Tíminn - 09.06.1974, Side 19
Sunnudagur 9. júni 1974.
TÍMINN
19
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas
Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar
18300-18306. Skrifstofur i Aðaistræti 7, simi 26500 — af-
greiðsiusimi 12323 — augiýsingasimi 19523.
Blaðaprent h.f.
I ---
Verðlagsþróunln
Þegar rikisstjórnin tók við völdum i júli-
mánuði 1971 hafði verðstöðvun, sem viðreisnar-
flokkarnir settu á til undirbúnings kosningunum
verið i gildi i tæpt ár.
Það er alkunna, að á timum verðstöðvunar
hrannast upp kröfur um verðhækkanir, sem
leysa verður að einhver ju leyti þegar verðstöðv-
unartimabilinu lýkur.
Þegar rikisstjórnin tók við völdum voru
almennir kjarasamningar á næsta leiti. Launa-
kjör höfðu verið i lágmarki og almennt atvinnu-
leysi i landinu.
Með hinum almennu kjarasamningum i
desember 1971 voru launakjör vinnandi fólks
stórlega bætt og jafnframt var vinnuvikan stytt
með löggjöf i 40 stundir, auk þess sem orlof var
lengt.
Samhliða þessu hófst stórfelld uppbygging
atvinnulifsins. Afleiðing af þessu hvorutveggja
varð brátt sú, að þensla myndaðist i efnahagslifi
þjóðarinnar. Bjartsýni og áræði jókst, atvinnu-
leysið hvarf, landflóttinn stöðvaðist og eftir-
spurn eftir vinnuafli varð gifurleg. Nú má segja,
að mannekla sé tilfinnanleg viða um land og
fólksstraumnum til suðvestur-horns landsins
hefur verið snúið við.
Stórauknar launatekjur á tiltölulega
skömmum tima eru ávallt verðbólguhvetjandi.
Með þvi að bæta kjör launþega jafn mikið á
skömmum tima og rikisstjórnin beitti sér fyrir
varð þvi ekki komizt hjá þvi, að verðbólgu-
áhrifin af kjarabótunum yrðu nokkur.
önnur meginástæða verðbólguþróunarinnar
er svo visitölukerfið, sem er meingallað og á sér
enga hliðstæðu i heiminum. Hér á landi eru t.d.
verðbætur á laun reiknaðar út fjórum sinnum á
ári, en það er hvergi gert annars staðar, þar
sem stuðzt er við visitölukerfi i launasamning-
um.
Þriðji meginþátturinn i hinni miklu verð-
bólgu, sem hér hefur verið, er hin alþjóðlega
verðbólga, sem hefur verið meiri siðustu ár en
nokkru sinni fyrr.
Engin þjóð er svo háð erlendum viðskiptum
sem Islendingar. Náttúrugæði landsins eru
einhæf og við þurfum að flytja inn til landsins
ógrynni af varningi. Þess vegna eru íslendingar
næmari fyrir verðbreytingum á erlendum
mörkuðum en aðrar þjóðir. Siðan 1970 hafa
margar helztu neyzluvörur okkar tvö til fjór-
faldazt á erlendum mörkuðum. Slik verðbólgu-
alda erlendis hefur haft stórfelld áhrif á verð-
bólguna hérlendis.
Sjómannadagurinn
í dag er hátiðisdagur sjómanna. Núverandi
rikisstjórn hefur vissulega sýnt það með marg-
vislegum hætti, að hún hefur skilning á mikil-
vægi islenzkrar sjómannastéttar og unnið að þvi
að bæta kjör hennar og aðbúnað. Hinn nýi og
myndarlegi skuttogarafloti hefur treyst afkomu
sjómannastéttarinnar og opnað henni nýja
möguleika. Uppbygging frystiiðnaðarins mun
og treysta stöðu sjávarútvegs og sjómanna-
stéttar. Skilningur sjómanna er einnig vaxandi
á þvi, hverjir það eru, sem i verki vilja bæta
kjör þeirra. Islenzkir sjómenn: Til hamingju
með daginn.
