Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 13
Laugardagur 19. janúar 1974. TÍMINN 13 Hraunkæling o jarðýtan komst upp á hraunkant- inn og ruddi veg um 100 m inn á hraunbreiðuna á nokkrum klukkutimum. Ýtustjórinn varð þó að fara að öllu með gát, þvi þegar farið var að ýta kom glóðin strax upp á yfirborðið. Hinsvegar sýndi hraunið engin merki þess að síga undan ýtunni, enda þótt bráðið væri undir. Að tveimur dögum liðnum hafði vegurinn kubbazt sundur á tveim stöðum og auk þess var hraun- kanturinn orðinn svo hár. aö vtan komst alls ekki upp. bá var val- inn annar hentugri staður til vegagerðar og gengið frá vegi inn á hraunið fyrir bfl, sem flutti rörin þangað. Þótt það tækist að bolta rörin saman og tengja þau við dæluskipið, sem lagt hafði verið I vikið á milli hafnar- garðsins og Skansins, þá var það erfiðasta eftir, því að rörin brotnuðu hvaö eftir annað eftir að farið var að dæla, vegna hreyfinga hraunsins. Vinnu- skilyrðin á hrauninu höfðu þá versnað til mikilla muna vegna gufunnar, sem var svo þétt að varla sá út úr augum. En þrátt fyrir alla erfiðleikana voru rörin lengd smátt og smátt unz þau náðu um 200 metra inn á hrauniö og kæling var fengin þvert yfir hrauntunguna, sem lagöist að hafnargarðinum. Eftir að dælt hafði verið þarna i rúmlega hálfan mánuð, næstum hálfri milljón rúmmetra af sjó, var kominn traustur veggur þvert yfir hrauntotuna, sem stöðvaði allt aðrennsli. Mörgum vikum slðar var enn hreyfing á hrauninu rétt sunnan við þennan vegg, og þrýstingurinn varð svo mikill að yfirborð hraunsins lagðist I fell- ingar,en hinn kældi veggur bifað- ist ekki. An kælingarinnar hefði hrauntungan væntanlega orðið lægri og þá tilsvarandi lengri, auk þess sem ætla má að hún hefði haldið áfram að mjakast allt aö mánuöi lengur en raun varð á, en þarna vantar aðeins um 100 metra til þess að innsiglingin lok- ist. A tveggja mánaða afmæli goss- ins veröa þáttaskil, þvi að þá tók hraun aö flæða inn I bæinn aust- anverðan, svo hratt að ekki varð við neitt ráöið fyrr en um fimmti hluti bæjarins hafði horfið undir hraunið. Hraunstraumur sá, sem flæddi yfir bæinn, kom beinustu leiö úr glgnum meðfram vestur- kanti eldra hraunsins og rann inn I bæinn suðaustanverðan. Varnargarðurinn frá Skansinum lá þarna um og sveigði þar upp i átt aö Vilpunni. Hrauntungan fór sér að engu óðslega I fyrstu og lá endi hennar á varnargarðinum i hálfan mánuð. A meðan var allt kapp lagt á að hækka garðinn, en hrauntungan hækkaði hraðar og bólgnaði út. Þarna varð kælingu ekki við komið vegna ónógs þrýstings hjá dælum þeim, sem tiltækar voru, og fjarlægðar frá höfninni. Að lokum var garðurinn orðinn 12 metra hár, og hraun- tungan var þá meira en helmingi hærri og tók að renna yfir garð- inn. Það var athyglisvert, að hraunið virtist ekki ýta garðinum burt, enda þótt honum væri ýtt upp úr lausum efnum, ösku og gjalli þvi, sem huldi framanverða hrauntotuna. Eftir hraunflóðið i bænum urðu einnig timamót hvað hraunkæl- inguna snerti. A grundvelli feng- innar reynslu hafði verið unnið að þvl að fá aukinn dælubúnað, sem fullnægt gæti þörfunum bæði hvaö