Tíminn - 09.06.1974, Qupperneq 20
TÍMINN
Sunnudagur 9. júni 1974.
Sunnudagur 9. júni 1974.
TÍMINN
r 'n
Eins og fram kemur I greininni, hefur Geröur Heigadóttir hlot-
iöumtalsverðan frama, sem listamaöur. Hér birtum viö lista yf-
ir nokkrar viöurkenningar, sem hún hefur hlotiö:
1949 1. verölaun fyrir myndmótun á listaakademiunni I Flórens
1953 Tate Gallery. — Verðlaun i alþjóölegri samkeppni um
minnisvaröa um Óþekkta póiitiska fangann.
1959 1. verölaun I samkeppni um steinda glugga I Skálholts-
kirkju.
11961 2. verðl. i hugmyndasamkeppni um minnismerki I Hafnar-
firöi.
1963 1. verðl. fyrir kirkjuglugga i St. Antonius abbas I Þýzka-
iandi.
1964 1. veröl. fyrir kirkjuglugga i Evangelisku kirkjuna I Biile-
brinkhohe I Essen i Þýzkaiandi.
1964 1. verölaun fyrir kirkjuglugga I Evangelisku kirkjuna I Ess-
en Buttenscheid, Þýzkalandi.
1965 1. verölaun fyrir giugga i kapellu Melanchtonkirkjunnar I
Dusseldorf.
Kirkjumunir eftir Gerði Helgadóttur
eru meðal annars á þessum stöðum
1961 Skrautskrin fyrir helgimuni I St. Anna kirkjunni I Duisburg I
Þýzkalandi.
1962 Kristlíkneski i St. Pierre le Peil, I Frakklandi
1966 Tveir krossar I kirkju I Melenchton i DÚsseldorf
1969 Kross í kirkju I Dússeldorf — Rath.
1969 Kross úr guili og járni I Karla-Magnúsarkirkjuna I Aachen.
1971 Kristlíkneski I kirkju kaþóiskra I Durboslar I Þýzkalandi.
Kirkjugluggar eftir Gerði
eru m.a. þessir:
1957 Saurbæjarkirkja
1957 Elliheimiliö i Reykjavik
1961 Kaþóisk kirkja I Munchen i Þýzkalandi
1963 Kópavogskirkja
1963 St. Antonius Abbas i Þýzkaiandi
1963 Saurbæjarkirkja
1964 Evangelisk kirkja i Billenbrinkche, Þýzkalandi
1964 Evang. kirkja i Essen i Þýzkalandi
1966 Kapella i Melanchton og kirkja I Dússeldorf
1966 Gluggar fyrir safnhús I Aachen I Þýzkalandi
1966 Neskirkja I Reykjavik
1971 Evangeliska kirkjan i Kempen
Á þessum stööum er ýmist um aö ræða einn eöa fleiri glugga.
Listaverk á opinberum stöðum
1956 Lágmynd „hjá Benjamin” 53 Rivoii, Paris.
1957 Harpa úr járni i þróunarstofnun á Paris
1958 Veggmynd (skúlptúr), upplýst fyrir ,,La Pergola” 144
Champs Elysés, Paris
1970 Gosbrunnur fyrir iæknaskóla I Bamaco, Afrikulýöveldinu
Mali
1970 Höggmynd úr bronsi (h. 2.5 m) 14. Rue Amelo, Paris.
1971 Relif i húsi í Reykjavik, (húsi Gunnars Guömundssonar)
1972 3 Relif I skóla I Herchen
1973 Mosaikmynd á Tollstööina I Reykjavik. Stærö 140 ferm.
Sýningar Gerðar Helgadóttur
Eins og fram kemur I viðtalinu við myndhöggvarann, þá hefur
hún nú I hyggju aö sýna myndir sinar I Reykjavík.
Gerður hefur þrátt fyrir ærin verkefni, ávallt gefiö sér tima til
þess aö sýna myndir sinar almenningi, ýmist á sjáifstæðum
sýningum, eöa samsýningum.
Fyrst sýnir hún myndir sinar eriendis árið 1949 og þaö er ekki
fyrr en áriö 1952, sem hún sýnir á íslandi. Myndir hennar hafa
verið sýndar i frægustu listasölum Evrópu.
Hún hefur sýnt í höfuöborgum fjölmargra landa og mun alls
hafa tekið þátt I um 50 listsýningum.
Samsýningar hefur Geröur haldið bæöi meö Islenzkum lista-
mönnum eöa skandinaviskum og ennfremur hefur hún tekiö
þátt I ýmsum alþjóðlegum listsýningum. T.d. hefur hún 17
sinnum sýnt verk sin I Paris, og má hikiaust telja hana einn
viöfrægasta listamanna Islenzku þjóöarinnar.
Hér hefur verið stiklað á stóru um verk Geröar Heigadóttur.
Þvi miöur voru ekki til myndir á tslandi af sumum stærstu
verkefnum, sem hún hefur unniö, né heldur af stórverkum á
sviöi skreytilistar og veröur þaö þvi aö biöa sins tlma. — JG.
