Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. janúar 1974. TtMINN 9 eins bærinn, sem var i hættu, heldur einnig höfnin, en án hafnar væri bærinn dauðadæmdur. Fyrsta tilraunin til að kæia hraunið með vatnsdælingu var gerðhálfum mánuði eftir að gosið hófst, en þá var hraunið farið að nálgast hafnarmynnið. Slökkvi- liðið tók þá að sprauta sjó á hraunjaðarinn úr öflugri vatns- byssu, sem send hafði verið til Eyja frá slökkviliðinu á Kefla- víkurflugvelli. Mönnum virtist svo sem vatnsbunan hefði nokkur áhrif á hraunstrauminn og gæti heft framrás hraunjaðarsins a.m.k. um stundar sakir þar sem bununni var beint að. Þessar fyrstu tilraunir urðu til þess að allt kapp var lagt á, að fá dælui; rör, slöngur og sprautu- stúta til að hægt væri að auka dælinguna á hraunið. Einnig voru notaðar jarðýtur til að ryðja upp varnargörðum til að hefta för hraunsins i átt til bæjarins. Á þessum tima rann hraunið aðal- lega þar sem áður hafði verið sjór og sótti norður með ströndinni i átt að hafnarmynninu, en jafn- framt tók hraunjaðarinn að þrýstast til hliðar upp á ströndina í átt til bæjarins. Varnargarði var þvi ýtt upp meðfram ströndinni frá Skansinum framhjá Leiðar- vörðu og upp á móts við Vilpu, og á hann lagt vatnsrör, en úttök úr þvi tengd við brunaslöngur, sem enduðu i venjuleguin brunastút- um, sem sprautuðu vatninu upp i hraunjaðarinn. Vatnsbunurnar urðu þess valdandi að út úr seig- fljótandi hraunkantinum uxu steindrjólar, sem svo storknuðu og brotnuðu af, svo að urð varð af við hraunjaðarinn. Þegar hraun- jaðarinn mjakaðist að varnar- garðinum lagðist urðin á garðinn og varð til að styrkja hann. Þann- ig myndaðist mikil mótstaða við hraunjaðarinn, en það kom ekki i veg fyrir að hraunið hélt áfram að streyma að bak við jaðarinn, svo • að hraunkanturinn varð hærri og hærri. Við og við pressaðist bráð- ið hraun út úr hraunkantinum, en þaö komst aldrei langt áður en vatnið hafði náð að kæla það, enda var vörður við hraunjaðar- inn bæði dag og nótt. t þessu þófi stóð i meira en mánuð. Hraunjaðarinn hafði þá alls staðar komizt upp á varnar- garðinn og víðast eitthvað yfir hann. Hraunbrúnin var orðin um 20 metrar á hæð og ennþá ótraust. Þarna var dælt um 100 1/s á 500 m langan hraunjaðar, er bezt gekk en vatnið nýttist ekki vel og vildi renna niður af hrauninu án þess að gufa upp. Það sem á vantaði var að koma vatninu upp fyrir hraunbrúnina, en bæði var, að dælurnar voru ekki nógu kraft- miklar til að sprauta þangað upp, og eins hitt að hraunjaðarinn var erfiður viðfangs, brattur, laus og heitur, og var þvi ekki hlaupið að þvi, að leggja slöngur upp á hraunbrúnina. Útk. varð sú, að hinn kældi jaðar var alltaf of þunnur til að standast vel þrýst- ing hraunsins á bakvið. Siðar kom 'i ljós að baráttan á þessum vig- stöðvum hafði engin áhrif á loka- stöðuna, þar sem annað hraun átti eftir að renna meðfram jaðrinum að vestan. A meðan á þessu gekk mjakað- ist hraunið norður með ströndinni I átt að innsiglingunni. 1 upphafi var hraunrennslið svo mikið, að það rann eftir hafsbotninum en brátt hægði það á sér og sjórinn náöi að kæla það, sem i hann fór. Það hindraði þó ekki, að sá hluti hraunsins, sem var ofansjávar, héldi áfram að renna og fylla upp I sjóinn framan við hraunjaðar- inn. Hættulegasta hrauntotan stefndi beint á hafnargarðinn og hætta var á að hafnarmynnið gæti lokazt. Var þá ákveðið að reyna að dæla sjó á hrauntotuna bæði frá hafnargarðinum og beint frá sjónum. Til þess var notaður slökkviliðsbill, hafnarbáturinn „Lóðsinn” með sinum dælum og slöngum á við og dreif. Austast dælir pramminn Vestmannaey, þá eru dælur á Nausthamarsbryggju og vestast er vatn frá dælum á Bása- skersbryggju. Þarna er tekið að draga úr gufumyndun og bendir það til að vatn renni út af hrauninu eða niður i gegnum það. Nálægt miðri mynd stendur eitt einstakt hús við Bakkastig i kvos á milli hrauntung- unnar, sem rann yfir bæinn,og eldra hrauns, sem pressazt hafði upp á gömlu ströndina. Sunnan við húsið er