Tíminn - 02.11.1973, Síða 8

Tíminn - 02.11.1973, Síða 8
8 TÍMINN Föstudagur 2. nóvember 1973 Umsjón og ábyrgö: Samband ungra framsóknarmanna. Ritstjórar og ábyrgðarmenn fyrir hönd stjórnar SUF: Ólafur Ragnar Grimsson, Pétur Einarsson. Flokksmdlin og flokksmálgagnið Það hefur lengi verið talin ein meginskylda kjör- innar forystu i stjórnmálaflokki, sem stefnir að verulegu fjöldafylgi og afgerandi áhrifum i þjóð- félaginu, að leitast við að jafna þann ágreining, sem risið getur um ýmis mál innan flokksins. Þessari skyldu sinni getur hin kjörna forysta þvi aðeins gegnt, að forystumennirnir séu reiðubúnir að leggja á sig mikið starf, jafnframt þvi sem þeir gæti þess i hvivetna að draga ekki taum einnar fylkingar á kostnað annarrar. I hinni kjörnu forystusveit Framsóknarflokksins eru vissulega margir menn, sem gera sér fulla grein fyrir þessari meginforsendu einingar i stjórn- málaflokki. En þar eru einnig aðrir, sem ekki sjá þennan sannieika, og þeir hafa augsýnilega ráðið ferðinni að undanförnu. Þetta hefur berlegast birzt flokksmönnum, og öðrum landsmönnum, á siðum aðalmálgagns flokksins, Timans. A það jafnt við um meðhöndlun blaðsins á þeim sérstöku atburðum, sem urðu i Félagi ungra framsóknarmanna i Reykjavik fyrir skömmu, sem i ýmsum öðrum málum innan Framsóknarflokksins. Tvö dæmi skulu rakin hér: 1. Á aðalfundi FUF i Reykjavik fyrir rúmri viku gerðist það, að fundurinn klofnaði i tvær fylkingar, og voru kjörnar tvær stjórnir i félaginu. önnur stjórnin hefur siðan kært fráfarandi stjórn félagsins fyrir margvisleg og mjög alvarleg brot á lögum félagsins við undirbúning aðalfundarins, og á fundinum sjálfum. Afstaða hefur ekki enn verið tekin til þessarar kæru. Samt sem áður hafa rit- stjórar Timans, undir forystu Tómasar Karls- sonar, tekið hreina afstöðu á siðum flokksmál- gagnsins, og beitt öllum ráðum til þess að fegra málstað hinna ákærðu, en hindra ákæruaðilana i að skýra sin sjónarmið. Þetta eykur mjög á vandann, i stað þess að stuðla að lausn hans, eins og málgagn, sem i raun væri málgagn allra flokksmanna, myndi þó leitast við að gera. 2. Fyrir skömmu sendi framkvæmdanefnd Möðru- vallahreyfingarinnar stefnuávarp til 250 trúnaðar- manna innan Framsóknarflokksins. Þar var skýrt frá sjónarmiðum hreyfingarinar i málefnum Framsóknarflokksins og stefna mörkuð i helztu málefnum þjóðarinnar. Ritstjórar Timans, undir forystu Tómasar Karlssonar,urðu fyrstir til þess að ræða þetta stefnuávarp opninberlega, og þá á þann hátt að birta úr ávarpinu stuttan kafla, sem fjallar um þann sérstæða valdahóp, sem vaxið hefur til valda og áhrifa innan flokksins i Reykjavik undan- farin ár og ráðast siðan á nafngreinda forystumenn hreyfingarinnar viða um land. Þess hefur verið óskað, að stefnuávarpið yrði birt i heild i blaðinu, svo allir flokksmenn gætu kynnt sér það og gert upp hug sinn sjálfir i málefnum flokksins. Það hefur ekki enn verið gert. Ekki hefur heldur verið birt stutt fréttatilkynning frá hreyfingunni. Þessi tvö dæmi sýna ljóslega, hvernig aðalmál- gagni flokksins hefur verið beitt gegn ákveðnum aðilum innan hans. Það er að sjálfsögðu