Tíminn - 11.05.1974, Síða 4

Tíminn - 11.05.1974, Síða 4
TÍMINN Laugardagur 11. mai 1974. Íslendíngar mestar fiskætur? 1 bandarisku blaði birtist nýlega skýrsla um kjöt- og fiskát ýmissa þjóða, og sagði þar. að Bandarikjamenn borði að meðaltali 167 pund af kjöti á ári, og eru þeir efstir á blaði yfir kjötæturnar. En þegar talað er um þjóðir, sem nærist mikið á fiski, þá erum við Islendingar taldir fyrstir með 86 punda fisk- neyzlu á mann á ári, Japanir eru næstir með 70 pund, og siðan koma ýmsar Evrópuþjóðir, t.d. Noregur, Danmörk og Bret- land, en þá er tekið fram, að þar sé sildin sums staðar aðal- fiskmetið. f Bandarikjunum hefur færst i vöxt, að fólk borði fisk, en þó neyta þeir ekki enn nema 11 pund af fiskmeti á mann á ári, og um 35% af fiski, sem neytt er i Bandazrikjunum, er innfluttur frá öðrum löndum. Aðalsökudólgurinn gengur frjóls — en sendimaðurinn fer í fangelsi Donald Segretti heitir ungur bandariskur lögfræðingur, sem nýlega fékk sex mánaða fangelsisdóm fyrir þátttöku i ýmsum glæpsamlegum hrekkjabrögðum, sem stuðningsmenn Nixons i for- setakosningunum siðustu höfðu i frammi við andstæðinga hans. Var þetta hið svivirðilegasta athæfi á allan hátt, og hafði ekki tiðkazt annað eins i kosningum fyrr. Segretti þessi tók á einhvern hátt þátt i þessum óknyttum. — en honum finnst réttlætið ekki ganga jafnt yfir alla þegna þjóðfélagsins, eins og þó segir i mannréttindaskránni, að eigi að vera, og gaf hann þá skoöun sina til kynna i viðtali við blaðamenn áður en hann fór i fangelsið, að það hefðu verið aðrir og valdameiri menn, sem báru ábyrgð á ósómanum, en hann fékk dóminn. Maðurinn, sem leigði hann til óhæfuverk- anna heitir Dwight Chapin, fyrrverandi ritari i Hvita húsinu, og hefur hann verið nefndur i sambandi við Water- gate-málið, en ekki fengið dóm. Sá, sem greiddi Donald Segretti fyrir verknaðinn, var sjálfur persónulegur lögfræðingur Nixons forseta, Herbert Kalmbach og hafði hann mikið með fjármálin að gera i undir- búningi kosninganna fyrir Nixon. Hann gengur laus og hefur ekki verið ákærður fyrir þessi glæpsamlegu hrekkja- brögð, sem voru höfð þarna i frammi. Donald Segretti sagði heldur dapur i bragði við inngöngu sina i fangelsið: — Ég hefði aldrei átt að fara að skipta mér af stjórnmálum, ég hef vist ekki þá sérstöku hæfileika, sem til þess þarf. Denni er efni i ágætis smið. DENNI DÆAAALAUSI Hvað ertu eiginlega að reykja i pipunni þinni, HenryV

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.