Tíminn - 09.06.1974, Page 27
Sunnudagur 9. júnl 1974.
TÍMINN
27
UMHVERFIS-
LIST í ÁS-
MUNDARSAL
FIMM nemendur I Myndlista- og
handiöaskóla islands sýna um
þessar mundir nýstárlegt lista-
verk I Ásmundarsal. Þar er uin
aö ræöa samvinnuverk nemend-
anna fimm, en að þvi hafa þeir
unnið siöan i febrúar undir hand-
leiöslu Jóns Gunnars Arnasonar.
Að verkinu standa þeir Björg-
vin Gylfi Arnason, Ólafur Ó.
Lárusson, Þuriður Fannberg,
ívar Valgarðsson og Þór Vigfús-
son.
Þau komast svo að orði um sýn-
ingu sina og tilurð listaverksins:
„Sjálfsagt velta ýmsir þeir fyr-
ir sér, sem ganga i gegnum
sýninguna, hvort hún geti raun-
verulega kallazt listsýning, þar
sem fæstir hlutanna, sem inni
eru, eru gerðir af nemendum
sjálfum og ekki er hægt að heim-
færa nafn nokkurs einstaklings á
neitt einstakt verk. Þvi er til að
svara, að verkið er þess eðlis, að
skoðandinn á ekki að beina sjón-
um sinum að einstaklingsverk-
um, heldur verða fyrir áhrifum af
verkinu i heild, um leið og hann
gengur i gégn um það. Hann sjálf-
ur er hluti verksins og þar með
meðeigandi i þvi. Það er þvi sam-
eining sálar neytandans og hins
eðlisfræðilega umhverfis sem er
sjálft markmið verksins og hver
sem skoðun hans er, þegar hann
kemur út úr ferlinum, telst verkið
hafa náð tilgangi sinum, ef aðeins
það hefur vakið hann til
umhugsunar.
Segja má, að umhverfislist sé
samsetning margra listgreina,
vakin upp af hinni einu sönnu
móður listanna, náttúrunni
sjálfri. 1 henni, eins og i náttú'-
unni, er hægt að koma fyrir hvaða
listgrein sem er, hvers konar
myndlist, ljósmyndatækni, kvik-
mynd, tónlist og orðsins list. Hægt
er að setja saman list og tækni,
hvers konar hreyfingu og hljóð og
jafnvel notagildið rúmast innan
verksins. Hún getur verið sam-
eiginlegt verk fólks úr mörgum
starfsgreinum, lampagerðar-
mannsins, húsgagnasmiðsins, út-
varpsvirkjans og múrarans, að
öllum öðrum óupptöldum. Verk
þessara manna er sett saman af
listafólkinu og skoðað af
neytanda, sem sjálfur er hluti
heildarverksins. Verkið, sem
gengið er inn i, er leiksvið fyrir
ósamið leikrit, þar sem leikritið
verður til jafnóðum og samtimis
þvi, að fólk gengur i gegnum það.
Verkið er örlitil nýsköpun, eða
samþjöppuð afmörkuð mynd hins
mikla umhverfisverks, sem við
sjálf erum hluti af, hvar sem við
stöndum.
Forsaga verksins er sú að strax
i vetrarbyrjun ’73 höfðu MHI og
Myndlistarskólinn i Rvik. tekið
upp nokkurt samstarf um kennslu
myndmótunardeildar. Þegar Jón
Gunnar tók við kennslu i febrúar
var ákveðið að nýta ljónagryfj-
una i Ásmunarsal i gerð á
,,'experimental” verki. Fyrsta
verk hópsins var að rifa niður og
hreinsa allt úr herberginu, og
skilja þar ekkert eftir annað en
eitt borð á miðju gólfi og um-
hverfis það sex stóla. Þar eftir
voru öll mál rædd og ákvarðanir
teknar við þetta borð. Fundir
voru haldnir 2x2 tima i viku
(kennslutimi), þriðjudaga og
fimmtudaga. Fyrsta viðfangsefn-
ið var að sjálfsögðu það, hvað
gera ætti við herbergið. Var
ákveðið að skjalfesta fundina i
stærðinni A4, svo og að taka ljós-
myndir af herberginu, meðan á
framkvæmdum stæði, var öllu
haldiðtil haga i svörtum lokuðum
kassa. Febrúarmánuður nýttist
illa til verklegra framkvæmda,
vegna leikvallar og veggannar i
MHI, en á þeim tima var ákveðin
tilhögun og markmið verksins.
Var hugtakið firring ákveðið sem
viðfangsefni og ákveðið að byggja
ákveðinn feril fyrir það. Við
byggingu ferilsins var höfð hlið-
sjón af framkvæmd verks, sem
unnið var i Stokkhólmi nokkrum
árum áður. Ferillinn var byggður
úr trégrindaruppistöðu, en þar á
er fest stálgrind með hænsnaneti,
sem að lokum var þakið gips-
mottum. Þegar lokið var bygg-
ingu verksins var hafizt handa við
að „innrétta” verkið i samræmi
við temað, en verki lokið i lok
mai.”
Sýning þeirra félaga verður að-
eins opin vikuna 8.6.-15.6. Opið
verður á venjulegum sýningar-
tima.
Gnniö aö smiði listaverksins.
