Tíminn - 30.10.1973, Page 16
16
TÍMINN
Þriðjudagur 30. október 1973
ELLEN
DUURLOO:
Geymt
en
ekki
gleymt
14
Þau höfðu þekkzt frá barnæsku,
og aðlokum uröu þau ásátt um að
eyða ævinni i návist hvors ann-
ars. Þau voru trúlofuð þarna
heima einn vetur. En hvers konar
lif beið þeirra i litla fiskiþorpinu'
A þessum timum gekk yfir
áróðursbylgja í landinu um fram-
tlðarmöguleika i Ameriku. Þessi
áróður barst til litla fiskiþorps-
ins. Þau Björn höfðu rætt þennan
möguleika fram og aftur. Þau
höfðu meira að segja fært þetta I
tal við foreldra sina. Faðir henn-
ar hafði sagt:
Væri ég á þritugsaldri, myndi
ég ekki hugsa mig um eitt andar-
tak.
Foreldrar Björns voru ekki al-
veg á sömu skoðun.
Faðir hans mundi sakna hans
úr skipshöfninni, og móðir hans
var ekki hrifin af að sjá á bak
einkasyni sinum, vitandi fyrir
vist að hún myndi sennilega
aldrei sjá hann aftur.
En Björn var ungur og fullur
lifsorku. Hann langaði út i heim
og freista gæfunnar eins og svo
marga hafði langað á undan hon-
um. Hann hafði einnig viljað að
Svanhildur færi með honum og
þau giftu sig og freistuðu gæfunn-
ar i landi möguleikanna.
Hún hefði fegin viljað þetta, en
foreldrar hennar voru eindregið á
móti þessu.
„Láttu Björn fara á undan og
koma sér fyrir þarna, siðan getur
þú farið á eftir honum.”
Henni veittist erfitt að breyta
gegn vilja þeirra, ekki hvað sizt
vegna þess að hún var nægilega
skynsöm að sjá að þau höfðu rétt
fyrir sér. Það var heldur ekki
auðvelt að útvega peninga handa
þeim báðum til fararinnar. Auð-
vitað var skynsamlegast,að Björn
færi á undan og sendi siðan boð
eftir henni eftir ár eða svo ásamt
peningum til fararinnar. Hún bar
ótakmarkað traust til Björns. Þó
svo að hana tæki sárt að skilja við
hann, gaf vonin henni styrk til að
bföa. Hún fór með honum til
Bergen, og horfði á eftir skipi
hans er það stefndi út á óendan-
legan Norðursjóinn. Henni var
ljóst að það hlutu að liöa margir
mánuðir, áður en hún gat vonazt
til þess að heyra frá honum. — En
hún beið róleg. Hálfu ári seinna
barst henni bréf. Það var stutt
og eilitið klunnalegt. Ritlistin
hafði alltaf verið veika hlið
Björns. Svo mikið skildist henni
þó af þessu stutta bréfi,að ferðin
til Bandarikjanna hafði gengið
vel og hann hafði unnið eitthvað i
Baltimore, en hafði siðan haldið
vesturá bóginn, þar sem atvinnu-
möguleikarnir voru meiri. Hann
ætlaði að skrifa henni og senda
peninga þegar hann hafði komið
undir sig fótunum þar vestur frá.
Hálfu ári seinna kom annað bréf.
Gull hafði fundizt i Kaliforniu, og
hann hafði farið þangað með guli-
grafarhópi. Það mundi taka vikur
ef til vill mánuði að komast þang-
að, en kæmist hann þangað, yrði
hann rikur maöur. Hann myndi
senda henni peninga til fararinn-
ar seinna.
Hún beiö og beið. I fyrstu var
hún glöð og eftirvæntingarfull,
síðan missti hún vonina smátt og
smátt. Þegar þrjú ár voru liðin,
frá þvi að hanni barst siðasta bréf
hans og heil fjögur ár voru liðin
frá brottför hans, gat hún ekki
annað en horfzt i augu við sann-
leikann.
Annað hvort var Björn ekki
lengur i lifandi manna tölu, eða
hafði hitt aðra konu og
gleymt henni. Siðan fór hún i vist
á prestsetri i Bergen, þaðan kom
hún svo til prestsetursins hérna.
Hún var komin yfir ástarsorg
sina. Hún hafði beðið eftir Birni i
svo mörg ár, án þess að heyra
nokkuð frá honum, að það hafði
sjálfsagt átt sinn þátt i að milda
áfallið þegar sannleikurinn rann
upp fyrir henni. Hægt og hægt
hafði hún vanizt þeirri hugsun að
Björn sæi hún aldrei framar. En
þetta var auðmýkjandi stað-
reynd. Hún hafði skammazt sin
fyrir fólkinu i fiskiþorpinu. Það
hafði sjálfsagt kennt lengi i
brjósti um hana, án þess að hún
yrði þess vör. Var hún nokkuð
annað en auðtrúa og svikin stúlka
sem beið og beið eftir elskhugan-
um, sem aldrei kom til baka.
