Tíminn - 09.06.1974, Síða 31
Sunnudagur 9. júni 1974. -
TÍMINN-
31
aB geta þess, aö ýmislegt bendir
til þess að fólksfjölgunin veröi
ekki alveg jafn ör í framtíöinni og
ráö er fyrir gert i útreikningunum
hér aö framan. En samt er vist,
aö fjölgunin verður geigvænleg.
Máliö er þannig vaxið, að svo er
að sjá sem samhengi sé á milli
efnahags og þess barnafjölda,
sem algengastur er í einstökum
fjölskyldum, þannig að fólk á
yfirleitt þeim mun færri börn,
sem efnahagurinn er betri. Þetta
má glögglega sjá hérlendis, svo
að dæmi sé tekið. Nú er efnahag-
ur íslendinga yfirleitt góður, og
miklu betri en áður gerðist. Fólk
á lika yfirleitt færri börn en áður
var titt. Af þessari reglu ætti að
leiða fæðingartölu i þróunarlönd-
um með bættum efnahag. En hér
kemur einnig fjöldi annarra at-
riða til álita, félagslegs, trúarlegs
og menningarlegs eðlis. Svo
virðist þó sem efnahagurinn sé
veigamestur i þessu tilliti.
Tiðni fæðinga
Unnt er að sporna við fólks-
fjölguninni á tvo vegu: Annars
vegar með þvi að hækka dánar-
töluna, og hins vegar með þvi að
fækka fæðingum. Fyrri leiðin er
svo grimmileg , að flestir munu
samdóma um, að hún sé ófær.
Tæpast mun nokkur maður' svo
geröur, að honum kæmi til hugar
að hætta ónæmisaðgerðum gegn
sjúkdómum eða læknishjálp af
ööru tagi, i þvi skyni að auka
dánartölu barna.
Þvi má skjóta hér inn i, að
dánartala barna i þróunarlöndun-
um hefur lækkað mjög á undan
förnum árum og áratugum með
bættum heilbrigðisháttum, og sú
þróun, sem i sjálfri sér er gleði-
leg, á raunar mikinn þátt i þvi
fólksfjölgunarvandamáli, er við
eigum nú við að striða, þótt tiðni
fæðinga sem slik hafi i rauninni
ekki aukizt.
Hinn kosturinn er sá að fækka
fæðingum, eins og fyrr segir.
Flestir telja, að fyrst og fremst
beri að fækka þeim i þróunar-
löndunum, þvi að þar sé vanda-
málið alvarlegast, og erfiðast
viðureignar-1 þessu sambandi ber
þó að hafa í huga, að þótt
fæingartalan i auðrikjunum sé
lægri en I þróunarlöndunum, er
neyzla hvers einstaklings i hinum
riku iðnrikjum mun meiri en
geristi þróunarlöndunum, þannig
að hvert mannsbarn, sem fæðist i
iðnrikjunum, eyðir um ævina
miklu meira af hinum þverrandi
hráefnalindum jarðarinnar, en
þeir, em koma i heiminn i hinum
snauðari löndum.
Erfitt að. stoðva
fólksfjölgunina
Af súluritinu hér á siðunni má
ráða, hver fólksfjölgunin verður i
heiminum á næstu áratugum,
miðað við mismunandi tiðni
fæðinga.
Fyrsta súlan i hverjum lið sýnir
hver fólksfjölgunin verður, ef
tiðni fæðinga verður hin sama og
verið hefur. Þá verður mann-
fjöldinn hálfur sjöundi
milljarður árið 2000, eins og fyrr
segir.
önnur súlan sýnir, hver þró-
unin verður, ef fæðingartalan
(þ.e. tala fæðinga miðað við
hverjar 1000 konur) lækkar
nokkuö frá þvi sem nú er.
Sjá má, að þótt svo fari, mun
mannfjöldinn samt sem áður
verða 6.25 milljarðar árið 2000.
Þannig verður ekki unnt að koma
I veg fyrir hina uggvænlegu fjölg-
un, ef ekki tekst að minnka veru-
lega tiðni fæðinga miðað við
hverjar þúsund konur. Skýringin
er sú, að sá mikli mannfjöldi,sem
þegar hefur bætzt i hóp okkar,
mun einnig auka kyn sitt i fram-
tiðinni. Jafnvel þótt unnt reynist
að lækka fæðingartöluna, þannig
að hverjar þúsund konur geti ekki
af sér nema 1000 lifandi fædd
meybörn, mun mannfjöldinn þvi
halda áfram að aukast næstu 2-3
áratugi, reiknað i beinum tölum.
