Tíminn - 15.11.1973, Qupperneq 3

Tíminn - 15.11.1973, Qupperneq 3
Fimmtudagur 15. nóvember 1973. TÍMINN 3 Vöruflutningar með strandferða skipum aukast d ný SAMKVÆMT upplvsingum frá Skipaútgerð rikisins hafa vöru- flutningatekjur strandferða- skipanna fram til 20. okt. á þessu ári aukizt i heild um 38,5% miðað við sama árstima 1972, en sé dregin frá þessu nálega 18% hækkun flutningsgjalda snemma á árinu 1973, sýnist koma út 17% raunveruleg viðskiptaaukning. Velta vöruafgreiðslunnar i Reykjavik og flutningatekjur Heklu og Esju benda hins vera til 27% raunverulegrar viðskipta- aukningar, en samdráttur i flutn- ingum Herjólfs i Vestmannaeyja- ferðum lækkar meðaltals-aukn- inguna. Heildarmagn farmsendinga með strandferðaskipum rikisins nam á árinu 1972 40. 640 tonnum, en tala fluttra farþega var 12, 366. Viðkomur á höfnum voru 1954. Allt frá 1940 voru vöruflutn- ingar Skipaútgerðarinnar i lág- marki , 1969 aðeins 25,708 tonn, enda þá um mjög skertan skipa- stól að ræða, en siðan hefir flutn- ingsmagn farið vaxandi. Mestu stykkjavöruflutningar strand- ferðaskipanna áður voru 48.009 lestir 1943 og 47,679 árið 1962 Farþegaflutningur með strand- ferðaskipum rikisins hefur auð- vitað dregizt mjög saman við sölu hinna tveggja farþegaskipa, Esju og Heklu, sem voru 14-15 milna skip og höfðu svefnrúm fyrir samtals rúmlega 300 farþega auk salarkynna. HEFUR TEKIÐ Á MÓTI UM 35 ÞÚS. LÍTRUM AF BLÓÐI Það sluppu fáir, sem komu I afmælisveizluna hjá Blóðbankanum i gær við að gefa blóð. Hér hefur Sigurliði , kvikmyndatökumaður sjónvarpsins verið scttur á bekkinn og er sýnilega hinn hressasti vfir þvi. (Timamyndir Róbert) JÚNÍ KOMINN ÚR SÖLU- FERÐ OG VIÐGERÐ SKUTTOGARI Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Júni, var skammt frá Vestmannaeyjum á heimleið, er samband var haft við Einar Sveinsson, framkvæmdastjóra útgerðarinnar seinni partinn i gær. Júnf var, eins og kunnugt er, settur i slipp i Bremerhaven að lokinni góðri sölu þar, en það reyndist þurfa að stilla skrúfu skipsins og olíudælur. Einar sagði, að þurft hefði að stilla skrúfuna vegna þess að hún hafi verið vitlaust tengd. Einnig hefðu oliudælur verið stilltar og vélar skipsins. Þýzkur verk- fræðingur var um borð á heim- leiðinni og vann hann að þvi að finstilla vélarnar. Gangráður skipsins bilaði litillega, eða sló út, á heimleiðinni, en hann var stillt- ur af enskum sérfræðingi, meðan skipið var i slipp. Sagði Einar að þessu hafi fljótlega verið kippt i lag, en skipið stanzaði stutta stund við Vestmannaeyjar af þessum sökum. Væri þetta nú komið i lag og sagðist Einar vona að þessu bilanatimabili væri nú lokið. —hs— Röðull fær vínveit ingaleyfi Borgarráð samþykkti á fundi á þriðjudag, að mæla ekki á móti þvi að lögreglustjóri veitti Röðli vinveitingaleyfi. Undanfarin ár hafa ibúar i ná- grenni Röðuls og Þórscafé kvartað undan ónæði af völdum gesta þessa samkomuhúsa. Þess vegna var Röðli i fyrra veitt vin- veitingaleyfi til bráðabirgða með þvi skilyrði, að forráðamenn veitingastaðarins gerðu ein- hverjar þær úrbætur á fyrir- komulagi