Tíminn - 11.05.1974, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Laugardagur XI. mai 1974.
.óGunna, elsku Gunna min, alveg eins og tunna, svo æðislega fin
syngja krakkarnir af stakri innlifun
Peysufatadagur hjá
Verzlunarskólanum
Ki I
Einn herra umvafinn friðum hópi peysufatakvenna og lesa má lir svip hans: Hver verður stúikan min I
kvöld?
FIMMTUDAGINN 28. marz sið-
astliðinn héldu fjórðu bekkingar
Verzlunarskóla tslands, árlegan
peysufatadag. Þessi dagur mark-
ar alltaf djúp spor i minningar-
sögu Verzlunarskóiafólks og ó-
sjaldan heyrir maður gamla
nemendur rifja upp fyrir sér og
öðrum, hátiðleik þessa dags.
Peysufatadagurinn er gamall
siður i Verslunarskólanum,
sennilega kominn nálægt fimm-
tugu.
Einatt er risið árla úr rekkju
þennan dag og núverandi fjórðu-
bekkingar gerðu slikt hið sama.
Hittust bekkirnir hjá einum nem-
enda i hverjum bekk og snæddu
þar morgunverð um klukkan 6.
Peysufatadagurinn er efalitið
kærkomin upplyfting fyrir nem-
endur, sem von bráðar áttu eftir
að setjast við prófborðin og glima
við vandasöm verkefni. Eftir súr-
mjólk, kornflex og annan tilfall-
andi morgunmat var haldið niður
i Hljómskálagarðinn, þar sem
allir fjórðu bekkingar hittust. Sið-
an var haidið i nærliggjandi
blómabúð og forláta rósir settar i
hnappagötin. Kvennaskólinn var
heimsóttur og söng karlpeningur
Verzlunarskólans lagið, Fóstur-
landsins freyja, fyrir námsmeyj-
ar Kvennaskólans. Þær svöruðu
fullum hálsi með laginu, Táp og
fjör og friskir menn.
Næst lá leiðin upp i Verzlunar-
skóla og sungu nemendur þar yfir
kennurum sinum. Hádegismatur
var fram borinn á Hótel Sögu, en
eftir hann var aftur haldið i
Verzlunarskólann og sungið yfir
þeim kennurum, sem eftir voru.
Um kvöldið var aftur etið að
hótel Sögu og dans stiginn.
Við Timamenn litum inn til eins
nemenda fjórða bekkjar, sem
hafði boð fyrir sina bekkjarfé-
laga, nokkrum stundum áður en
sest var að seinni snæðingi að
Hótel Sögu.
Eflaust þarf ekki að fara mörg-
um orðum um þann gleðskap,
sem fram fór þennan siðdegis-
hluta i lok marzmánaðar. Allir
virtust skemmta sér konunglega
við söng, dans og annað,sem til-
heyrir slikum tyllidögum.
Kvenmenn voru i miklum
meirihluta og þurftu margir
drengir að hafa tvær til þrjár
stelpur sér til halds og stuðnings
fyrr um daginn. Ekki var að
heyra á tali drengjanna, að þeir
kynnu illa þessum gangi mála,
heldur undu þeir hag sinum vel, i
nærveru kvennanna, eins og
vænta mátti.
Eins og alþjóð er kunnugt, er
Verzlunarskólafólk með eindæm-
um söngelskar manneskjur og þvi
sungið af krafti á hverju manna-
móti, sem haldið er. Þessi sam-
koma fór ekki varhluta af ást
þessa fólks til söngiðkunar. Hver
og einn reyndi á raddböndin, eins
og þau frekast þoldu. Sungið var
um allt, sem i hugann kom, og
spilað undir á pianó og gitar, eftir
þvi sem verkast vildi! Þjóðlög,
gamlir slagarar, popp og fleira
var á efnisskránni. Einn söngur-
inn var þó af öðrum toga spunn-
inn, það var baráttusöngur knatt-
spyrnufélagsins Leeds i Eng-
landi.
— We love you — Leeds —
Leeds — Leeds, barambaram —
bambam, sungu peysufatakon-
urnar og kjólfatastrákarnir með
tilheyrandi handatilburðum, eins
og innfæddir Englendingar. Ef-
laust væri þessi friði hópur vel-
kominn á heimavöll Leeds.
Það kom okkur sérstaklega á ó-
vart, að allir i bekknum virtust
kunna þennan söng, sem var þrjú
Myndir:
Róbert
r
Agústsson
Texti:
Gunnar
Salvarsson