Tíminn - 02.11.1973, Síða 9
Föstudagur 2. nóvember 1973
TÍMINN
9
Yfirlýsing stjórnar
BHM um skerðingu
verðlagsuppbóta
1 KRÖFUM Alþýöusambands ls-
landsvið væntanlega kjarasamn-
inga, sem stjórn Bandalags há-
skólamanna getur i ýmsum at-
riöum tekið undir, er þó eitt at-
riði, sem vara verður sérstak
lega við. Er það krafan um, að
verðlagsuppbót veröi skert á öll-
um mánaðarlaunum yfir 50.000
krónur. Stjórn BHM telur þessa
kröfu afar rangláta, þar eð hún
mun fyrst og fremst bitna á
fámennum hópi launþega, þar
sem eru háskólamenn, ekki sízt
þeir, sem eru i rikisþjónustu.
Beinir hún þeim eindrengu til-
mælum til rikisstjórnarinnar, að
hún beiti sér gegn slikri skerö-
ingu. Vill stjórn BHM I þessu
sambandi vekja athygli á eftir-
farandi atriðum:
I. Mótmæla verður harðlega af-
skiptum ASÍ af launakjörum ann-
arra launþega en þeirra, sem þeir
hafa umboð fyrir. Samkvæmt
núgildandi samningum myndu
engir launatakstar ASl verða
fyrir barðinu á visitöluskerðingu,
og einungis örfáir hæstu takst-
arnir, ef gengið yrði að öllum
launakröfum þeirra i væntanleg-
um samningum. Auk þess er mál-
um svo haganlega fyrir komið, að
ákvæðisvinnutakstar og uppmæl-
ingatakstar myndu sleppa við
skerðingarákvæðið. Kröfunni er
þvi augljóslega stefnt gegn öðrum
launþegum. Þvi verður ekki trúað
að óreyndu, að ASt, i krafti stærð-
ar og pólitisks valds, haldist uppi
að hafa á þennan hátt frekleg af-
skipti af kjaramálum annarra
stétta.
II. Verðlagsuppbót á laun er til
þess ætluð að viðhalda kaupmætti
launa, þótt verðlag breytist. Ljóst
er, að skerðing á slikri uppbót
minnkar verðgildi launa þeirra
launþega, sem fyrir henni verða.
Það er einnig einkenni skerðingar
af þessu tagi á verðbólgutimum,
að hún fer sivaxandi, og kaup-
máttur minnkar meir og meir
eftir þvi, sem timar liða, og
launastigar þjappast saman.
öhætt er að fullyrða að kjara-
samningar yrðu af þessum sökum
markleysa á stuttum tima.
III. Glöggt dæmium áhrif visi-
töluskerðingar má finna á árun-
um 1968 og 1969. Hinn 1. april 1968
gekk i gildi dómur kjaradóms rik-
isstarfsmanna um visitölubætur.
Helztu atriði hans voru, að greiða
skyldi að fullu verðlagsuppbót á
grunnlaun um að 10.000 krónum á
mánuði. Siöan skyldi uppbótin
haldast óbreytt að krónutölu að
16.000 krónum, en lækka úr þvi.
Afleiðingarnar létu ekki á sér
standa. A 20 mánuðum frá gildis-
töku dómsins hækkaði kaup-
gjaldsvisitalan úr 103 stigum i
128.87 stig. Þá var visitöluskerð-
ing i 23. launaflokki, en i honum
eru ýmsir háskólamenn, svo sem
dómarafulltrúar, náttúru-
fræðingarog verkfræðingar, 3.981
króna á mánuði, eða 16.7% af
launum 1. des. 1969 (miðað er við
hámarkslaun). Þetta samsvaraði
þá launalækkun um nær 4
launaflokka. Eins og meðfylgj-
andi tafla sýnir, jókst skerðingin
enn i 24: — 28. launaflokki.
Skerðing mánaðarlauna
1. apr. 1968—1. des. 1969
kr. 3.981 16.7%
kr. 4.434
23. launafl
24. launafl.
25. launafl.
26. launafl.
27. launafl.
28. launafl.
4.917
5.423
5.948
6.373
17.9%
18.9%
20.0%
20.9%
21.3%
Verulegur hluti þeirrar launa-
hækkunar, sem samið var um i
siöustu samningum rikisstarfs-
manna i desember 1970, var óum-
flýjanleg leiðrétting kjara, vegna
þeirrar langvarandi og sivaxandi
visitöluskerðingar, sem á undan
fór og hér hefur verið lýst.
IV. Stjórn BHM mun með öllum
tiltækum ráðum berjast gegn
visitöluskerðingu. Hún er rang-
lát, þar eð hún leggst með siaukn-
um þunga á launþegana eftir þvi
sem verðbólga eykst, og endar að
lokum óhjákvæmilega með
launastökki til leiðréttingar, en
slikar stökkbreytingar eru engum
i hag. Heitir stjórn BHM á rikis-
stjórnin að skoða mál þetta ofan i
kjölinn og koma i veg fyrir, að
óheillaskref verði stigið.
Reykjavik 30.okt. 1973.
Stjórn
Bandalags háskólamanna>
Hús til sölu
á Reyðarfirði
Kauptilboð óskast i húseign Pósts og sima
á Reyðarfirði.
Húsið er 1206 rúmmetrar að stærð og fylg-
ir þvi 1887 fermetra leigulóð.
Eignin verður til sýnis væntanlegum kaupendum fimmtu-
daginn 8. og föstudaginn 9. nóvember n.k., kl. 3-5 e.h. báða
dagana og eru tilboðseyðublöð afhent á staðnum.
Tilboð eiga að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h.
mánudaginn 19. nóv. 1973.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 8ÍMI 26844
Hús til sölu á Þingeyri
Kauptilboð óskast i húseignina Aðalstræti
14 (hús Pósts og sima), sem er 720 rúm-
metrar að stærð ásamt 350 fermetra leigu-
lóð.
Eignin er til sýnis væntanlegum kaupendum miðvikudag-
inn 7. og fimmtudaginn 8. nóvember n.k., kl. 4-6 e h og eru
kauptilboðseyðublöð afhent á staðnum.
Tilboð eiga að berast skrifstofu vorri fyrir kl 11 00 f h
hinn 20. nóv. 1973.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNl 7 SÍMl 26844
þér getíð veríð
orugg...
séþað
Westinghouse
Westinghouse uppþvottavélin er fáanleg
til innbyggingar, fríttstandandi og með
toppborði.
ÚTSÖLUSTAÐIR
í REYKJAVÍK
LIVERPOOL
DOMUS
DRÁTTARVÉLAR HF
Tekur inn kalt vatn, er meö
2000 w elementi og hitar í
í 85° (dauðhreinsar).
Innbyggó sorpkvörn og
öryggisrofi í hurö.
Þvær frá 8 manna borðhaldi
meö Ijósstýrðu vinnslukerfi.
Er ódýrasta uppþvottavélin
á markaðinum.
KAUPFÉLÖGIN
VIÐA UM LAND
Samband íslenzkra samvinnufélaga
VÉLADEILD
Ármúla 3 Reykjavik simi 38900