Tíminn - 30.10.1973, Side 17
Þriðjudagur 30. október 1973
TÍMÍNN
17
Raddir ungra manna
Ódrengileg skrif
A allra vitorði er, að Morgun-
blaðið tiðkar þá baráttuaðferð
að leigja einstaka menn til
nlðskriía, eí nauðsynlegt þykir
að ófrægja pólitiska and-
stæðinga. Ennþá er mönnum i
fersku minni, þegar Mbl.
lausréð Freystein Þorbergsson
sem blaðamann til að sverta
Guðmund G. Þórarinsson, þar
sem of mikill ljómi þótti stafa af
frammistöðu þessa borgar-
stjórnarfulltrúa Framsóknar-
flokksins við heimsmeistara-
einvigishaldið i skák i fyrra-
sumar. Ekkert var til sparað, og
fór Freysteinn margar ferðir til
Bandarikjanna i þeim erinda-
gjörðum ,,á eigin kostnað”.
Oftók Freysteinn sig þó svo á
niðskrifunum, að almenningur
leit á þau sem óráðshjal, enda
urðu þau Freysteini einum til
minnkunar.
Einn . hinna fastráðnu leigu-
penna, Markús örn Antonsson,
tekur hins vegar upp iðjuna i
Morgunblaðinu 17. okt. s.l. með
greinin samsafn ókvæðisorða
hans Einars á sinum stað”. Er
greinin samsafn ókvæðisorða
um persónu utanrikisráð-
herrans. Er helzt að skilja á
greinarhöfundi, að mjög hafi
brugðið til hins verra um utan-
rikisstefnu Islands, eftir að
vinstri stjórnin kom til valda og
tók nýtt frumkvæði i bæði land-
helgis- og varnarmálum.
I grein Markúsar Arnars
segir m.a. Það skal vissulega
játað, að Einar Agústsson hefur
það fram yfir suma aðra utan-
rikisráðherra Islenzka, að
honum hefur á sinum tima
verið kenndur sæmilega réttur
framburður á enskri tungu,
þannig að ráðherrann komst
nokkurn veginn skammlaust frá
flutningi hinnar hefðarbundnu
árlegu ræðu sinnar á Alls-
herjarþingi Sameinuðu Þjóð-
anna. En leiksýning sú og upp-
lestur á handriti, sem embættis-
menn utanrikisráðuneytisins
hafa að verulegu leyti samið, er
enginn mælikvarði á hæfni ráð-
herrans, þó að Timinn vilji svo
vera láta.
Svo er vilji Markúsar Arnars
mikill til niðsins, að hann vflar
ekki fyrir sér að sneiða I leiðinni
einkar ósmekklega að minningu
Bjarna Benediktssonar. Einnig
Guðmundi t. Guðmundssyni og
Emil Jónssyni, samtimis þvi að
hann gefur i skyn, að þessir
menn hafi ekki fengið nægileg
tækifæri til að læra framburð
enskrar tungu. Jafnframt má
skilja skrifin svo, að Bjarni
Benediktsson hafi alltaf flutt
ræður sinar blaðalaust i Alls-
herjarþingi Sameinuðu Þjóð-
anna. Grein Markúsar hlýtur
og að knýja menn til
umhugsunar og samanburðar á
þvi, hvað þessir fyrrverandi
utanrikisráðherrar höfðust að á
sinum tima i stórum málum.
Varnarsamningur tslands og
Bandarikjanna er verk utan-
rikisráðherra sjálfstæðis-
manna. Einstök ákvæði hans
eru talandi tákn um undirlægju-
hátt. Þar segir eingöngu, að
Bandarikjamenn séu hér á landi
til að verja tslendinga, en
hvergi,að þeir séu hér einnig til
að verja sjálfa sig. Varpar það
ijósi á „raunsæi, viðsýni og um-
hyggju” sjálfstæðisráðherrans
fyrir þjóð sinni, þegar hann
samdi fyrir hennar hönd. Þar af
leiðandi er ákvæði i varnar-
samningnum þess efnis, að
lendi Bandarikjamenn i bar-
dögum hér á landi, og t.d. leggi
Keflavikurkaupstað i rúst, skuli
þeir ekki bæta tslendingum það
einni krónu.
