Tíminn - 16.12.1973, Síða 9
• •.ifnoí.i ;. | •mnchíii'ri/
Sunnudagur l(i. desember 15)7:5.
f \* IM i l1
TÍMINN
9
Mörgum til
skemmtunar
og umhugsunar
Þórður Halldórsson frá
Dagverðará:
Mannleg náttúra undir
jökli
Loftur Guðmundsson
færði i letur
Ragnar Kjartansson
myndskreytti
Bókaútgáfan örn og
örlygur
Verð: Kr. 1243.00
t þessari bók er blandað
saman minningum og lifsskoð-
un Þórðar frá Dagverðará og
fer vel á því, enda er Þórður
æfður sögumaður og Loftur
Guðmundsson þrautþjálfaður
rithöfundur. Rétt er að geta
þess, að teikningar Ragnars
Kjartanssonar eru bókarprýði.
Þórður mun kannast við það, að
hann sé öðrum þræði frumstætt
náttúrubarn, — fóstursonur jök-
uls og ósnortinnar, islenzkrar
náttúru. Hann leggur áherzlu á
það, að fólkið undir Jökli hafi
notið þess kynngimagns, sem
jökullinn og umhverfi hans gef-
ur frá sér, náveran ein magnaði
fólkið og stælti.
Hér skal enginn dómur lagður
á heimspeki Þórðar Halldórs-
sonar eða fullyrt um sannleiks-
gildi i sögum hans. Sumar eru
ómengaðar þjóðsögur — og
þjóðsagnabækur falla mörgum
vel. Af mér er það að segja, að
betur aðhyllist ég skýringar
hans á endurteknum slysum á
vegaköflum en sögurnar um
draugahirðina á Fróðárheiði.
Nýstárlegast af þeim sögum
finnst mér sú kenning, að meira
sésótt að þeim, sem haf áfengi i
fórum sinum og þeim jafnvel
sleppt ef þeir losa sig við þau
drykkjarföng.
Það skal tekið fram, að ekki
trúi ég þvi að kynhvatir fólks
hafi yfirleitt verið sterkari og
meira eftir þeim látið undir
Jökli en annarsstaðar. Fullyrð-
ingar sögumanns að karl og
kona hafi ekkert tækifæri látið
ónotað væru þau ein i hvarfi við
bæi, getur auðvitað ekki verið
annað en hugarburður hans og
vekuroneitanlega þann grun, aö
viöar sé fullyrt, þó vissuna
skorti. Og þó að eðlisávisun og
hugboðdofni nú þegar fólk fjar-
lægist uppruna sinn og ósnortna
náttúru landsins, virðist kyn-
hvötin haldast við. Það mun og
mála sannast, að i flestum
byggðum hafi i. '.komið upp
ýmsar frægar sögur um
kvennafar. Þórður hefði trúlega
getað notazt við söguna af
bóndanum, sem flutti kven-
mann yfir ósinn og gerði henni
barn i leiðinni, eða farmannin-
um, sem náði stúlkunni niður i
skutinn til sin aftur fyrir þorsk-
hausabúlkann, svo að ekki sá til
þeirra framan úr bátnum, þeg-
ar hann var að sigla heim úr
verinu. Hann lét tærnar hafa
stjórn á stýrissveifinni meðan
hendurnar tiöfðu öðru að sinnu.
Og trúlega hefði ekki þótt spilla
þessari bók að taka upp i hana
ávarp það, sem frú nokkur átti
að hafa haft við fylgdarmann
sinn : „Falieg er lautin. Engin á
ég börnin. Þú ræður hvað þú
gerir. Hér leggst ég niður".
Eg held að fólkið undir Jökli
hafi verið mannlegt, — nánast
eins og annað fólk.
Þórður segir nokkuð frá ref-
um og refaveiðum og er það
fróðlegt, jafnvel þó á það væri
litiö að einhverju leyti sem al-
mennar veiðisögur. En ætli þeir
séu ekki nokkuð margir, sem
hafa orðið vitni að lygilegum at-
burðum? Lifsreynsla manna
ætti að kenna þeim að fara gæti-
lega i það að þræta og fortaka.
Merkasta frásögnin i sögu
Þórðar þykir mér vera sú, er
hann beið björgunar bundinn
við siglutopp á sokknum báti úti
fyrir höfninni i Olafsvik. Þar
var hann aðfram kominn og
barst i kaf og missti meðvitund,
þegar verið var að tosa honum
frá mastrinu. Þvi lýsir hann
svo:
„Veit ég þvi ekki hvað gerðist
eða hvernig, en einhvern veginn
hefur stjórafærið, sem ég batt
mig með smeygzt upp af siglu-
toppnum við átakið. Sjálfur hef
ég ekki getað leyst mig.
