Tíminn - 09.06.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 9. júni 1974.
TtMINN
7
hins itrasta gegn þvi, svo og Raf-
magnsveita Reykjavikur, sem i
ákveðnu máli lét sig hafa það að
þverbrjóta aliar reglur, unz
borgarráð tók af skarið.
Framhjá þeirri staðreynd verð-
ur naumast gengið, að tilboð
Samvirkis hafa verið hagstæð
fyrir báða aðila og kom fram i er-
indi Ásgeirs, að Samvirki hefur á
sl. ári veitt 10% afslátt til við-
skiptavina sinna.
Hitt er þó aðalatriðið, að félagið
er fyrst og fremst stofnað til þess
að bæta kjör sinna manna. Frá
upphafi hafa allir fengið sömu
laun, þannig að timakaupið er
það sama, og arðinum af verkun-
um siðan skipt á milii starfs-
mannanna. Er óhætt aðJullyrða,
að ekkert fyrirtæki greiði starfs-
mönnum sinum svo rausnarlega.
— Heildarveltan á siðasta ári
nam rúmum 7 milljónum króna,
og fyrirtækið á að geta bætt hag
sinn i framtiðinni, sagði Asgeir i
lok ræðu sinnar.
Lokaorð hans voru á þá leið, að
rafvirkjarnir i Samvirki fögnuðu
þvi, ef á legg kæmust fleiri fram-
leiðslusamvinnufélög, og þeir
væru boðnir og búnir til þess að
aðstoða við stofnun slikra félaga.
t fyrirspurnum og umræðum,
sem á eftir komu, varð þess
greinilega vart, að áhugi er rikur
á þessum málum.
Helztu atriðin, sem þar komu
fram, ýmist sém fullyrðingar eða
tii ihugunar, voru þessi:
Það er æskilegt að koma upp
framleiðslusamvinnufélögum á
sem allra fiestum sviðum og hafa
náið samband á milli þeirra.
Það reynir á félagsþroskann að
starfa saman að þessu, sérstak-
lega þegar vel gengur.
Pipulagningamenn eru að velta
félagsstofnun fyrir sér.
Rafvirkjar. sem stöðugt standa
frammi fyrir nýjungum i tækni á
sinu sviði, þurfa sifellt að fylgjast
með. Þvi fer ágóðahluti Samvirk-
is i fræðslusjóð rafvirkjafélagsins
til endurmenntunar stéttarbræðr-
anna.
Og að lokum:
Lögin um samvinnufélög þyrftu
endurskoðunar við, með tilliti til
þess, að framleiðslusamvinnu-
félög voru ekki til, þegar lögin
voru samin.
Margt fleira var rætt, og komu
mörg skemmtileg sjónarmið
fram, en það var ljóst, að menn
voru á einu máli um það, að hér
hefði vel tekizt til og reynslan af
árs starfsemi Samvirkis lofaði
mjög góðu.
Fundarstjóri á fræðslufundin-
um var Þórarinn Ólafsson raf-
virki. — BH.
Framleiðslusamvinnufélög æski
leg á sem allra flestum sviðum
Fræðslufundur um starfsemi Samvirkis eftir árs reynslu
SAMVIRKI — framleiðslusam-
vinnufélag rafvirkja — efndi til
fræðslufundar um framleiðslu-
samvinnu að Hótel Esju siðastlið-
ið föstudagskvöld. Fundurinn var
opinn öllum meðlimum iðn-
sveinafélaganna, og var hann
nijög vel sóttur. Mátti þar sjá
pipulagningamenn, múrara og
húsasmiði, auk fleiri iðnaðar-
manna, en auðheyrt var á fyrir-
spyrjendum i lok fundarins, að
áhugi er hjá þessum þrem stétt-
um, a.m.k. að kanna möguleika a'
að koma á samvinnufélagsskap
innan stéttarinnar, og hugsan-
legri samvinnu milli samvinnu-
fclaganna siðar meir.
A dagskrá fræðslufundarins
voru tvö erindi, auk fyrirspurna
og frjálsra umræðna.
Fyrra erindið flutti Hannes
Jónsson félagsfræðingur, og
fjallaði það á greinargóðan og
yfirgripsmikinn hátt um fram-
leiðslusamvinnu sem efnahags-
legt skipulagsúrræði.
Síðara erindið flutti Ásgeir
Eyjólfsson formaður rafvirkja-
deildar Samvirkis, og fjallaði það
um hagnýta reynslu af starfi
Samvirkis — framleiðslufélags
rafvirkja.
Þar sem tvimælalaust er rikur
áhugi manna á meðal á þessari
starfsemi, en færri gátu sótt fund-
inn en vildu, skal hér i nokkrum
orðum gerð grein fyrir erindi Ás-
geirs Eyjólfssonar.
Ásgeir gat þess i upphafi, að nú
væri árs reynsla fengin af rekstri
framleiðslusamvinnufélagsins
Samvirkis, og þvi væri nú unnt að
skýra nokkuð frá fengnum
árangri, byggðum á reynslu.
