Tíminn - 09.06.1974, Blaðsíða 18

Tíminn - 09.06.1974, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 9. júni 1974. Menn og mákfni Hverjum mó bezt treysta í landhelgismálinu? Hermann Jónasson . ólafur Jóhannesson Landhelgismálið á næsta kjörtímabili Þótt mikið hafi áunnizt i land- helgismálum i stjórnartið Ólafs Jóhannessonar, verður enn mikið verk að vinna á næsta kjörtima- bili. Þá fellur úr gildi bráða- birgðasamningurinn við Breta og munu þeir vafalaust sækja fast á og reyna að fá meiri eða minni undanþágur. Samningar hafa ekki náðst við Vestur-Þjóðverja, þvi að þeir vilja ekki fallast á það likt og Bretar, að veiðar frysti- togara verði bannaðar innan 50 milna markanna. Á næstu fjórum árum má svo búast við þvi, að hafréttarráðstefnan verði til lykta leidd. Mörg sólarmerki benda nú til þess, að stórveldin telji það orðið vonlaust, að berj- ast gegn 200 milna efnahagslög- sögu. Þvi muni þau fallast á hana i orði, en reyna að gera hana meira og minna gagnslausa á borði með þvi að fá samþykktar alls konar undanþágur, sem gerðardómi verði falið að ákveða. t þessu gæti falizt mikil hætta fyr- ir tsland . Þannig mun það geta skipt meginmáli, hvernig rikisstjórn sú, sem fer hér með völd eftir kosningarnar, heldur á land- helgismálinu. Felst hún á nýjar undanþágur Bretum til handa? Lætur hún undan kröfum Vestur- Þjóðverja um frystitogarana? Felst hún á ýmsar undanþágur á 200 milna efnahagslögsögu? Það er ein af hinum mörgu spurningum, sem kjósendur þurfa að svara við kjörboðin 30. júni, hverjum þeir treysta bezt til að fara með þetta höfuðmál þjóðarinnar á næsta kjörtimabili, þegar taka verður afstöðu til jafnmargra mikilvægra atriða og greind eru hér á undan. 1 þessum efnum, eins og öðrum, er reynsl- an áreiðanlega ólygnust. Landhelgismálið á viðreisnar- tímanum Á stjórnarárum Sjálfstæðis- flokksins 1959-1971 var ekkert að- hafzt til að fá landhelgina stækk- aða. Helzta verkið, sem þá var unnið i landhelgismálinu, voru landhelgissamningarnir við Breta og Vestur-Þjóðverja 1961. Þótt augljóst væri, að 12 milurnar væru að hljóta alþjóðlega viður- kenningu, lét viðreisnarstjórnin Breta kúga sig til að kaupa viður- kenninguna þvi verði, að frekari útfærsla á fiskveiðilögsögunni skyldi lögð undir Haagdóminn, ef Bretar óskuðu þess. Siðar gerði stjórnin svo sams konar undan- látssamning við Vestur-Þjóð- verja. Eftir þetta treysti hún sér svo ekki til að hefjast handa um útfærslu á fiskveiðilögsögunni og aðhafðist þvi ekki neitt, þótt veið- ar Breta færu vaxandi hér við land á siðari hluta valdatima hennar, og aðrir erlendir togarar fylgdu svo i kjölfarið. Stjórnin óttaðist óhagstæðan úrskurð Haagdómsins. Þegar þáverandi stjórnarandstæðingar lögðu til á þingi veturinn 1971, að fiskveiði- lögsagan yrði færð út i 50 milur ekki siðar en 1. september 1972, snerist viðreisnarstjórnin gegn þvi. Ráðherrar hennar létu svo ummælt, að það væri samnings- svik, að leggja til að segja upp landhelgissamningnum frá 1961, þar sem ekki væru i þeim neitt uppsagnarákvæði. Þeir sögðu einnig, að það væri brot á manna- siðum, að færa fiskveiðilögsög- una út rétt fyrir hafréttarráð- stefnuna, heldur ætti að biða eftir niðurstöðum hennar. Af þessu