Tíminn - 30.10.1973, Page 13
12
TÍMINN
Þriðjudagur 30. október 1973
Þriðjudagur 30. október 1973
TÍMINN
13
Það er aldrei
of seint að
lifa lífinu
EIN aðferð til að hjálpa öidruðu
fólki er að kenna þvl að hjálpa sér
sjálfu. Þessi grein fjallar um það,
hvað sjúkrahús I London hefur
komi/.t langt i meðhöndlun og
umhyggju fyrir öldruðu fólki.
Einnig fjallar hún um læknana,
sem trúa þvl, að lifið sé þess viröi
að lifa þvl, jafnvel þótt fólk sé
komið yfir áttrætt.
Aö meðaltali er áttundi hver
maður i Vestur-Evrópu meira en
65 ára gamall. Siðustu sjötiu árin
hafa miklar framfarir orðið i
læknavisindunum, hvað viðkem-
ur lækningu á ýmsum algengum
sjúkdómum, svo sem skarlatsótt,
berklum og lungnabólgu. Þessi
árangur hefur orðið til þess að
meðalaldur fólks frá árinu 1903
hefur hækkað úr 49 árum upp i 68
ár hjá karlmönnum og 74 ár hjá
konum.
Það er nú veigamikið verkefni
fyrir visindin að finna upp eitt-
hvað, sem gefur lifinu gildi, eftir
að meðalaldur hefur lengzt svona
gifurlega mikiö. Miklar framfarir
hafa orðið i meðferð hrörnunar-
sjúkdóma, og er það aðallega um-
hyggjan fyrir þessu fólki, sem
hefur breytzt, frekar en lyfja-
meðferðin.
Þeir læknar, sem láta sig þess-
ar spurningar skipta, vinna i
heimi, þar sem andlegt og likam-
legt atgervi fer siversnandi.
Frumurnar eru lengur að endur-
nýjast. Bati eftir sjúkdóma eins
og magaveiki og kvef, kemur
hægar en áður. Sjón og heyrn
dofna. Það getur lika verið um að
ræða erfiðleika meö hjartað eða
blóðrásina.
Undir svona kringumstæðum er
ekki skritið, þótt margt aldrað
fólk vilji helzt leggjast undir
sæng. En þvi lengur sem þetta
fólk er rúmliggjandi, þvi meiri
hætta er á, að vandamálið versni.
Mohan Kataria, hrörnunarsjúk-
dómalæknir við St. Francis-
sjúkrahúsið i London, segir ein-
faldlega: — Rúmið á að forðast.
Mikill hluti vinnutima Mohans
fer i það að sannfæra gamalt fólk
um, að það megi ekki halda sig of
mikið við rúmið, og verði að vera
sem mest iifandi og starfandi.
Dr. Kataria fæddist i Indlandi.
Hann starfaði sem læknir i brezka
hernum, sem leiddi til þess að
lokum, að hann fluttist til Stóra-
Bretlands.
I Indlandi er næstum alltaf til
staður fyrir gamla fólkið, oftast i
fjölskyldunni. Gamla fólkið þar
er örvað til að gera eitthvað þarft.
Hann flutti með sér hluta af þess-
ari heimspeki, þegar hann fór að
starfa á St. Francis, jafnvel þó að
hann vissi vel, að fjölskyldur i
Evrópu meðhöndluðu gamalt fólk
á allt annan hátt en tiðkast i Ind-
landi.
1 Vestur-Evrópu er margt gam-
alt fólk, sem ekki aðeins veit, að
nærveru þess er ekki óskað, held-
ur er þetta fólk lika, bæði einstak-
lingar og gift fólk i mörgum til-
Tröppur geta veriö óyfirstlganleg hindrun, þess vegna veröur að veita
sérþjálfun I að ganga upp tröppur.
vikum algjörlega sniðgengið. Það
getur ekki einu sinni hjálpað
hvert öðru, einfaldlega þvi það
veit ekki um tilveru hvers annars.
Það sér engan tilgang i þvi að
halda áfram að lifa.
