Tíminn - 02.11.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 2. nóvember 1973
TÍMINN
15
O Framhald af grein Hannesar Jónssonar félagsfræðings
um hollustu við langtímamarkmið
hreyfingar, hefur samneyzla
þjóðfélagsins aukizt og megin-
hluti kostnaðar við hin þróuðu
gæði (menntun og félagslegt
öryggi) er nú greiddur úr sam-
eiginlegum sjóði, og hið opinbera
tryggir öllum jafnan rétt til
þeirra.
Eignir dreifast nú lika jafnar á
ibúafjöldann en áður var. Þannig
sýndi t.d. manntalið 1960, að
70,3% tslendinga bjuggu þá i eigin
húsnæði fjölskyldunnar, en talið
er, að nú búi um og yfir 80%
lslendinga i eigin húsnæði fjöl-
skyldunnar. Framfarir á gæðum
hibýlanna eru lika mjög aug-
ljósar.
Samfara þessari þróun hefur
stéttaskiptingin i landinu tekið
miklum breytingum, svo sem ég
sýndi fram á i grein i Timanum,
sunnudaginn 11. júni 1972. Með
grein þeirri var birt tafla um
þróun atvinnu- og stéttaskipting-
ar á islenzkum vinnuaflsmarkaði
árið 1920 til 1969, og mátti þar sjá,
að 53,3% tslendinga á vinnuafls-
markaði töldust til verkalýðs-
stéttar, ef iðnaðarmenn væru
taldir þar með, sem er rangt við
núverandi aðstæður, en 42,6% ef
iðnaðarmenn væru þar ekki með-
taldir.
Til millistéttar töldust 40,5%, ef
iðnaðarmenn voru þar ekki með-
taldir, en 51,2% ef iðnaðarmenn
teldust til millistéttar, sem eðli-
legt má telja miðað við islenzkar
aðstæður nú.
Til gróðastéttarinnar, atvinnu-
rekenda, smákaupmanna og
heildsala, töldust 6,2%.
Umrædd tafla sýndi lika mjög
glögglega, hvernig millistéttin
hefur stöðugt verið að vaxa i
landinu með aukinni tækni,
iðnvæðingu og menntun.
Sé jafnframt tekið tillit til
eignaskiptingarinnar i landinu,
skattaframtala, þinglesturs fast-
eigna og samgöngutækja, svo og
starfsemi Tryggingastofnunar
rikisins, sést greinilega að tala
má um millistéttina sem megin-
þorra þjóðarinnar, og að algjör-
lega úrelt er að tala um umkomu-
lausa öreigastétt á tslandi nú.
Þjóðfélagsaðstæður eru þvi allt
aðrar nú en þær voru, þegar
Framsóknarflokkurinn var stofn-
aður. Flokkur, sem byggður er
upp á millistéttarviðhorfum, ætti
þvi að eiga langtum meiri hljóm-
grunn með þjóðinni nú, heldur en
hann átti fyrir 40-60 árum, þar
sem meginþorri þjóðarinnar
hefur þau stéttarlegu viðhorf,
sem Framsóknarflokkurinn er
byggður upp af, enda hafa Fram-
sóknarmenn jafnan lagt á það
áherzlu að vinna að framförum
og bættum hag þjóðarinnar
allrar.
Mótherjar á flótta
frá upprunalegri stöðu
Vert er að gefa þvi gaum, að á
sama tima og Framsóknar-
flokkurinn hefur allt frá upphafi
haldið sinni upprunalegu þjóð-
félagslegu stöðu og staðið á sinni
grundvallarstefnu eins og hún
kemur fram i langtimamarkmið-
um hans, hafa mótherjarnir til
hægri og vinstri farið á flótta frá
sinni upprunalegu stefnu og þjóð-
félagslegu stöðu.