til þess eins fallið, að sundra i stað þess að sameina, enda ekki hægt að sjá annað, en það sé tilgangurinn. Það ber að harma, og er reyndar ótrúlegt, að slikt framferði verði látið óátalið af kjörnum forystu- mönnum flokksins. —EJ. AÐALFUNDUR FUF í ÁRNESSÝSLU Guðni Ágústsson endurkjörinn formaður félagsins AÐALFUNDUR Félags ungra fram- sóknarmanna i Árnes- sýslu var haldinn s.l. miðvikudagskvöld að Selfossi. Auk aðal- fundarstarfa fóru fram á fundinum umræður um málefni SUF og Framsóknarflokksins. Guðni Agústsson, formaður félagsins, setti fundinn og fiutti skýrslu stjórnar íyrir siðasta starfstímabil, en Guðmundur Stefánsson gjaldkeri lagöi fram og skýrði reikninga félagsins, sem voru siðan samþykktir einu hijóði. Siðan var gengið til kosninga, og var Guðni Ágústsson endur- kjörinn formaður félagsins, en aðrir i stjórn voru kjörnir Guð- mundur Stefánsson, Guðmundur Sigurðsson, Guðmundur Wiium og Egill örn Jóhannsson. 1 varastjórn voru kjörnir Tryggvi Sigurðsson og Hrafnkell Karlsson. Krist- mann Guðmundsson var kjörinn endurskoöandi. t>á kusu þeir félagsmenn, senK búsettir eru á Selfossi, tvo menn i uppstillingarnefnd framsóknarfélaganna vegna væntanlegra sveitarstjórnar- kosninga, þá Tryggva Sigurðs- son og Magnús Sveinbjörnsson. Að kosningunum loknum flutti Elias Snæland Jónsson, for- maður SUF, ræðu um málefni Framsóknarflokksins. Rakti hann ágreininginn innan Framsóknarflokksins og þróun þeirra mála. Á eftir voru al- mennar umræður og fyrir- spurnir, en i lokin var samþykkt tillaga, þar sem forysta, flokksins var hvött til þess að koma á viðræðum deiluaðila i flokknum. FUF í Reykjavík: Kæra aðalfundinn til stjórnar SUF og flokksformanns Á föstudag i siðustu viku var formanni SUF afhent kæra frá stjórn FUF i Reykjavik, en samhljóðandi kæra var send til formanns Framsóknarflokksins. Kæran, ásamt þeirri itarlegu greinargerð, sem henni fylgdi, var til umræðu hjá stjórn SUF siðastliðinn þriðjudag og verður áfram til meðferðar hjá stjórninni i sam- ræmi við þá málsmeð- ferð, sem ákveðin var á stjórnarfundinum. 1 þessari kæru, sem beint er gegn meirihluta fráfarandi stjórnar félagsins, eru svohljóö- andi ákæruatriði um misferli fyrir og á aðalfundi FUF i Reykjavik: Ákæruatriðin „1. Spjaldskrá félagsins var fölsuö á þann hátt, aö inn í hana var bætt nöfnum manna, án þess að þeir heföu veriö teknir inn í félagiö. Við höföum rök- studdan grun um, að svo hafi verið um a.m.k. 119 menn. Samkv. lögum FUF i Reykjavik skulu inntökubeiönir berast stjórn félagsins a.m.k. viku fyrir aðalfund og vera sam- þykktar á félagsfundi, sem fram fer á undan aöalfundi. Hvorugt þessara skilyröa var uppfyllt varðandi þá 119 menn, sem bætt hafði veriö inn á félagaskrána. 