Tíminn - 09.06.1974, Blaðsíða 26
26
TÍMINN
Sunnudagur 9. júni 1974.
Konungsskipið nálgast höfnina I Vestmannaeyjum. Lóðsinn hafði fylgt þvi dyggilega siöasta spöiinn og sést til hægri á myndinni.
Síðasti viðkomustaður í konungs-
heimsókninni var Eyjar
BH—Reykjavik —
íslandsför ólafs V
Noregskonungs að þessu
sinn lauk i gær. í fyrra-
kvöld lagði konungs-
skipið Norge úr höfn i
Reykjavik og i gær-
morgun kom það til
Vestmannaeyja. Þar
var konungi vel fagnað,
en ekki kunnum við
gjörla frá þeim
atburðum að segja, þar
eða flugvélin, sem flytja
átti fréttamenn og ljós-
myndara út i Eyjar, gat
ekki lent þar vegna
norðanstrekkings, þótt
veður væri annars hið
fegursta.
Móttökur Vestmanna-
eyinga voru i fullu sam-
ræmi við þann hugs-
unarhátt, er þar hefur
jafnan rikt, og sómdu
þjóðhöfðingja, er sótti
þá heim. Miðja vegu
milli lands og eyju koma
skipafloti Vestmanna-
eyinga til móts við
konungsskipið og fagn-
aði þvi. Voru bátar
Eyjamanna hinir
skrautlegustu og blöktu
fánar íslands og Noregs
við hún.
Um það bil
konungsskipið renndi
inn á höfnina i Eyjum i
fylgd Eyjabáta, urðum
við að snúa við aftur til
Reykjavikur, og getum
þvi ekki sagt frá við-
tökum þeim, sem
konungur hefur hlotið i
Eyjum i gær.
Þá var klukkan að
ganga niu, er við sner-
um til baka, en áætlað
hafði verið, að klukkan
9.00 legði konungsskipið
upp að bryggju i Vest-
mannaeyjum.
Þar var reiknað með,
að konungur hefði
nokkra viðdvöl, en
klukkan hálftólf stóð til,
að konungsskipið héldi
aftur á brott frá Eyjum.
Þar með lýkur ís-
landskomu þessa
ástsæla konungs að
þessu sinni. Hann hefur
með elskulegri fram-
komu sinni og vinarþeli i
garð islenzku þjóðarinn-
ar unnið sér hylli allra
landsmanna, sem seint
munu gleyma þessum
góða gesti.
Honum og föruneyti
hans fylgja beztu kveðj-
ur héðan með þökkum
fyrir komuna.
er Prýddir fáum beggja þjóðanna komu Eyjabátar til móts viö konungsskipið.