Tíminn - 30.10.1973, Side 19

Tíminn - 30.10.1973, Side 19
Þriöjudagur :S0. október 1973 TÍMINN 19 þó sitja fundinn, enda ekki verið teknir burt af iélagaskrá, en þeir hefðu ekki atkvæðisrétt. Ýmsir þeirra, sem þannig var meinað að greiða atkvæði á aðalfundinum hafa aldrei verið félagar i neinu öðru félagi ungra framsóknar- manna en FUF i Reykjavík. Þar að auki skal þess getið að fram- sóknarmönnum er heimilt að vera i fleiru en einu flokksfélagi og ráða þeir þvi þá sjálfir i hvaða félagi þeir neyta atvkæðisréttar sins, en atkvæðisréttar geta þeir aðeins neytt i einu félagi. Þótt meirihluti fráfarandi stjórnar hafi ekki nefnt lögheimili ákvörðun sinni til staðfestingar, skal á það bent, að samkvæmt lögum FUF i Reykjavik nær félagssvæði þess til Reykjavikur og nágrennis, og ennfremur geta þeir, sem dveljast langdvölum i Reykjavik verið félagsmenn, þótt þeirhafi lögheimili annarsstaðar. Einn þeirra manna, sem þannig var sviptur atkvæðisrétti sinum var Ólafur Ragnar Grimsson,en hann er þó ekki i neinu öðru félagi ungra manna i Framsóknarflokknum. 4. Fyrir aðalfundinn hafði meirihluti fyrrverandi stjórnar FUF dreift út um borgina félags- skirteinum og atkvæðaseðlum, sem gilda áttu á félagsfundinum. Fjöldi þeirra, sem fengu inn- göngu á aðalfundinn, komu með félagaskirteini sin og atkvæða- seðla utan úr bæ. Sögðu þeir i votta viðurvist, að þeir hefðu ekki þurft að greiða félagsgjald til þess að fá skirteinin og beinlinis verið boðin þau endurgjaldslaust að fyrra bragði. Aðrir urðu hins vegar að ganga fyrir meirihluta fyrrverandi stjórnar, sem sat i anddyri fundarhússins, til þess að krefjast sinna félagaskirteina og atkvæðaseðla og greiða sin félagsgjöld. Þannig hefur meiri- hluti fyrrverandi stjórnar getað afhent hverjum sem er félaga- skirteini og atkvæðaseðla, þar eð ekkert eftirlit var með þeim, sem höfðu þessi gögn með höndum, þegar þeir komu inn i húsið. Hygg ég, að svona dreifing atkvæða- seðla til hluta „félagsmanna" sé fordæmalaus með öllu, ekki sizt með tilliti til þess að atkvæða- seðlarnir voru mjög einfaldir að allri gerð. Núverandi stjórn FUF i Reykjavik hefur með höndum gögn og vitnisburði, sem sanna ótvirætt ofangreinda ákæruliði. Meðal þeirra sönnunargagna, sem stjórnin hefur með höndum, er skrifleg staðfesting nokkurra manna á þvi, að þeir hafi i vik- unni fyrir aðalfundinn verið teknir inn i félagið á skrifstofu þekkts hæstaréttarlögmanns hér i borg. Þessir menn fengu eins og aðrir, sem eins var komið fyrir, félagsskirteini og atkvæðaseðla, frá meirihluta fyrrverandi stjórnar FUF, án þess að inntöku- beiðnir þeirra hefðu nokkurn tima verið bornar upp i stjórn félagsins eða á félagsfundi, enda félagsfundur ekki verið haldinn siðan þeir voru skrifaðir inn i félagið á skrifstofu hæstaréttar- lögmannsins. Þessir menn mættu á aðalfundinn, sem og aðrir sem eins var ástatt um, og nutu þar fullra réttinda. Einnig hefur núverandi stjórn með höndum skrá yfir þá 119 menn, sem höfðu á ólögiegan hátt verið settir inn á félagsskrá. Þar að auki hefur stjórnin einnig skrá yfir löglega félagsmenn, sem teknir hafa verið burt af félaga- skrá og þá félagsmenn, sem meinaður var atkvæðisréttur, þótt þeir fengju inngöngu á aðal- fundinn. Einnig er fyrirliggjandi vitnisburður fjölmargra manna um dreifingu félagsskirteina og atkvæðisseðla út um bæinn fyrir aðalfundinn. Núverandi stjórn félagsins mun leggja fram þessi sönnunargögn þegar þörf krefur. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri að sinni. Eg hefði aldrei trúað þvi að óreyndu, að annað eins og þetta gæti komið fyrir i islenzku stjórnmálafélagi. En svo virðist að ólöglegar og siðferði- lega óverjandi aðferðir i stjórn- málum viðgangist viðar en i Bandarikjunum. Baldur Kristjánsson Formaður KUK i Reykjavfk. Það skal tckið fram, að titill sá, sem Baldur Kristjánsson tekur sér, er á ábyrgð lians sjálfs. X, Ritstj. „Það er rétt i viðskiptum okkar Baldurs Kristjánssonar, að mér var ókunnugt um, að umrædd grein Alfreðs Þorsteinssonar yrði i sunnudagsblaðinu, þegar ég ræddi við Baldur. Birting greinarinnar var ákveðin af Tómasi Karlssyni. ritstjóra, i fjarveru minni á föstudaginn. Tómas taldi rétt, að Alfreð fengi að svara ásökunum, sem liöfðu komið fram i kæru Baldurs Kristjánssonar, er birzt hafði i Timanum á fiistudag. — I> Þ. Tveir