Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 19. janúar 1974. A. Conan Doyle: Doktor Lana (Dularfulli læknirinn) höfðu breytt þessu öllu á verri veg. Nokkur atriöi studdu framburð Arthurs Morton. Það var vist, að klukkan hálftólf var læknirinn á lifi i bókastofu sinni. Frú Woods bauð að sverja, að þá hefði hún heyrt rödd hans inni I stofunni. Vinir Arthurs Morton héldu þvl fast fram, aö Lana læknir hefði ekki verið einsamall i stofunni á áðurnefndum tima. Hljóðið, sem vakti athygli ráðskonunnar og óvanaleg styggð 1 svörum læknis- ins, er hann krafðist þess, að hún léti hann i friði, virtist styðja þessa skoðun. Væri þetta nú rétt, þá sýndist liklegt, að dauða hans hefði borið að höndum á timabil- inu frá þvi, er ráðskonan heyrði rödd hans og til þess er frú Madd- ing barði fyrst að dyrum hans. Hafi læknirinn dáið á þessum tima, þá gat Arthur Morton ekki með neinu móti verið banamaður hans, þvi að það var eftir þetta timabil, sem konan mætti honu'm viö hliöið. Ef þessi kenning var nú rétt, og einhver haföi verið inni hjá hon- um áður en frú Madding hitti Morton við hliðið - hver gat þá þessi „einhver" veriö, og af hvaða ástæðum gat hann hafa unnið lækninum mein? Það var almenn skoðun, aö ef vinir hins ákærða gætu burgðið birtu yfir þetta atriöi, þá væri það allgóð sönnun fyrir sakleysi hans. En hitt var öllum augljóst, að sannanir vantaði alveg fyrir þvi, að nokkur annar maður en hinn ungi Morton hefði komiö þetta kvöld. Aftur á móti vissu allir, aö hans heimsókn til Lana var ekki i vinsamlegum tilgangi. Þegar frú Madding kom, gat læknirinn vel hafa verið I svefn- herbergi sinu, eða hafa farið út, eins og hún lika hélt fyrst. Svo, þegar hann kom aftur, gat hann hafa fundið Árthur Morton, er beið hans. Nokkrir vinir hins ákærða bentu á þá staðreynd, að ljósmynd af ungfrú Morton, sem horfið hafði úr skrifstofu læknis- ins, fannst hvergi I plöggum bróöur hennar. Þetta voru þó Htil- væg rök þvl aö ákærði hafði haft nógan tíma til að eyöileggja myndina fyrir handtökuna. Að þvi er snerti óhreinu fót- sporin á gólfinu, þá voru þau nú svo máð orðin, að ekkert var á þeim að græða. Að þvi er séö varð, gátu þau ein vel verið fót- spor hin ákærða, eins og þau gátu veriö annars manns spor. Slðar sannaðist þaö, aö stigvél hans höfðu verið mjög forug þessa nótt, en þar sem mikið hafði rignt daginn áður, hlutu öll stigvél að hafa verið óhrein, þeirra er úti höfðu veriö. — Þetta er stutt greinargerð um hina einkenhilegu viðburðar- röð, er vakti almenna athygli á þessum Lancashire-harmleik. Að því stuðlaði meðal annars ókunnugleiki um ætt og uppruna dr. Lana, hinn sérstæði og mikli persónuleiki hans, virðuleg staöa hins ákærða i þjóðfélaginu og ástarævintýrið, sem gerzt hafði áður en þessi glæpur var framinn, — allt þetta olli þvl, að menn fylgdust af óvenjulegum áhuga með öllum gangi málsins. 1 öllu landinu töluðu menn um „svarta doktorinn" I Bishops Crossing, og margar tilgátur komu fram um mál hans, en fáar þeirra gátu gef- ið neinar upplýsingar og ennþá siöur búið menn undir hina óvæntu framvindu málsins, sem olli bæði æsingu og eftirvæntingu strax á fyrsta degi hinnar opin- beru málsmeðferðar. Ég hefi hér fyrir framan mig marga langa dalka úr „Lancas- hire dagblaðinu", en læt þó nægja að birta útdrátt um málið til þess er vitnisburður ungfrú Frances Morton frá óvæntri birtu yfir malið, og var það siðari hluta hins fyrsta dags, er málið kom fyrir réttinn. Parlock Carr, sækjandi