Tildrögin að stofnun Samvirkis,
voru þau, að árið 1971, var stjórn
Félags isl. rafvirkja falið að
kanna möguleika á að stofna raf-
virkjasamvinnufélag með liku
sniði og tiðkast i nágrannalöndum
okkar. 1972 eru rafvirkjar i verk-
falli, og er i þvi verkfalli farið að
huga alvarlega að þessum mál-
Asgeir Eyjólfsson, rafvirki.
um, skipuð nefnd, sem i samráði
við Hannes Jónsson félagsfræðing
myndar drög að stofnun félagsins
og lög fyrir það. Er stofnfundur
siðan haldinn með 25 rafvirkjum,
-eg-ðltveðið að miða stofndag við 5.
mai 1973, en þá voru félagsmenn
orðnir 50 talsins, allt rafvirkjar.
1 mai hefst svo reksturinn, og
mætir ýmsum erfiðleikum, sem
allir leysast þó, mest fyrir eldleg-
an áhuga félagsmanna, sem ætið
voru reiðúbúnir að mæta hverju
vandamáli. Starfsmenn urðu
fljótlega 3, en með vaxandi verk-
efnum fjölgaði þeim um 6 á miðju
sumri, og siðan hafa starfað hjá
Samvirki 9-11 rafvirkjar.
Erfiðleikarnir lágu fyrst og
fremst i stofnfjármagni, sem var
i minnsta lagi, aðeins 110 þúsund
krónur og dugði skammt. Þá gekk
i nokkru stimabraki með húsnæði
framan af.
Þá hefur Samvirki fengiö að
kenna á samkeppni af hendi raf-
verktaka, sem hafa beitt sér til
Tlmamynd: GE.
Séð yfir fundarsalinn. Hannes Jónsson I ræðustól.
Mesta framkvæmda- dr í sögu KEA
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð-
inga, var haldinn I Samkomuhús-
inu á Akureyri, 30. og 31. mai.
Rétt til fundarsetu höfðu 204 full-
trúar frá 24 félagsdeildum, en
fundinn sóttu 194 fulltrúar frá 20
deildum, auk stjórnar félagsins,
kaupfélagsstjóra og endurskoð-
enda. Auk þess sátu fundinn ýms-
ir gestir og allmargir starfsmenn
félagsins.
Fundarstjórar voru kjörnir,
Hilmar Danielsson, Dalvik, og
Hjörtur Eiriksson, Akureyri, en
fundarritarar þeir Óttar Einars-
son, kennari, Akureyri, og Árni
Hermannsson, bóndi, Þverá.
Formaður félagsins, Hjörtur E.
Þórarinsson, flutti skýrslu
stjórnarinnar fyrir liðið ár. Bar
hún með sér, að fjárfestingar
félagsins á árinu, höfðu numið
124.4 milljónum króna i fasteign-
um, vélum og munum.
Kaupfélagsstjórinn, Valur Arn-
þórsson, las reikninga félagsins
og gerði itarlega grein fyrir
rekstri þess. Heildarvörusala
félagsins og fyrirtækja þess á inn-
lendum og erlendum vörum þeg-
ar með eru teknar útflutningsvör-
ur, verksmiðjuframleiðsla og
sala þjónustufyrirtækja, jókst um
37.3%, úr 2.645 millj. króna i 3.633
millj. króna.
Fjármunamyndun félagsins,
þ.e. afskriftir flýtifyrningar og
ágóði, nam á árinu rúmum 76.3
millj. króna. Aðalfundurinn sam-
þykkti að úthluta og leggja i
stofnsjóð félagsmanna 2% af
ágóðaskyldri úttekt þeirra á ár-
inu og 2% af úttekt þeirra i
Stjörnuapóteki, sem færist i
reikninga félagsmanna.
f menningarsjóð KEA var sam-
þykkt að leggja kr. 1.500.000.00 i
tilefni ellefu hundruð ára afmælis
byggðar á íslandi auk þess, sem
Menningarsjóður fær rekstraraf-
gang Efnagerðarinnar Flóru,
sem nam kr. 318.011.75 á s.l. ári.
Úthlutun styrkja úr menningar-
sjóði nam að þessu sinni kr.
660.000.00 samkvæmt greinargerð
frá stjórn sjóðsins.
Aðalfundurinn samþykkti að
veita Minjasafninu á Akureyri kr.
300.000.00 framlag vegna nýbygg-
ingar við Kirkjuhvol. Jafnframt
samþyjckti fundurinn að gefa
Starfsmannafélagi KEA kr.
1.000.000.00 til byggingar sumar-
húsa.
Gunnlaugur P. Kristinsson,
fræðslufulltrúi kaupfélagsins,
flutti framsöguræðu um félags-
og fræðslumál samvinnufélag-
anna, en miklar umræður urðu
siðan um þessi mál. Fundurinn
samþykkti ályktun sem fól í sér
hvatningu til áframhaldandi efl-
ingar félags- og fræðslustarfsemi.
Úr stjórn félagsins átti að
ganga Kristinn Sigmundsson,
Arnarhóli, en hann var endur-
kjörinn til þriggja ára. Endur-
skoðandi i stað Guðmundar Eiðs-
sonar, sem flutt hefur af félags-
svæðinu var kosinn Hilmar
Danielsson, Dalvik, en Armann
Dalmansson var endurkjörinn
varaendurskoðandi.
Þá var og endurkjörinn i stjórn
Menningarsjóðs KEA Kristján
skáld frá Djúpalæk og varamenn
hannes Sigvaldason, ráðunautur
Að siðustu voru kjörnir 16 fulltrú
ar á aðalfund Sambands isl. sam
vinnufélaga.
þau Hólmfriður Jónsdóttir
menntaskólakennari, og Jó
Frá aðalfundi KEA á dögunum