Tíminn - 09.06.1974, Side 8
8
TÍMINN
Sunnudagur 9. júní 1974.
Þessi litla stúlka
er gáta í augum
læknanna
— Þegar Janne litla var fjögurra ára, var
hún dauðadæmd. Hún var stöðugt á sjúkrahús-
um, og þar var hún troðin út af lyfjum.
Að lokum gátum við ekki afborið lengur að
horfa á hana, segja foreldramir. Við hættum
að gefa henni lyfin, og fórum að gefa henni
vitamin i staðinn. Þetta var áhætta, sem við
urðum að taka, en við höfðum engu að tapa
hvort eð var.
Og i dag furða læknarnir sig á þvi, að Janne
er orðin sex ára gömul, og ber engin merki um
sjúkdóminn.
Grau-fjölskyldan býr i Stenlöse,
nokkrum kilometrum fyrir
norðvestan Kaupmannahöfn.
Þar hittum við Janne, litla glað-
lega stúlku, með sitt dökkt hár
og björt augu, sem giampa af
lifslöngun. Iiún hjólar hring
eftir hring i trjágarðinum
heima hjá sér, á hjólinu, sem
hún fékk frá ömmu sinni á af-
mælisdaginn, þegar hún varð
sex ára. Janne hlær hátt, þegar
litli bróðir hennar Svend hleyp-
ur á eftir henni á litlu völtu fót-
unum sinum.
Það er sannkallað kraftaverk,
að Janne Grau skuli vera lif-
andi. Fyrir tveimur árum var
hún dauðadæmd af læknum
rikisspitalans i Kaupmanna-
höfn, vegna þess að hún þjáðist
af hinum skelfilega blóðsjúk-
dómi leukemi, eða hvitblæði. í
dag ber hún engin merki þessa
sjúkdóms, og ástæðan er sú.'að
foreldrar hennar þorðu að setja
sig upp á móti læknum sjúkra-
hússins og fara sinar eigin leið-
ir. Foreldrarnir fylgdu ráðum
náttúrulækna, hættu að gefa
dóttur sinni eiturlyfin, og i stað-
inn gáfu þau henni steinefna-
töflur og stóra skammta af C-
vfdamini.
Missti hárið
Kona i sorgarklæðum er i
heimsókn hjá Dorthe og Mogens
Grau. Hún hefur misst son sinn
úr leukemi.
— Ég sá Janne, þegar hún
var sem veikust, segir hún. Það
var skelfilegt. Hún var þá búin
að missa allt hárið, og var eins
og beinagrind, en maginn var
uppblásinn. Hún hafði hvorki
mátt til þess að standa né
ganga, og var hálfvönkuð og
starði bara fram fyrir sig. Það
er eins og að verða vitni að
kraftaverki, að sjá litlu telpuna
núna.
— Við gátum ekki afborið að
sjá Janne kveljast eins og hún
gerði, verða verri og verri með
hverjum deginum, af eitrinu,
sem i hana var troðið, segir fað-
irhennar. Miltað var uppblásið.
Hún fékk hvað eftir annað
lungnabólgu, og sjón og heyrn
var farin að truflast. Læknarnir
sögðu okkur, að við mættum bú-
ast við að hún dæi fljótlega. Þeir
sögðu, að hún myndi ekki lifa
mikið lengur en i eitt ár.
Mogen Grau bifvélavirki er
sterklega byggður maður á fer-
tugsaldri, og hann er gæddur
miklum baráttuvilja. Hann
hugsar ekki um annað en reyna
að færa dóttur sinni aftur heils-
una, og leggur allt sitt i að það
megi takast. Yfir fjölskyldunni
hvilir stöðugur ótti um að litla
stúlkan veikist á nýjan leik,
þrátt fyrir það, að ekki finnist
nú hjá henni nokkur merki sjúk-
dómsins.
Foreldrarnir eru óskaplega
þakklátir fyrir að dóttir þeirra
hefur náð aftur heilsunni, og
þess vegna vilja þeir að aðrir fái
að heyra, hvernig það gerðist.
Faðirinn er félagi i samtökum
foreldra, sem berjast fyrir þvi,
að i Danmörku verði leyft að
nota náttúrulækningalyf. Móð-
irin gefur ráð og upplýsingar
öllum þeim, sem hringja og
spyrja. Þeim berast bréf
hvaðanæva að úr heiminum,
vegna þess að meira að segja
utan Danmerkur hefur fólk
heyrt um lækningu Janne litlu.
Læknarnir ráðalausir
Foreldrarnir segja hina
undraverðu sjúkrasögu Janne
og hvernig hún náði heilsunni
aftur.
FYRIR TVEIMUR ARUM
VAR HÚN
DAUÐADÆMDUR HVÍT
BLÆÐISJÚKLINGUR