máls- ins, haföi raöað öllum gögnum er til greina komu með venjulegum dugnaði og hélt fast á öllum stað- reyndum. Varð það ljóst er á dag- inn leið, hversu erfitt starf verj- andi málsins, Humphey, átti fyrir höndum. Mörg vitni voru leidd fram og báru það, að þau hefðu heyrt hinn unga herragarðseiganda viðhafa stór orö og reiöileg um lækninn, vegna smánarlegrar framkomu hans við systur hr. Mortons. Frú Madding endurtók frásögn slna um heimsókn þá, er hinn grunsamlegi maöur heföi veitt lækninum slðla nætur. Annað vitni gat upplýst það, að ákvarða var vel kunnugt um þá venju dr. Lana, að sitja lengi fram eftir I hinum mannlausa enda hússins. Hann hefði þvi valiö þennan tima til heimsóknarinnar, að þá vissi hann að læknirinn var einsamall og á valdi hans. Einn af þjónum herragaröseig- andans varð að játa það, að hann hefði heyrt húsbónda sinn koma heim kl. 3 um morguninn. Það kom heim við framburð frú Madding, að hún heföi séð hann i runnunum viö húsið, þegar hún kom þar I siöara skiptið. Mikil sönnun þóttu vera forugu stigvél- in og sporin eftir þau. Var nú flestum auðsætt, að öll sönnunar- gögn, þótt smávægileg væru, voru i óhag hinum ákærða manni, og mundu örlög hans verða sakfell- ing nema eítthvað nýtt og óvænt kæmi fram, og gæti borgiö máli hans. Klukkan hálffjögur var réttar- rannsókninni lokið. Þá hafði mál- ið tekið nýja stefnu og óvænta. Ég skal nú segja frá þvi, er gerðist, I stuttu máli. Styðst ég þar við frá- sögn áðurnefnds dagblaðs, en sleppi inngangi málsins. Það vakti ákafa athygli i hinum troðfulla dómsal, að fyrsta vitnið, sem verjandi kallaði fram var ungfrú Frances Morton, systir hins ákærða manns. Lesandinn man, að hin unga dama hafði verið heitkona dr. Lana, og menn álit, að reiði bróð- ur hennar yfir brigöum á þessu heitorði hefði getað knúið hann til að fremja glæpaverkið. Ungfrú Morton hafði ekkert viö þetta mál verið kennd, hvorki viö líkskurð- inn né aðrar ráöstafanir lögregl- unnar i máli þessu. Var þvi koma hennar sem eitt aðalvitni flestum alveg óvænt. Ungfrú Frances Morton var há vexti, fögur ásýndum og dökk á brún og brá. Hún talaði lágt en skýrt, þótt auðséð væri, að hún var mjög hrærð. Hún nefndi trú- lofun þeirra, hennar og dr. Lana, svo og slit þess samband, er hún kvað stafa af persónulegum ástæðum frá hans hendi. Hún lýsti þvi yfir fyrir hinum undrandi dómurum að sér hefði alltaf fundizt reiði bróður sins stjórnlaus og óskynsamleg. Svar hennar við spurningu verjandans var á þá lund, að hún bæri alls enga þykkju til dr. Lana, sem henni fannst hafa komið alveg heiðarlega fram I þessu efni. Bróðir hennar hafði vegna ókunnugleika tekið aöra stefnu og hún neyddist til að játa, að þrátt fyrir mótmæli hennar hefði hann haft hótanir i frammi um per- sónulegt uppgjör og ofbeldi viö lækninn, meira að segja daginn áður en glæpurinn var framinn. Hún haföi beitt öllum áhrifum sinum til að fá hann til að lita skynsamlega á málið, en hann var mjög stifur og ósveigjanlegur hvaö þessu viö kom. Til þessa sýndist vitnisburður hinnar ungu dömu hafa verið mjög óhagstæður hinum ákærða, en spurningar verjandans brugðu fljótlega nýrri birtu yfir málið og sýndu nýja og óvænta varnarlinu, sem breytti allri stöðunni. Verjandi: „Haldiðþér að bróðir yöar sé sekur um þennan glæp." t)ómarinn: „Ég get ekki leyft þessa spurningu, hr. Humpheyr. Við erum hér til að taka ákvarðanir um staðreyndir, en ekki ágizkanir." Verjandi: „Vitið þer að bróðir yöar er saklaus af þessum glæp? " Ungfrú