hússins, sem leiddu til minni ónæðis fyrir ibúa i grenndinni. Nú hefur inngangi verið breytt þannig, að gestir Röðuls koma og fara um Nóatún, en ekki Skipholtsmegin eins og áður var, svo að ónæði á að vera mun minna en áður var. Kristján Benediktsson borgar- ráðsmaður sagði i viðtali við Timann að stefnt væri að þvi að firra ibúðarhverfin þeirri umferð og þvi ónæði, sem óhjákvæmi- lega fylgdi ‘samkomuhúsum, og veita ekki leyfi til þess að reisa slikt hús i íbúðarhverfum fram- vegis. HHJ. Blóðbankinn vid Barónsstíg 20 óra um þessar mundir i GÆK voru 20 ár liðin frá þvi að Blóðbankinn við Barnónstig var formlega opnaður. i tilefni dagsins var blaðamönnum og öðrum gestum boðið að koma og fá kaffi og kökur, en i þeim hópi voru margir úr fyrstu blóögjafa- sveitum bankans, svo og menn sem að jafnaði koma i bankann og gefa blóð. Við blóðbankann starfa nú 16 manns i heldur þröngu og óhentugu húsnæði, en þrátt fyrir það hefur þar verið tekið á móti um 70 þúsund blóðskömmtum eða um 35 þúsund litrum. Það sem af er þessu ári hefur verið tekið á móti um sjö þúsund blómskömmtum þar af heíur blóðbillinn, sem fer um Suður og Suð-Vesturland þegar færð er góð, tekið um 1300 blóðskammta. Þetta samsvarar þvi, að i blóð- bankanum og i blóðbilnum séu teknir að meðaltali um 20 blóð- skammtar á dag. Er það of litið miðað við þörfina, enda vantar ætið blóð i bankann og oft þarf að hringja i stóra vinnustaði eða skóla og biðja fólk um að koma og gefa blóð. 1 gær var margt um manninn i Blóðbankanum og notuðu margir tækifærið til að gefa blóð, og margir þeirra höfðu með sér blóm til að færa starfsfólkinu i til- efni dagsins. Var glatt á hjalla i bankanum að þessu tilefni. Ólafur Jensson yfirlæknir Blóð- bankans sagði, að starfsemi Blóðbankans væri skipt i fjórar deildir. Skrifslofudeild, þar sem annazt er skrásetning blóðgjafa og blóðþega og auk ýmissa rekstrarlegra skrifstofustarfa. Blóðtökudeild, sem annast eins og nafnið benti til, um blóðtökuna og vjnnslu og rannsóknadeild, þar sem blóðið er rannsakað og hlutað i sundur áður en það er notað aftur. ólafur sagði, að það, sem stæði Blóðbankanum fyrir þrifum—væri húsnæðisskortur — Við viljum eins og aðrir bankar geta boðið starfsfólki okkar og viðskiptamönnum upp á við- unandi aðstöðu og þjónustu og vonum að þess verði ekki langt aö biða. —klp— Fyrsti maðurinn,sem opinherlega gaf blóð i Blóöhankann var Kári Sigurjónsson. Hjúkrunarkonan, sem tók hlóðið var llalla Snæbjörns dóttir, sem enn starfar við Blóðbankann. Þessi athurður gerðist þann 14. nóvember 1953, en myndin hér fyrir ofan cr tekin nákvæmlega 2(1 árum siðar. Aðalfundur Fram- sóknarfélags Árnessýslu 26. OKTÖBER var aöalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu haldinn að Borg i Grimsnesi. Urðu á fundinum fjörugar um- ræður um stjórnmálin, og Agúst Þorvaldsson alþingismaður flutti crindi um stjórnmálaviðhorfið. Á fundinum var samþykkt svo- látandi tillaga: „Aðalfundur Framsóknar- félags Árnessýslu, haldinn að Borg i Grimsnesi, sendir Ólafi Jó- hannessyni forsætisráðherra kveðju