vatnsmagn og þrýsting snerti. A ótrúlega skömmum tima var safnað saman I Bandarikjunum um 50 stórum dælum, sem sendar voru með flugvélum til Islands. Samanlagt dældu þær allt að 1000 1/s, og gátu náð nægum þrýstingi til að lyfta vatninu 100 metra upp. A þessum tima varð einnig ljóst að plaströr af þeirri gerð, sem farmleidd er á Reykjalundi, henta mjög vel til að veita vatn- inu um hraunið. Að visu kom fyrir að þau bráðnuðu og brunnu, ef þau lágu tóm á heitu hrauninu, en með vatni i virtust þau þola hit- ann. Mest voru notuð rör sem voru 20 sm i þvermál. en slikt rör flytur auðveldlega 100 litra af vatni á sekúndu. Plaströrin voru fest aftan i jarðýtu i 1—200 m lengjum og dregin út á hraunið. Þannig voru þau miklu auðveld- ari að leggja en málmrör, auk þess sem þau þoldu hreyfingar hraunsins án þess að brotna. Hraunskriðan i bænum nam staðar að morgni hins 23. marz og var þá komin hálfa leið i gegnum bæinn til hafnarinnar. Þar sem skriðan setti gamla dælu- og dreifikerfið allt úr skorðum og nýja dælukerfið var þá ekki kom- ið i gagnið, varð nokkur töf á þvi aö hægt væri að hefja dælingu á hraunið. Teljandi kæling var raunar aðeins framkvæmd á norðausturhorni hraunskriöunn- ar, viö Bakkastig, en þar var dælt 100-200 1/s i einn sólarhring, áður en skriðan fór aftur á stað að kvöldi hins 26. marz. Þegar hraunflóðið staldraði við I annað sinn hinn 28. marz var dælingin hafin af fullum krafti á norðurjaðar hraunsins, sem sneri að höfninni, og var þá dælt 300- —400 1/s á 350 m langan hraun- kant. Fyrst i stað var vatninu sprautað úr stútum upp i hraun- kantinn, en á þriðja degi var tekið að leggja brunaslöngur upp á hraunið. Hraunjaðarinn hreyfðist sára litiö eftir að farið var að dæla á hann fyrir alvöru og eftir viku var hann orðinn sæmilega traustur. Hins vegar hélt hraunið áfram að streyma inn i bæinn eft- ir hrauntungunni og hún varð stöðugt hærri. Til að hefta þessa þróun var lagður vegur upp á hrauntunguna á móts við nýja sjúkrahúsið um hálfan km frá noröurenda tungunnar og dregin þar upp rör, sem alls fluttu 4—500 litra af vatni á sekundu inn á hraunið. Kæling hófst þarna 1. april, eða fjórum dögum siðar en kæling norðurkantsins, og var vatninu veitt á hraunið i 50 og 100 litra bunum, þ.e. bunum, sem námu 50 eða 100 litrum á sekúndu. 4,april var svo bætt við einni 100 litra bunu 300 metrum nær gign- um, þar sem hið forna vatnsból Vilpan var áður, en það lá nú undir þykku hrauni. Þegar kælingin á hrauninu austan við sjúkrahúsið hófst, var straumhraði hraunsins bar 1—2 m/klst, en hrauniö virtist hægja mjög fljótt á sér eftir að dælingin hófst. Vegna gufunnar var þó ekki hægt aö fylgjast almennilega með þessu. Frá þessum stað rann vatnið um 250 m með hraun- straumnum i átt til hafnarinnar og myndaði samfelldan gufu- mökk. Hins vegar virtist það ekki renna út af hrauninu svo teljandi væri, enda voru jaðrar hraun- straumsins yfirleitt nokkru hærri en hann sjálfur. Landmælingamenn frá Land- mælingum tslands og Orkustofn- un fylgdust með hreyfingu hraunsins eftir þvi sem hægt var og auk þess var hún mæld út á loftmyndum. Um 10. apríl