Dr. Kataria dregur hérna upp
nokkrar svipmyndir af þvi,
hverju gamla fólkið má búast við
á spitalanum. Fyrstu dagana er
fólkið vandlega rannsakað, bæði
andlega og likamlega, og er i þvi
sambandi auðvitað stuðzt við
upplýsingar frá heimilislæknin-
um. Eftir niðurstöðum þessara
rannsókna er siðan byggð upp
dagskrá fyrir sjúklinginn. Gler-
augu, tennur og heyrnartæki þarf
kannski að endurnýja — eða út-
vega slikt, ef það er ekki fyrir
hendi.
Næsta skrefið er að fara með
sjúklinginn i dagstofuna, þar sem
þetta fólk fær félagsskap, og er
þetta fyrsti visirinn i áttina að þvi
að leyfa fólkinu að fá hreyfingu og
starfa. Starfsemin þarna er
byggð upp á leikjum fyrir börn.
Þetta fær sjúklinginn til að hreyfa
útlimina og reyna á vöðvana.
Eftir nokkra daga er sjúklingur-
inn svo tilbúinn aö fara inn i leik-
fimisalinn.
Það er stór leikfimisalur á St.
Francis-sjúkrahúsinu. — Þar er
til dæmis eins konar tröppupall-
ur. Hér lærir sjúklingurinn bein-
linis að ganga tröppur á nýjan
leik.
— Það er mjög gott að hafa
einn góðan leikfimisal, segir dr.
Kataria. En þjálfunin byrjar i
rauninni á æfingum sem dr.
Marjory Warren (nú látinn) setti
saman i þágu hrörnunarsjúk-
dóma. Þetta eru æfingar, sem
sjúklingurinn getur gert hjálpar-
laust við rúmgaflinn hjá sér.
Sjúklingurinn situr á stól og lætur
andlitiö snúa að fótgaflinum. Sið-
an hifir hann sig upp og lætur sig
siga niður, rær fram og aftur á
gaflinum, — og til hliðanna. Það
mikilvægasta við þessar æfingar
Það er hægt að fara i fótbolta I hægindastólnum, og allir verða að vera með.
Þaö er ekki auðvelt að búa til mat þegar hendurnar svlkja okkur, en
með þjálfun og góðri hjálp getum við komið til.
hjá konum og hærri hjá körlum.
Konur geta hjálpað sér meira
sjálfar en menn, og það leiðir til
þess, að þær geta haldið sér leng-
ur á lifi — þær eru vanari þvi að
reyna að bjarga sér sjálfar.
Menn, sem halda áfram aö vinna,
og þá sérstaklega iðnaðarmenn,
lifa þó oft lengur, og þá tilbreyt-
ingariku lifi. En i aðra röndina er
það staðreynd, að ef sjúklingur
hefur bitið það i sig að deyja, er
ekkert sem getur komið i veg
fyrir það, segir dr. Kataria.
Aldrað fólk þarfnast meiri ein-
staklingsbundinnar meðhöndlun-
ar og athygli en yngra fólkið. Það
verður að útskýra hlutina og
kannski endurtaka þá oft, þangað
til maður er .viss um að það hafi
skilið hvað verið er að gera fyrir
það, og hvers vegna.
(lauslega þýtt
og endursagt, Kris)
Dr. Kataria er vanur þvi frá slnu heimalandi, að hinir yngri hjálpi bæði eldra fólkinu og sjúklingum.
er, að hægt er að gera þessar æf-
ingar heima hjá sér. Það eina
sem þörf er fyrir, er bretti við fót-
gaflinn, svo sjúklingurinn renni
ekki undir rúmið.
I leikfimisalnum á St. Francis-
sjúkrahúsinu eru fótstig af reið-
hjólum fest á vegginn til að þjálfa
handleggina. Einnig eru strikað-
ar beinar linur yfir gólfið, og er
það gert til að hjálpa sjúklingnum
til að ganga eftir vissum takti, og
einnig til að halda beinni stefnu.
Viðarstangir ganga út úr veggj-
unum, og þar geta sjúklingarnir
hangið og reynt að hifa sig upp til
að styrkja handleggi og axlir.