Forustugrein úr The Times, London:
Kissinger fer eftir
kenningu Fulbrights
Báðir gera mun á mætti og dyggð
Fulbright
Það hefir lengi verið ein af
furðum bandariskra stjórn-
mála, að hinn frjálslyndi
menntamaður, formaður
utanrikismálanefndar
öldungadeildar Bandarikja-
þings, skuli vera þingmaður
Arkansasfylkis. En hann
verður naumast fulltrúi þess
fylkis framar nema eitthvað
afar óvænt hendi.
Fulbright beið ósigur i for-
kosningum sem þingmanns-
efni Demokrataflokksins, og
hefir þvi nálega enga mögu-
leika á sæti i öldungadeildinni
eftir að yfirstandandi kjör-
timabili er lokið. Brotthvarf
hans er tilfinnanlegt tjón fyrir
öldungadeildina og raunar
alla þá, sem hafa kunnað að
meta framlag hans á vett-
vangi bandariskra utanrikis-
mála.
WILLIAM Fulbright
öldungadeildarþingmaður
mótaði ekki bandariska utan-
rikisstefnu né breytti henni, og
kenningar hans hlutu
sjaldnast viðurkenningu þeg-
ar hann setti þær fram. Hon-
um varð aldrei svo vel ágengt.
En Fulbright taldi það heldur
ekki hlutverk utanrikismála-
nefndar að segja fyrir um
utanrikisstefnuna, heldur að
nefndin kannaði, áminnti,
spyrðist fyrir og fræddi.
Fulbrights verður i fram-
tiðinni minnzt fyrir ýmislegt.
Má meðal annars nefna náms-
styrkinn, sem við hann er
kenndur, og yfirheyrslurnar
um Vietnammálið i sjón-
varpinu, en þar fór fram meiri
og viðtækari fjöldafræðsla en
sögur fóru af áður. Og Ful-
brights verður einnig minnzt
fyrir árvekni og gjörhygli i
skrifum um utanrikisstefnu.
Bandarikjamanna, enda eru
rit hans um það efni þegar bú-
in að ávinna sér sess meðal
virtustu stjórnmálarita sam-
timans.
EKKI hafði Fulbright ávallt
á réttu að standa, en hann
komst eigi að siður að réttri
niðurstöðu bæði fyrr og oftar
en flestir aðrir stjórnmála-
menn. Margt af þvi, sem hann
lét frá sér fara og var i fyrstu
talið til villukenninga, er nú
viðurkennt sem eðlilegur og
ómissandi hluti af sannindum
aldarinnar.
Fulbright var eindreginn
andstæðingur þess, að
Kennedy forseti léti reyna inn-
rás á Kúbu og hann var
lausari við fordóma en flestir
aðrir þegar deilan um Berlin
stóð sem hæst. Þá lagði hann
höfuðáherzlu á nauðsyn þess
að skilja ótta Sovétmanna við
Þjóðverja og taka tillit til
hans.
Fulbright sá einnig fyrir
viðurkenningu Austur-Þýzka-
lands og bætta sambúð
B a n d a r i k j a m a n n a og
Kinverja. Hann var mótsnú-
inn aðild Bandarikjamanna að
styrjöldinni i Vietnam, en
fylgdi eigi að siður Tonkin-
flóasamþykktinni, en hún
gerði Johnson forseta einmitt
fært að auka þátttöku Banda-
rikjamanna i styrjöldinni.
Fulbright iðraðist siðar að
hafa tekið þessa afstöðu.
HLUTVERK Bandarikj-
anna i heiminum lá Fulbright
lengst af þyngst á hjarta.