er hreyfing hraunsins i bænum hvergi meiri en um 1 m á sólar- hring. Þá er vatnsrennslið á hraunið austan vð sjúkrahúsið minnkað niður i 200 1/s, en tekið að kæla vestasta hluta hraun- straumsins, sem rann út úr gig- kjaftinum, með tveim 100 litra bunum. Útrennslið úr gignum er þá einna örast með vesturbakk- anum og hraðinn um 2 m/klst. Ahrifa kælingarinnar gætti fljótt og næstu daga hrannaðist hraunið upp, ekki aðeins þar sem bunurn- ar voru heldur einnig neöar, en vatnið rann með hraunstraumn- um 1—200 m og virtist kæla hann ört. Yfirborð hrauns þessa varð mjög úfið og sker það sig úr öðru hrauni. Það liggur yfir Kirkju- bæjunum og mætti vel heita Kirkjubæjahraun. Um miðjan april hafði náðst svo til samfelld kæling á hraun- straumnum sem rann á bæinn, allt ofan frá gig. Við norðurjaðar hrauntungunnar, sem vissi að höfninni, hafði verið rækilega kælt belti, sem náði 50 m inn á hraunið og var kælingu þar hætt. Engin hætta var lengur á þvi að hraunstraumurinn færi aftur af stað, en án vatnskælingar má ætla að hann hefði haldið áfram margar vikur með fullum þunga. Hrauntungan i bænum hefði þá haldið áfram að hækka og bólgna út og hraunjaðarinn væntanlega hlaupið fram nokkrum sinnum og lent i höfninni. Páskavikan, sem nú fór i hönd, varð afgerandi fyrir framtiðar- þróun hraunrennslisins. Rennslið vestantil i hraunrásinni frá gign- um stöðvaðist smátt og smátt, væntanlega fyrir áhrif kælingar- innar, en um leið stöðvaðist allt hraunrennsli frá gignum og fast- ur þröskuldur hlóðst upp i gigkjaftinum. Liklega hefur hraunið i gigskálinni þá tekið að hækka unz þrýstingurinn var orð- inn svo mikill að eitthvað varð undan aö láta. Það skeði á páska- daginn 22. april að hraunið aust- ast i rásinni frá gignum lét undan og hraunið úr gigskálinni boraði sig undir þröskuldinn og flæddi austur og suður með gig- keilunni, þaðan sem það svo rann að nokkru leyti i sjó fram. Eftir þetta rann hraunið svo til algjör- lega I þessum farvegi, en hraun- rennsli úr gignum mun hafa stöðvast að mestu um mánaða- mótin maí—júni. Hvað aðstæður snerti virtust likur á þvi aö hraunið brytist út að vestanverðu i rásinni engu minni en að austanverðu, nema ef vera skyldi vegna kælingarinnar, sem hafði gert hraunið aö vestanverðu fastara fyrir. Ef hraunflóðið hefði komið út að vestanverðu lá leið þess beint niöur i bæ og allt það hraun, sem átti eftir að renna, hefði vissulega nægt til að kaf- færa allan miöbæinn og fylla höf- ina. Eftir þetta var kælingunni haldið áfram og bunurnar smátt og smátt fluttar lengra austur á hraunið, þar til þær voru komnar á linu frá vestanverðum gígnum i stefnu laust utan við Yztaklett. Einnig var dælt á hraunjaöarinn af tveim dæluprömmum allt út undir Yztaklett. Þetta var gert til að stöðva hreyfingu, sem enn var i þessum hluta hraunsins, og gat ógnað innsiglingunni, einkum við Yztaklett. 