Tíminn - 09.06.1974, Side 15
Sunnudagur 9. júni 1974.
TÍMINN
15
Kuldinn varð til
þess að maður
æfði sig meira
Sama er einnig að segja um
Bandarikin. Það eru gerðar
miklar kröfur til námsmanna i
pianóleik.
Pianósnillingar
skipta tugum
— Hvað heldurðu að það séu
margir pianósnillingar i
heiminum núna, sem náð hafa
sem kalla mætti alþjóðlegri
stærð?
— Ég var nú einu sinni að telja
þetta, eða réttara sagt, ég og
kunningi minn gerðum þetta
okkur til gamans að varpa fram
þessari spurningu. Og þeir
reyndust ótrúlega margir. Mig
minnir að þeir skiptu nokkrum
tugum. Þó má segja að nokkrir
séu alveg i sér flokki, sem má
telja á fingrum sér og á ég þá við
menn eins og Horowitz, Rubin-
stein, Rudolf Serkin, Alfred
Brendel Michelangeli, Vilhelm
Kem og fleiri. Þetta eru eiginlega
yfirstærðir og svo eru margir
yngri menn á leiðinni i þennan
hóp. Menn, sem hlotið hafa
alþjóðlega frægð og viður-
kenningu fyrir pianóleik.
Viðfangsefni
á ísiandi
— Hvernig er að vera pianóleik-
ari á íslandi. Er Island ef til vill of
litið land fyrir konserteinleikara
til að sjá þeim fyrir hagstæðum
verkefnum og til aðsjá sér far-
borða?
— Ég hugleiddi þessi mál áður
en ég hélt utan til náms. Mér
fannst það ef til vill nokkur
biræfni að halda út i svona nám,
og hafði einmitt nokkra vantrú á
þeirri hlið málsins, en þetta hefur
gengið vonum framar.
— Ég vil þó undirstrika það, að
ég hafði áhuga á þessu, svo
mikinn, að þetta hlaut að ske. Og
eftir að ég kom heim aftur hefur
tekizt vonum framar að fá tæki
færi til að spila, og verkefnin
hafa aukizt mjög mikið. Það er
raunar merkilegt, hvað það er
mikill áhugi á planóleik i ekki
stærra landi.
— Fyrst eftir að ég kom heim,
kom ég fram hjá Tónlistar-
félaginu. Siðan bauðst mér að
koma fram með Sinfóniuhljóm-
sveitinni. Siðan hefi ég leikið með
henni svona annað hvert ár, sem
einleikari. Slðan hafa verið ein-
leikstónleikar af og til, bæði hér I
borginni og eins úti á landi og svo
meira og minna i kammermúsik.
— Ég hefi leikið mikið með
sellóleikurum, Gunnari Kvaran,
Hafliða og ýmsum fleiri. Það
hefur einhvernveginn komið i
minn hlut að leika mikið með
sellóleikurum og flautuleikurum.
— Þá er ótalið, að ég átti þess
kost að fara i hljómleikaferð til
Norðurlandanna og lék einleik i
öllum höfuðborgunum auk 2-3
stöðum utan þeirra i hverju landi,
og sú ferð var ógleymanleg. Það
væri vissulega athugandi hvort
Norðurlandaþjóðirnar ættu ekki
að gera meira af þvi að bjóða
mönnum frá frændþjóðunum að
koma fram i hljóðfæraleik.
Orðaður við
framúrstefnur
— Nú hefur þú verið orðaður við
framúrstefnur i efnisvali, og ert
ekki talinn fara troðnar slóðir i
verkefnavali þinu. Hvað viltu
segja lesendum um þá hlið máls-
ins?
— Svo er mál með vexti, að ég
kynntist flautuleikaranum
kanadiska Robert Aitken. Ég
vann með honum að prógrammi
sem var mjög nýstárlegt allt
framur stefnuverk. Við þessi
kynni komst ég i mjög nána
snertingu við nýja tónlist og
túlkun á framúrstefnuverkum.
— Þó verður að geta þess, að ég
hafði mikinn áhuga á nútima-
verkum fyrir. Hafði æft þau og
leikið, en þó vil ég taka það fram,
að ekki er um neina sérhæfingu
að ræða. Ég hefi sama áhuga á
klassiskum pianóverkum og
reyndar allri tónlist. í London
kýnntist ég öllum gerðum pianó-
tónlistar, og mörgum túlkendum
nútimaverka og ég reyndi að
leika þetta.
— Þessi verk eru mörg mjög
erfið i flutningi og maður var svo-
litið á báðum áttum, en eftir að ég
fór að vinna með Robert Aitkin,
þá opnaðist þetta svið einhvern-
veginn betur fyrir mér og þar
með fór ég lengra inn á þessa
braut.
Nótnaskrift
mismunandi —
— Nú virðast nútimaverk vera
til tilviljunarkennd barsmið. Að
minnsta kosti þau, sem áheyr-
andinn kemst ekki i sérstakt sam-
band við, þegar hann hlýðir á
þau. Komast þessi verk til skila
til túlkandans gegnum nótna-
skrift, eins og verk gömlu meist-
aranna?
— Hljóðfæraleikarar hafa al-
veg sérstaka tilfinningu fyr-
ir sannfæringu. i sumum til-
fellum eru þau miklu erfiðari i
leik, en það fer þó dálitið eftir
höfundum. Nútimahöfundar
skrifa margir með gamaldags
nótnaskrift, eða hefðbundinni og
þar er allt algjörlega nákvæmt út
i yztu æsar, en svo eru líka til
samtiðarhöfundar, sem skrifa
með öðrum rithætti og nýstár-
legri og þá er minna lagt upp úr
nákvæmninni og þá eru það
áhrifin og yfirferðin, sem meira
máli skipta.
— Bartok og Stravinski riða á
vaðið með flóknara hljóðfall.
Segja má að þessi hlið málsins
hafi verið algjörlega vanrækt hjá
tónskáldum fram til þeirra tima.
Mjög einhliða hljóðfall var rikj-
andi. Siðan hefur þetta þróazt
meir og meir og nú reynir miklu
meira á ritmaskyn flytjandans en
áður gerði og þá ekki sizt i sam-
leik, með öðrum hljóðfæraleik-
urum.
Kennsla er oft
lærdómsrík
— Vinnur þú einhver önnur
störf?
— Já ég kenni við Tónlistar-
skólann i Reykjavik. Kennslu-
skyldan er 20 klukkustundir á
viku.
— Hvernig fellur þér að kenna?
— Mjög vel. Þetta er þroskandi,
ekki aðeins fyrir nemendur
heldur einnig kennarann.
— Það er talið að málurum fari
aftur við að kenna. Hvernig er
með pianóleikara?
— Ég myndi segja að það væri
þveröfugt með pianóleikara. Þótt
undarlegt sé, þá lærir maður ótr-
ulega mikið af kennslunni. Það
rennur oft upp nýtt ljós i
„pianólitteratúr”, þegar maður
fer að kenna hlutina, að það bætir
fremur en hitt.
Sumar i Beneventum
Það er sól og suraar. Við sitjum
Framhald á bls. 39.
Það er hagur fólksins
aðverzla
^ ^igin búðum
kaupfélag Patreksf jarðar
PATREKSFIRÐI 1