Þannig boðuðu socialdemó-
kratar t.d. lengi framan af rót-
tæka þjóðnýtingarpólitik, þjóð-
nýtingu framleiðslutækjanna og
alhliða rikis- og opinberan
rekstur, sem hina þjóðfélagslegu
allrameina-bót. Annað var eftir
þessu hjá þeim og i samræmi við
þjóðfélagslegar kokkabækur
Karls Marx. En reynslan af þjóö-
nýtingunni og augljósar villi-
kenningar Marxismans, þegar
hann var lagður undir dóm
reynslunnar i framkvæmd, fældi
fólk frá flokkum, sem boðuöu
slikar kreddur. Þar að auki gekk
sjálf þjóðfélagsþróunin þvert á
kenningar Marxismans, saman-
ber staðreyndirnar um stétta-
þróunina á Islandi. Afleiðingin
varð sú, að jafnaðarmanna-
flokkar fóru yfirleitt á flótta frá
kreddunum, færðu sig nær miðj-
unni i stjórnmálum, tóku upp að
meira eða minna leyti hina
félagslegu frjálslyndispólitik, eða
,,social liberalisma”, þar sem að
öðrum kosti hefðu þeir einangrað
sig frá fólkinu. Þessi þróun var
mjög áberandi á Norðurlöndum
eftir 1935 eða svo. — Og hana má
mjög glögglega sjá við saman-
burð á skýjaglópskreddunum,
sem Kommúnistaflokkur tslands
boðaði um og laust eftir 1930 og
þeirri mildu jafnaðarstefnu og
allt að þvi „social liberalisma”,
sem Alþýðubandalagið boðar i
dag.
A hliðstæðan hátt hafa hægri
flokkarnir og viðhorf þeirra
þróazt. Hin skefjalausa
einstaklingshyggja er ekki i
samræmi við aldarandann.
Einstaklingshyggju- og ihalds-
menn breyttu þvi stefnutúlkun
sinni, þar sem þeir sáu, að annað
hvort urðu þeir a.m.k., i orði
kveðnu, að færa sig nær miðjunni
i stjórnmálum eða að daga uppi
sem steinrunnin nátttröll i stjórn-
málabaráttunni. Afleiðingin
hefur orðið sú, að við höfum séð
það m.a. hér á tslandi, að bæði
Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu-
flokkur og arftakar Kommúnista
hafa farið á flótta frá sinni
upphaflegu stöðu i islenzkum
stjórnmálum, en fært sig nær
hinni félagslegu frjálslyndis- og
umbótapólitik, sem Framsóknar-
flokkurinn hefur rekið allt frá
upphafi. Það sem gerzt hefur er,
að Fram sóknarflokkurinn og
stefna hans hefur staðizt timans
tönn, hann stendur enn styrkur á
grundvelli þeirrar stefnu, sem
mörkuð var fyrir nærri 60 árum,
en flokkarnir hægra og vinstra
megin við hann hafa af þjóð-
félagslegri nauðsyn farið á flótta
frá sinni upphaflegu stefnu og
fært sig nær honum i islenzkri
pólitik, en bezt er að átta sig á
hinni traustu þjóðfélagslegu stöðu
hans með þvi að skoða langtima-
markmið hans eins og þau koma
æ ofan i æ fram i grundvallar-
stefnuyfirlýsingum hans og
störfum.
Langtímamarkmiö
Framsóknarflokksins
Þegar lesnar eru yfir stefnu-
yfirlýsingar Framsóknarflokks-
ins á hinum ýmsu timum, sést
greinilega, að meginatriði lang-
timamarkmiða hans má setja
fram i 7 liðum, þannig:
1 fyrsta lagi sjálfstæði, frelsi og
fullveldi islenzka rikisins.
1 öðru lagi stjórnskipulag
lýðveldis, lýðræðis og þing-
ræðis.
t þriðja lagi frjálslynd umbóta-
stefna.
1 fjórða lagi dreifing valds og
byggðajafnvægi.
1 fimmta lagi samvinnuhag -
skipulag.