Vitlausa-Þóra, sem enginn vissi
hvað nú var orðinn gömul, hafði
beöið eftir manni nokkrum sem
aldrei kom til baka, jaflengi og
meira segja elzta fólkið i sveitinni
mundi eftir. Sem smástelpa hafði
Svanhildur tekið þátt i að gera
grín að henni, þegar hún haltraði
út úr kofanum sinum i fjallshlið-
inni, óhrein og úfin.
„Hvenær kemur hann Sigurður,
hvenær kemur hann Sigurður”?
hrópuðu þau.
Eða þá:
„Flýttu þér Þóra. Hann Sigurð-
ur erkominn i silfurbáti með gull-
seglum, ég sá hann niðri við höfn-
ina.”
Allur krakkaskarinn hafði elt
Þóru skellihlæjandi, þegar hún
skakklappaðist niður að höfn,
augu hennar glóðu vitfirringslega,
og óskiljanleg hljóð bárust af vör-
um hennar og i óskiljanlegum
orðaflauminum mátti stundum
greina orðið Sigurður.
Fullorðna fólkið kenndi í brjósti
um Þóru og atyrti krakkana fyrir
striðnina. Vitlausa-Þóra lifði á
þvi sem aðrir gáfu henni. Þó að
fátæktin væri mikil i þorpinu, þá
var óskrifuð regla, að allir létu
eitthvað af hendi rakna. Nokkrar
kartöflur fiskbita, kjötsneið,
gamla treyju og svo mátti lengi
telja.
Að visu var Svanhildi ljóst að
hún gæti aldrei orðið eins aum-
kunarverð og Vitlausa-Þóra, og
þó.„ allt þorpið aumkaði hana.
„Já, hún Svanhildur, þessi
myndarstúlka, hún var eitt sinn
svikin af pilti, sem hét Björn, og
siðan hefur hún legið upp á for-
eldrum sinum. Hana vill enginn
eiga.” Nei, enginn skyldi nokkru
sinni fá tækifæri til að aumka
hana. Þess vegna fór hún að
heiman.
Eftir þetta, hafði Svanhildi
aldrei dottið sá möguleiki i hug að
hún ætti eftir að giftast. Hún var
alin upp á þeim timum og þeim
stað, þar sem það voru óskrifuð
lög,að konan gæti einungis elskað
einu sinni á lffsleiðinni. Væri hún
svikin, þá var hún dæmd pipar-
mey. Þrátt fyrir allt þetta var
Svanhildur myndarkona og full
lifsorku, og nú sá hún möguleika
á þvi að rjúfa þessa hefð. Auk
þess horfði það allt öðru visi við
að giftast ekkjumanni, sem var
sautján árum eldri en hún, en ef
hún hefði gifzt manni á sínum
aldri.
Hvi skyldi presturinn ekki
kvænast henni. Einhvern tima
myndi hann hvort eð er kvænast.
Maður á miðjum fertugsaldri, gat
ekki búið konulaus á svo stóru
hei'.nili, eins og prestsetrið var,
1539
1539. Krossgáta
Lárétt
1) Týna,- 6) Vin,-10) Eins,-11)
Borðaði,- 12) Losaði svefn,-
15) Hláka.-
Lárétt
2) Fugl.- 3) Spil,- 4) 656,- 5)
Bókin.- 7) Fæða,- 8) Skógar-
guð.- 9) Nefnd,- 13) Græn-
meti.- 14) Sigað,-
X
Ráöning á gátu nr. 1538
Lárétt
I) Sátan.- 6) Bólstur.- 10) EI.-
II) Næ,- 12) Indland.- 15)
Staka.-
og þó svo að Lena, sem var bæði
dugleg og námfús, liti á það sem
skyldu sina, að taka við hús-
móðurstörfunum hér á prestsetr-
inu sem fyrst, þá var það bæði
synd og skömm, að stúlkan yrði
að eyða beztu árum sinum i
skyldustörf á æskuheimili sinu,
og þar að auki... nú hún gat aldrei
orðið eiginkona Martin Skogli.
Þar að kæmi að Lena hitti
mann, er hún vildi giftast, og þá
væri það sárgrætilegt, ef hún
fórnaði lifshamingju sinni, til að
gegna skyldum sinum við föður-
inn.
Ef hún samt sem áður gerði
þetta, hvernig færi þá, ef faðirinn
félli frá.