V__________________________________________________________________J
Rætt við Gerði Helgadóttur myndhöggvara, sem getið hefur
sér frægð erlendis fyrir höggmyndalist, steinda glugga og
mosaik, sem prýða stórbyggingar víða um lönd
Hingað til lands kom fyrir
skömmu ein viöfrægasta iista-
kona okkar, Geröur Heigadóttir,
myndhöggvari.
Ef til vill er ekkert starfsheiti i
listum eins vont og einmitt þetta:
myndhöggvari, þvi að þaö gefur
ranga mynd og lýsir naumast þvi,
sem þvi er ætlað, þvi svo margt
hefur breytzt frá þvi að þaö varö
til. Að visu höggva menn ennþá
myndir sinar i steina, sái sina og
drauma i kait grjótiö, en þeir
gera Hka margt annað, móta leir
og forma, og þeir eru járnsmiðir,
eirsmiðir, glerskuröarmenn og
gullsmiöir — og þeir kaupa efni
sitt á sama staö og þungaiönaður-
inn.
Geröur Heigadóttir er að visu
kunn hér á landi, þó ekki væri
nema fyrir mosaikmyndina á
Tolistöðinni i Reykjavik, eða
gluggana I Skálholtskirkju, en þó
má fullyrða, að það er i engu
samræmi við afreksverk hennar
á sviöi höggmy ndalistar og
myndlistar yfirleitt.
Gerður Helgadóttir er fædd á
Norðfirði 11. april áriö 1928. For-
eldrar hennar voru þau Helgi
Pálsson, tónskáld og Sigriöur Er-
lendsdóttir.
Blaðið átti samtal við Geröi nú
fyrir skömmu, er hún var stödd I
húsi systur sinnar, en annars býr
hún I Paris og sagöist henni frá á
þessa leið:
Fædd á Norðfirði
— Ég er fædd á Norðfirði og ólst
þar upp til 9 ára aldurs, er fjöl-
skyldan flutti til Reykjavikur.
— Ég man nú ekki hvenær ég
komst fyrst i kynni við myndlist-
ina, nema hvað ég byrjaði
snemma að hafa gaman af þvi að
teikna myndir. Ef til vill hefur
þetta verið i ættinni, þvi að móðir
min málaði svolitið. Tónlistin var
i öndvegi á æskuheimilinu og
þangað komu margir listamenn
af öllum greinum, lika mynd-
listarmenn, eins og Þorvaldur
Skúlason og Kjarval.
— Hvernig leist þér á Kjarval?
— Mér fannst hann alltaf skrýt-
inn og hafði mjög gaman af hon-
um, en ég held að hann hafi i
rauninni verið feiminn.
Vissi ekki að til
voru listaskólar
— Hvenær ákvaðstu svo að ger-
ast myndlistarmaður?
— Mér er það nú ekki alveg
ljóst, en svo var mál með vexti,
að ég vissi hreinlega ekki, að
hægt væri að ganga i skóla og
læra myndlist. Svo sá ég sýningu
á verkum nemenda Handiðaskól-
ans og þá var teningunum kastað
og ég hóf þar nám árið 1945.
Handiðaskólinn var þá á
Grundarstignum og var Ludvig
Guðmundsson skólastjóri þar, en
aðalkennarinn var Kurt Zier.
Ennfremur kenndi Kjartan
Guðjónsson listmálari þarna, en
hann var þá nýkominn heim frá
myndlistarnámi i Bandarikjun-
um.
Þarna var kennd teikning og
listmálun, en það var ekki kennt
að modelera, eða skúlptúr. Samt
var þetta ágætur skóli.
Sem áður sagði, þá vaknaði á-
hugi minn á myndlist er ég sá
sýningu og það urðu siðan högg-
myndirnar, sem einkum vöktu
aðdáun mina, en ég vissi ekki þá,
að hægt væri að læra þessa list-
grein. Svo þegar náminu lauk i
Handiðaskólanum, þá fór ég að
vinna i „Svinastiunni”, sem köll-
uð var, en það var bakhús á lóð
Handiðaskólans.
Mótaði föður
sinn fyrst
Þar byrjaði ég að móta i leir og
bjó til nokkra hausa. Sá fyrsti var
af föður minum. Ennfremur mót-
aði ég Björn Ólafsson fiðluleikara
og einhverja fleiri. Reyndar byrj-
aði ég að móta þarna siðari vet-
urinn i Handiðaskólanum.
Einnig prófaði ég að höggva
grjót i fjörunni hjá Sigurjóni
Ólafssyni inni i Laugarnesi.
— Fljótlega eftir að ég fór að
fást við þetta fór ég að hugleiða
framhaldsnám og þá i högg-
myndalist. Arið 1948 um haustið
hélt ég til ítaliu, til Florens.