há hraunbrún, þar sem vatni var dæit i einn sólarhring á meðan hraunskriðan staldraði við. Þegar hraunið fór aftur af stað stóö þessi hluti skriðunnar fastur. Norðan við húsið var nýja hraunið aldrei kælt, þar er hraunjaðarinn lágur og afliðandi. (Landmælingar islands 6/4 1973) einingar. Þetta svarar til að hvert kg af vatni kæli 1.7 kg af hrauni, eða að hver rúmmetri vatns kæli um 0.7 rúmmetra hrauns. Hér er reiknað með að bergið kólni niöur i 100 gr. vegna þess að yfirborð hrauns, sem er i snertingu við vatn, fær mjög fljótt þetta hitastig, auk þess sem vatnið kemst ekki inniglufur og sprungur i berginu fyrr en hita- stigiðhefur falliðniður i 100 gr. C. Sé reiknað með að vatns- straumur, sem nemur 100 1/s dreifist yfir 6000 ferm. svæði og gufi þar upp, svara ofangreindar tölur til þess að kælda hraunlagið þykkni um 1 m á sólarhring að meðaltali. Þessi kælingarhraði kemur vel heim við niðurstöður hitamælinga i borholum, sem boraðar voru i hraunið eftir að kælingu lauk. I þeim borholum náði kælingin niður i 13—15 m dýpi, en þar hafði kælivatnið legið á hrauninu um hálfan mánuð. Ein hola var boruð á svæði, sem ekki hafði verið kælt, en þar náði bráð- ið hraun upp undir yfirborð. Enda þótt vatnskælingin fari sér tiltölulega hægt, þá þyrfti þó um hundraðfalt lengri tima til að kæla hraunið svona langt niður ef aðeins væri um varmaleiðslu bergsins að ræða. Af þessu getum við dregið þá veigamiklu ályktun, að vatnið hljóti að smjúga niður i hraunið Þorbjörn Sigurgeirsson eftir sprungum og glufum, sem myndast við kælinguna. Þessi skoðun hefur verið staðfest þar sem hraunið hefur verið fjarlægt i hrauntotunni, sem rann að fisk- vinnslustöðvunum við höfnina. Sárið sýnir hvita salttauma i öll- um sprungum eftir sjóinn, sem þar hefur gufað upp. Næst hraun- jaðrinum ná salttaumarnir niður I gegnum hraunið og sýna að kæl- ingin hefur verið komin i gegn. Þar sem vatnskælingin nær til, er hraunið yfirleitt mjög sprungið. Það sama má sjá i hrauninu við Kirkjubæ, þar sem það varð mjög úfið eftir kælinguna og stórar gjár opnuðust langt niður i það. Ætla má aö vatnskælingin gengi hraö- ar niður i hraunið, ef það er á hreyfingu þar sem hreyfingin opnar sprungurnar og flýtir fyrir þvi að vatnið komist niður. Framkvæmdir Eftir að fólki hafði verið bjarg- að i land I byrjun gossins beindust björgunaraðgerðir á Heimaey fyrst i stað einkum að þvi að koma i veg fyrir ikveikjur húsa af völdum glóandi loftsteina og að varna þvi að hús hryndu undan öskufarginu. Brátt varð þó ljóst að aðalhættan stafaði af hraun- rennslinu, og þar var það ekki að- (Landmælingar Islands) þvermál. Þau verða aðeins flutt með vélknúnum tækjum og var þvi byrjað á að senda jarðýtu upp á hraunið, sem ennþá var á ferð og glóandi heitt upp undir yfir- borðið. Það hjálpaði þó að aska var á hrauninu og dró hún úr hit- anum. Líklega er þetta i fyrsta skipti, sem jarðýtu er ekið út á rennandi hraun. Fyrsta tilraunin gekk raunar skinandi vel, þvi Framhald-, á bls. 13 Heimaey að gosi loknu. Ljósu skellurnar i hrauninu mitt á milli Eldfells og Ystakletts eru afleiöingar sjávarins, sem veitt var á hraunið. (Landmælingar tslands 8/9 1973) Hraunkvislar við Heiðmerkurgirðinguna. dæluskipið „Sandey”, sem kom til Vestmannaeyja 1. marz. Við þessar aðgerðir stöðvaðist hraun- jaðarinn að mestu, en tók um leið að hækka og bólgna út, þar sem rennsliö i hrauninu á bak við hélt áfram. Sandeyjan var með einn stóran sprautustút og úr honum féll heill foss af sjó á hraunið og kældi mjög vel það sem hanh náði til. Magnið af vatninu rann þó aftur i sjóinn án þess að koma að gagni. Til að bæta úr þessu og til aö reyna að draga ur aðrennsli hraunsins, var nú ráðizt i aö leggja vatnsleiðslu inn á hraun- breiðuna um 200 m aftan við hrauntotuna. Þetta reyndist ákaflega erfiö framkv. Rörin, er notuð voru i leiðsluna, voru sömu stálrörin og Sandeyjan notar til að dæla sandi á land og eru yfir hálfur metri i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.