Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 16
cr^
fyrir góöan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Alþingi hefur
störf á mánudag
ALÞINGI kemur saman til fund-
ar á mánudaginn a6 loknu jóla-
leyfi. A dagskrá sameinaðs þings,
eru þingsályktunartillögur um
virkjun I Skjálfandafljóti, raf-
væöingu dreifbýiisins og könnun á
oliukaupum.
Aö loknum fundi i sameinuðu
þingi koma þingdeildir saman til
funda. t efri deild verður rætt um
námslán og námsstyrki, Hótel- og
veitingaskóla tslands, viðskipta-
menntun á framhaldsstigi, jarö-
gufuvirkjun við Kröflu eöa
Námafjall, Félagsmálaskóla
alþýðu, veitingu prestakalla,
Húsnæðismálastofnun rikisins og
kaupstaðarréttindi til handa
Grindavikurhreppi. Þessi
frumvörp eru öll til fyrstu
umræðu, nema frumvarpið um
veitingu prestakalla, sem er til
annarrar umræðu. — t neðri deild
verða til fyrstu umræðu frumvörp
um lifeyrissjóð sjómanna, vernd-
un Mývatns og Laxár, undir-
búningsfélag fiskkassaverk-
smiöju, tekjuskatt og eignaskatt
og vinveitingar á vegum rikisins.
— IIIIJ.
Fjölgar á
loðnumiðum
Byrjaðir að kasta
klukkan sex í gærkvöldi
Hörgull á verkafólki
til fiskvinnslu
Líklega ekki meiri en undanfarin ór
KKKI liggja ennþá fyrir tölu-
legar upplýsingar um þaö,
hversu margt fólk vantar I
frystihúsin og á bátaflotann á
þessari vertfö, og er þá aöal-
lega átt viö hina minni ver-
tiöarbáta, 50-100 lesta. Þaö er
ljóst, aö einhver skortur verð-
ur á fólki, en liklega engu
meiri en veriö hefur svo mörg
undanfarin ár.
Fundur var i gærmorgun
hjá nefndinni, sem falið hefur
veriö að kanna þetta mál, og
kom þá i ljós, að menn eru
heldur seinir til að senda svör
viö fyrirspurnum nefndarinn-
ar, að sögn Hauks Helgasonar,
formanns hennar.
Hann sagði, að það yröi ein-
hver vandi með mannskap á
minni bátana, og að hann
gengi út frá þvi, aö einhver
mannekla yröi hjá fisk-
verkunarstöðvunum. Þetta
væri þó ekkert nýtt fyrirbæri,
heldur hefði svo verið um ára-
bil, að fólk vantaði i fisk-
vinnslu yfir hávertiðina. Til
dæmis hefði skólafólk i Vest-
mannaeyjum verið fengið i
fiskvinnslu um fjölda ára.
Hann sagði það þó gleðilega
staðreynd, að eftir 11.5%
hækkunina á fiskverði virtist
meiri hreyfing hafa komizt á
þessi mál. Betur gengi nú en
áöur að manna minni bátana.
Búast má við endanlegum
niðurstöðum þessarar
könnunar undir mánaðamót-
in. Asamt Hauki Helgasyni
eru i nefndinni Ingólfur
Arnarson (L.I.O.), Ingólfur
Stefánsson (F.F.S.I.), Guð-
mundur Garðarsson (S.H.) og
Þórarinn Árnason (Fiski-
félagið). —hs—
Orka og hráefni:
SAMEINAST ÞRÓUNAR-
LÖNDIN UM SÖLU HRÁEFNA?
TVEIK BATAK lönduöu loönu I
Neskaupstað i gær, þeir Börkur
NK og Magnús NK. Var sá fyrr-
nefndi meö 550 lestir en Magnús
meö 180 lestir. Um 25 skip eru nú
lögö af staö á miðin, og um kvöld-
matarleytiö i gær voru 12-15 skip
komin á miöin.
Arni Friðriksson var á Eskifiröi
um sexleytið i gær, en þegar blað-
iö hafði samband við Ingva Rafn,
ísraeiogEgyptaland:
Samningar
undirritaðir
NTB-Kairó-Tel Aviv. ls-
raelsmenn og Egyptar stigu
fyrsta skrefið i átt friðar, er
þeir undirrituöu samninga
um aödraga hcrsveitir slnar
til baka frá Súez-skuröinum.
Samningarnir voru undir-
ritaðir i tjaldi við þjóðveginn
milli Súez og Kairó.
Yfirmenn herjanna i
löndunum tveimur undirrit-
uðu samninginn, en hermenn
úr gæzlusveitum Sameinuðu
þjóðanna stóðu vörð utan við
tjaldið meðan undirritunin
fór fram. Athöfnin stóð að-
eins i tvær minútur.
skipstjóra á Sveini Sveinbjörns-
syni NK, sem átti eftir svo sem
klukkutima siglingu á miðin,
sagöi hann, að þrir bátar væru
búnir að kasta, en mjög skammt
væri siðan svo að hann vissi ekki
um árangurinn. Veðrið var þá
sæmilegt og var aö ganga niður,
en um hádegisbilið I gær var tals-
vert hvasst á þessum slóðum.