og ööru er ljóst, að ekkert hefði verið aöhafzt i landhelgismálum á þessu kjörtimabili, ef viðreisnar- stjórnin hefði setið áfram við völd. Steingrlmur Steinþórsson Landhelgismálið í tíð núverandi stjórnar Fyrir siðustu þingkosningar, héldu Sjálfstæðismenn þvi óspart fram, að það væri aðeins kosningabrella þáv. stjórnarand- stöðuflokka að lýsa yfir þvi, að þeir myndu færa fiskveiðilögsög- una út i 50 milur i siðasta lagi 1. september 1972, ef þeir fengu völdin. Nú geta menn dæmt um, hvort þetta hafi verið kosninga- brella. Fiskveiðilögsagan var færðút i 50 milur á tilsettum tima og hún hefur nú i reynd hlotið viðurkenningu allra, þvi að þótt enn hafi ekki verið samið við Vestur-Þjóðverja, taka þeir fullt tillit til aðvarana islenzku varð- skipanna. Við Breta hefur verið samið um mikinn samdrátt á veiðum þeirra, m.a. útilokun á öllum frystitogurum. Bretar hafa haldið þetta samkomulag vel og öll þau skip, sem hafa brotið það, verið svipt veiðileyfum. Astandið i landhelgismálum er þvi sannar- lega orðið annað og betra en það var fyrir þremur árum, og á þó árangurinn eftir að koma enn bet- ur i ljós. Jafnhliða þessu hefur verið haldið uppi öflugri sókn á alþjóð- legum vettvangi fyrir 200 milna efnahagslögsögu. 1 hafnsbotns- nefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ísland flutt tillögu um 200 milna fiskveiðilögsögu og Han's Ander- sen sendiherra unnið merkilegt starf við að skipuleggja fyrir haf- réttarráðstefnuna samstöðu þeirra þjóða, sem aðhyllast 200 milna efnahagslögsögu. A Alþingi i vetur, var svo sú breyting gerð á lögunum um visindalega friðun landgrunnsins, að heimiit er að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 milur hvenær, sem er. Það skal viðurkennt, að Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn kom til móts við rikis- stjórnina, þegar Alþingi ákvað endanlega útfærslu fiskveiðiland- helginnar I 50 milur. Þvi varð 15. febrúar 1972 merkur dagur i þing- sögunni. En þvi miður var Adam ekki lengi i Paradis. Af hálfu mál- gagna Sjálfstæðisflokksins var haldiðuppi stöðugum áróðri til að gera meðferð landhelgismálsins tortryggilega, og iðulega staðið með Bretum, þegar sizt skyldi. 1 þeim efnum mun lengi vera eftir- minnileg gagnrýni Geirs Hall- grimssonar á landhelgisgæzluna, þegar kom til árekslrar miili varðskipsins Ægis og brezka togarans Everton fyrir tæpu ári. Hverjum má bezt treysta? Sá samanburður, sem hér hefur verið gerður á gangi landhelgis- málsins i tið fyrrverandi stjórnar annars vegar og núverandi stjórnar hins vegar, mætti vissu- lega vera öllum kjósendum glögg visbending um, hverjum muni bezt að treysta til að ráða ferðinni i landhelgismálinu á næsta kjör- timabili. Það er svo augljóst mál, að um það á ekki að þurfa að fara frekari orðum. Það er lika óumdeilanlegt, hver hefur haft forustuna i þessu máli siðan baráttan fyrir 50 milunum hófst. Grundvöllurinn var lagður, þegar samkomulag náðist milli Framsóknarflokksins, Alþýðu- bandalagsins og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna fyrir kosningarnar 1971 og þessir flokkar gengu þvi til kosninga með sameiginlega stefnuskrá i lándhelgismálinu. Það sam- komulag var fyrst og fremst verk Framsóknarflokksins, enda