Tíminn - 09.06.1974, Side 30

Tíminn - 09.06.1974, Side 30
30 TÍMINN ' ■" Sunnudagur 9. júni 1974. Okkur fjölgar æ hraöar. A minútu hverri bætast mannkyninu 156 munnar, sem þarf aö metta. FÓLKI FJÖLGAR GEIGVÆNLEGA — mínútu hverja sjá 156 mannverur dagsins Ijós Hvers konar heimur biður barn- anna okkar? Hvernig verður um- horfs i veröldinni árið 2050 þegar þeir, sem sjá dagsins ljós á þessu ári, verða 76 ára gamlir? Liklega hugsa fæst okkar um það. Við lifum og hrærumst i nútiðinni, og hugsum sjaldnast nema fáein ár fram i timann. bróun mála er samt á þann veg, að hyggilegt væri að huga að framtiðinni. Fólki fjölgar ört i heiminum, svo ört, að margir telja, að um offjölgun sé að ræða. Áreiðanlegt er a.m.k., að fólks- fjölgunin verður alvarlegasta vandamál mannkynsins á næstu áratugum. Margur hyggur, að fólksfjölgunin sé einungis vanda- mál hinna s.k. þróunarlanda, en það er ekki rétt. Ahrifa fólks- fjölgunarinnar mun gæta um heim allan. Mengunin mun einnig verða æ meiri og erfiðari viðfangs i auðrikjunum. Þá er og fyrir- sjáanlegt, að skortur verður á margvislegum nauðsynlegum hráefnum i náinni framtið. Við skulum nú athuga nánar, hver fólksfjölgunin verður, ef svo fer sem horfir. Fólksfjöldinn 1 heiminum eru nú u.þ.b. 3.996 milljónir manna. Ef dregnir eru frá þeir, sem deyja, og hinum bætt við sem fæðast, má sjá, að mannkyninu fjölgar um 2,1% á ári. bessu hefur ekki alltaf verið þannig farið. Áætlað er, að um miðja sautjándu öld, hafi fólki að meðaltali fjölgað um 0,3% ár- lega, og þá var heildarfjöldinn um 500 milljónir. Við erum þvi ekki aðeins átta sinnum fleiri en þá, heldur fjölgar okkur mun hraðar. Þetta ár hefur verið útnefnt „mannfjöldaár”, og af þvi tilefni hefur Alþjóðaúankinn gert könnun á liklegri fólksfjölgun fram til aldamótanna næstu. Hér á siðunni gefur að lita kúrvu, sem Alþjóðabankinn hefur látið gera. Þar er sýnt, hversu mannkyninu hefur fjölgað frá árinu 1850 til þessa dags, og hvernig ætla má að fólki fjölgi fram til aldamóta. Asiubúum fjölgar mest Eins og ráða má af kúrvunni, er liklegt, að mannfjöldinn verði um hálfur sjöundi milljarður um aldamótin næstu. Þá má ennfremur sjá, að fólki fjölgar misjafnlega mikið eftir löndum og álfum. NÚ búa um 30% mannkyns i þeim löndum, sem bezt eru á vegi stödd efnahagslega, en 70% byggja þróunarlöndin, sem svo eru nefnd. Um aldamótin munu 22% byggja hin rikari lönd, en 78% þróunarlöndin. Þá má einnig sjá, að Asiumönn- um mun fjölga mest. Hlutur Evrópu, að þvi er tekur til mann- fjölda, verður æ minni. Þar búa nú um 13% mannkyns, en um aldamót verða Evrópumenn að- eins 9% mannkyns. Eins og ráða má af mannf jölda- kúrvunni f jölgar fólki i heiminum ekki umákveðinn hundraðshluta á ári, heldur verður fjölgunin æ meiri, i hundraðshlutum reiknað. Aðeins 33 ár Eins og er fjölgar fólki i ver- öldinni um 2,1% á ári, sem fyrr segir. Þvi er liklegt, að fólki muni fjölga um helming á 33 árum. Árið 2007 munu