1 sjötta lagi hagkvæmur og arð-
bær rekstur framleiðsluat-
vinnuveganna.
I sjöunda lagi stuðlað að jafnvægi
i efnahags- og stjórnmálum ,
Skoðum þessi atriði nú svolitið
nánar, hvert útaf fyrir sig.
1) SJALFSTÆÐI,
FRELSI OG FULLVELDI
Allt frá upphafi veru sinnar
1916 hefur Framsóknarflokkurinn
átt sér það höfuðmarkmið að
standa vörð um sjálfstæöi, frelsi
og fullveldi islenzka rikisins.
Hann hefur jafnframt varað við
hverskonar ráðstöfunum, sem að
einu eða öðru leyti gætu rýrt
sjálfstæði, frelsi og fullveldi
islenzka rikisins. Hann barðist
ótrauður fyrir endurheimt sjálf-
stæðisins og stofnun lýðveldisins,
og stendur traustan vörð um
fengið frelsi og sjálfstæði.
Framsóknarflokkurinn hefur þó
aldrei rekið þjóðernislega einan-
grunarpólitik. Hann vill að
Islendingar eigi vinsamleg sam-
skipti og viðskipti við önnur riki,
en nánust samskipti og viðskipti
við þau riki, sem af landfræði-
legum, hugsjónafræðilegum og
hagrænum ástæðum er eðlilegast
að við höfum mest samskipti,
viðskipti og samvinnu við, svo
sem Norðurlönd og Atlantshafs-
rikin. Stefnt er að þvi, að við
eigum vaxandi samvinnu og góð
samskipti við aðrar þjóðir og
rikjasamtök, án þess að láta af
hendi nokkurn hlut af sjálfsfor-
ræði okkar. Þess vegna vill
Framsóknarflokkurinn t.d. að
Islendingar standi utan allra al-
þjóða- eöa margþjóðasamtaka,
sem krefjast þess, að aðildar-
rikin láti hluta af fullveldi sinu,
sjálfstæði og ákvörðun um stefnu-
mótun af hendi. Sjálfstæði, frelsi
og fullveldi islenzka rikisins
verður sem sé ekki látiö af hendi,
hvorki i smáum né stórum
skömmtum. samkvæmt þessu
langtimamarkmiði Framsóknar-
flokksins, svo sem lesa má æ ofan
i æ i stefnuyfirlýsingum flokksins
frá upphafi til dagsins i dag.
2) LÝÐVKLDI. LVÐRÆDI
OG ÞINGRÆDI
Framsóknarflokkurinn hefur
frá upphafi átt sér það langtima-
markmið að vinna að og viðhalda
lýftveldisstjórnarformi, lýftræftis-
stjórnskipun og þingræfti á
Islandi.
Eg þarf ekki að lýsa þvi, hvað
þetta felur i sér, þvi það er öllum
augljóst. Auk þess hef ég gert þvi
máli itarleg skil i bókinni Kjós-
andinn, stjórnmálin og valdift, og
leyfi ég mér.að visa til þess.
Hitt vildi ég þó aöeins minna á,
að eitt meginmarkmið lýðræðis-
stjórnskipulagsins er að stuðla að
l'rclsi, jafnréttiog öryggi borgar-
anna innan ramma lögbundins
skipulags. Og að sjálfsögðu er
þetta markmið innbyggt i þetta
langtimamarkmið Framsóknar-
flokksins.
3) FRJALSLYNI)
UMRÓTAVIÐLEITNI
Allt frá upphafi hefur
Framsóknarflokkurinn verið
frjálslyndur umbótaflokkur.
Þetta felur i sér, að flokkurinn er
fordómalaus um úrlausnir að-
steðjandi vandamála á hverjum
tiriia og vill beita vinnuaðferðum
þekkingar og visinda við lausn
verkefna þjóðfélagsins til þess að
ryðja framþróuninni braut á
grundvelli þeirrar þjóðfélagslegu
afstöðu, sem stefna hans býður.