1 maibyrjun mátti svo heita aö allt þetta svæði væri kyrrstætt, en alls er það að flatar- máli um hálfur ferkilómetri. Ennfremur var lögð vatnslögn enn nær gignum en áður, allt að 150 m frá opinu. Við lögnina voru tengdar brunaslöngur og stútar, sem ætlað var að sprauta vatni yfir hraunið, ef það tæki að renna frá gignum eftir gili, sem mynd- azt hafði i vesturjaðri hraunrás- arinnar. Þarna komu nokkrar hraunspýjur, en þær voru litlar og stöðvuðust af sjálfu sér, svo aldrei reyndi verulega á kæling- una á þessum stað. Siðustu lifsmerki frá gignum sáust 26. júni, en 2. júli var farið niður i hann og var þá botninn kaldur og hulinn skriöu. Vatns- kælingunni var endanlega hætt 10. júli og hafði þá verið dælt á hraunið um 6 milljón rúmmetrum af sjó. Samkvæmt áðurnefndum útreikningum má ætla að vatn þetta hafi breytt um 4 milljónum rúmmetra af bráðnu hrauni i fast berg, en til samanburðar má geta þess að alls komu upp um 250 milljónir rúmmetra af gosefnum. Hitamælingar i 5 borholum, sem boraðar voru i hraunið i mai og júni, bentu til þess að kælingin hefði orðið nokkurn veginn i sam- ræmi við útreikningana. I borholu skammt frá hraunjaðrinum við Fiskiðjuna fannst ekkert bráðið hraun. I borholu á móts við sjúkrahúsið var fast berg niður i a.m.k. 13 m dýpi og sama var að segja um borholu i hrauninu yfir Vilpu. 1 hrauntungunni viö hafn- armynnið, sem Sandeyjan kældi, náði kælingin niður á 15 m dýpi. Aðeins á einum stað fannst bráðið hraun strax undir lausa gjallinu. Það var i holu, sem boruð var i ó- kælda hrauntungu, þar sem áður voru gatnamót Austurhliðar og Urðarvegar. Þar var bráðið hraun á 5 m dýpi en borað var um 17 m niður I það. Hinn 13. júli mældist hitinn i þessari holu 1050 gr. C, en hitastig rennandi hrauns á meðan á gosinu stóö mældist yfirleitt um 1080 gr. C. Umsögn: Hraunkælingin var að vonum umdeild á meðan á framkvæmd- um stóð. Þetta voru kostnaðar- samar framkvæmdir og enginn vissi, hver útkoman yröi. Þó ætla ég að nú muni enginn sjá eftir þvi fé, sem i þær fór. Það verður tæplega nokkurn- tima sagt með neinni vissu hver áhrif hraunkælingarinnar á Heimaey raunverulega urðu og hvernig þar liti nú út ef menn hefðu ekki snúizt til varnar gegn eyðileggingunni. Ályktanir þær, sem ég hefi dregið, eru byggðar á likum og gildi þeirra verður varla metið af öðrum en þeim, sem kunnugir eru staðháttum og hegðun hraunsins. Það að ekki var hægt að fylgjast með hreyf- ingum hraunsins umhverfis bun- urnar fyrstu dagana eftir að vatn- inu var hleypt inn á hraunið, hamlaði þvi mjög, að hægt væri að meta áhrif kælingarinnar jafn- óðum. Hér er um að ræða tækni- legt vandamál, sem ekki var leyst, en vert væri að finna viðun- andi lausn á. Annað vandamál, sem biður úrlausnar, er að finna aðferö til aö mæla, hversu mikil gufa stigur upp frá hrauninu. Borholumælingarnar sýndu greinilega að mikið magn af hrauni hafði storknaö fyrir áhrif vatnsins, en þetta er seinvirk mælingaraðferð, sem ekki verður við komið fyrr en hraunið hefur stöðvast. t Heimaey var geysilegum verðmætum bjargað með þvi að hindra ikveikjur og með þvi að koma i veg fyrir að hús sliguðust undan öskunni. Ég kann ekki að nefna tölur i þessu sambandi, en vafalitið mætti meta þessi atriði til fjár. Hvað hraunvarnirnar snertir verður sliku mati varla við komið, en aðstæöur allar að gosi loknu eru þannig, að hver töf, sem