Morton: „Já". Verjandi: „Hvernig vitið þér það?" ^ Ungfrú Morton: „Af þvf að doktor Lana er ekki dáinn." Nu varð ys og þys i salnum og j truflaði nokkuð vitnaleiðsluna. i Verjandi: „Af hverju vitið þér | að dr. Lana sé ekki dáinn, ungfrú Morton?" Ungfrú Morton: „Af þvi að ég hef fengið bréf frá honum eftir að álitiö var að hann væri dáinn." Verjandi: „Hafið þér "þetta! bréf?" Ungfrú Morton: „Já, en ég vil helzt ekki sýna það." Verjandi: „Hafið þér umslag- ið?" Ungfrú Morton: „Já, það er hér." Verjandi: „Hvar er bréfið póst- merkt?" Ungfrú Morton: „I Liverpool." ; Verjandi: „Hver er dagsetn-! ingin?" Ungfrú Morton: „Hinn 22. júnf." Verjandi: „Það er daginn eftir hinn imyndaða dauða læknisins. (Gotthjá þér Geiri. Þetta^ Enhvaöumforingja eru tveir af mönnum Loukys.! þeirra. Það er hann Þeir komast ekki upp með^ rsem vl° Vllí ""svona lagað áftur. Láttu lögreglustjói ann um/ Við Geiri þurfum það.Hammer. Þú veröur/í að fljúga f keppnii á sjúkrahúsi um tima. Það \næstu viku. ». held ég varla læknir.^.^ - ^ Laugardagur 20. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 íþróttir. Umsjónar- maður: Jón Asgeirsson. 15.00 tslenzkt mál. Jón Aðal- steinn Jónsson cand. mag. talar. 15.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Riki betlar- inn" eftir Indriða Clfsson. Sjöundi og siðasti þáttur: „Upp komast svik um siðir". Félagar úr Leik- félagi Akureyrar flytja. Leikstjóri: Þórhildur Þor- leifsdóttir. Persónur og leikendur: Broddi, Aðal- steinn Bergdal. Gvendur, Guðmundur Ólafsson. Smiðju-Valdi, Þráinn Karlsson. Rfki betlarinn, Arni Valur Viggósson. Afi, Guðmundur Gunnarsson. Maria, Sigurveig Jónsdótt- ir. Fúsi, Gestur Einar Jónasson. Þórður, Jóhann Ögmundsson. Sögumaður, Arnar Jónsson. 15.40 Barnakórar syngja. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir TIu á toppnum. örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 Framburðarkennsla I þýzku. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Framhaldsleikritið: „Sherlock Holmes" eftir Arthur Conan Doyle. (Aður útv. 1963). Fjórði þáttur: „Mazarinsteinninn'. Þýðandi: Andres Björns- son. Leikstjóri: Flosi Ólafs- son. Persónur og leikendur: Sherlock Holmes, Baldvin Halldórsson. Dr. Watson, Rúrik Haraldsson. Merton, Váldemar Helgason. Bilí Arni Tryggvason. Sylvius greifi, Jón Sigurbjórnsson. Lögreglumaður, Jón Miíli Arnason. Gamtlemere, Ævar R. Kvaran. 19.55 Léttir tónleikar frá brezka útvarpinu. 20.00 Létt tónlist frá hollenska útvarpinu. 20.30 Frá Sviþjóð: Sigmar B. Hauksson segir frá. 20.55 Flfukveikur. Smásaga eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi. Elin Guðjónsdóttir les. 21.15 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Danslög 23.55 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. 17.00 iþróttir Meðal efnis eru myndir frá innlendum fþróttaviðburðum og mynd úr ensku knattspyrnunni. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Pelikan Hljómsveitin Pelíkan flytur frumsamda rokk-músik. Hljómsveitina skipa -Asgeir Óskarsson, Björgvin Gislason, Jón Ólafsson, ómar óskarsson og Pétur Kristjánsson. 20.45 Réttarhöldin I Nlirnberg Bándarisk biómynd fra árinu 1961, byggð á heim- ildum um réttarhöld Banda- rikjamanna yfir þýzkum striðsglæpamönnum. Leik- stjóri Stanley Kramer. Aðalhlutverk Spencer Tracy, Burt Lancaster, Richard Widmark, Maxi- milian Schell, Marlene Dietrich og Judy Garland. Þýðandi Jón Thor Har- aldsson. 23.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.