Ingvi sagði, að torfurnar, sem
bátarnir köstuðu á, hefðu verið á
20 faðma dýpi og 15 faðma þykk-
ar.Hann sagði að siöustu, að útlit
væri gott á miðunum.
Fundur var hjá Verðlagsráði
sjávarútvegsins klukkan fimm i
gærdag, en honum var ekki lokið
um kvöldmat. Menn fara nú að
verða óþolinmóöir að biða eftir
loðnuverðinu.
Síðustu fréttir
Um hálfellefuleytið i gærkvöldi
fréttum við að þrir loðnubátar
voru farnir i land með fullfermi.
Það voru Grindvikingur með um
340 tn. Pétur Jónsson sömuleiðis
með 340 tn og Dagfari með 200 tn.
Dagfari og Grindvikingur fengu
fullfermi i einu kasti. Áhöfnin á
Sveini Sveinbjörnssyni var að
kasta i annað sinn, en i fyrsta
kastinu fengust um 50 tn. Gott
veður var á miðunum og loðnan
uppi við yfirborö sjávar. Verið
var að kasta i óða önn á öðrum
bátum. — hs —
Svartsýni dstæðulaus að svo stöddu, segir forstjóri ISAL
UM NOKKURRA mánaða skeiö
hefur veriö orkuskortur mjög
víöa um heim vegna takmörkun-
ar Arabarikja á framleiöslu og
sölu ollu. Auk þess sem orku-
skorturinn hefur bitnað illilega á
ýmiss konar framleiöslu, hefur
hann leitt hugann aö öörum
tengdum máium. Menn hafa leitt
getum aö þvl, aö þróunarlöndin,
sem ráöa yfir stórum hluta þeirra
hrácfna, er iönaöarrlkin nota 1
framleiöslu sinni, kynnu aö taka
upp svipaða afstööu og oliuriki
Araba, þ.e. skipa sér saman I
sölusamtök hliöstæö OPEC og
setja iönaöarrikjunum aö meira
eða minna leyti stólinn fyrir
dyrnar meösölu hráefna úr landi.
Aðalhráefnið, sem íslenzka
álfélagið, ISAL, notar viö fram-
leislu sina, er súrál. önnur helztu
efni eru forskaut, sem búin eru til
úr oliukoksi, krýólit og flúorít.
ISAL fékk einu sinni krýólitið
frá Grænlandi, en þær námur eru
nú eiginlega uppurnar. Nú er
þetta efni að langmestu leyti
framleitt i verksmiðjum, og hefur
ISAL aðallega fengið það frá
ttaliu og Þýzkalandi.
Tvisvar á heljarþröm
1973
1 viðtali við blaðið sagði Ragnar
Halldórsson, forstjóri tSAL, að
hráefnisöflun verksmiðjunnar
hefði gengið þokkalega árið 1973.
Þó hefði það nú verið svo, að
tvisvar hefði verksmiðjan verið
komin á heljarþröm með súráliö,
birgðirnar varla nokkrar eftir, er
skip kom loks. Sagðist Ragnar
vonast til þess, að næstu mánuði
yrði bætt úr þessu og verksmiðjan
fengi verulegar birgðir, þannig að
þetta ætti ekki að koma fyrir aft-
Árlegir samningar um
súrál frá Ástraliu
tSAL kaupir súrálið frá Ástra-
liu, en samningar um kaup þess
er hægt að endurnýja árlega 10
ára samningar eru aftur á móti
um forskautin.
— Við vitum ekki annað, en að
þessi mál séu nokkuð vel tryggð,
sagði Ragnar. Hins vegar veit
maður ekkert, hvað kemur út úr
bollaleggingum eins og þeim,
hvort þessi lönd ætli að taka sig
saman og banna útflutning eða
hækka verðlagið. Ég hef annars
ekkert um þetta heyrt, nema
hvað ég las einhvers staðar, að
þeir á Jamaica hefðu hug á að fá
bætt upp hækkun olíunnar með
þvi að fá meira fyrir báxitið, sem
er hráefnið við súrálsframleiðsl-
una.
Súrálið, sem ISAL fær frá
„Sjómannahúsin" seld fyrst,
nú búið í 400 af 540
800 fjölskyldur sóttu um hús hjó viðlagasjóði,
540 hús voru keypt, 58 hús nú ónotuð
í Grindavík, Keflavík, Þorlókshöfn og ó Selfossi
Astralíu, er unnið úr báxiti þar i
landinu, en langmestar þekktar
birgöir af báxiti eru i hitabeltis-
löndunum, — Suður- og Mið-
Ameriku, Afriku og Astraliu.