Hann varð einna fyrstur
frjálslyndra alþjóðahyggju-
manna til þess að draga i efa
þá afstöðu Bandarikjamanna
eftir heimsstyrjöldina siðari,
að skuldbinda sig sem viðast
og mest, og eins hinar einföldu
siðakenningar, sem lágu að
baki kalda striðsins. Hann hélt
þvi fram, að Bandarikja-
mönnum bæri alls ekki sið-
ferðisleg skylda til að útbreiða
lifshætti sina, eða að reyna að
koma þeim á sem viðast i
heiminum, enda gæti það ekki
þjónað stjórnmálahagsmun-
um þeirra.
Hann aðhylltist snemma þá
stefnu, að utanrikishagsmun-
um væri stundum bezt borgið
með þvi að bæta lifskjörin
heima fyrir. Hann hafði
einnig þungar áhyggjur af vel
meintum áhrifum Banda-
rikjamanna og hugsanlegum
afleiðingum þeirra, þegar i
hlut ætti veikbyggð og við-
kvæm. menning annarra
þjóða.
MESTAR áhyggjur hafði
Fulbright þó af þeirri spill-
ingu, sem máttur og vald
Bandarikjanna olli meðal
þjóðarinnar sjálfrar. t bók
sinni „Hroki valdsins”, sem
hann birti 1967, benti hann á
hættuna, sem væri þvi sam-
fara að rugla saman mætti og
dyggð. t þvi sambandi skrifaði
hann meðal annars:
„Bandarikjamenn eru nú
staddir á afar mikilvægum
vegamótum. Þeireru þannig á
vegi staddir, að þeir eiga á
hættu sem stórþjóð að gera sér
ekki ljóst, hvað er innan vald-
sviðs þeirra og hvað utan.
Aðrar stórþjóðir, sem áður
hafa staðið i þessum háska-
legu sporum, hafa tekizt of
mikið á hendur, þeim hefir
tekið að hnigna og hnignunin
leitt til falls.”
ÞETTA er einmitt merki-
legasti lærdómurinn, sem
Bandarikjamenn geta dregið
af Vietnamstyrjöldinni, og
Fulbright kom fyrr auga á
hann og gerði sér ljósari grein
fyrir honum en flestir aðrir.
Dr. Kissinger utanrikis-
ráðherra hefir nú tileinkað sér
þennan lærdóm og gert hann
að snörum þætti i utanrikis-
stefnu Bandarikjamanna.Hann
er að reyna að setja áhrifa-
vald Bandarikjanna og ábyrgð
hófsamlegri mörk en áður
gerðist.
Fulbright öldungadeildar-
þingmaður getur fagnað
þessarri viðurkenningu, enda
þótt hún sé nokkuð seint fram
komin. Hann getur einnig
verið þess fullviss, að al-
menningur mun leggja við
hlustir i sérhvert sinn, sem
hann ræðir utanrikismál, enda
þótt hann missi sæti sitt i
öldungadeildinni i byrjun
næsta árs.
UNDARLEG má sú tilviljun
heita, að Fulbright skuli verða
að hverfa úr öldungadeildinni
einmitt i sama mund og
Bandarikjamenn hverfa frá
kenningunni um skefjalausar
skuldbindingar og siðferðilega
alhæfingu. Þessar kenningar
fordæmdi Fulbright alveg hik-
laust. En sá háski er greini-
lega nálægur, að of langt verði
gengið i stefnubreytingunni og
lærdómar Vietnam-
styrjaldarinnar verði rang-
túlkaðir i framtiðinni.
Fulbright öldungadeildar-
þingmaður er ekki ein-
angrunarsinni og ef til vill
eiga Bandarikjamenn eftir að
sakna áhrifamáttar hans sár-
lega, ef einangrunarstefnan
nær að ryðja sér til rúms. Boð-
skapur hans hefir loksins
verið tekinn til greina og grát-
broslegt væri ef hann yrði
enn einu sinni misskilinn og
rangtúlkaður.
—TK