Þvi er sýnt, að langan tima
mun taka að stöðva aukninguna.
Þriðja súlan sýnir, hvernig
málum verður háttað, ef unnt
reynist að lækka fæðingartöluna
verulega. Ljóst er, að þótt það
takist, mun áhrifanna ekki fara
að gæta að marki fyrr en komið er
fram yfir aldamót.
Niðurstaða
Flest bendir til þess, að þótt
fljótlega takist að lækka mjög
fæðingartöluna, muni fólks-
fjölgunin engu að siður verða
uggvænleg, næsta mannsaldurinn
a.m.k.
Varla leikur á því nokkur vafi,
að upp úr aldamótunum næstu
muni hin auðugu iðnriki fara að
finna alvarlega fyrir þessu. Þvi
er nefnilega svo farið, að gjáin á
milli okkar, sem byggjum auð-
rikin, og hinna, sem búa i
þróunarlöndunum, breikkar
stöðugt. Velsæld okkar eykst si-
Vörubílastjórafélagið
Þróttur tilkynnir
Allar vörubifreiðar sem stunda leiguakstur á
vinnusvæði félagsins, skulu samkvæmt reglu-
gerð frá 3.1 1 1970 vera sérstaklega merktar
félaginu, og er öllum öðrum óheimilt að stunda
leiguakstur með vörubifreiðum á umræddu
svæði. Samkvæmt þessu ber félagsmönnum að
merkja bifreiðar sínar, fýrir 28. þ.m. með
sérstöku ársmerki, sem félagið leggur til, eftir
þann tíma; er öllum óheimilt að taka ómerktar
bifreiðar í vinnu.
Reykjavík 7. júní 1974
Stjórnin.
TUDOR
. Top
StJNNdK
i BATTERER ,
EIN ÞEKKTUSTU
MERKI
NORÐURLANDA
RAF-
GEYMAR
6 og 12 volta Sönnak og Tudor
Rafgeymar jafnan fyrirliggjandi
77
, ÁRMÚLA 7 - SÍAAI 84450
i
81
6
4
2
0
FÓLK9FJÖLDT f MTT LJÖHFittm
SAMA FFÐINGATALA
NOKKTTR FFKKTTN F^ÐTNGA
HRÖÐ FiFKKTTN FFFTNGA
1975 1980 1990 2000
8
4
2
0
Fólksfjöldi i heiminum fram ,til næstu aldamóta. Fremsti stólpinn I hverri samstæðu sýnir mann-
fjöldann á þvi ári, sem greinir undir myndinni, ef miöað er við óbreytta fæðingatölu. Miðstólpinn sýnir
mannfjöidann, ef fæðingum fækkar nokkuð frá þvi sem nú er, og hinn siðasti hver þróunin verður, ef
fæðingum fækkar að mun.
fellt og sama máli gegnir um fá-
tæktina og eymdina i þróunar-
löndunum. Og á milli þessa er
náið samband. tbúar þróunar-
landanna munu ekki una þvi til
eilifðar, að gæðum jarðar sé svo
misskipt, sem verið hefur til
þessa.
1 samanburði við þessar fram-
tiðarhorfur munu flest eða öll þau
vandamál, sem nú þjaka
heiminn, sýnast harla lftilfjörleg,
og sýnt er að þetta mun setja
mark sitt á alla heimsbyggðina á
öndverðri næstu öld, og Island
verður þar engin undantekning.
Á þeim tíma, sem lestur þess-
arar greinar lekur, hefur fólki i
heiminum fjölgað um 1000. Eitt
þúsund munnar að metta til
viðbotar. Eða tvö þúsund hendur,
sem gætu aukið framleiðsluna, ef
rétt er á málum haldið.
En landrýmið á jörðunni er tak-
markað, og hráefnalindirnar fara
sifellt þverrandi. Samtimis eykst
mengunin.
Er maðurinn þess umkominn
að hafa hemil á þessu öllu?
(Lauslega þýtt HHJ!
0NFIRÐINGAR!
Að treysta sjálfum sér, vinna vel og standa saman, frjálsir menn
með sama rétt. Það er
vegurinn til velmegunar
Kaupfélagið er bundið við héraðið — svo að aldrei verður skilið
þar á milli.
Kjörorðið er: Að háfa ekki af öðrum — en hjálpa hver öðrum.
kaupfélag Önfiringa
FLATEYRI