagsorð greinargerðarinnar
iheild. (bls. 218): „1 þvi skyni að
bæta afkomu einstæðra foreldra
og barnmargra fjölskyldna og
fyrirbyggja þörf fyrir fóstur-
eyðingar af félagslegum ástæðum
leggur nefndin til að félagsleg
aðstoð við einstæða foreldra og
barnmargar fjölskyldur verði
aukin og bætt á öllu landinu,
einnig i dreifbýlinu, að hið opin-
bera byggi og kaupi i auknum
mæli sölu- og leiguibúðir til þess
að leysa húsnæðisvanda
einstæðra foreldra og barn-
margra fjölskyldna, sem ekki
hafa bolmagn til að byggja
sjálfir, að riki og sveitarfélög
auki fjárframlög til byggingar,
kaupa og reksturs dagvistunar-
stofnana, svo og til einkafósturs,
en kostur á dagvistun er skilyrði
þess, að einstætt foreldri geti séð
sér farborða”. ( leturbreyting
vor)
Eins og fram kemur hér að
framan leggur nefndin megin
áherzlu á varnaðarstarf og telur
mikið skorta á i þvi sambandi.
Erum vér nefndinni fyllilega
sammála i þvi efni og teljum
ástandið jafnvel enn verra en
nefndin gerir ráð fyrir. Mjög
mikill skortur er á sérhæfðu
starfsliði og mun taka árabil að
bæta úr þeim skorti, að
ógleymdum heilsugæzlu-
stöðunum og sérhæfðu starfsliðf
þeirra um allt land. Mun taka
langan tima að framkvæma allar
úrbótatillögur nefndarinnar.
Er þvi óhætt að ganga út frá
þvi, að alllangur timi liði áður en
varnaðarstarf það, sem er for-
senda nefndarinnar, gæti verið
virkt. I þessu sambandi er rétt að
benda á varnaðarorð nefndar-
innar á bls. 8: „Það er reynsla
annarra þjóða nú, til dæmis
frændþjóða okkar, að einmitt
varnaðarstarfið hafi verið stór-
lega vanrækt. Þess er getið, að
auðveldara sé orðið að fá fram-
kvæmda fóstureyðingu, þar sem
löggjöf hefur verið rýmkuð, en að
fá leiðbeiningar um getnaðar-
varnir”. Meðan ekki hefur verið
komið á sliku varnaðarstarfi
virðist skorta forsendur fyrir
rýmkun fóstureyðingarlöggjafar.
Ennfremur ber að hafa i huga, að
þær félagslegu aðstæður, sem
væru forsendur fóstureyðingar,
hverfa ekki þótt fóstri sé eytt. Það
er þvi höfuðverkefni þjóðfélags-
ins, að leitast við að leysa þau
félagslegu vandamál, sem konan
býr áfram við, þrátt fyrir fóstur-
eyðingu.
Það skortir ekki að nefndin beri
fram frómar óskir um úrbætur,
en sár reynsla hefur kennt oss, að
meira þarf til en góðan vilja. Það
eru mörg dæmi þess, að sett hafi
verið lög, sem ekki hefur verið
komið i framkvæmd.
Fyrsta skrefið i úrbóta átt
varðandi það varnaðarstarf, sem
hér um ræðir, er að beita sér fyrir
sérstakri lagasetningu. Það er
hins vegar ljóst, að slik laga-
setning, sem gripur til svo
margra þátta, er mjög vanda-
samt og flókið verk. Taka þarf
tillit til nauðsynjar á úrbótum á
ráðgjöf, fræðslumálum og félags-
legri aðstoð, þar sem gætt er jafnt
hagsmuna dreifbýlis sem þétt-
býlis. En það ber að undirstrika,
að þótt undirbúningur slikrar
lagasetningar sé bæði timafrekur
og vandasamur, þá reynir fyrst á,
þegar til framkvæmdanna kemur
og útvega þarf mikiðfjármagn til
að standa undir kostnaði við
framkvæmd slikra laga. Þegar
vér leiðum hugannað kostnaði
vegna uppbyggingar öflugs
varnaðarstarfs, er ekki óeðlilegt
að spurt sé um kostnað vegna
framkvæmdar á tillögum
nefpdarinnar, veröi þær aö
lögum. Nefndinni hefur
algjörlega láðst aö gera grein
fyrir þeirri hlið málsins.
Reynslan sýnir, að þar sem
fóstureyðingarlöggjöf hefur verið
rýmkuð i minna mæli, en hér er
»ert ráð fyrir, hefur fóstur-
eyðingum fjölgað stórlega. 1 Svi-
þjóö, skv. upplýsingum nefndar-
innar (bls. 18), eru fóstur-
eyðingar 1/4 af tölu lifandi fæddra
barna þar i landi. Sama hlutfall