2. Félagaskráin var enn- fremur fölsuð á þann hátt, að nöfn fjölda löglegra félags- manna höföu veriö tekin burt úr félagsskránni. Þessir löglegu félagsmenn voru þar meö sviptir öllum réttindum félags- manna, og margir þeirra þar með i reynd reknir úr Fram- sóknarflokknum, þar eö nöfn þeirra eru ekki til á neinni annarri félagaskrá flokksins. Meöal þeirra manna, sem þannig voru teknir af skrá félagsins og ekki fengu inn- göngu á aðalfundinn, eru ýmsir þeirra, sem á undanförnum árum hafa unnið mikiö og fórn- fúst starf fyrir FUF i Reykja-. vik. 3. Meirihluti fráfarandi stjórnar meinaði nokkrum hluta löglegra félagsmanna að greiða atkvæöiá aðalfundinum á þeirri forsendu, að þeir væru einnig meðlimir i öðru félagi ungra framsóknarmanna. Þeir mættu þó sitja fundinn, enda ekki verið teknir burt af félagaskrá en þeir heföu ekki atkvæöis- rétt. Meirihluti fyrrverandi stjórnar færði engin rök fyrir þessum úrskurði sinum. Ýmsir þeirra, sem þannig var meinað að greiða atkvæöi á aðalfund- inum, hafa aldrei verið félagar i neinu öðru félagi ungra framsóknarmanna en FUF i Reykjavik. Þar að auki skal þess getið, að félagsmönnum Framsóknarflokksins er heimilt að vera i fleiri en einu flokks- félagi, og ráða þeir þvi sjálfir, i hvaða félagi þeir neyta at- kvæðisréttar sins, en atkvæðis- réttar geta þeir aðeins neytt i einu félagi. Þótt meirihluti frá- farandi stjórnar hafi ekki nefnt lögheimili ákvörðun sinni til staðfestingar, skal á það bent, að samkvæmt lögum FUF i Reykjavik nær félagssvæði þess til Reykjavikur og ná- grennis, og ennfremur geta þeir, sem dvelja i Reykjavik langdvölum, veriö félagsmenn i félaginu, þótt þeir hafi lög- heimili annars staöar. 4. Fyrir aðalfundinn hafði meirihluti fyrrverandi stjórnar FUF dreift út um borgina félagsskirteinum og atkvæða- seðlum, sem gilda áttu á félags- fundinn. Fjöldi þeirra, sem fengu inngöngu á aöalfundinn, komu með félagsskirteini sin og atkvæðaseðla utan úr bæ. Sögðu þeir, i votta viðurvist, að þeir heföu ekki þurft að greiöa félagsgjald til aö fá skirteinin og beinlinis verið boðin þau endurgjaldslaust að fyrra bragði. Aðrir urðu hins vegar að ganga fyrir meirihluta fyrr- verandi stjórnar, sem sat i and- dyri fundarhússins, til þess að krefjast sinna félagsskirteina og atkvæðaseðla og greiða sin félagsgjöld. Þannig hafði meirihluti fyrrverandi stjórnar getað afhent hverjum sem var úti i bæ félagsskirteini og at- kvæðaseðla, þar eð ekkert eftir- lit var með þeim, sem höfðu þessi gögn með höndum, þegar þeir komu inn i húsið”. Þessari kæru fylgir siðan itarleg greinargerð. Eins og áður segir er kæran nú til meðferðar hjá stjórn SUF, jafnframt þvi sem hún er til meðferðar hjá formanni flokks- ins. Elías ráðinn framkvæmda stjóri SUF A FUNDI stjórnar SUF siðastlið- inn þriöjudag var ákveðið að ráða formann sambandsins, Elias Snæland Jónsson, framkvæmda- stjóra SUF. Tekur Elias við þvi starfi nú um mánaðamótin, og mun gegna þvi um óákveðinn tima. Elias Snæland Jónsson hefur starfað sem blaðamaður við dag- blaðið Timann um 10 ára skeið, en sagði þvi starfi sinu lausu fyrir skömmu vegna ágreinings við ráðamenn blaðsins. Miðstjórnarfundur SUF EINS OG auglýst hefur veriö i Tfmanum, veröur aðalfundur Miö- stjórnar SUF haidinn um helgina 17.-18. nóvember næstkomandi. Fundurinn veröur haldinn i Reykjavik. Miðstjórnarfundurinn verður nánar auglýstur siðar, en l miöstjórnarmenn eru hvattir til að hafa samband við formann SUF iog tilkynna þátttöku.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.