Tíminn - 02.11.1973, Qupperneq 24

Tíminn - 02.11.1973, Qupperneq 24
MERKID, SEM GLEDUR Hittumst i haupfélaginu g:-ði fyrir góúan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Bretar takmarka út- flutning á olíuvörum — enn kemur olía til Hollands NTB-Haag — t Hollandi er ekki taliö aft olia hætti algjörlega aft berast frá Arabalöndunum. Hótunin um oliubann cr I fyrsta iagi túlkuft sem aftferft til aft ná hærra vcrfti fyrir oliuna. Full- trúar oliufélaganna i Kotterdam tilkynntu i gær, aft fram til þessa hefftu allir olfuflutningar til Ilol- lands gengiö samkvæmt áætlun. Útvarpið i Saudi-Arabiu til- kynnti enn i dag, aö landið hefði hætt öllum oliuútflutningi til Hol- lands, en Saudi-Arabia flytur mesta oliu þangað. Stóru oliufélögin i V-Þýzkalandi munu á næstunni hækka verð á bensini og einnig á brennsluoliu. A ráðherraráðsfundi EBE i næstu viku mun V-Þýzkaland hvetja til samstöðu EBE-landa um að binda endi á oliubann Arabalandanna. Italia er nú næsta land sem búizt er við að verði fyrir barðinu á banninu, þar sem stjórnir Arabarikjanna eru nú að athuga, hvort ttalia hafi stutt Israel i striðinu. Brezka stjórnin hefur ákveðið, að frá 12. nóv. veröi minnkaður útflutningur hráoliu og oliuvara ýmiss konar til landa utan EBE. Tvö mikilvægustu segulböndin týnd NTB—Washington — Ilvfta húsift tilkynnti I fyrrakvöld, aft ekki væru lil ncinar segulbandsupp- tökur af hinum mikilvægu sam- tölum Nixons vift John I)ean og John Mitchell. Samtalift vift Dean fór fram 15. aprfl 1!I7:I og kveöst Dcan þar hafa sagt forsetanum, hversu langt lilraunir til aft hrcifta yfir hneykslift væru komnar, cn vift Mitchell ræddi forsetinn þremur dögum eftir innbrotift f Watcrgate. Formaður Watergate-nefndar- innar, Sam Ervin, segist siðan i október hafa verið fullvissaður um, að allar niu hljóðritanirnar væru til. Hann sagöi, aö Cox heföi verið fullvissaöur um hið sama. Velta nú margir fyrir sér, hvort upptökur þessar hafi veriö eyði- lagöar i millitiðinni. Ýmsir hafa taliö, að þessar upptökur geti sannað, hvort Nixon vissi um málið eða ekki. Það, að upptökurnar finnast ekki nú, getur leitt til nýrra erfiöleika fyrir Nixon og spyrja margir, hvers vegna ekki hafi verið sagt frá þvi fyrri, að þessi samtöl hafi ekki verið tekin upp , en það er nú afsökun Nixons. Þrír IRA-leiðtogar struku úr fangelsi NTB—Dublin — Lögregla og hermenn í Irska lýðveldinu leit- uðu i gær aö þremur háttsettum mönnum úr Irska lýðveldishern- um (IRA), en þeir sluppu úr fang- elsi á miðvikudaginn. Flóttinn varö með þeim hætti, að félagar þeirra rændu þyrlu og neyddu flugmanninn til að lenda i fang- elsisgarðinum og taka þremenn- ingana um borð. Stjórnarandstöðuflokkurinn Fi- anna Fail hefur ásakað stjórnina fyrir dáðleysi og var gagnrýninni einkum beint að dómsmála- og varnarmálaráðherranum. Lögreglan i Dublin sagði i dag, aö ekkert hefði komið i ljós, sem benti til þess, hvar flóttamennirn- ir héldu sig og þeir gætu þess vegna verið komnir úr landi. Að minnsta koti 10 manns slösuðust i gær i Falls Road i Belfast og mörg hús skemmdust, er tvær sprengjur sprungu. Svalbakur og Sléttbakur, hinir nýju skuttogarar Akureyringa. Myndina tók Freysteinn Bjarnason I Klakksvfk I suraar, en þá hétu skipin reyndar Stella Karina og Stella Kristina. LOKS KOMU TOGARARNIR LOKS rann upp sú langþráfta stund Akureyringa, aft þeir sæju nýju skuttogarana slna sigla inn á Pollinn. Svalbakur og Sléttbakur hinir nýju komu til Akureyrar um fjögurleytift i gær og sigldu fánum prýddir einn hring á Pollinum, áftur en þeir lögftust