Dr. Kararia telur, að margir
vanmeti þá möguleika og þann
vilja, sem gamla fólkið hefur til
að gera allt, sem i þess valdi
stendur, til aö endurheimta aftur
þann styrk, sem þarf til að út-
skrifast. Það sem það þarfnast,
er að fá ofurlitinn stuðning i byrj-
un frá lækninum og öðru starfs-
fólki. Hann bendir á, að á striðs-
árunum hafi Reginald Watson-
Jones sýnt fram á, að það er hinn
sterki vilji mannsins, samstarf
huga og likama, sem hjálpaði
mönnum til að komast aftur á
fætur eftir verstu áföllin. Starfið
hjálpar fólkinu til aö bægja frá
sér hræðslunni, og við sjáum
dæmi þess á hverjum degi i deild-
inni hjá okkur.
Dr. Kataria segir okkur frá
prjónaskap eins sjúklingsins: —
Hún var rúmlega áttræð,sein og
yfir sig hrædd. t byrjun prjónaði
hún eitthvað út i loftið, ekkert
ákveðið, hún prjónaði bæði laust
og ójafnt, og handavinnan hennar
sýndi hvernig hún var sjálf, óör-
ugg og hrædd. Þegar hún fór að fá
áhuga á prjónaskapnum, varð
prjónið fastara og fékk rétta lög-
un, og það liðu ekki nema nokkrar
vikur, þar til hún fór að prjóna al-
vea rétt, bæði fast og jafnt.
Mikilvægast af öllu er að veita
þessu fólki nýja innsýn i lifið. Ef
þetta fólk sér engan tilgang i lif-
inu, er til litils að hjálpa þvi til að
þjálfa sig upp likamlega.
Takmark dr. Kataria er ekki
aðeins að glæða lif þessa fólks til-
gangi, heldur einnig að kenna þvi
þá hluti, sem nauðsynlegt er að
kunna til að geta lifað.
Sjúklingarnir fá leiðsögn i þvi
að búa til mat, og það sem mikil-
vægara er hvernig mat það á að
búa til. Það er tilgangslaust að
senda fólk heim aftur, ef hætta er
á að allt fari i sama farið aftur:
það liggi i rúminu mestan hluta
dagsins, og staulist siðan fram i
eldhús og fái sér eitthvað, sem
ekkert næringargildi hefur.
Margir sjúklinganna þarfnast
einhverrar umönnunar i heima-
húsum. Mikill hluti þessarar að-
stoðar kemur frá féiagsstofnun-
um, heilbrigðisþjónustu og heim-
ilishjálp. Til eru klúbbar, þar sem
gamla fólkið getur hitzt og fengið
sér mat. Bara það, að þurfa að
fara i slikan klúbb, gefur fólkinu
tilefni til að hressa sig upp og
klæðast.
Þegar grunnurinn er lagður að
starfsömu lifi, er það undraverð-
ur fjöldi, sem getur útskrifazt af
þessari deild. Áður fyrr, þegar
meðul voru eingöngu notuð til að
lækna fólk, var litill hluti þess fær
um að yfirgefa þessar ellideildir
eða fátækraheimili, fyrr en það
var borið út i kistunni. Yfir 50%
sjúklinganna á St. Francis út-
skrifast. Af skiljanlegum ástæð-
um er dánartalan há, 30 prósent
Bókaútgáfa
Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélags
RIT ÞAU, sem Bókaútga'fa
Menningasjóðs og Þjóðvinafélags-
ins gefur út I ár, eru nú i þann
veginn að koma á markaðinn eða
væntanleg bráðlega. Fer hér á
eftir yfirlit yfir bækur þessar:
Hundrað ár i Þjóðminja-
safni
eftir dr. Kristán Eldjárn.
Þetta er ljósprentuð fjórða út-
gáfa ritsins, en það kom fyrst út á
aldarafmæli Þjóðminjasafnsins
1962. Efni þess er ítarleg ritgerð
um sögu og þróun safnsins, svo og
þættir um einstaka hluti, sem þar
eru varðveittir, og myndir þeim,
ennfremur útdráttur bókarinnar
á ensku. Eru þættirnir hundrað
talsins, einn fyrir hvert ár, sem
safnið hafði starfað til þess tima,
er hún var tekin saman.
