Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 1
'ÆNGIR? Aætlunarstaðir: Akranes - Blönduós Flateyri - Gjögur Hólmavik - Hvammstangi Rif - Sigluf jöröur Stykkishólmur Sjúkra- og leiguflug um allt land &*\ Simar: 2-60-60 & 2-60-66 ^^^^ 15. tölublað — Laugardagur 19. janúar 1974 — 58. árgangur KOPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. ; Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga kl. 1 til 3 Sími 40-102 Þorlákshöfn: REYNA LAUSFRYSTINGU A LOÐNU — sem er talin 3-4 sinnum hagkvæmari en venjuleg frysting NÝLEGA var stofnaö hlutafélag f Þorlákshöfn, sem ber nafnið Marfs h/f, og veröur á þess veg- um gerö tilraun til lausfrystingar á loönu. Þessi frystiaöferö hefur til skamms tíma verið mjög mikiö notuö til frystingar á mat- vælum erlendis, en er svo til óþekkt hér, nema hvað eitthvaö hefur verið lausfryst af rækju i smáum stil. Aðalhluthafi þessa félags er Meitillinn h/f i Þorlákshöfn, en hinir eru Sigmund Jóhannsson frá Vestmannaeyjum, Páll Pétursson matvælaverkfræðing- ur og Gunnlaugur Briem. Það er uppfinningamaðurinn Sigmund, sein sér um hönnun og uppsetningu þessarar frystiað- stöðu, og sagði hann i viðtali við blaðið á dógunum, að þessi aðferð væri þrisvar til fjórum sinnum hagkvæmari en sú aðferð, sem viö þekkjum bezt hér á landi. Forstjóri Meitilsins, Rikharð Jónsson, sagði i viðtali við blaðið i gær, að þetta yrði litil tilraun til aö byrja með. Frystigetan yrði nálægt 500 kg. á klst. Frystingin fer þannig fram að loðnan fer á færibandi i gegnum göng, þar sem iskaldur blástur frystir hverja loðnu fyrir sig. Aðeins verður notazt við ein göng til að byrja með, en möguleikar eru á þvi, að bæta við tveimur i viðbót, og i fullri stærð ætti þetta nýtizku- lega frystihús að geta fryst 10 lestir af loðnu á klukkustund. Hráefnið verður mun betra og fallegra, þegar þessi aðferð er notuð við frystingu, en hins vegar eykst flutningskostnaður nokkuð, þar sem loðnan tekur meira rúm þannig fryst heldur en heilfryst i pakkningar. Sigmund sagði i viðtali við blaðið, að þessi aðferð væri mjög hagkvæm og áreiöanlega fram tiðar frystiaðferð. Við ís- lendingar værum raunar langt á eftir öðrum þjóðum i þessum ef núm. Reiknað er með að hægt verði að hefja frystingu i byrjun febrúar. -hs- Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson forðaði Hornfirðingum frá rafmagnsskorti, þegar ástandið var sem verst þar nú fyrir skömmu. Að þvf loknu var skipið tekið i slipp i Reykjavik. Þessi mynd var tekin I gær, þegar Bjarni var sjósettur á nýjan léik. Tlmamynd GE Spánverjar kaupa 70 þús laxaseiði frá Laxalóni Klp-Reykjavik. A þriðjudaginn verða send héðan til Spánar um þrjátiu og sjö þúsund laxaseiði frá fisk- eldisstöðinni Laxalóni við Grafarholt. Erþetta rúmlega helmingur af pöntun á laxaseiðum, sem Laxalónsstöðinni barst frá stórri og þekktri stöð skammt frá Madrid á Spáni, en þaðan voru alls póntuð sjötiu þúsund seiði. Með þennan hlut verður flogið til Luxemborgar, og Skipaskráningin í Gullbringusýslu: KE í Keflavík, GK áfram annars staðar í umdæminu