Tíminn - 09.06.1974, Side 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 9. júni 1974.
Við getum ekki logið endalaust
Þaö eru að minnsta kosti tiu
mánuðir þar til Karl Bretaprins
getur gift sig. Hann verður fyrst
að ljúka herskyldunni. Allt
bendir til þess, að hann sé búinn
að velja sér konuefnið, og fjöl-
skyldan sé búin að gefa sam-
þykki sitt. Nú eru átta mánuðir
frá þvi fyrst var farið að tala um
að eitthvað væri á milli Jane
Wellesley, sem er 22 ára gömul,
og Karls prins. Karl kemur oft
heim til Jane, þegar hann
er i leyfi, og Jane hefur meira
að segja heimsótt Karl um borð
iherskipið, þar sem hann gegnir
herþjónustu. Kunningjar unga
fólksins eru orðnir þreyttir á að
segja stöðugt ,,þau eru bara
vinir”. Það er ekki endalaust
hægt að segja ósatt. Sannleikur-
inn um samband Karls og Janne
hlýtur að koma i ljós um siðir.
Karl er sjálfur orðinn dálitið
þreyttur á þvi að vera pipar-
sveinn, þvi hann er aldréi látinn
i friði. Það eru margar stúlkur,
sem vel gætu hugsaö sér að eyða
ævinni við hlið hans. Jane er
hins vegar róleg og þægileg i
umgengni, og henni stendur
alveg á sama um það, þótt Karl
eigi eftir að verða konungur:
staða hans i þjóðfélaginu hefur
engin áhrif á hana, eða svo er að
minnsta kosti sagt. Jane ef
Eitt sinn var hann maður Anitu Ekberg
Anthony Steel, sem nú er 53 ára
gamall, er kominn heim eftir 17
ára fjarvist. Eitt sinn var Steel
kvæntur hinni frægu leikkonu
Anitu Ekberg. Nú hefur
Anthony Steel ákveðið að setjast
að i Englandi fyrir fullt og allt,
og byrja þar að leika i kvik-
myndum. Hann er búinn að fá
fast hlutverk sem „atvinnu-
morðingi” i glæpamyndaflokki
★
þeim, er nefnist Spy Trap og
hefur verið gerður fyrir BBC.
Anthony er hér á myndinni að
kyssa konuna sina, sem eitt sinn
var, Anitu Ekberg. Þau giftust
skömmu upp úr 1950. Hjóna-
bandið stóð ekki lengi, þvi frægð
eiginkonunnar skyggði á frægð
eiginmannsins, og hamingjan
varð heldur endaslepp.
★
★
mikið með yngsta bróður sin-
um, Richard, sem þið sjáið hér
á ar.narri myndinni. Hann hefur
alltaf komið með henni á
skemmtanir og i samkvæmi.
Hin myndin er af Karli prinsi og
Jane. Sagt er, að Jane hafi
mikinn áhuga á listum og tón-
list, en þvi miður mun hún ekki
hafa mikinn tima aflögu i fram-
tiðinni fyrir sjálfa sig, ef hún á
eftir að enda sem Breta-
drottning.
Lolitu-hlutverkið
truflaði líf mitt
Sue Lyon var 14 ára, þegar hún
lék Lolitu i samnefndri mynd.
Fólk varaði hana við að taka að
sér þetta hlutverk reyndrar
heimskonu, sem hafði það aðal-
markmið að táldraga menn. —
Ég hló bara að öllum ráðlegg-
ingum, segir Sue nú. A vegi
minum urðu freistingar, sem
eru ekki likar neinu þvi, sem
venjulegar telpur verða fyrir.
Arangurinn var ekki eintómur
hagnaður.