0 AAenn og málefni
sem þvi sé veitt til eftirlits og við-
halds á mannvirkjum. Það er
ekkert óeðlilegt, þótt meðferð
slíkra mála taki sinn tima og enn
sé ekki lengra komið, en að lögð
hafi verið fram drög að viðræðu-
grundvelli. Varnar- og öryggis-
mál eru vandasamari en svo, að
þau geti verið augnabliksverk og
má i þvi sambandi minna á, að
afvopnunarviðræðurnar i Vin og
viðræðurnar i Genf um öryggis-
ráðstefnuna, hafa dregizt á lang-
inn og eru liklegar til að gera það
enn meira. Aðalatriðið i þessum
málum, er lika ekki hraðinn,
heldur hitt, að markmiðið náist,
þótt viðræðutimi og umþóttunar-
Tímínn er
peningar
| Auglýsicf
; í Támanum
timi geti orðið lengri en ætlað var
i upphafi.
Áróðurinn um
umframatkvæðin
Andstæðingar Framsóknar-
flokksins eru enn einu sinni byrj-
aðir á þeim áróðri, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi i ýmsum
kjördæmum svo og svo mörg at-
kvæði umfram það, sem flokkur-
inn þarf til að fá kjörna tiltekna
tölu þingmanna i viðkomandi
kjördæmi. I þingkosningunum
1971 hafi þessi áróður næstum
orðið til þess, að Framsóknar:
flokkurinn missti svo mörg at-
kvæði i Austurlandskjördæmi, að
þriðji maðurinn á lista hans félli.
I Reykjavik missti flokkurinn
einnig svo mörg atkvæði af þess-
ari ástæðu, að annar maðurinn á
lista hans komst i hættu.
Vegna þessarar reynslu er sér-
stök ástæða til að vara við þess-
um áróðri. Ef honum væri trúaö,
gæti hann vel orðið til þess, að
Framsóknarflokkurinn missti
þingsæti og þannig yrði færri
Ihaldsandstæðingar á þingi, þvi
að t.d. hvert þingsæti, sem Al-
þýðubandalagið ynni frá Fram-
sóknarflokknum með þessum
hætti, yrði til þess, að það missti
uppbótarsæti i staðinn, sem
myndi þá sennilega falla Sjálf-
stæðisflokknum i skaut.
Eigi Ihaldið ekki að vinna
kosningarnar nú, verður Fram-
sóknarflokkurinn ekki aðeins að
halda öllum sinum þingsætum,
heldur þarf hann að bæta við sig
þingsætum. Það getur hann hæg-
lega i nokkrum kjördæmum, ef
ihaldsandstæðingar fylkja sér
nægilega um hann. Þess vegna
má Framsóknarflokkurinn
hvergi missa atkvæöi, heldur
þurfa ihaldsandstæðingar að
skipa sér enn fastar um hann.
Láti menn hins vegar blekkjast af
áróðrinum um umframatkvæðin,
gæti það hæglega orðið til þess að
flokkurinn missti þingsæti, en það
væri ihaldinu einu til hags. Þ.Þ.
DAGSKRÁ
37. Sjómannadagurinn,
sunnudaginn 9. júní, 1974
Kl. 08.00 Fánar dregnir að hún á skipum i höfninni.
Kl. 09.00 Leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar á lóð væntanlegs DAS
Hrafnistu heimilis i Hafnarfirði/Garðahreppi
Kl. 09.15 Ávörp flutt. Skóflustunga tekin að væntanlegu heimili.
Kl. 09.30 Lúðrasveit Reykjavikur leikur létt lög við Hrafnistu.
Kl. 11.00 Sjómannamessa í Dómkirkjunni.
Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson minnist
drukknaðra sjómanna.
Dómkórinn syngur, einsöngvari: Sigriður E. Magnúsd.,
Blómsveigur lagður á leiði óþekkta sjómannsins.
Hátiðahöldin i Nauthólsvik:
Kl. 13.30 Lúðrasveit Reykjavikur leikur.
Kl. 13.45 Fánaborg mynduð með Sjómannafélagsfánum og ís-
lenskum fánum.
Kl. 14.00 Ávörp:
a. Fulltrúi rikisstjórnarinnar Lúðvik Jósefsson, sjávarút-
vegsráðherra.
b. Fulltrúi útgerðarmanna Sverrir Hermannsson,
viðskfr.
c. Fulltrúi sjómanna Guðmundur Kjærnested, forseti
Farmanna- og fiskimannasambands ísland.
d. Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs af-
hendir heiðursmerki Sjómannadagsins og afreksbjörg-
unarlaun Sjómannadagsins.
Kappróður o.fl.
Þulur Anton Nikulásson
1. Kappsigling á vegum Siglingasambands íslands.
2. Kappróður.
3. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgunaraðferðir.
4. Björgunar- og stakkasund.
5. Koddaslagur.
Merki Sjómannadagsins og Sjómannadagsblaðið ásamt veit-
ingum verða til sölu á hátiðarsvæðinu.
Ath. Strætisvagnaferðir verða frá Lækjartorgi og Hlemmi frá
kl. 13.00 og verða a.m.k á 30 min fresti.
Sjómannahóf verður að Hótel Sögu og hefst með borðhaldi kl.
19.30. Skemmtiatriði.
Merkja- og blaðasala Sjómannadagsins:
Sölubörn. Afgreiðsla á merkjum Sjómannadagsins og Sjó-
mannadagsblaðsins verður á eftirtöldum stöðum kl. 10.00 á Sjó-
mannadaginn: Austurbæjarskóli, Breiðagerðisskóli, Breið-
holtsskóli, Langholtsskóli, Laugarnesskóli, Laugarásbió, Mela-
skóli, Mýrarhúsaskóli, Vogaskóli, og hjá Vélstjórafélagi ís-
lands, Bárugötu 11. Há sölulaun. Þau börn, sem selja fyrir
500.00 kr. eða meira, fá auk sölulauna aðgöngumiða að kvik-
myndasýningu i Laugarásbiói.
V