— Ég var vita mállaus og ferða-
lagið þangað suðureftir sýndi
kannski betur en nokkuð annað
hvers konar glópur ég var. Ég
vissi ekki að maður átti að skipta
um lestir, heldur bara sat áfram
og ég týndi farangrinum hvað þá
annað. Ég skildi við töskurnar i
Basel i Sviss. Hélt að töskurnar
færu sjálfkrafa i gegn, þegar ég
skipti um lest, en Halfdán
Bjarnason, konsúll i Genova hafði
sem betur fer upp á þeim fyrir
mig og kom þeim til min. Hann
aðstoðaði mig mikið, eins og fleiri
Islendinga, sem komu til ttaliu.
Hann tók á móti mér i Genova og
aðstoðaði mig svo við að komast
til Florens.
Inntökupróf i Florens
— Akademiunni i Florens er
skipt niður i myndlistir, högg-
Haus, sem Geröur hjó I stein I fjörunni I Laugarnesi hjá Sigurjóni
Ólafssyni. Sigurjón lánaöi Gerði meitla og verkfæri til þessarar frum-
raunar I höggmyndaiist.
Siöan bjó hún margar myndir, þar á mcöal af Jóhanni Sigurjónssyni
skáldi. Sú mynd er gerö I Flórens og hcfur henni veriö komiö fyrir I
Þjóðleikhúsinu I Reykjavik.
myndalist og málaralist. Þetta er
mjög stór og frægur skóli og
þarna þreytti ég inntökupróf i
höggmyndadeildina.
Prófið var fjölþætt. Ég varð aö
gera kópiu af gamalli griskri
mynd, módelneringu eftir modeli.
Ég stóðst inntökuprófið, svo að
vera mín i Svinastiunni og i fjör-
unni við að höggva grjót, hafði
ekki orðið til einskis.
Þarna var mikið af fólki við
nám. Prófessor þarna var
Romanelli, mjög þekktur, og við
unnum frá klukkan 9 á morgnana
og fram eftir degi. Við vorum
nokkuð frjáls að þvi hvað við vild-
um vinna lengi frameftir, en ég
held að það hafi yfirleitt verið til
kl. 4—5 á daginn.
Til Parisar
— Nú hefurðu gert fjölda
mynda I Florens. Hvað varð um
þær?
— Já við gerðum fjölda mynda.
Sumt varð eftir i Florens, annað
eyðilagði ég, en sumt tók ég með
mér, og kom hingað heim. T.d.
portrait, sem ég hafði gert af
myndhöggvara, sem er mjög
þekktur núna, Pierluka, en hann
lézt fyrir þrem árum.
Ég var viö nám á listaakademi-
unni i Flórens i tvö ár, en svo lá
leiðin til Parisar. Það virtist
Geröur aö vinna aöstórri koparmynd, sem komiö var fyrir framan viö stórbyggingu I Parls, nánar til
tekið viö Rue Hanlo no. 10 og 11.
Myndir sýna ljóslega hversu miklar kröfur til málmsmlöa veröur aö gera til nútlma höggmyndalistar.
liggja beinast við. Myndhöggvari
getur naumast komizt af án ítaliu
og hinnar grisku listar, og enn
siður getur hann komizt af án
Parisar.
Ég var búin að heyra svo mikið
um Parls og þar voru hlutirnir að
gerast.
Ég stundaði nám I tvö ár i Par-
Is, fyrra árið á Listaakademl-
unni, Academie de la Grande
Chaumidre, hjá prófessor Zadkin,
sem þú kannast kannski við, en
hann er heimsfrægur. Siðari vet-
urinn var ég hins vegar i einka-
skóla hjá honum.
Helgi Pálsson, tónskáld, faöir Geröar Helgadóttur. Þetta er fyrsta
myndin, sem Geröur mótaöi I „svinastlunni” bak viö Handíðaskólann.
Ýmsir fleiri sátu fyrir hjá listakonunni á þessum árum, þar á meöal
Björn ólafsson, fiöluleikari.
Listamenn i Paris
á eftirstriðsárum
— Var mikið af myndlistar-
mönnum við nám I Paris um það
leyti?
— Já fjöldi. Þarna voru Hörður
Ágústsson, Valtýr Pétursson,
Kjartan Guðjónsson, Jóhannes
Jóhannesson, örlygur Sigurðsson
og fleiri. Lika alls konar rithöf-
undar, eins og Thor Viihjálmsson
og Geir Kristjánsson. Sumir
þeirra höfðu verið i Flórens, sið-
ara árið sem ég var þar.
Paris færði mig nær tslandi,
sem nærri má geta, innan um allt
þetta skemmtilega fólk. Þetta var
nýlenda, þar sem örlögin léku
dýpstu og hæstu tóna. Borgin með
sinum 30.000 listamönnum gefur
með einhverjum hætti sérstaka
Framhald á 28 siðu.
Minnismerki um pólitlska fangann. Myndin var gerö fyrir alþjóölega
samkeppni og hlaut Geröur 3. verölaun.
Myndirnar voru sýndar I Tate Gallery I London.
GERÐUR HELGADOTTIR,
AAYNDHÖGGVARI
„ÉG ER STERK