Tíminn - 09.06.1974, Qupperneq 5

Tíminn - 09.06.1974, Qupperneq 5
Sunnudagur 9. júni 1974. TÍMINN 5 Ewa Aulin orðin húsmóðir Ewa Aulin er hætt öllum af- skiptum af kvikmyndum i bili og helgar lif sitt manni sinum og heimili. Eiginmaöurinn er Casare Paladino og er óðals- bóndi. Kannski á Ewa þó eftir aö skipta um skoðun og snúa sér að kvikmyndaleiknum á nýjan leik, ef henni bjóðast góð hlut- verk, en þvi miður tókst henni ekki allt of vel upp, að minnsta kosti ekki i myndinni Candy, þar sem hún lék á móti Richard Burton. Vel getur þvi verið, að hún eigi ekki annars úrkosta en sitja heima þessa dagana. r Ovenjulegt slys Nýlega átti sér stað óvenjulegur árekstur á þjóðveginum milli Challes-Les-Eaux i Savoy i Frakklandi og bæjarins Cham- bery. Þarna rákust á flutninga- bill og sviffluga. Svifflugmaður- inn hafði lagt upp i flugferð sina frá flugvelli nálægt fyrrnefndri borg, en komst ekki aftur til flugvallarins til þess að lenda þar. Hann ákvað þvi að lenda á þjóðveginum. í lendingunni slapp hann naumlega framhjá nokkrum háspennuraflinum, straukst við girðingu umhverfis hús nokkurt, og endaði með þvi að rekast á flutningabilinn, eins og fyrrsegir. Flugmaðurinn var þegar fluttur i sjúkrahús, illa meiddur. ★ ★ Audrey Hepurn að skilja? Audrey Hepurn er sögð i þann veginn að skilja við hinn italska eiginmann sinn, Andrea Dotti sálfræðing. Vinir hennar full- yrða, að hún sé orðin þreytt á að vera innilokuð með sonum sin- um tveimur, Sean 13 ára og Luca þriggja ára. Hún er einnig orðin þreytt á að látast ekkert vita um ástarævintýri eigin- mannsins. Hún er óánægð yfir að hafa orðið að leggja leiklist- ina á hilluna vegna þess að hún giftist, og nú er hún búin að hitta mann, sem vill gefa henni kost á frjálsara lifi. Hún er þó ekki viss um, hvort hún á að skilja við Dotti, aðallega vegna barnanna. Önnur myndin er af Dotti með Luca son sinn, en hin eraf Audrey og nýja vininum henn- ar. Snowdon lóvarður er snjall að dulbúasf Snowdon lávarður, mágur Elisabetar Englandsdrottning- ar, hefur mikla ánægju af þvi að búa sig á hinn furðulegasta hátt og villa á sér heimildir. Hann er svo hugmyndarikur, að honum hefur hvað eftir annað tekizt að klæða sig svo, að hans nánustu hafa ekki borið kennsl á hann. Vinum Snowdons finnst þetta mjög skemmtilegt, en þvi miður kann hirðin ekki jafnvel að meta gerðir hans. Nýlega brá Snow- don sér i gervi yfirþjóns, og gekk um beina i veizlu hjá vin- konu sinni Jane Pickers Lang- ley. Hann bar gestum vin allt kvöldið, og enginn þekkti hann. Snowdon hefur ekki aðeins dul- búizt til þess að skemmta fólki, heldur gerir hann það stundum i þeim tilgangi að hafa gott af þvi sjálfur. Einu sinni hvarf hann frá London, og enginn vissi hvað af honum hafði orðið i þrjár vik- ur samfleytt. Þá var hann i Japan, og þangað hafði hann komizt i dularklæðum án þess að nokkur þekkti hann. Þá hefur Snowdon gert það að gamni sinu að læðast inn og út af heimili sinu i dulargervi. Þetta gekk svo langt, að lögreglan tilkynnti komur óþekktra manna til Margrétar prinsessu, þar sem talið var, að henni gæti stafað einhver hætta af þessum undar- legu gestum, sem alltaf virtust vera að sniglast I kringum heimili hennar. Margrét fór á fund systur sinnar og ræddi þessar mannaferðir við hana. Þær ákváðu svo að tala um þetta við lávarðinn, sem varð heldur skömmustulegur og neyddist til að viðurkenna, að þarna væri hann sjálfur á ferð- inni, og hefði ekki viljað láta fólk vita af ferðum sinum. Það er ekkert leyndarmál, að Tony vill helzt vera sjálfs sin herra, og hefur ekki mikla ánægju af að þurfa að fylgja hinum föstu reglum við hirðina. Tony Arm- strong-Jones, Snowdon lávarð- ur, vill sem minnst láta um sig tala. Þess vegna leitar hann friðar með þvi móti að klæða sig i óvenjulega búninga, og jafnvel setja á sig skegg og hárkollur. Svo fær hann lánaða bila, og þannig getur hann oft ferðazt um meðal fólks i friði. Hérna sjáið þið svo lávarðinn klæddan sem gamla blómasölukonu. Hann og vinir hans hlæja, en kóngafólkið skammast sin fyrir framkomu hans.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.