aft togara- bryggjunni. Þar var fyrir múgur og margmenni aö fagna skipun- um. Lúörasveit Akureyrar lék á bryggjunni og menn tóku til máls. Fyrst talaði Vilhelm Þorsteinsson annar af forstjórum Útgeröar- félagsins og lýsti hann skipunum, sem eru 834 lestir og kostuöu um 170 milljónir hvort. Þá flutti Jón G. Sólnes, forseti bæjarstjórnar ávarp og loks Bjarni Einarsson, bæjarstjóri ræöu. A laugardaginn verður starfsfólki Útgerðar- félagsins boðið i skemmtisiglingu með nýju skipunum. Þar sem togarar þessir eru smíðaðir sem verksmiðjuskip þarf að gera á þeim nokkrar breytingar og koma fyrir aögerð- arplássi. Óvist er, hvað þaö tekur langan tima. — sb. Nýr dómsmálaráðherra og rannsóknardómari NTB-Washington —Leon Jaworski frá Texas/ var í gær útnefndur rannsóknar- dómari í Watergate-málinu i stað Cox og William Saxbe nýr dómsmálaráð- herra. Báðar þessar stöður losnuðu sem kunnugt er nýlega vegna deilunnar um hin frægu segulbönd Nixons. Bæði Jaworski og Saxbe hafa lýst þvi yfir, að þeir ætli að rannsaka gaumgæfilega allar hliöar Watergate-málsins. Jawoski segir, aðsérhafi boöizt að verða rannsóknardómai.i i málinu, þegar Cox var útnefndur, en hann hafi hafnað þvi, vegna þess að sér hafi ekki fundizt þetta nógu frjáls staða. Nú segir hann, að þetta hafi breytzt. Hann hefur fengið loforð um fullt athafna- frelsi, svo og að verða ekki rekinn. William Saxbe er repu- blikanskur öldungadeildarþing- maður og það var hann, sem á sinum tima sagði, að ,,nú væri forsetinn genginn af vitinu” þegar Nixon fyrirskipaði loft- árásirnar á Hanoi um jólin i fyrra og hann hefur oftsinnis gagnrýnt stjórnina harðlega. Hlöðubruni á Blikastöðum Klukkan 18:10 i gærkvöldi kviknaði í heyhlöðunni á Blikastöðum. Þetta var mikill eldur, sem upp kom, og fór Slökkvilið Reykjavikur með 3 bila á vett- vang og auk þess dælu. Hlaðan er stór, en ekki mun hafa verið mjög mikið hey i henni. Um hálf tólf-leytið i gærkvöldi hafði slökkviliðinu langt frá þvi tekizt aðráða niðurlögum eldsins.en gat haldið honum i skefjum með plast- froðu, þannig að hann komst ekki i þakið. Bjóst slökkviliði við að þurfa að vera að verki i alla nótt. —step EGYPZKI HERINN REIDU- BÚINN Á VESTURBAKKANUM NTB-Kairó og Tel Aviv — Yfir- maður friftargæzlusveita Sþi Mift- Austurlönduin, Ensio Siilasvou, kom til borgarinar Ismailia vift Súcz-skurft i gær til aft atliuga hvaft hæft væri I þeirri ásökun tsraela, aft Egyptar hcföu rofift vopnahléft tvisvar á miöviku- daginn. Aft sögn tsraela hófu Egyptar skothrift vift þjóftveginn til Súez og svöruftu tsraelar og felldu sex menn. I hitt skiptið hófu Egyptarnir skothriö á israelskar stöðvar við Ismaliá. Talsmaður Sþ. sagði i dag, að nú hefðu alls 45 birgða- flutningabilar farið til þriðja hers Egypta, sem er i herkvi i Sinai-- eyðimörkinni. Sadat forseti hefur neitað þvi, að allur þriðji herinn sé umkringdur. Hann sagði á blaða- mannafundi á miðvikudag, að meiri hluti hans væri i rauninni á vesturbakka Súez-skurðarins. Stjórnmálamenn i Kairó eru ekki sagðir bjartsýnir á skjóta lausn deilunnar. Þeir telja, að bardagar geti blossað upp á ný, ef Israelar þráist við. Friðar- viðræður, ef af verður, munu að likindum verða haldnar i einhvj stöðvum Sþ. Stjórnarheimildir i Kairó, segja, að stokkað hafi verið upp i herliði Egypta á vesturbakka skurðarins og muni það nú geta rekið Israela þangað. sem þeir voru 22. október. Sögðu heimild- irnar. að ekkert yrði þó gert fyrr en ijóst væri. að Israelar myndu ekki færa sig af sjálfsdáðum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.