Tíminn - 09.06.1974, Blaðsíða 40

Tíminn - 09.06.1974, Blaðsíða 40
fyrirgóöan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Tlmamynd: Gunnar Gömlu kaupfélagshúsin á Rauöalæk neöan þjóövegarins Rauðilækur í Holtum: Nýtt kauptún í burðarliðnum KAUPFELAG RANGÆINGA hefur ár hvert i þjónustu sinni flokka byggingarmanna, scm byggja íbúðarhús á Hvolsvclli og Rauöalæk, þar sem útibú kaupfiMagsins er, og er húsunum siðan skilað kaupendum fokheld- um á kostnaðarvcröi, sem reynst hefur mjög lágt. Eins og gefur að skilja hafa flest húsin verið byggð á Hvols- velli, sem er kauptún i örum vexti, en nokkuð hefur einnig ver- ið byggt á Rauðalæk, svo að þar má heita kominn visir að þorpi — hinu þriðja við ,þjóðveginn um Rangárvallasýslu. Hitt er enn óráðið, hvaða vöxt það kann að taka út á næstu árum og ára- tugum, en alkunna er, að sveita- þorp þau, sem risið hafa upp i seinni tið, hafa blómgazt og vaxið með ótrúlegum hraða, svo að sum þeirra eru komin i tölu fjöl- mennustu byggðarlaga i landinu, eins og til dæmis Selfoss. Aðeins örfá ár eru siðan nýbyggðin að Rauðalæk i Holtun hófst, og komi þangað jafnmargir til búsetu hin næstu ár og verið hefur þessi siðustu misseri, er að minnsta kosti fyrirsjáanleg tals- verð byggð þar. Með miklum vegabótum hafa lika þéttbýlis- staðir á Suðurlandi i rauninni færzt nær hver öðrum, og munu vonandi gera það i vaxandi mæli á komandi árum. Þegar vegur með varanlegu slitlagi verður kominn frá Faxaflóa austurá Hvolsvöll, er nú virðist i sjónmáli, má nánast heita snertispölur frá Reykjavik til dæmis austur i kauptúnin rangæsku. Er mjög liklegt, og eru raunar þegar ýms dæmi um það, að fólk, sem ættað er austan úr sveitum kjósi sér bólfestu i sveitaþorpunum þar, er á ævina liður, auk þess sem fleira ungt fólk staðfestist heima i héraði en áður, þegar fleiri kosta er orðin völ um atvinnu en áður. Og nú er Rauðilækur að komast i tölu þeirra kauptúna, er, til álita koma, þegar valið er á milli byggðarlaga. BORAÐ EFTIR HEITU VATNI Á LEIRA HHJ-Rvik — Jarðbor frá Orkustofnun hefur verið við’Leirá I sumar, og hafa verið boraöar tvær 600 metra djúpar holur, sem nú gefa 10-15 lltra af fimmtiu stiga heitu vanti á sekúndu hverri. Borinn, sem notaður hefur verið, megnar ekki að bora dýpra, og þvl hafa Akurnesingar farið þess á leit, að annar og stærri bor verði sendur upp eftir. Karl Ragnars hjá Orkustofnun sagði Tlmanum, að sá bor myndi dýpka þær holur, sem þegar hafa veriö boraðar, og þannig yrði reynt að fá upp meira og heitara vatn en nú fæst. Vínbúðarmál Skagfirðinga: Fram- kvæmd atkvæða- greiðslu kærð? UM LEIÐ og sveitar- st jórnarkosningar fóru fram, voru atkvæði greidd um það á Sauðárkróki, hvort þar skyldi Áfengis- og tóbaksverzlun rlkisins opna áfengisbúð. Var það fellt með verulegum atkvæða- mun, svo sem frá hefur verið skýrt. Þeir, sem töldu áfengisbúð heldur óliklegt meðal til þess að bæta bæjarbraginn, voru að sjálfsögðu ánægðir með úrslitin, en aðrir' eru þeir, sem sætta sig ekki fyllilega við atkvæðagreiðsluna eins og hún fór fram. Tvennt er það, sem menn fetta fingur út i. Annars vegar er það, að ekki var unnt að greiða atkv. utan kjörstaðar um áfengisbúðar- málið. Telja sumir Sauðár- króksbúar, sem ekki voru heima á kjördaginn, sig hafa verið setta skör lægra en aðra menn, einkum menn á hinum nýja fiskiflota Skag- firðinga. Munu þeir til, er haft hafa við orð að kæra atkvæðagreiðsluna af þessum sökum, þótt raunar sé heldur ósennilegt, að af þvi verði. Á hinn bóginn finnst svo sumum Skagfirðingum, sem búsettir eru annars staðar en á Sauðárkróki, að þetta hefði átt að vera mál alls héraðsins, að minnsta kosti að svo miklu leyti sem öll kaupstaðarsókn hnigur til Sauðárkróks. Telja þessir menn, að það hefði verið sanngirnismál, að allir héraðsbúar hefðu greitt atkvæði um þetta mál. A móti þessu er þvi teflt, að þess munu engin dæmi, að slik atkvæðagreiðsla hafi náð til viðara svæðis en þess kaupstaðar eins, er hlut átti að máli, auk þess sem það hlýtur að bitna fyrst og fremst á kaupstaðnum sjálfum, ef óreiða eykst við tilkomu vinbúðar. Hefur þetta orðið sumum drjúgt umræðuefni siðan á dögunum, er atkvæða- greiðslan fór fram, þótt hinir séu án efa miklu fleiri, sem láta sig einu gilda, hverjir áttu þess kost að leggja lóð sitt á vogarskálina. Við þetta er þvi einu að bæta, að heldur mun talið óliklegt, að fyrirskipuð verði ný atkvæðagreiðsla á Sauðárkróki, þótt alvara verði gerð úr þvi að kæra það framkvæmdaratriði, að ekki var unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar. Myndu þá einnig ólöglegar atkvæðagreiðslur af þessu tagi, er áður hafa farið fram á landinu, þar á meðal atkvæðagreiðslan á Seyðis- firði nú á dögunum, er snerist um það, hvort loka skyldi vinbúðinni • þar eða hafa hana opna áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.