sam- búðin ekki góð þá milli Alþýðu- bandalagsins og Samtakanna, þar sem þeir Björn Jónsson og Hannibal Valdimarsson voru þá nýlega gengnir úr Alþýðubanda- laginu. Það var lika milligöngu Framsóknarflokksins mest að þakka, að alger samstaða náðist á Alþingi i febrúarmánuði 1972 um útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 50 milur, en það gekk engan veg- inn þrautalaust. Sérstök ástæða er jafnframt til að minna á þátt þeirra Jóhanns Hafsteins og Gylfa Þ. Gislasonar I þvi sam- komulagi, en milligangan hvildi þó fyrst og fremst á Framsóknar- flokknum. Það er annars ekki nein tilvilj- un, að Framsóknarflokkurinn hefur haft stjórnarforustuna i öll þau skipti, þegar fiskveiðilögsag- an hefur verið færð út. Steingrim- ur Steinþórsson var forsætisráð- herra, þegar fiskveiðilögsagan var færð út i 4 milur, Hermann Jónasson var forsætisráðherra, þegar fiskveiðilögsagan var færð út 112 milur og ólafur Jóhannes- son var forsætisráðherra þegar fiskveiðilögsagan var færö út i 50 mílur. Á herðum þeirra hvildi forustan og aðalábyrgðin, þegar þessi mikilvægu spor I sjálf- stæðisbaráttu voru stigin. Fáfræði eða annað verra í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins 11. mai siðastliðinn, eru tillögur þær, sem Einar Agústs- son utanrikisráðherra hefur lagt fram sem umræðugrundvöll i við- ræðum við Bandarikin, gerðar að umtalsefni með sérstökum hætti. Þar segir m.a. á þessa leið: „Allt frá þvi að Islendingar gerðust aðilar að Atlantshafs- bandalaginu fyrir aldarfjórðungi hefur það verið yfirlýst stefna þeirra — og allra islenzkra rikis- stjórna — að íslendingar undir- gengjust engar skuldbindingar um það, að hér yrði her á friðar- timum, sliktfyrirkomulag yrði að byggjast á sérstökum samning- um, þar sem tslendingar réðu einir öllu um það, hvort þeir teldu hér þörf herverndar. Nú hefur það hins vegar gerzt, að vinstri stjórnin hefur i opinberri yfirlýs- ingu tekið það fram, að Islending- ar séu skuldbundnir til þess að veita Atlantshafsbandalaginu að- stöðu á Keflavikurflugvelli til hernaðarstarfsemi. t orðsendingu þeirri, sem rikis- stjórnin sendi Bandarikjastjórn og nefnd var „drög að viðræðu- grundvelli”, er á tveim stöðum um það talað, að tslendingar heimili Bandarikjastjórn hern- aðarleg afnot af Keflavikurflug- velli „til fullnægingar skuldbind- inga okkar við NATO”. Þannig er i orðsendingu, sem beint er til annarrar rikisstjórnar, Banda- rikjastjórnar, beinlinis tekið fram i fyrsta skipti i sögunni, að tslendingar séu skuldbundnir til þess að hafa hér her „á friðartim- um” eða „um aldur og ævi”, eins og kommúnistar hafa kallað það.” Svo mörg eru þessi orð Morgunblaðsins. Þau verða vart skilin á annan veg en þann, að blaðið telji að vissu leyti of langt gengið til móts við Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið i tillögum Einars Ágústssonar. Um slikt má að sjálfsögðu deila, en hitt stafar af fáfræði Mbl. eða öðru verra, þegar Mbl. heldur þvi fram, að það sé einhver ný skuldbinding, að Atlantshafsbandalaginu sé ætluð hér viss aðstaða á friðar- tlmum. Það er beinlinis tekið fram i varnarsamningnum, að falli hann niður, skuli Atlants- hafsbandalagið halda hér áfram vissri aðstöðu, þótt