Kviður Hómers I-II.
Þetta er ljósprentun af Ilions-
kviðu og Odysseifskviðu i þýðingu
Sveinbjarnar Egilssonar, en
Menningarsjóður gaf þær út 1948
og 1949. önnuðust Kristinn heitinn
Ármannsson rektor og dr. Jón
Gislason um útgáfuna og rituðu
að henni itarlegan formála. Eru
Hómerskviðurnar hluti af bóka-
flokki, sem flytur ýmis úrvalsrit
heimsbókmenntanna. Fyrstu
ritin i þeim bókaflokki eru Fást
eftir Goethe og Landið týnda (Det
tabte land) eftir Jóhannes V.
Jensen.
íslenzkt skáldatal.
Þetta er fyrra bindi af tveimur
og hluti af Alfræðum Menningar-
sjóðs. Skáldatalið er samið af
Hannesi Péturssyni og Helga
Sæmundssyni. Ilefst Skáldatalið
á árdögum islenzkra bókmennta
og nær allt til ársins, sem er að
liða. Semur Hannes þann hluta
þess, sem fjallar um bókmenntir
fyrri alda, en Helgi hinn hlutann,/
þar sem gerð er grein fyrir
höfundum og bókum eftir 1874.
Verða i Skáldatalinu skrár fyrir
ljóð, skáldögur, smásögur og
leikrit þeirra höfunda, sem getið
er, en jafnframt upptalning á
bókum og helztu ritgerðum um
skáldskap þeirra, auk ævisögu-
ágrips Skáldatalið verður skreytt
fjölda mynda.
Saga Hliðarenda i
Fljótshlið
eftir séra Jón Skagan.
Þetta er mikið rit um hið forna
og fræga höfuðból og skiptist i
þrjá meiginhluta. Fyrsti hluti
fjallar um búendur á Hliðarenda
frá upphafi til vorra daga, annar
hluti um kirkjuna þar og þriðji
hluti um jörðina. Alls hafa setið
Hliðarenda 43 ábúendur, svo að
vitað sé með vissu. Meðal þeirra
eru margir frægir menn i lslands-
sögunni, enda garðurinn löngum
viðkunnur. Þar fæddist Þorlákur
biskup helgi Þórhallsson, en
Bjarni skáld Thorarensen ólst þar
upp og Þorsteinn skáld Erlings-
son á afbýlinu Hliöarendakoti.
Séra Jón Skagan var lengi
prestur á Bergþórshvoli i Land-
eyjum. Hefur hann unnið að bók-
inni um hliðarenda i mörg ár.
Ljóð og sagnamál
eftir séra Jón Þorleifsson.
Þetta er ný útgáfa af ljóðum
séra Jóns og drögum að skáld-
sögum eftir hann, svo og þjóð-
sögunni um Tungustapa og
nokkrum pistlum. Hefur Hannes
Pétursson búið bókina til
prentunar. Séra Jón Þorleifsson
lézt ungur að árum, en vakti eigi
að siður athygli fyrir skáldskap
sinn þegar i lifanda lifi. Hann sat
siðast Ólafsvelli á Skeiðum, en
þjónaði áður i Fljótshliðar-
þingum.
Sögur 1940-1964
eftir Jón Óskar
Jón Öskar er sennilega kunn-
astur fyrir ljóðagerð, en hann
byrjaði skáldferil sinn með smá-
sagnasafni og hefur siðan ritað
skáldsöguna „Leikir i fjörunni”.
„Sögur” eru heildarsafn af smá-
sögum höfundar á áraskeiðinu
1940-1964, og hafa sumar þeirra
ekki birzt i bókarformi fyrri,
Sögurnar eru 22 talsins, og hafa
sumar þeirra vakið mikla athygli
og verið prentaðar i sýnisbókum
innanlands og utan.
Króski og Skerðir
eftir Cervantes.
