Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 4
TÍMINN
Laugardagur 19. janúar 1974.
Vertu ekki eins og ég
D
Fimmtíu klaustur
Idgu umhverfis
Novgorod
Stjórnvöld i Novgorod hafa
ákveðið að friðlýsa svæði um-
hverfis rústir gamalla klaustra i
landi borgarinnar. A árunum
frá um 1000 til 1600 reis röð af
klaustrum næstum eins og
perluband umhverfis þessa
gömlu rússnesku borg við
Volkovfljót. Þess er vænzt, að
mikill uppgröftur þessara
klaustra, sem ráðgerður er,
muni veita mikilsverðar upp-
lýsingar um sögu Novgorod.
Prófessor S.N. Orlov i Novgorod
hefur gert kort, serh sýnir legu
55 klaustra umhverfis borgina.
*
— Ég gæti ekki óskað dóttur
minni neins sfður en að hún
legði fyrir sig að starfa innan
skemmtiiðnaðarins, segir
Eartha Kitt, söngkonan fræga.
Kitt, 11 ára gömul dóttir Erthu,
gæti átt eftir að lenda i mikilli
ógæfu og enda sem einmana og
yfirgefinn vesalingur, feti hún i
fótspor móðurinnar, segir
Eartha, en faðir Kitt litlu heitir
William McDonald og er kaup-
sýslumaður. — Mér þykir vænt
um starf mitt, segir Eartha, en
það hefur oft verið erfitt að bera
höfuðið hátt og mæta erfið-
leikunum, sem á vegi minum
hafa orði. Hins vegar myndi ég
aldrei banna dóttur minni að
leggja það fyrir sig, sem hana
langar að gera. Ég myndi ein-
ungis ráðleggja...Enn sem kom-
ið er er óþarfi að hafa nokkrar
áhyggjur af starfsvali Kitt.
Hennar heitasta ósk er að verða
reiðskólakennari. Eartha Kitt
er sjálf einhver harðasta mann-
eskjan innan skemmtiiðnaðar-
ins, og hún hefur svo sannarlega
farið sinar eigin leiðir. Til dæm-
is setti hún allt á annan endann i
Hvita húsinu, þegar hún var þar
eitt sinn i veizlu. Hún reiddist,
og lét sig hafa það að syngja
mjög svo pólitiskan söng um
heimsvaldastefnu og svikræði,
sem ekki féll húsráðendum þess
húss vel I geð i það sinnið.
Eartha býr i Englandi með dótt-
ur sinni, og á annarri myndinni
hér sjáið þið hana snemma
morguns i útreiðartúr með dótt-
ur sinni og vini hennar i litla
bænum Riscton. Hin myndin er
af Earthu sjálfri.
Ný sovézk höfn
Við Wrangel-flóa á Kyrra-
hafsströnd Sovétrikjanna er nú
verið aö byggja nýja höfn, þar
sem fyrir hendi verða fullkomn-
ar aöstæður til timburflutninga
fyrir tilstilli nýtizku vélvæðing-
ar. Höfnin hefur verið tengd
Siberiulinunni með járnbraut-
arlinu. Þannig verður mögulegt
i framtiðinni aö gera þessa höfn
að stórri geymslu fyrir vörur,
sem fluttar eru frá löndunum
sem leggja að Kyrrahafi til
Evrópu og öfugt. Fyrir lok árs-
ins 1975 veröur einnig lokið
byggingu ýmissa annarra sér-
hæfðra hafna á þessu svæði.
Þegar lokiö verður við gerð
þessarar austrænu hafnar veröa
fyrir hendi stórauknir mögu-
leikar á útflutningi frá Sovét-
rikjunum ekki aðeins á timbri,
heldur einnig á kolum, fiski,
skinnum, málmum og öðrum
vörum, I skiptum fyrir
neyzluvörur til handa ibúum
AusturSiberiu.
Nýja höfnin mun geta tekið á
móti skipum með allt að 150.000
tonna ristudjúpi.
1 nágrenni hafnarinnar er
verið að reisa borg fyrir 60.000
ibúa. Þar verða reistar allar
nauðsynlegar menningar- og
þjónustustofnanir, auk þess sem
komið verður upp sérstökufevæði
þar sem borgarbúar geta notið
útivistar og hvildar.
DENNI
DÆMALAUSI
Ég gæti svo sem átt eftir að gifta
mig, ef ég hitti á stúlku, sem
þykir grænmeti vont, og ég mætti
treysta þvi að þurfa ekki að hugsa
um það framar.