Tíminn - 09.06.1974, Blaðsíða 29
Sunnudagur 9. júni 1974.
TÍMINN
29
Steinsteypur gluggi I þýzkri kirkju. Gluggi þessi er einn af fjölmörgum
kirkjugiuggum eftir Geröi Helgadóttur, sem prýöa þýzkar kirkjur.
Glugginn er „upphleyptur" aö innanveröu lika. Oidtmann i Þýzkalandi
steypti gluggann.
hafðir lokið við gluggana i Skál-
holt?
Samkeppnisverkefni
— Það tóku við ný og ný verk-
efni. Ég sendi tillögur i sam-
keppnir og fékk mörg áhugaverð
verkefni út úr þvi (það má skjóta
þvi hér inn, að Gerður Helgadótt-
ir hefur aðeins einu sinni misst af
samkeppnisverkefni, sem hún
hefur sótzt eftir. JG)
—- Hvað er eftirminnilegasta
verkefni, sem þér hefur verið fal-
ið við húsagerð, eða skreytingar?
— Það er auðvitað Skálholt.
Annars er mjög erfitt að segja um
slikt. öll slik verkefni eru mjög
skemmtileg og heillandi. Þó
fannst mér eitt verkefni, sem mér
var falið, merkilegt, en það var
að gera kross fyrir dómkirkjuna i
Aachen. Þessi kross var að þvi
leyti til merkilegur, að hann var
smiðaður úr járni og gulli. Það er
hefð þarna i Aachen að vinna úr
þessum óskyldu málmum, gulli
og járni, og hefur svo verið siðan
á dögum Karla-Magnúsar.
t
Járn og gull
Ég gerði fyrst likan að hug-
mynd minni um þennan kross og
klæddi með látúni i staðinn fyrir
gull og þetta sýndi ég prelátunum
og þegar ákvörðun lá fyrir, þá
geröi ég þennan kross, sem er
tæpur metri á hæð.
Það var mjög erfitt að smiða
þetta, fá gullið til að bindast við
járnið og þvi fór mikill timi i
verkið.
Margir hafa velt þvi fyrir sér,
hvort þeir noti járnið til þess að
spara gull, en ég held að svo sé
ekki, heldur sé þessi hefð orðin til
vegna þess hve erfitt er að vinna
þessa tvo málma saman.
Oidtmann
— Svo við vikjum aftur að Oidt-
mann. Þú gerir myndina á Toll-
stöðina með þeim. Var Skálholts-
kirkja og gluggarnir i hana upp-
hafið að þvi samstarfi?
—■ Já. Ég kynntist þeim gegnum
það verk og siðan hefi ég unnið
mörg verk með þeim. Það leiðir
af sjálfu sér. Slik verk,mosaik og
steindir gluggar, eru unnin i sér-
stökum verkstæðum, sem hefur á
að skipa sérfróðum mönnum,
sem lika eru eins konar listamenn
i sinni grein.
— En sjálfar frumteikningar
verkanna. Vinnur listamaðurinn
einn að þeim?
— Ég hefi mest unnið ein. Þó
fékk ég aðstoðarmann til að
hjálpa mér við að ljúka vinnu-
teikningunum að myndinni á
Tollstöðvarhúsinu. Hann heitir
Enard og er mörgum kunnur hér
á landi og er mjög góður málari.
Hann er kvæntur islenzkri konu,
Valgerði Hafstað.
— Nú ert þú að vinna að alls
konar verkefnum i opinberar
byggingar, steinglugga, mosaik
og kirkjumuni. Tekur það ekki
allan timann frá skúlptúrnum?
Eilifur erill
— Jú ég er á eilifum þeytingi
um alla Evrópu út af sérstökum
verkefnum, sem aðrir hafa valið
mér. Það er hins vegar mjög
Þessi mynd er tekin fyrir framan Toilstööina, um þaö leyti, sem myndin var afhjúpuö. Þetta mun vera
stærsta mynd á tslandi.
Þegar Geröur haföi lokiö námi I
Paris, fékk hún sér vinnustofu og
byrjaöi aö vinna.
— ,,Þá fórégað reyna aö puða
svona ein. Fékk mér vinnustofu i
Paris og fór aö vinna. Ég bjó til
einhverjar fantasiur.”...
hafa steðja og fleiri áhöld, eins og
gefur að skilja.
Nú, ég fór að taka þátt i sýning-
um og árið 1952 hélt ég sjálfstæða
sýningu i Listamannaskálanum,
sem þá var við hliðina á alþingis-
húsinu.
— Ég hélt nú, að ég yrði að setj-
ast að á tslandi, þar eð efnin voru
til þurrðar gengin. Sýningin hlaut
held ég sæmilegar viðtökur. Þetta
voru ný efni, sem ekki teljast þó
lengur til nýjunga, en það sem
mér kom helzt á óvart var,
hversu margar myndir seldust.
Þetta gjörbreytti högum minum
og ég gat haldið til Parisar á ný,
til að sinna listsköpun.
Steindir gluggar —
mósaik
— Hver voru fyrstu verkefnin,
sem þér voru fengin við að
skreyta byggingar?
— Það er svolitill kapituli á
undan þvi. Ég fór og lærði að gera
steinda glugga hjá Barrie i Paris.
Vann ég þar á verkstæði, sem
gerir slika glugga og þar lærði ég
frá grunni allt um þá, en það er
nauðsynlegt. Þessir gluggar eru
lagöir i blý og notað er margs
konar gler og ennfremur eru þeir
málaðir með sérstökum litum,
sem siðan eru brenndir, þvi að
svona gluggar eiga að geta enzt
um aldir.
Fyrsta stóra verkefnið, sem ég
fékk, voru gluggarnir i Skálholts-
kirkju. Bygginganefndin efndi til
samkeppni og ég fékk verkefnið.
Þessir gluggar voru siðan gerð-
ir hjá Oidtmann i Þýzkalandi og
þangað fór ég og valdi glerið og
málaði á það, sem venja er til. Ef
þetta er skýrt svolitið nánar, þá
eru litirnir til i gleri — allir litir —
en það sem málarinn verður að
gera er að mála finni linur i gler-
ið. andlit og annað slikt. Alls tók
það um eitt ár að vinna þessa
glugga og siðan voru þeir settir
upp i kirkjuna.
— Hvað tók svo við, þegar þú
Hér er Geröur Helgadóttir viö glugga, sem er I húsi Asgeirs Bjarnasonar og Unnar Helgadóttur, aö Víg-
hólastig 6 i Kópavogi.
nauðsynlegt að vinna að ein-
hverju öðru en þessum verkefn-
um, sem fara eiga á vissa staði.
Vinna annað fyrir sjálfan sig, ef
svo mætti að orði komast. Þvi er
hins vegar ekki að leyna, að það
hefur verið mjög erfitt að finna
tima til þess að vinna höggmynd-
ir þessi tvö siðustu ár. Það fór
mjög mikill timi i tvær mosaik-
myndir, fyrir Tollstöðina og eins
fyrir banka i Linnich.
— Er myndin á Tollstöðinni
stærsta mynd, sem þú hefúr gert?
— Nei, það er hún ekki. Ég hefi
gert stærri myndir úr steindu
gleri, glugga. T.d. i kirkju i Bille-
brinkhohe.
— Hvernig er að vinna með Oit-
mann verkstæðinu.
Framhald á bls. 37
Grein: Jónas Guðmundsson
Myndir: G.E. og fl.
V___________________________)