Þetta er stutta saga eftir hinn
heimskunna höfund verksins um
Don Quijote, en Guðbergur
Bergsson rithöfundur hefur gert
þýðinguna úr frummáJinu,
spænsku. Þetta er bráðskemmti-
leg prakkarasaga, og sumar per-
sónur hennar hafa orðið harla
langlifar i bókmenntunum.
Ilaftækni- og ljósorða-
safn II.
Þetta er mikið rit, er flytur
tækniorðasafn, sem Alþjóðlega
raftækninefndin hefur samið, en
Orðanefnd Rafmagnsverkfræði-
deildar Verkfræðifélags Islands
þýtt á islenzku. Fylgja islenzka
orðasafninu þýðingar á ensku,
þýzku og sænsku.
Um Nýja testamentið
eftir séra Jakob Jónsson.
Þetta er rit um guðfræðiiegt
efni, eins og naínið bendir til, en
höfundur hefur lagt mikla stund á
þau visindi um langt skeið, enda
doktor i guðfræði. Séra Jakob er
og landskunnur predikari og rit-
höfundur. f bók þessari ræðir
hann um ýmis þau sjónarmið,
sem fram hafa komið varðandi
túlkun Nýja testamentisins og
um einstök kenningaratriði. Má
gera ráð fyrir, að efni hennar
verði hugleikið öllum, sem láta
sig trúarbrögð og menningarsögu
einhverju skipta. w
Eignarhald og ábúð á
jörðum i Suður-þing-
eyjarsýslu 170:it-1930
eftir Björn Teitsson.
Þetta er annað bindi bóka-
flokksins Sagnfræðirannsóknir
(Studia historica), en hann er
gefinn út af Menningarsjóði i
samvinnu við Sagnfræðistofnun
Háskóia tslands. Höfundurinn er
ungur sagnfræðingur og hefur
lagt mikla vinnu i þetta rit sitt,
sem hefur að geyma merkan
fróðleik um þingeyska sögu.
Myndmál
Passiusálmanna
eftir Helga Skúla Kjartansson.
Þetta er 32. hefti af Studia
Islandica, og gerir höfundur stil-
fræðilegar athuganir á Passiu-
sálmum Hallgrims Péturssonar
en þeim er ætlað að varpa ljósi á
tilurð sálmanna og samband
þeirra við önnur verk.
Acta botanica Islandica.
Þetta er2. hefti árgangsins 1973
af grasafræðitimaritinu Acta
botanica Islandica, en ritstjóri
þess er Hörður Kristinsson.
Meðal þess efnis þessa hcftis er
itarleg ritgerð um Islenzka hatt-
sveppi eftir Helga Hallgrimsson.
Andvari.
Timarit Menningarsjóðs og
Hins islenzka Þjóðvinafélags, rit-
stjóri dr. Finnbogi Guðmundsson
landsbókavörður. Meðal efnis i
Andvara að þessu sinni verður
ævisaga Asgeirs Asgeirssonar
forseta lslands, eftir Guðmund
Gislason Hagalin. Aðrir
höfundar, sem rita I Andvara, eru
t.d. Gunnar Arnason, Þorsteinn
Sæmundsson og Peter Hallberg.
Almanak
Hins islenz.ka Þjóðvinafélags
fyrir árið 1974. Ritstjóri þess er
dr. Þorsteinn Sæinundsson.
Hljómplata
með pianóleik Rögnvalds Sigur-
jónssonar.
Rögnvalur leikur hér fjögur
tónverk: tvö eflir Leií Þórarins-
son og sitt hvort eftir Alta Heimi
Sveinsson og dr. Pál ísólfsson.
Hljómplata þessi er framleidd i
Danmörku.
Nýskipaður
NYSKIPAÐUR sendiherra Arabalýðveldisins Egyptalands hr. Gamal
Naguib, afhenti I fyrradag forseta islands trúnaöarbréf sitt aö viö-
stöddum utanrlkisráöherra Einari Agústssyni. Síödegis þá sendi-
herrann boö forsetahjónanna aö Bessastööum ásamt nokkrum fleiri
gestum.