Tíminn - 09.06.1974, Side 14

Tíminn - 09.06.1974, Side 14
TÍMINN Sunnudagur 9. júni 1974. pianóleikara getur komið. Þá fór ég að vinna i Landsbankanum og þar var ég i tvö ár. En svo tveim árum siðar — 1962 — fór ég til London til náms. — Þú hefur alveg náð þér eftir þessi meiðsli? — Já ég náði mér alveg full- komlega. Ég var svo heppinn, að þegarég kom á slysavarðstofuna, þá kom þar aðvifandi ágætur læknir, Frosti Sigurjónsson, og svo vel tókst að lækna þetta, að ég hefi ekki fundið fyrir þessu siðan. Verður það að teljast sér- lega vel sloppið. — Siðan ferðu til London á Royal Academy of Music, Þar lenti ég hjá ágætum kennara, sem þar var að hefja störf, Gordon Green, sem var kennari nokkurra þekktra brezkra pianóleikara, svo sem Johns Ogdons, David Wide o.fl., mjög vel menntaður maður. Til London i einleikaranám. — Hvernig var að koma i frægan skóla með próf frá Islandi? Var það nægjanlegur undirbúningur? — Án þess að ég sé að miklast af skólanum hér, þá held ég að menn séu mjög vel undirbúnir hér. og það fer lika batnandi með árunum, svo ég held að nemendur frá Reykjavik verði ekki fyrir neinu áfalli við að koma i erlenda skóla. Auðvitað hefur London breytzt ákaflega mikið hvað tónlistina varðar. Segja má, að borgin sé orðin al- þjóðleg tónlistarmiðstöð, þar sem geysilega mikið framboð er á listamönnum á. öllum sviðum tónlistarinnar. Margir halda þvi fram að London sé nú höfuðborg tónlistar i heiminum. Sem sagt, að borgin er með þeim erfiðustu fyrir tónlistarmenn, til að koma sér á framfæri. Samkeppnin er gffurlega mikil og með þetta i huga eru skólarnir að sjálfsögðu reknir. Pianóleikarar og próf — Hvað varstu lengi við nám i London? — Ég var þrjú ár alls. Ég lauk einleikaraprófi, — Getur maður litið á það sem æðsta stig f námi i pianóleik? — Nei það var nú hægt að taka æðri gráðu þarna, en það miðast meira við samveldislöndin, en al- mennt mat. Innan brezka samveldisins er ákveðið kerfi. Þeir sem koma frá Ástraliu og ljúka ákveðnu prófi þar, hafa samskonar námsferil að baki og i öllum samveldis- löndum Breta. Próf frá Astraliu gildir þannig i Englandi og um allt samveldið. — Hvaða próf hafa t.d. menn eins og Ashkenazy? — Ég veit það nú ekki fyrir vist. Ég geri ráð fyrir þvi að hann hafi einleikarapróf frá Moskvu — há- skóla og dæmi ég þá bara frá þvi, sem ég hefi heyrt og lesið, en það er gifurlega mikið nám miðað við önnur kerfi. Þeir eru mjög lengi þar I skólanum. T.d. Ashkenazy hann fer erlendis á námsárum sinum og tekur þátt i alþjóða- keppni og hlýtur fyrstu verðlaun — áður en hann hefur lokið námi. Af þessu sérst að það er gifurlega hár „standard” á pianóleikurum þar. AAERKILEGT HVE MIK- ILL ÁHUGI ER Á PÍANÓ- LEIK Á ÍSLANDI — segir Halldór Haraldsson píanóleikari í samtali við Tímann sonar, sem lengi var verzlunar- maður i Vöruhúsinu og siðan kaupmaður i Reykjavik, en Haraldur er látinn fyrir nokkrum árum. Og fyrsta spurning okkar er: Hvenær hófst þú handa við pía- nóleik? Byrjaði 10 ára að leika á pianó — Ég hef stundað pianóleik meira og minna siðan ég var 9 eða 10 ára, og var alltaf i Tónlistar- skólanum,en stundaaði jafnframt nám i menntaskóla, sem auðvitað var dáltið erfitt. Þvi það getur enginn þjónað tveim herrum svo vel fari. Ég lauk stúdentsprófi árið 1959 og tók siðan eitt ár i að ákveða mig um framtiðina. Það varð svo úr, að ég ákvað að helga mig pianóleik, Ég stundaði nám i „fifunni'” i háskólanum (en lauk ekki prófi þar) og lauk jafn- framt lokaprófi frá Tónlistar- skólanum. — Hjá hverjum lærðirðu fyrsta að spila. — Ég var fyrst hjá Katrinu Dalhoff, en það var þegar skólinn var i Þjóðleikhúsinu. Næstu árin var ég svo hjá Hólmfriði Sigur- jónsdóttur. Siðan var ég einn vetur hjá Rögnvaldi Sigurjóns- syni, en siðan fór ég til Arna Kristjánssonar og þar var ég lengst , og þegar Arni lét af störfum við skólann var ég hjá Jóni Norðdal og útskrifaðist hjá honum, — Hvað leið langur timi frá þvi að þú byrjaðir nám þar til þú laukst prófi i pianóleik. — Það munu hafa verið um 10 ár, sem ég var i skólanum. — Ert þú kannski með þeim fyrstu, er ljúka prófi af þessari stærð frá Tónlistarskólanum. — Nei, þeir voru þarna á undan nokkuð margir. Gisli Magnús- son, Guðmundur Jónsson, Haukur Guðlaugsson og Jón Norðdal og fleiri menn. Þetta var allt komið i klassiskt form fyrir löngu hjá þeim. Einleikarapróf héðan sambærileg við erlend próf. —Hvaða kröfur eru gerðar á lokaprófi fyrir einleikara og eru svipaðar kröfur gerðar hér og er- lendis? — Já ég tel hiklaust að svo sé. Menn verða að leika konsert- prógram af vissri þyngd og auk þess kannski einn pianókonsert, og eftir þvi sem ég þekki til er þetta með liku sniði erlendis. — Hvað tók svo við, eftir að þú laukst námi i skólanum. Pianóleikarinn handarbraut sig, — Þá var ég nú svo óheppinn að handarbrjóta mig. Það er nú lik- lega ekki það bezta sem fyrir Nútímaverk erfiðari í flutningi, en hefðbundin Einn af efnilegri pianóleikurum okkar er Ilalldór Iiaraldsson og er ekki á neinn hallað, þótt sagt sé, að hann hafi vakið talsverða athygli um fram aðra, þvi hann hefur á kyrrlátan hátt opnað ný svið, ef svo má að orði komast, fyrir píanóleik hér á landi, með frumlegum verkefnum, sem hann hcfur tekið á dagskrá á tónleikum sinum. Umferðasnillingar hafa lagt leið sina hingað, nægir að nefna Ashkenazy, svo það er oft vel leikið á pianó hér á landi um þetta leyti og þvi fannst undir- rituðum, að það væri að þvi nokkur fengur fyrir lesendur Timans, að skrifa grein, eða við- tal um píanóllcikara. Varð það úr, að við hittum Halldór Haraldsson að máli, mitt i dagsins önn, en hann er nú að undirbúa tónleika i Listahátið 1974. Halldór cr fæddur i Reykjavik árið 1937, sonur hjónanna Friðu Gisladóttur og Haralds Halldórs- Píanóleikarinn handarbraut sig og varð að vinna tvö ór í Lands- bankanum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.