Vegna frjálslyndissins er hann
u m burftarlyndur gagnvart
skoðunum annarra og vill að allir
þeir, sem hafa eitthvað fram að
færa i sambandi við lausn þjóð-
félagsmála, fái tækifæri til þess
að tjá sig, túlka skoðun sina og
reyna að vinna henni fylgi áöur en
ákvarðanir eru teknar.
Sem umhótaflokkur leggur
hann höfuðáherzlu á það, að hver
kynslóð leitist við að skila næstu
kynslóð betra þjóðfélagi, betra
lifi, rikari menningu fyrir megin-
þorra þjóöarinnar en hún tók við.
Þessi umbótaviðleitni flokksins á
sér engan enda, fremur en
viðleitni visindanna til þess að
sanna eðli hlutanna og tilver-
unnar og safna raunverulegri
þekkingu, sannleika, á öllum
sviðum mannlifs og tilveru. Þetta
stafar af þvi, að svo lengi sem
maðurinn helduráfram aö lifa og
búa i samfélagi við aðra menn,
svo lengi verður þörf fyrir
viðleitnina til þess að búa sem
bezt i haginn fyrir fólkið á grund-
velli alhliöa framfara i félags-
legu, efnahagslegu, menningar-
legu og siðferðilegu tilliti. Þess
vegna er sá megingrundvöllur
umbótaviðleitninnar, að hver
kynslóð leitist stöðugt, fordóma-
laust og á grundvelli frjálslyndis
og visinda, við að skila næstu og
komandi kynslóðum stöftugt
batnandi þjóftfélagi fyrir fólkið i
landinu, eitt af varanlegum lang-
timamarkmiðum P'ramsóknar-
flokksins.
4) DREIFING VALDSINS
OG BYGGÐAJAFNVÆGI
Dreifing valdsins á meðal
fólksins og uppbygging á grund-
velli byggðastefnunnar hefur frá
upphafi veriö eitt af meginmark-
miðum Framsóknarflokksins og
er enn. Er þar ekki aðeins átt við
dreifingu rikisvaldsins eða
greiningu þess i löggjafarvald,
framkvæmdavald, dómsvald og
vald héraðs-, bæjar- og sveitar-
stjórna, heldur einnig dreifingu
hins efnahagslega valds i þjóð-
félaginu i hendur almennings
með eflingu almannasamtaka,
svo sem launþegasamtaka,
búnaöarsamtaka og samtaka
annarra framleiðenda, svo og
með þátttöku almennings i
stjórnun og rekstri á grundvelli
eignar- og stjórnarhlutdeildar i
stórum fyrirtækjum, en þó alveg
sérstaklega með þvi að stuðla að
eign almennings á atvinnu- og
viðskiptarekstrinum eftir leiðum
samvinnustefnunnar og dreifingu
framkvæmda og eflingu byggðar
um allt land.
5) SAMVINNU-
HAGSKIPULAG
I fimmta lagi telst það til lang-
timamarkmiða Framsóknar-
flokksins, eins og þau má lesa út
úr nærri 60 ára starfi flokksins og
stefnuyfirlýsingum hans, aö hann
vill stefna að þvi að á Islandi
verði komið á efnabagsskipulagi
samviiinunnar. Þetta langtima-
markmift hefur fram aft þessu
ekki verið skilgreint svo rækilega
er æskilegt væri. Ljóst er þó af
stefnuyfirlýsingum flokksins og á
grundvelli rökrænnar greiningar,
að það, sem Framsóknarmenn
hafa jafnan átt við með
samvinnuhagkerfinu, er blandaft
hagkerfi allra rckstursformanna,
þar sem samvinnureksturinn er
mest áberandi; framkvaimdur er
skipulagftur áætlunarbúskapur
án liafta. til þess aft tryggja
bagvöxt og efnahagslegar fram-
farir; ölluin tryggft atvinna;
stefnt aft liagsæld, félagslegu
iiryggi og réttlæti; og eftirtaldar 7
aftal tegundir samvinnufélaga
velta um 40-60% af heildarveltu
viftkomandi rekstrargreinar:
Fyrsta: neytendasainvinnufél-
ög, sem annast vörudreifingu á
sannvirði i smásölu, heildsölu og
að nokkru leyti framleiðslu l'yrir
þá dreifingu, og stuðla aft afnámi
arðráns i viftskiptum.