orðið hefur á hraunrennslinu með tilheyrandi aukningu á þykkt hraunsins, hlýtur að hafa gert sitt gagn og stuðlað að þvi að hraunið fór ekki lengra en raun varð á. Engu mátti muna að hraunið eyðilegði nokkrar mjög verðmæt- ar fiskvinnslustöðvar, auk þess sem það liggur þétt að höfninni og innsiglingunni á rúmlega kiló- meters löngum kafla. Ef hraunið hefði runnið nokkur hundruð metra i viðbót einhvers staðar á þessum kafla, hefði höfnin lokast. Ég hefi hér greint frá hraun- kælingunni á Heimaey, án þess að fara út i einstök atriði fram- kvæmdanna. Þeim munu verða gerð skil af öðrum, sem einkum að þeim stóðu. Hér var um ó- venjulega og vandasama fram- kvæmd að ræöa og allt undir þeim komið, sem skipulögðu, stjórnuðu og unnu verkið. Harðfylgni þeirra og hæfileikum til að semja sig að nýjum aðstæðum er það að þakka, að þarna var unnið braut- ryðjendastarf, sem vert er að minnast. Eldgos hefur löngum þótt ein- hver ægilegasti vágestur, sem heimsótt gæti nokkurt byggðar- lag, og yfirleitt hefur orðið litið um varnir. Liklega hefur aldrei verið snúizt jafn ákveðið til varn- ar gegn neinu eldgosi og Heima- eyjargosinu, og i þessu tilfelli reyndist vágesturinn e.t.v. ekki jafn ægilegur og óviðráðanlegur eins og óttazt hafði verið. Reynslan frá Heimaey geíúr á- stæðu til að ætla að menn séu þess megnugir, að hafa veruleg áhrif á hraunrennsli ef aðstæður eru hagstæðar og nægilegt vatn til reiðu. Ef vel tekst til getur vatnið skapað fastan vegg i fljótandi hrauninu, álika að vöxtum og vatnið, sem notað er. Þannig má, ef timinn er nægur og landslagið leyfir, fá hraunið til að sneiða hjá verðmætum svæðum og veita þvi þangað, sem það gerir minni skaða. Jafnvel má stuðla að þvi að hraunið hlaðist upp i þykkan byng og draga þannig úr út- breiðslu þess. tsland er skapað i eldgosum lið- inna tima og þeim eigum við til- veru okkar hér að þakka. Fyrir tslending er þvi ekki rökrétt að lita á eldgos fyrst og fremst sem ógn og tortimingu. 1 Heimaeyjar- gosinu varð vissuiega tilfinnan- legt tjón, en þegar fram i sækir munu þó vega meira auknir land- kostir og bætt hafnarskilyrði. Hér eru enr, að verki sömu öflin og skópu landið, sem við byggjum. r Oskilahestar í Villingaholtshreppi 1. Jarpur, markbiti framan hægra, biti aftan vinstra. 2. Brúnn, mark gagn bitað vinstra. Verða seldir að þrem vikum liðnum, hafi eigendur ekki gefið sig fram. Hreppstjóri. Forstöðukonur Óskum að ráða forstöðukonur að dag- heimilinu Hliðarenda við Laufásveg og leikskólanum Hliðaborg i Eskihlið. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavikurborgar. Umsóknir sendist Barnavinafélaginu Sumargjöf, Fornhaga 8, fyrir 5. febrúar. Verksmiðjustörf Viljum ráða vélgæzlumann. —Ennfremur nokkra menn til annarra starfa. Mötuneyti á staðnum. ódýrt fæði og gott. Kassagerð Reykjavikur. Simi 3-83-83. Jörð Jörðin Kljá, Ilelgafellssveit er laus til kaups og ábúðar á næsta vori. Góð sauðjörð.túnstærð 14 hektarar Semja ber við eiganda og ábúanda jarðar- innar, Magnús • Guðmundsson. Upplýsingar veittar i sima 8143, Stykkis- hólmi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.