Verðið batnandi siðari
hluta ársins
Þaö þarf mikla hitaorku til að
framleiða súrálið úr báxitinu. Að
sögn Ragnars þarf tonn af oliu til
að framleiða það hráefni, sem
þarf til i eitt tonn af áli.
— Þar sem oliuverðið hefur nú
þrefaldast, kemur það náttúrlega
eitthvað fram i álverðinu, sagði
Ragnar. Hins vegar hefur hrá-
efnisverðið hækkað undanfarið
með hækkandi álverði, svo að það
er út af fyrir sig ekkert nýtt. Og ef
álverðið fer hækkandi á næstunni,
hækkar einnig hráefnið, og þá
ekki sizt af þessum sökum.
Ragnar sagði, að álverðið hefði
batnað nokkuð frá miðju siðasta
ári og allt fram til áramóta, en
hefði staðið i stað upp á siðkastið.
Ekki ástæða til svart-
sýni
— Mér finnst engin ástæða til
að vera svartsýnn, fyrr en það
liggur fyrir, að eitthvað hafi gerzt
i þessum efnum, sem við vorum
að ræða um. Maður ræður svo lit-
ið við það, hver þróunin er úti i
heimi, að það þýðir ekkert að láta
það á sig fá, fyrr en eitthvað ligg-
ur fyrir um það.
Við spurðum Ragnar hvernig
horfurnar væru fyrir tSAL á ár-
inu. — Maður veit náttúrlega
ekki, hvaða áhrif þetta samspil
getur haft. Alið ætti að hækka
vegna hækkandi verðs hráefna og
oliuskorts. Það er sem sagt þörf
fyrir hækkun á verðinu, en hins
vegar veit maður ekki, hvað
verður með eftirspurnina, þegar
svo mikill samdráttur er i iðnað-
inum almennt, t.d. bilaiðnaðin-
um, sem aftur hefur áhrif á annan
iðnað, búið að taka um 3 daga
vinnuviku i Bretlandi o.s.frv.
INNAN SKAMMS verður fariö að
auglýsa Viðlagasjóöshúsin til
sölu, og þvi þótti okkur rétt aö
leita nokkurra upplýsinga um,
hvernig staðan er núna, þ.e. hve
mörg húsin eru og hvar, I hve
mörgum þeirra er búið o.s.frv.
Upplýsingar fengum við hjá Guö-
mundi G. Þóarinssyni verk-
fræöingi, sem hefur yfirumsjón
með byggingum Viðlagasjóös um
allt land.
Þegar Vestmanneyingar mistu
heimili sin og aöstööu slöastliöinn
vetur, leituðu um 800 fjölskyldur
til Viölagasjóðs um væntanleg
hús, er átti að fara aö flytja inn.
Var þá strax samið um kaup á 554
húsum, sem siðan átti að setja
upp á 20 stööum á landinu eftir
óskum fólksins.
Lang mest var sótt um hús á
Reykjavikursvæðinu, eð 365 fjöl-
skyldur úr Vestmannaeyjum af
þessum 800, en undir það svæði
falla Kópavogur, Hafnarfjörður,
Garðahreppur og Reykjavik.
Næstflestir vildu vera á Selfossi,
þar vildu 78 fjölskyldur vera, 77
fjölskyldur i Keflavik, 55 i Þor-
lákshöfn og 49 i Grindavik.
291 fjölskylda
hefur hætt við
Eins og við vitum öll rættist sið-
an mjög vel úr málum i Eyjum.
Af þessum 800, nákvæmlega 799,
fjölskyldum, sem sóttu um Við-
lagasjóðshúsin, hafa 291 fjöl-
skylda dregið umsóknir sinar til
baka, og þá i langflestum tilfell-
um vegna flutnings heim til Eyja.
Eins og staðan er núna eru um
70 hús af 554, sem væntanlega
verða ekki notuð af Vestmanna-
eyingunum, eða þeir eru fluttir
úr, eða um 10% af upphaflegum
óskum um húsnæði. Langflest
þessara húsa eru i þeim plássum,
þar sem sjómennirnir ætluðu að
vera, þ.e. i Þorlákshöfn, Grinda-
vík, Keflavik og Selfossi. Þeir,
sem sóttu um Selfoss, ætluðu að
hafa fjölskyldur sinar þar, en
Framhafd á bls. 10
Hagnaður á siðasta ári
tSAL selur framleiðslu sina
aðallega til Bretlands og megin-
landsins, Þýzkalands og Sviss.
Þess má geta, að oliunotkun
ISALS er hverfandi litil miðað við
notkunina, þegar hráefnið, súrál-
ið, er framleitt. Olinotkun tSALS
er eitthvað á bilinu 50-100 tonn á
mánuði.
Að sögn Ragnars var mikið tap
á verksmiðjunni 1971 og 1972 en
siðasta ár mun sýna svolitinn
hagnað. — Step.