ibúar heimsins þvi verða um átta milljarðar. Þessar tölur eru hærri en svo, að auðskildar séu. Við skulum þess vegna lita á fólksfjölgun á einu ári. 2,1% fjölgun á ári merkir, að fólki fjölgaði um 82 milljónir á árinu 1973 einu saman, en það er svipað og samanlagður mannfjöldi nú i Frakklandi, Hol- landi og Belgiu. Ef reiknað er út, hver mannfjölgunin er á einum degi, kemur i ljós, að mann- kyninu fjölgar um 224,650 á dag, en það er fleira fólk en nú býr á Islandi. Á einum einasta klukkutima fjölgar fólki i heiminum að meðaltali um 9.360 en það nálgast ibúatölu bæja á borð við Kópavog eða Akureyri. Á minútu hverri fjölgar okkur um 156. Ef talið er i sekúndum er fjölgunin 2-3. Hafa ber i huga, að hér er átt við nettófjölgun, þvi að fjölgunin er sú, sem að ofan greinir, þegar dregið hefur verið frá, hversu margir hafa látizt. Rösklega átján milljarðar 2050 Fjölgi fólki með sama hraða eftirleiðis og verið hefur, mun ibúatala veraldarinnar verða rösklega átján milljarðar árið 2050, eða 4,5 sinnum hærri en nú er. Sá, sem litur dagsins ljós á þessu ári, mun með öðrum orðum deila kjörum með 18.000,000.00 manna að 76 árum liðnum. Sem betur fer má vænta þess, að hið nýfædda barn okkar eða barna- barn lifi ekki til ársins 2085. Þá munu 36 milljarðar manna byggja heiminn, fjölgi fólki jafn ört og verið hefur. Og árið 2118 verður mannfjöldinn nærfellt 72 milljarðar! Þetta má auðveld- lega reikna út, ef haft er i huga, að mannfjöldinn tvöfaldast á 33 árum. Af þvi leiðir, að mann- kyninu fjölgar örar, þegar frá liður. Þess vegna er ekki undarlegt, þótt ugg seti að mönnum, þegar Ihugað er, hvert stefnir i þessum efnum. Nú fjölgar okkur um 2-3 á sekúndu, en að 76 árum liðnum mun mannf jöldinn aukast um 12 á sekúndu. Eða 377 milljónir á einu ári! Mismikil fjölgun eftir álfum Hér að framan var að þvi vikið, að fólksfjölgun væri mismikil eftir álfum og löndum. Þetta má sýna með nokkrum dæmum. Sem stendur fjölgar mannkyninu um 156 manns á minútu hverri. Þar af eru 34 Kinverjar og 25 Ind- verjar, en aðeins 10 Evrópu- menri. Þetta svarar til þess, að Kinverjum fjölgi um átján milljónir á ári, Indverjum um 13 milljónir og Evrópubúum um fimm milljónir. Þegar sagt er, að fólki fjölgi um 2,1% á ári, er átt við meðalfjölgun I heiminum öllum. Fjölgunin er mjög misjöfn eftir álfum i hundraðshlutum reiknað, og að jafnaði er hún mest i mannflestu og fátækustu löndunum. Þannig fjölgar Evrópubúum að meðaltali um einungis einn hundraðshluta á ári, en Indverj- um fjölgar hins vegar um 2,3%, Kinverjum um 2,0% og Egyptum um 2,5%, svo tekin séu nokkur dæmi. Af þessu leiðir að hlutur þeirra landa, sem þegar eru fólksflest, vex sifellt. Hundraðstalan Hér hefur stuttlega verið frá þvi sagt, hversu mjög mannfólkinu muni fjölga á næst- unni, ef svo fer sem horfir. Þó ber 1850 1900 1950 Aukning fólksf jölda I heiminum I hverri áifu fyrir sig. 2000

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.