Kristinn Guðmundsson gerði
siðar veigamiklar umbætur á
samkomulagi tslands og
Bandarikjanna um varnar-
máiin. Á viðreisnarstjórnartim-
anum var ekkert gert. Ekki
fannst heldur , i skjalaskápum
viðreisnarstjórnarinnar eitt
einasta skjal um undirbúning
nýrrar útfærslu landhelginnar.
Enda sagði utanrikisráðherra
þeirrar stjórnar, að siðleysi
væri að færa landhelgina út
fyrir hafréttarráðstefnu
Sameinuðu Þjóðanna. Enginn
vissi þó fyrir vist, hvenær hún
yrði haldin.
Hér hefur verið stiklað á stóru
um . „rismikla” utanrikis-
stefnu viðreisnarstjórnarinar.
Gefur það glögga hugmynd um,
hversu stór verkefni biðu
Einars Agústssonar, þegar
hann tók við embætti utanrfkis-
ráðherra.
Hann hefur borið gæfu til að
leysa þau af hendi, þannig að
hann hefur hlotið lof alþjóðar,
jafnt sem erlendra frétta-
manna, er spurt hafa hann i
þaula á blaðamannafundum.
Engan skal þvi undra, þó að
Morgunblaðið herði nú á leigu-
penna sinum, Markúsi Erni
Antonssyni. Hann sýnist og ekki
vilja draga af sér við smjörið,
enda liklega borgaður á yfir-
taxta. Krjstján B. Þórarínsson.
Jörð óskast
Óska eftir bújörð á Suður- eða Vestur-
landi, til leigu eða kaups frá næstu
fardögum.
Tilboð sendist i pósthólf 108, Keflavik.
Skrifvélin Suðurlandsbraut 12
óskar að ráða:
1) Sölumann. Æskileg þekking á skrif-
stofutækjum.
2) Mann til útkeyrslu og innheimtustarfa.
Upplýsingar varðandi ofangreind störf
ekki veittar i sima.
Skrifvélin
Suðurlandsbraut 12, Reykjavik.
Óskum að ráða
héraðshjúkrunarkonu
fyrir Bolungarvikurlæknishérað frá 15.
nóvember n.k.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins. Umsóknir skulu sendar skrifstofu
Hólshrepps fyrir 10. nóvember 1973.
Sveitarstjóri Hólshrepps.
Klukkan 9 á morgnana
opnar auglýsingastofa
Tímans, Aðalstræti 7.
Tekið er á móti auglýsing-
um, sem birtast eiga næsta
dag, til klukkan 4 siðdegis.
Auglýsingar í sunnudags-
blöð þurfa að berast fyrir
klukkan 4 á föstudögum.
Þeir auglýsendur, er óska
aðstoðar við gerð aug-
lýsinga, eru beðnir að skila
handritum tveim sólar-
hringum fyrir birtingar-
dag.
Símanúmer okkar eru
1-95-23 & 26-500
AuglýsicT
í Timanum
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
Dagana 2. og 3. nóvember kl. 9:00-12:00 og 14:00-17:00 verða
haldin námskeiö i Greiðsiuáætlunum I að Hótel Sögu.
Eftirfarandi atriði verða tekin fyrir:
Hvers vegna gerum við áætlanir?
Hver er grundvöllur greiðsluáætiana?
Ennfremur verður fjallað um:
Framsetningu og úrvinnslu ársreikninga.
Rekstraráætlanir.
Fjármagnsstreymi o.fl.
Leiðbeinandi verður Benedikt Antonsson viðskiptafræðingur.
Stjórnunafélagið gengst fyrir simanámskeiði fyrir simsvara 1.,
2. og 3. nóvember að Skiphoiti 37.
Námskeiðið hefst kl. 9:15 árdegis alla dagana og stendur yfir til
kl. 12:00.
Fjallað verður um starf og skyldur simsvarans, eiginleika góðra
simraddar, simsvörun og slmatækni. Ennfremur fer fram kynn-
ing á notkun simabúnaðar, kallkerfi o.s.frv.
Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Ilelgi Hallsson fulltrúi og
Þorsteinn óskarsson simvirkjaverkstjóri.
Þátttaka tilkynnist i sima 82930.
Aukin þekking gerir reksturinn öflugri og arð-
vænlegri.
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
Nokkrar kýr
til sölu að Litlalandi, ölfusi.
Simi um Hveragerði.
Forðist slysin
og kaupið
Suðurlandsbraut 2Q * Sími 8-66-33