sina með þakklæti fyrir forystu hans i landhelgismálinu og óskar honum góðs gengis i leiðtogastörfum fyrir þjóðina”. Áhrff Framsóknar d þjóðfélags- þróunina Ef litið er yfir þróunarsögu islenzks þjóðfélags siðustu 60 árin er greinilegt að ekkert pólitiskt afl hefur haft þar meiri og jákvæðari áhrif en Framsóknarflokkurinn. Um þetta segir llannes Jónsson svo i grein sinni i blaðinu 2. þ.m.: „Viðhorf stofnenda Fram- sóknarf lokksins mótuðust eðlilega af þjóðfélagsaðstæð- um þeirra tima, en m.a. fyrir þá forystu, sem Framsóknar- flokkurinn licfur haft i fram- farasóku þjóöarinnar, hefur orðið mikil breyting á öllum þjóðfélagsaöstæðum á íslandi siöustu 50-60 árin. Fyrir 50 árum var tekju, eigna- og gæðaskipting i landinu mjög misjöfn og órétt- lát og verkalýðsstéttin fátæk og vanhaldin vegna þess þjóðfélagslega óréttlætis, sem þá var rikjandi. En fyrir atbeina Fram- sóknarflokksins og ýmissa bandainanna hans og umhóta- hreyfinga, þ.á.m. verkalýðs hreyfingar og samvinnu- hreyfingar, hefur mikil fram- sókn áttsérstaðá þessu sviði. Gildir þetta ckki aðeins um hin einföldustu efnahagslegu gæði, svo scm launatekjur l'æði, húsnæði og klæöi, heldur líka um þjóðféiagslcga þróuð cfnahagslcg gæði, svo sem að- gang að mcnntun, tryggðum hvildarlimu, orlofi, sjúkra- lijálp i veikindum, félagslegu öryggi o.s.frv. Áður fyrr hyggðust hin þjóð- lelagslegu þróuðu gæði cin- giingu á peningayfirráðum, en fyrir umbólaharátlu Fram- sóknarflokksins og pólitiskra bandamanna hans svo og vegna áhrifa vcrkalýðs- hreyfingar og samvinnu- hrcyfingar, hefur samncyzla þjóðfélagsins aukizt og meginhluti kostnaðar við hin þróuðu gæði (mennlun og félagslcgt öryggi) er nú greiddur úr sameiginlegum sjóði og hið opinbera tryggir öllum jafnan rétt til þeirra.” Eignadreifingin og breyting stéttaskiptingar „ Eignir dreifast lfka jafnará ihúaljöldann en áður var. Þannig sýndi t.d. manntalið 1960, að 70,3% íslendinga hjuggu þá i eigin húsnæði fjölskyldunnar, en talið er, að nú húi um og ylir 80% is- lendinga i eigin húsnæði fjöl- skyldunnar. Framfarir á gæð- um híbýlanna <-ru lika mjög augljósar. Samfara þessari þróun hef- ur stéttaskiptingin í landinu tekið miklum breytingum." Sýnir llannes m.a. fram á að lil verkalýðsstéttar teljist árið 1969 42,6% einstaklinga á islenskum vinnuaflsmarkaði, til miðstétta 51,2% og til gróðastéttar 6,2 % en miðstétlin hafi vcrið i stöðug- um vexti með aukinni tækni, iðnvæðingu, verkmenningu og menntun. Sfðan segir: „Sé jafnframt tekið tillit til cignaskiptingarinnar i landinu, skattaframtala, þing- lesturs fasteigna og sam- göngutækja, svo sem starf- semi Tryggingastofnunar rikisins, sést greinilega að tala má um millistéttina sem meginþorra þjóðarinnar, og að algjörlega úrelt er að tala um umkomulausa öreigastétt á islandi nú. Þjóðfélagsað- stæður eru þvi allt aðrar nú en þær voru, þegar framsóknar- flokkurinn var stofnaður. Flokkur, sem byggður er upp á millistéttarviðhorfum, ætti þvi að eiga langtum meiri hljómgrunn með þjóðinni nú Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.