Og allt I einu er ég kominn, aö
mér þykir, um borð i „Fróða”.
Eg stend á þilfarinu, er að
hugsa um að fara fram i lúkar.
Það er blæjalogn og blitt veður
og svo bjart að ég sé vel i kring-
um mig. Verður mér þá litið til
mannanna, sem stóðu úti við
borðstokkinn, og sé að þeir voru
að innbyrða einhverja gula
flygsu. t sömu svifum er eins og
togað i mig, ég hætti við að fara
fram i lúkarinn og eftir það man
ég ekki til min — ekki fyrr en ég
raknaði við um borð i bátnum".
Þessari lifsreynslu segist
Þórður ekki vilja hafa misst af:
„Mér finnst að fyrir hana hafi
ég ekki einungis fengið
dýrmæta vitneskju um dauð-
ann, heldur og um lifið sjálft.
Eftir þetta er það trú min, að
dauðinn sjálfur, viðskilnaður-
inn, sé i rauninni, þjáninga-
laust, það sé einungis óttinn við
hann, sem veldur þjáningunum.
Og eftir þetta hef ég litið lifið
sjálft, lifsbaráttuna og tilveruna
öðrum augum".
F'yrr um nóttina, þar sem
hann beið bundinn og dofinn
segist hann hafa virt fyrir sér
„lif mannsins i öllu sinu um-
komuleysi og nekt, — tilgangs-
lausan metnaðinn, miskunnar-
lausa baráttuna um einskis-
verðustu hluti, valdastreituna
og ágirndina, tildrið og hégóm-
ann, þar sem allir sækjast eftir
þvi að bera af öðrum i þvi, sem
ekkert er og ckkert gildi hefur
og láta fyrir það af óskiljanleg-
um feginleik og örlæti allan
þann þroska, sem manninum er
ætlað að ná, og þau verðmæti,
sem hann er l'æddur til að
höndla og ávaxta”.
Hér verður ekki frekar vitnað
til þessarar bókar. En af þvi,
sem þegar er sagt, ætti það að
sjást, að hún gæti mörgum verið
bæði til skemmtunar og
umhugsunar.
II. Kr.
Happdrætti Framsóknarflokksins.
t happdrætti Framsóknarflokksins eru 50 vinningar að þessu
sinni og heildarverðmæti þeirra 1.1 milljón krónur. Þetta eru allt
hinir eigulegustu munir, t.d. húsvagn á 258 þúsund, stórt mál-
verk eftir Sverri Haraldsson á 135 þúsund, húsgögn frá 3K fyrir
130 þúsund og bátur frá Sportval á 130 þúsund krónur. Þá eru
einnig margir smærri vinningar mjög eigulegir i happdrættinu
þ.á.m. 10 málverk eftir Mattheu Jónsdóttur, stereo-útvarps og
plötuspilari, sjónvarpstæki o.fl. frá Dráttarvélum h.f., fleiri hús-
gagnavinningar auk annara góðra muna.
Útgefnir miðar eru hinsvegar aðeins 35 þúsund, eða helmingi
færri en áður og hefur þeim að mestu verið skipt niður til
trúnaðarmanna flokksins og annarra viðskiptamanna um land
allt. Happdrættisskrifstofan i Reykjavik hefur þvi færri miöa en
áður fyrir lausasöluna. Framsóknarmenn og aðrir, sem ekki
hafa fengið miða heimsenda aö þessu sinni, ættu þvi að panta þá
næstu daga.
Tekið er á móti miðapöntunum á skrifstofu happdrættisins,
Hringbraut 30, simi: 24483 og á Afgreiðslu Timans, Aðalstræti 7,
simi: 26500. Einnig hjá umboðs- og trúnaðarmönnum happ-
drættisins úti á landi.
KULDAMPER
Jlhsalon
ENN EIN
JÓLABÓK FRÁ HILMI
ENN EIN
JÓLABóK FRÁ HILMI
HILMISBÓK
ER VÖNDUD BÓK
Fyrirjólin 1
frá Gráfeldi M.
Loóskinnsfatnaður
Loðskinnsfatnaður
LoðskinnsfatnaÓur
Laugavegi 3 4.hæð sími 26540 A
GRAFELDUR HF.