Tíminn - 02.11.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.11.1973, Blaðsíða 19
Föstudagur 2. nóvember 1973 TÍMINN 19 Hllmsjón: Alfreð Þorsteinsson Dauða- dómur DAUÐADÓMUR hefur verið kveðinn upp yfir islenzka landsliðinu i handknattleik. Nú er búið að úrskurða kæru- mál islands gegn italska handknattleikssambandinu. island verður að gjöra svo vel að leika gegn itölum i HM I handknattleik i Róm. italir verða að borga allan ferðakostnað islenzka liðsins (jg einnig uppihald. Þetta er mikið áfall fyrir islenzka liðið þvi að nú bendir allt til þess að Frakkar komist áfram i HM- keppninni. Þeir leika siðasta leik sinn i riðlinum gegn italiu, en þá hafa islendingar lokið keppni. Frakkar reyna þvi allt sem þeir gcta, til að vinna itali með sem mestum mun og komast áfram úr riðl- inum á markatölu. Vals- menn voru kældir í 13 mín... ÞEIR Björgvin Björgvinsson og Sigurbergur Sigsteinsson fengu að yfirgefa leikvöllinn I 2 minútur i fyrri hálfleiknum. i siðari hálfleik var engum Framara visað af leikvelli, enda léku þeir þá eins og lömb i samanburði við Valsmenn, sem voru eins og hungraðir úlfar. Fram- arar fengu fjög- urra mín. kæl- ingu VALSMENN fengu að kæla sig 1 13 minútur i leiknum gegn Fram. Fyrst var Agústi ög- mundssyni, visað af leikvelli i 2 min. i fyrri hálfleik. Sömu- leiðis fékk Ólafur Benedikts- son, að kæla sig i 2 min. Ágúst byrjaði siðan siðari hálfleik- inn á þvi, að fá kælingu i 5 mínútur. Þá fengu þeir GIsli Blöndal og Stefán Gunnarsson einnig að kæla sig — þeim var báðum visað af velli I tvær minútur, og þótti engum það of mikið. STRÍÐSEXINNI KAST- AÐ I ÖFUGA ÁTT... — landsliðsnefnd í handknattleik valdi nær óbreytt lið gegn Frökkum d sunnudaginn. Sigurbergur, Ágúst og Ólafur eru enn „úti í kuldanum" i GÆR kastaði landsliðs- nefndin í handknattleik, stríðsexinni, en því miður í ÖFUGA ÁTT. Landsliðs- nefndin situr við sama hey- garðshornið, hún valdi nær óbreytt landslið gegn Frökkum í Laugardalshöll- inni. Leikmenn eins og Sigurbergur Sigsteinsson, Ágúst Svavarsson og Ólaf- ur Benediktsson, eru enn ,,úti í kuldanum" þeir eru ekki til umtals hjá lands- liðsnefndinni. Það er sorg- legt, en nefndin virðist vera ánægð með siðustu lands- leiki okkar, — landsleiki sem hafa orðið áfall fyrir íslenzkan handknattleik — nú býður landsliðsnefndin Frökkum, hina kinnina — gjörið svo vel, þið megið slá ef þið þorið. Eini ljósi punkturinn er, að Geir Hallsteinr;son og Björgvin Björgvinsson koma aftur inn i landsliðið, þetta eru leikmennirn- ir, sem landsliðsnefndin treystir bezt gegn Frökkum. Þótt þessir snjöllu leikmenn breyti liðinu mikið er það ekki nóg, þvi að það eru leikmenn i liðinu, sem hafa ekki breytzt i mörg ár. Það vekur mikla athygli, að Hjalti Einars- son, markvörður úr FH, hefur verið valinn aftur i sina gömlu stöðu. Ungu markverðirnir, sem hafa snerpuna, eru ekki lengur gjaldgengir. Hjalti verður þvi stóra spurningamerkið á sunnu- daginn, þvi að það hefur litið til hans sést á keppnistimabilinu. Við vitum að Hjalti var góður, okkar bezti markvörður um ára- raðir, hann hefur staðsetningar, sem aðrir hafa ekki, en snerpuna vantar hann. Liðiö sem leikur á sunnudag- inn, er skipað þessum leikmönn- um (landsleikir innan i sviga): Hjalti Einarsson FH, (69) Gunnar Einarsson, Haukum (5) Gunnsteinn Skúlason, Val (40) Geir Hallsteinsson, Göpping- en (74) Viðar Simonarson, FH (50 Einar Magnússon, Viking (34) Björgvin Björgvinsson, Fram (49) Ólafur Jónsson, Val (60) Hörður Sigmarsson, Haukum (4) Auðunn Óskarsson, FH (29) Axel Axelsson, Fram (22) Agúst Ogmundsson. Val (31) Niu af þessum leikmönnum léku hinn sorglega leik gegn Frökkum i Paris. Eftir leikinn voru þeir niðurbrotnir menn og þá skildu þeir ekki hver ástæðan var fyrir þvi að þeir töpuðu. A sunnudaginn rennur stund hefnd- arinnar upp og þeir mega vita það, að islenzkir handknattleiks- áhugamenn gera sig ekki ánægða með 3-4 marka sigur. ÞEIR IIEIMTA YFlll TÍU MARKA SIGUR. — SOS. iýóýXv.vvX'; iilpiPÍÍ Siie GEIR ÁTTI STJÖRNULEIK MEÐ GOPP- INGEN GEGN BUTZBACH Hann skoraði sjö mörk, ótti 5 línusendingar, sem gdfu mörk, og fiskaði auk þess 4 vítaköst GEIR Hallsteinsson átti stjörnuleik með Göpp- ingen s.l. laugardag, er liðið lék gegn Butzbach á heimavelli og sigraði 25:18. Skoraði Geir 7 af mörkum Göppingen og hafði aðeins 9 skot til þess. Er það álit þýzku blaðanna, sem skrifuðu um leikinn, að þessi leik- ur hafi verið sá bezti, sem Geir hefur átt með Göppingen. Sennilega hefur Geir Hall- steinsson aldrei verið i betri þjálfun en einmitt nú. Hann hefur i 6 leikjum skorað 33 mörk. Einnig er athyglisvert, að hann er virkari varnarleik- maður nú en áður. Hann leikur i stöðu hægri hakvarðar og virðist það hlutverk henta honum vel, a.m.k. virðist hann komast i meiri bardagaham við það að vera virkur aðili i vörninni. Sem fyrr segir skoraði Geir 7 mörk i leiknum á laugardag- inn. Ekkert þessara marka var skorað úr vitakasti. Þá átti Geir 5 linusendingar, sem gáfu mörk, og fiskaði auk þess 4 vitaköst. Geir Hallsteinsson er vænt- anlegur til landsins i dag, en sem kunnugt er, leikur hann með Islenzka landsliðinu gegn Frökkum á sunnudaginn. Vafalaust verður hann mikill styrkur fyrir liðið, og eflaust biða margir spenntir eftir að sjá Geir leika en þetta verður fyrsti leikur hans hér heima, eftir að hann hóf að leika með Göppingen i Vestur-Þýzka- landi. ! GEIR HALLSTEINSSON....sést hér vera búinn að brjótast I gegnum vörn Butzbach og skora eitt af sjö mörkum sinum um sl. helgi. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.