Annað: siilufélag framleiftenda,
sem annast sameiginlega dreif-
ingu á afurftum framleiftenda svo
sem bænda, garðyrkjumanna og
útvegsmanna, til þess aft tryggja
þeim hagkvæmari vörudreil'ingu,
hagkvæm innkaup á rekstrarvöru
og annast tæknileiðbeiningar i
þágu hagkvæmni við Iram-
leiðsluna.
Þriðja: framleiftslusam viniiu-
féliig, sem eru m.a. samvinnu-
félög iftnsveina, sem reka
þjónustu sina og starfsemi sem
sjálfstæðir verktakar, iftnfram-
leiftslusam vinnufélög, starfsfólks
i iðju og iðnaði, og ýmiss konar
þjónustusamvinnufclög i eigu
starfsfólksins, s.s; bifreifta-
stöðvar, hótel, veitingastaðir og
fleira þess háttar. Markmift
þessara Iramleiöslusam vinnu-
félaga er að stuðla aft sannvirði
vinnu og að uppræta arðrán af
henni.
Fjórða: samvinnubankar og
sparisjóftir.sem ávaxta fé félags-
manna og stuðla að samvinnu-
uppbyggingu i landinu.
Fimmta: margs konar sam-
vinnutryggingafélög, sem annast
ýmiss konar tryggingar og fjár-
mögnun fyrir samvinnurekstur-
inn.
Sjötta: byggingarsam vinnu-
féliig, sem annast húsbyggingar,
lánsútveganir og tækniaðstoð
fyrir félagsmenn sina og stuðla að
lækkun byggingakostnaðar.
Sjöunda: samvinnuhlutafélög,
sem eru hugsuð sem sameign
samvinnusambanda, verkalýðs-
sambanda, rikisins og bæjar- og
sveitarfélaga þeirra, sem þau
starfa i. Þessi samvinnuhluta-
félög eru talin geta annazt meiri
háttar atvinnurekstur og fram-
leiðslustarfsemi innan samvinnu-
hagskipulagsins.
Gera verður ráð fyrir því, að
innan efnahagsskipulags sam-
vinnunnar hafi hinar ýmsu teg-
undir samvinnufélaga ráftandi
hluta af veltu viðkomandi greinar
til þess að hafa bein áhrif á
ágóðahluta hennar til þess að
uppræta arörán af vinnu og við-
skiptum og draga úr milliliða-
kostnaði i dreifingarkerfinu.
Samvinnuhreyfingin verður þó
ekki eini atvinnurekandinn og
þjónustuaðilinn innan samvinnu-
hagkerfisins. Innan þess munum
við finna sambland af
a) einkarekstri (landbúnaður,
persónuleg þjónusta, sérfræði-
þjónusta o.fl.)
b) opinberum rekstri i eigu rikis
eða- og sveitarfélaga (rafveit-
ur, hitaveitur, póstur og simi,
bankastofnanir, o.fl.), og
c) samvinnurekstri af þeim sjö
tegundum, sem nefndar voru.
Oll samvinnufélög samvinnu-
hagkerfisins yrðu eðlilega rekin á
grundvelli rekstrarreglna sam-
vinnustefnunnar, þar sem lýð-
ræðisstjórnskipunin, þátttaka
fólksins i stjórnun og ágóðahlut-
deild i hlutfalli við viðskipti eða
notkun, eru meðal grundvallarat-
riðanna, arðrán afnumið af vinnu
og viðskiptum og maðurinn og
velferð hans sett i öndvegi, en
fjármagni gefin þjónustustaða en
ekki herradómur.