friðartimar séu, á meðan Island er i Atlants- hafsbandalaginu. Þeirri samn- ingslegu skyldu vill rikisstjórnin ekki bregðast, þótt það verði helzt ráðið af framangreindum um- mælum Mbl., að Islendingar eigi að gera það. Alþýðu- bandalagið og varnar- samningurinn 1 skrifum Mbl. er þvi ekki ósjaldan haldið fram, að Fram- sóknarmenn hafi verið of leiði- tamir við kommúnista, og þó ekki sizt I varnarmálunum. í áður- nefndu Reykjavikurbréfi kveður hins vegar við nokkuð annan tón, þar segir m.a. á þessa leið: „Þá er þess næst að geta, að orðsendingin til Bandarikja- stjórnar og drögin að viðræðu- grundvelli við hana er á þvi byggð, að varnarsamningurinn frá 1951 verði áfram i gildi. Til- lögur rikisstjórnarinnar eru bein- linis byggðar á varnarsamningn- um sjálfum. Nú vita það allir menn, að kommúnistar hafa fjargviðrast út af þessum samn- ingi, nefnt hann landráðasamning og jafnvel talið hann ógildan, þar sem þingmönnum hafi verið „smalað saman” utan þings til að gera þennan samning. Ekkert plagg hafa kommúnistar talið bölvaðra og niðingslegra en ein- mitt varnarsamninginn frá 1951. En á þvi herrans ári 1974 gerast svo þau undur, að uppi I stjórnar- ráði setjast ráðherrar Alþýðu- bandalagsins við borð með sam- ráðherrum sinum og ákveða þar, að samningurinn skuli vera i gildi áfram, liklega lika „um aldur og ævi” og að á ákvæðum hans skuli byggja nýskipan hernaðarstarf- semi á Keflavikurflugvelli, að visu I mjög litlum mæli og þannig fyrirkomið, að íslendingum sé að þvi engin vörn, en hernaðarstarf- semi engu að siður. Með þessari ákvörðun hafa kommúnistar tekið á sig bæði pólitiska og stjórnskipulega ábyrgð á varnarsamningnum og áframhaldandi gildi hans, og fallnar eru dauðar og ómerkar allar upphrópanir þeirra um þennan samning og öll „kröfu- gerð” þeirra um það, að honum verði upp sagt. Þeir hafa sjálfir i orðsendingu til Bandarikjastjórn- ar boðizt til að framlengja hann. 1 þessu tilfelli getur ekki hafa verið um fávizku að ræða, þvi að svo fávisir eru ráðherrar kommúnista ekki. Nei, þeir hafa visvitandi undirgengizt að bera ábyrgð á varnarsamningnum til þess að halda ráðherrastólum sinum.” Hér er vissulega heldur en bet- ur gefið til kynna, að það hafi ver- ið Framsóknarmenn, sem hafi beygt Alþýðubandalagsmenn, en ekki hið gagnstæða, eins og Mbl. heldur öðru hverju fram. Drög að við- ræðugrundvelli Þessar tilvitnanir i Morgun- blaðið nægja til að sýna, hvernig blaðið keppist nú við að þyrla upp moldviðri i sambandi við varnar- málin og heldur einu fram i dag og öðru á morgun. Það er þó rétt sagt hjá Mbl., að tillögur Einars Ágústssonar eru engar endanleg- ar tillögur, heldur „drög að við- ræðugrundvelli”, þar sem reikn- að er með gagntillögum frá við- semjanda, og að þær verði teknar til athugunar og endurskoðunar, þegar þær koma. Markmiðið er að ná samkomulagi um nýja skip- an varnarmálanna, sem sé i fullu samræmi við hina upphaflegu stefnu þeirra þriggja flokka, sem stóðu að aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu, — að hér sé ekki herseta á friðartimum, en öryggi landsins tryggt með þátttöku i At- lantshafsbandalaginu og aðstöðu, Framhald á bls. 27

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.