Svanhildur hugsaði mest um
sjálfa sig, eins og flestir gera, en
henni var lika annt um velferð
Lenu. Að hagsmunir Lenu voru
þeir sömu og hennar, gerði hún
sér ekki ljóst. Hins vegar var
henni vel ljóst að hún gæti aldrei
gengið Lenu i móðurstað. Þegar
stúlka var komin á Lenu aldur,
gat engin kona komið i stað
móðurinnar, það var einungis
hægt, þegar um smábörn var að
ræða, þau voru svo fljót að
gleyma. En hún var góð vinkona
Lenu og gat miðlað henni af
reynslu sinni, og það myndi ekki
breytast.
Svanhildur sem hafði starað út
um gluggann, tók nú eftir Lenu.
Lena hafði tint stóran blóm-
vönd i garðinum og var nú á leið
með hann yfir túnið. Svanhildur
vissi að hún var á leið með hann
að gröf móður sinnar.
Svanhildur hristi þessar
hugsanir af sér.011u,er tilheyrði
fortiðinni, varð hún að gleyma,
framtiðin ein skipti máli. Fram-
tið hennar, Martin Skogli og
Lenu. Sama kvöld kom Gurli frá
Höydalsheim, stærsta bænum I
Lóðrétt
2) All.- 3) Alt.- 4) Óbeit.- 5)
Hrædd,- 7) óin,- 8) Sól,- 9)
Unn,- 13) Dót,- 14) Ask,-
lill IIH
i
Þriðjudagur
30. október
7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt
lög og spjallar við hlust-
endur.
14.30 Jafnrétti — misrétti
Fyrsti þáttur um ýmislegt
þar að lútandi unnið af
Þórunni Friðriksdóttur,
Steinunni Harðardóttur,
Valgerði Jónsdóttur, Guð-
rúnu Helgu Agnarsdóttur og
Stefáni Má Halldórssyni.
15.00 Miödegistón-
leikar
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15. Veöurfregnir
16.2Q Popphornið
Tónlistarsaga barnanna Egill
R. Friðriksson söngkennari
sér um timann.
17.30 Framburðarkennsla i
tengslum við bréfaskóla StS
og ASt Franska. Kennari:
Magnús G. Jónsson
17.40 Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veður-
fregnir 18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá Fréttaspegill
19.20 A vettvangi dóms-
málanna Björn Helgason
hæstaréttarritari talar.
19.40 Kona I starfi Stefania
Eirlksdóttir bókavörður á
Akranesi flytur erindi.
20.00 Lög unga fólksins
Sigurður Garðarsson
kynnir.
21.00 Hæfilegur skammtur
Gisli Rúnar Jónsson og
Július Brjánsson bregða á
leik.
21.30 Á hvitum reitum og
svörtum. Ingvar Ásmunds-
son sér um skákþátt.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöld-
sagan: „Minningar Guð-
rúnar Borgfjörð Jón Aðils
byrjar lesturinn.
22.35 Harmonikulög: Dick
Contino leikur
23.00 A hljóðbergi Gullklæðið.
— Alice Kristin Boucher les
úr nýrri ljóðabók eftir Helen
Sveinbjörnsson. Með Verða
flutt lög eftir föður skáld-
konunnar, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson tónskáld.
23.35 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Þriðjudagur
30. október
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og
auglýsingar.20.30 Heima og
heiman. Bresk framhalds-
mynd. 6. þáttur. Tekið
höndum saman. Þýðandi
Dóra . Hafsteinsdóttir. Efni
5 þáttar: Á heimili Brendu
er loftið lævi blandið, og hún
brýtur stöðugt heilann um,
hvað henni beri að gera.
Scott hyggur á Afrikudvöl
og biður konu sina að koma
með, en samkomulag þeirra
hjóna er heldur ekki til
fyrirmyndar, og hún tekur
dræmt i hugmyndina um
Afrikuferð. Edward sér
móður sina á götu meö Scott
og virðist fara betur á með
þeim en honum þykir sæm-
andi. Hann segir systur
sinni, sem aftur ræðir málið
við Brendu. Brenda
fullvissar börn sin um, að
ekkert ástarsamband sé á
milli hennar og vinnuveit-
ans, heldur aðeins venjuleg
vinátta. Hún tekur ibúð á
leigu og flytur að heiman.
21.25 Skák. Suttur banda-
riskur skákþáttur. Þýðandi
og þulur Jón Thor Haralds-
son.
21.35 Heimshorn. Þáttur með
fréttaskýringum um erlend
málefni. Umsjónarmaður
Jón Hákon Magnússon.
22.05 Einleikur i sjónvarpssal.
Norski pianóleikarinn Kjell
Bækkelund leikur lög eftir
Wolfgang Amadeus Mozart,
Robert Schumann, Edward
Grieg, Sparre Olsen og Béla
Bartók. Stjórnandi upptöku
Egill Eðvarðsson.
22.35 Dagskrárlok.