HF framtíðarbókstafirnir í Hafnarfirði og Kjósarsýslu SIGLINGAMALASTOFNUN- IN hefur að sinu leyti borið fram tillögur, sem ættu að lægja þær öldur, sem risið hafa á sjávarbyggðunum á Reykjanesskaga, vegna ýmissa breytinga, sem ný skipan lögsagnarumdæma i Reykjaneskjördæmi virðist hafa i för með sér. Timinn snéri sér til Hjálmars R. Bárðarsonar siglingamála- stjóra til þess að grennslast fyrir um, i hverju þessar til- lögur væru fólgnar. — Það er hárrétt hjá ykkur, sagði Hjálmar, að mönnum þarna suður frá er það viðkvæmt mál, ef þeir þyrftu að breyta skrásetningu báta sinna og fá á þá bókstafina KE og ný númer. Ég tel þá lika rétt að skýra frá þvi, úr þvi að ég er spurður um það, að við höfum lagt til við sam- göngumálaraðuneytið, og dómsmálaráðuneytið, að bátaeigendur i Grindavik, Sandgerði Garði, Njarðvik og Vogum, sem sagt hvarvetna i hinu nýja lögsagnarumdæmi utan Keflavikur, fáfi að halda bókstöfunum GK og þvi númeri, er þeir hafa haft, en Keflavikurbátar hafi áfram KE og sitt númer. Þá þarf engu að breyta á þessu svæði. t Hafnarfirði og Kjósarsýslu leggjum við til, að bókstafirnir verði HF og númerið hið sama og áður. Okkur datt i fyrstu i hug að hafa stafina HK, en þegar athugun leiddi i ljós, að bátar voru hvergi skráðir i þessu umdæmi nema Hafnar- firði, hurfum við að HF. Þessi umskráning i Hafnarfirði yrði auk þess hægfara og gerðist þá fyrst, er eigendaskipti verða, svo að ég held, að allir ættu að geta fellt sig viðþetta. Alfreð Gislason, bæjarfógeti i Keflavik, staðfesti, að þetta fyrirkomulag væri nú i at- hugun hvað syðra umdæminu viðvikur. — Við erum lika að hugleiða hvernig þessu verður komið fyrir með bilana, sem raunar er mun minna tilfinningamál, og einna liklegast, að skrásetningu bila úr G i ö verði ekki breytt nema jafnóð- um og eigendaskipti verða þinglesin, sagði hann. munu Loftleiðir sjá um flutningana þangað. A flug- vellinum i Luxemborg, munu sérstakir bilar frá Spani biða eftir seiðunum og flytja þau þaðan til stöðvarinnar i Madrid. ¦ Þau þrjatiu og þrjú þúsund seiði, sem eftir eru, verða slðan flutt sömuleið ein- hvern næstu daga. Fyrir nokkru var stór sending af silungahrognum frá Laxalóni flutt til Spánar og Portugal, og gekk sú ferð mjög vel. Var það i fyrsta sinn, sem silungahrogn héðan voru flutt til þessara landa, en laxaseiðin, sem send verða utan á þrið.judaginn, eru jafn- framt fyrstu laxaseiðin, sem flutt eru til Spánar héðan. Arið 1972 sendi Laxalóns- stöðin tuttugu þúsund laxa- seiði til Frakklands, og tókst það mjög vel. Létu kaupendurnir i ljós mikla ánægju með islenzku seiðin, og hafa borizt fyrirspurnir um meira magn, bæði þaðan, og einnig frá öðrum löndum. Stofninn, sem nú fer til Spánar, en úrvalsstofn, og er hann að mestu úr Blöndu. Um helgina verður unnið við að koma laxaseiðunum fyrir i sérstökum pokum, sem verða heimili beirra, þar til þau koma til sinna nýju heimkynna á Spáni. HRAUN- KÆLING lýsing dr. Þorbjarnar Sigurgeirssonar á hólmgöngunni við hraunið SJÁ OPNU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.