Aft þessu langtimamarkmiði
Framsóknarflokksins — sam-
vinnuhagkerfinu — þarf ekki að
vinna einvörðungu á löggjafa-
samkundunni, heldur geta ein-
stakir Framsóknarmenn stuðlað
að þvi að útfæra þetta hagkerfi
með þvi að taka þátt i jákvæðu
uppbyggingarstarfi og rekstri
hinnna ýmsu tegunda samvinnu-
félaga á grundvelli frjáls félags-
Iramtaks.
6) IIAGKVÆMUR OG ARDBÆR
REKSTUR FRAMLEIDSLUAT-
VINNUVEGANNA
Sjötta langtimamarkmið
Framsóknarflokksins er aft stuftla
aft bagkvæmum og arftbærum
rekstri atvinnuvega og fjármála-
lifs, tryggja sem bezt undirstöðu
framleiftsluatviniiuvegaiiiia og
skapa þar meft hagrænan grund-
völl l'yrir félagslegt öryggi, rétt-
læti og vaxandi menntun og
menningu landsmanna allra.
Þessi áherzla á blómlegl atvinnu-
lif og heilbrigðan grundvöll fram-
leiðsluatvinnuveganna hel'ur allt-
af verift á meðal meginatriðanna i
slefnuyfirlýsingum Framsóknar-
flokksins, og aft þessu hel'ur jafn-
an verið unnið, þegar flokkurinn
hel'ur átt fulltrúa i rikisstjórn.
7) AD STUDLA Al) JAFNVÆGI í
EFNAIIAGS- OG STJélRNMAL-
U M
Sjöunda langtimamarkmift
Framsóknarflokksins er aug-
Ijóslega hin stöðuga viðleitni hans
lil þess aft isætta andstæft þjóðfél-
agsöfl og leita jalnvægis i stjórn-
málum, efnahagsmálum og
stéttaátökum.
Sem frjálslyndur umbóta- og
miðflokkur helur Framsóknar-
flokkurinn átt meiri þátt i þvi en
aftrir flokkar aft finna málamiðl-
anir á milli öfga, sætta andstæður
og leita jalnvægis i þjóöar-
búskapnum heldur en nokkur
annar flokkur. Þetta hlýtur lika
jafnan aft vera eitt af mikilvægari
viftfangsefnum og stöftugt mark-
mift frjálslynds umbótaflokks
eins og Framsóknarflokksins.
Reynslan sannar lika að i fram-
kvæmd hefur hin frjálslynda um-
bótastefna hans i meginatriðum
veriö áhrifarikust á tslandi allt
Irá stofnun hans, ef ekki vegna
meirihlutavalds hans, þá sem
málamiðlun á milli þeirra aöila,
sem með völd hafa farift á hverj-
um lima.
Af þessu langtimamarkmiði
llokksins leiddi lika eðlilega til
stofnunar vinstri stjórnar undir
lorystu Ólafs Jóhannessonar
sumarið 1971, þar sem að flokkur-
inn hlaut að leita jafnvægis til
vinstri eftir 12 ára valdabrask
ihalds og krata.
Kjarni
Framsóknarstefnunnar
Ef við ættum nú að lokum I ljósi
þessa yfirlits um langtimamark-
mið Framsóknarflokksins aö
draga saman kjarnann i gilda-
kerfi Framsóknarstefnunnar, þá
virðist mér að rétt væri aö setja
hann þannig fram:
Framsóknarflokkurinn er
frjálslyndur umbótaflokkur fél-
agshyggju- og samvinnumanna,
byggftur upp á grundvelli megin-
sjónarmifta hinna vaxandi is-
lenzku miðstétta. Hann vill
standa vörft um sjálfstæfti, frelsi
og fullveldi islenzka rikisins,
tryggja islcndingum lýftveldis-
stjórnarform á grundvelli lýft-
F'ramhald á bls. 23