Tíminn - 11.05.1974, Page 11

Tíminn - 11.05.1974, Page 11
Laugardagur 11. mai 1974 TÍMINN 11 Rætt við Vernharð Sigurgrímsson, oddvita Stokks- eyrarhrepps — Nei, þetta er úr sögunni, honum hefur meira að segja verið snúið við, og það rækilega, svarar Vernharður. Við sjáum það á þvi, að við seinasta manntal voru hér 558 ibúar, en næsta ár á undan 506, og þetta er góð fjölgun. — Hverju viltu þakka þetta? — Það er enginn vafi á þvi, að þetta má þakka uppbyggingu hraðfrystihússins og fjölgun bátanna. Hraðfrystihúsið er lyfti- stöng atvinnulifsins hérna. Það gerir út fimm bátana, og núna nýlega keypti það tvo 110 tonna báta. Brú yfir Ölfusárósa — Ekki geta þeir lagt upp hér? — Nei, og þá komum við að vandamáli, sem hefur talsvert stritt á okkur, en verður sjálfsagt erfitt að finna viðhlitandi lausn á. Ég held ekki, að nokkurn tima verði ráðizt i að byggja stórskipa- höfn á milli ölfusár og Þjórsár. Mér finnst það ekki liklegt, að landshafnir verði settar niður það þétt, að við fáum slikt á þessu svæði. Núna er landshöfn i Þorlákshöfn, og ég held, að næsta landshöfn verði ekki reist fyrr en Netageröarmaöurinn á Stokkseyri. Timamyndir G.E. Vernharöur Sigurgrimsson, oddviti Stokkseyrarhrepps, er fulltrúi Framsóknarmanna i hreppsnefndinni og myndar þar meirihluta meö þrem Sjálfstæðismönnum. Hann er 46 ára aö aldri og býr aö Holti, ásamt eiginkonu, sinni, Gyðu Guömundsdóttur. Holt er stórbýli skammt frá Stokkseyri og miklar framkvæmdir þar á döfinni, þannig að Vernharður hefur i ýmis horn að lita, enda fer það orð af honum eystra að hann sé hamhleypa, að hvaða verki, sem hann gengur. i Dyrhólaey. Það er lika margt, sem mælir á móti þvi, að ráðizt verði i slikt fyrirtæki. Við sjáum bara, hver kostnaður er þegar orðinn við höfnina hérna, og inn i hana komast ekki stærri bátar en 50-60 tonna. Þannig, að Þorláks- höfn er og verður lifhöfn bátanna hér við ströndina. Stóru bátarnir okkar leggja upp i Þorlákshöfn, og við verðum að aka aflanum hingað. Núna er þetta fimmtiu kilómetra leið. Ef við fengjum brú yfir ölfusárósa, eins og talað hefur verið um, styttist leiðin niður i sextán kilómetra. Tekjur hreppsins hafa farið i hafnargarðinn — Umræðum um þessa brú virðist alltaf hafa verið drepið á dreif? Hvers vegna? — Ég held, að aðalástæðan sé sú, að menn eru ekki á eitt sáttir um gildi brúarinnar. Á Eyrarbakka vilja menn ekki brúna. Þeir vilja höfn. En eins og ég sagði áðan, þá er skoðun min — og margra annarra — sú, að brú myndi leysa okkar vanda skjótar og raunhæfar en vonlitil bið eftir fyrirbæri, sem ef til vill sér aldrei dagsins ljós. Við eigum að vera búnir að gera okkur ljóst, að það er ekki hrist fram úr erm- inni að gera höfn á þessum slóð- um. Góðum áfanga hefur verið náð, og vissulega má bæta að- stöðuna talsvert enn, en það er bara ekki nóg. — Það hefur auðvitað mestur hluti tekna sveitarfélagsins farið I hafnargarðinn? — Það má segja, að þær hafi farið allar, eins og þær leggja sig, I hafnargarðinn. Ekki það, að ég sjái eftir þeim i þetta, þvi fer fjarri, en það er nú ýmislegt annað, sem við hefðum gjarnan viljað gera, en höfum bara ekki haft fjármagn til. Við höfum gengið upp frá bryggjunni, og á stórum vangi i miðju plássinu blasir við okkur stórt og mikið hús, með leikvelli skammt frá, og börn á stjái umhverfis. — Þarna sjáið þið eitt gott dæmi, segir Vernharður. Þetta er myndarlegur skóli. Hann var reistur árið 1946. Þá var lika teiknuð við hann sundlaug og iþróttahús. Við höfum mikinn áhuga á að koma upp aðstöðu til iþróttaiðkana og sunds hér i plássinu, og teikningar liggja fyrir. Leikfimikennslan fer fram i samkomuhúsinu, þannig höfum við getað sinnt skólaskyldunni. Sundkennslan fer hins vegar fram á Selfossi, og er börnunum ekið þangað. Úr þessu viljum við bæta, og það sem fyrst, en tekjur hreppsins hafa runnið, eins og áður segir, i hafnargarðinn, og aðrar framkvæmdir hafa þvi oröið að sitja á hakanum. Atvinnuhættir breytast — Hverjar hafa tekjur hreppsins verið undanfarin ár? — Þær eru svona 8-10 milljónir seinustu árin. — Hafa atvinnuhættir manna breytzt mikið á undanförnum árum? — Já, vissulega, núna er það aðallega fiskurinn, sem veitir mönnum atvinnuna, áður fyrr stunduðu menn sjóinn að visu, en höfðu 2-3 kýr og nokkrar kindur með. Siðustu 30 árin hefur þetta farið minnkandi, og deyr vist alveg út með eldri mönnunum. — En er þá ekki nýjum at- vinnugreinum að fjölga? — Jú, iðnaður er að risa hér upp. Hérna er trésmiðaverkstæði til dæmis búið að starfa i tvö ár, og þarna kerhur netagerðar- maðurinn okkar, sem ég skal kynna fyrir ykkur. Netagerð tekin til starfa Og við kynnumst Jóni Ármanni Sigurjónssyni, netagerðarmanni. — Hvaðan kemur þú hingað til Stokkseyrar? — Ég kom hingað frá Vest- mannaeyjum, haustið áður en gosið hófst. — Og ætlar að setjast hérna að? — Já, ég var að enda við að Framhald á bls. 19 Séð til austurs yfir Stokkseyri ofan af þakinu á hraðfrystihúsinu. Næst okkur hvila þeir, sem boriö hafa hita og þunga dagsins á liöinni tiö, en fengið hafa loks samastað á ströndinni. Nokkur þeirra snyrtilegu húsa, sem risið hafa af grunni á Stokkseyri upp á siðkastið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.