bílar eyðilögðust í árekstri HÖRKUAREKSTUR varð á Reykjanesbrautinni á móts við Kinnahverfið i Hafnarfirði s.l. föstudagskvöld. Talsverð hálka var á veginum. Nýlegur amerisk- ur bill var á leið suður, er hann rann til á hálkunni oe fór út af veginum, en lenti á grindverki og kastaðist þversum inn á veginn aftur og lenti fyrir öðrum bil, sem var á leið upp brekkuna. Svo harður varð áreksturinn, aö telja má að annar billinn sé gjörónýt- ur. og iafnvel hinn lika. Tveir menn voru i hvorum bil og slösuöust allir, en enginn alvarlega. Aðallega meiddust mennirnir á andliti er þeir köst- uðust framá rúöurnar. — Oó Annar billinn, sem lenti i árekstri á Reykjanesbraut s.l. föstudagskvöld. Timamynd: Svavar G. Jóns- SÍFELLDUR ÁGANGUR BREZKRA TOGARA meðan beðið er samningagerðar VEGNA margitrekaðra yfirlýs- inga ráðamanna um. að i engu v'erði slakað á gæzlu i hinni nýju fiskveiðilögsögu, þótt Bretar sendi lierskip sin út fyrir og einn- ig þess, að'íálið er i veðri vaka, að ekki liafi verið látið undan þeirri kröfu Breta, að togararnir fengju að vera óáreittir. ef lierskipin færu, viljum við undirritaðir upplýsa eftirfarandi: llinn 12. þessa mánaðar var vélskipið Kristján Guðmundson tS-77 að linuveiðum 33 sjómilur austnorðaustur frá Hornbjargi. Þá kom brezkur logari og togaði yfir linuna. Halt var samband við varðskip, sem ekki kom á staðinn. En skömmu siðar hifði togarinn og keyrði burt. Varð- skipinu var sagt frá þessu, og lét það þá svo ummælt, að allt væri i lagi og eins og það ætti að vera. Þennan dag voru fleiri brezkir togarar að veiðum þarna, og héldu þeir sig einkum nær landi. Ekkert sást til ferða varðskips. 24. þ.m. voru vélskipið Sigur- von, Kristján guðmundsson og Ólalur Friðbertsson að linu- veiðum út af Súgandafirði, nánar tiltekið á miðunum „Spillir laus við Gölt” og þar norðar, — Ijar- lægð frá Gelli 10-15 sjómilur. Sigurvon og ólalur Friðbertsson höfðu lagt i stefnu norðaustur af norðri, misvisandi, byrjað 9 sjómilur og lagt út á 15 sjómilur. Bugað siðan upp aftur. Um hádegisbilið komu þarna tveir brezkir togarar og toguðu þeir yfir veiðarfæri áðurgreindra báta. Var þá haft samband við varðskip, sem fljótlega kom á staðinn. Sigldi það að togaranum CF-Forrester, og hafði samband við hann, að sögn varðskipsins. Lofaði togarinn að fara af þessum slóðum og láta aðra brezka tog- ara i grenndinni vita af veiðar- færum bátanna. Þessi alskipti varðskipsins munu þá hafa staðið yfir i 15-20 minútur. Þá setti það á ferð á stefnu á Barða og hvarf. Tveimur stundum seinna voru togararnir svo aftur byrjaðir að hræra i lóð- unum. Þessir atburðirskeðu rétl við 12 milna mörkin, þ.e. 37 til 39 sjómilur innan 50 milnanna. Nú spyrjum við, sem heyrt höfum i fjölmiðlum um viraklipp- ingar og séð höfum i sjónvarpi ákeyrslur brezkra togara: Helur i engu verið slakað á? Svari hver fyrirsig: Ólafur. Pétur, skipherr- arnir. Að lokum má geta þess, að und- anfarna daga hafa margir brezk- ir togaror verið aveiðum skammt út af Vestfjörðum, og föstudaginn 26. þ.m. var einn kominn i var undir Grænuhlið i Isafjarðar- djúpi. Varðskip kom að þeim tog- ara i augsýn islenzkra skipa og afskiptin tóku fáeinar minútur. tslenzkur skipstjóri, sem var áhorfandi, talaði við varðskipiö og spurði. hvort ekkert ætti að að- hafast. „Við getum ekkert gert. Megum ekkert gera", — hljóðaði hið einlalda svar. I samtalinu við varðskipið kom Iram, að a'skilegt væri. að þetta yrði opinbert Þess vegna er þetta fest á blað, og einnig af þvi, að Bretar hafa með framkomu sinni hér vestra að undanförnu sýnt tslendingum svo mikla litilsvirðingu, að engu tali tekur. Margur hefur verið og er fyigj- andi þvi að semja, en viljinn til samninga hlýtur að minnka óðum, þegar annar aðilinn sýnir eingöngu ylirgang og Irekju, meðan á samningsumleitunum stendur. Suðureyri 27/10 1973 Gestur Kriðfiniisson skipstjóri, vélski|iinu Kristjáni Guðinuinls- syni. Kinar Guðuason skipstjóri. v.s. Sigu rvon Bragi ólafsson skipstjóri. v.s. olafur Kriðbertsson. Ung, góð kýr til sölu Upplýsingar i sima 93-7342, Borgarnesi. :::: Félagsfundur :::s :::r :::: Verzlunarmannafélag Reykjavikur ||jj heldur félagsfund i Hótel Esju, i dag jj| fimmtudaginn 1. nóvember 1973 kl. Íill 20,30. 1 Dagskrá: Kjaramál VERÐ VIRK I son.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.