Tíminn - 09.06.1974, Síða 36
36
TÍMINN
Sunnudagur 9. jdní 1974.
AAinningarkapella
Jóns Steingrímssonar
vígð á þjóðhátíð
HP.-Reykjavík. Vestur-Skaft-
fellingar halda þjóðhátið sina 17.
júnf n.k., og minnast þá 1100 ára
afmælis tslandsbyggðar. Þar sem
annars staðar verður dagskrá
hátiðarinnar fjölbreytileg, og á
fundi með blaðamönnum ráku
þeir séra Sigurjón Einarsson á
Kirkjubæjarklaustri og Þorleifur
Einarsson, sýslumaður i Vík i
Mýrdal, helztu atriði hennar.
Þjóðhátiðin sjálf verður haldin
17. júni, eins og áður segir, en
sunnudaginr1 9. júni verður opnuð
Kjarvalssýmng i húsnæði skólans
á Kirkjubæjarklaustri. Verður að
telja hana til merkisatburða, þvi
að þar verða einungis sýnd þau
verk meistarans, sem hann
„skildi eftir” i sýslunni, þ.e. gaf
þau ýmsu fólki, er hann hafði
kynni af. Jóhannes Kjarval fædd-
ist sem kunnugt er að Efri-Ey i
Meðallandi og var af skaftfellsk-
um ættum, enda þótt hann væri
alinn upp i Borgarfirði eystra.
Dvaldist hann oft i Skaftafells-
sýslu á árunum 1940-’50 og málaði
þá þær myndir, sem til sýnis
verða alla daga vikunnar 9.-17.
júni. Er þess vænzt, að sem flestir
leggi leið sina á sýninguna og
njóti þessa einstæða tækifæris.
Annar stóratburður i sögu
Skaftafellssýslu mun og gerast i
nánum tengslum við þjóðhátið-
ina. Hún hefst 17. júni á þvi, að
biskupinn yfir Islandi vigir minn-
ingarkapellu séra Jóns Stein-
grfmssonar, sem verið hefur i
byggingu undanfarin 5 ár. Það
fallega hús stendur nú fullbúið og
hefur verið reist eingöngu fyrir
samskotafé, m.a. gaf hver bóndi i
sýslunni eitt lamb árlega til
ágóða smíðinni. Kirkjusmiður
hefur verið Valdimar Auðunsson
frá Asgarði, en arkitektarnir
Helgi og Vilhjálmur Hjálmars-
synir teiknuðu hana.
Útisamkoma hefst kl. 14.00, og
verður hú haldin á hinum forna
þingstað Kleifarhrepps að Kleif-
um, rétt austan við Kirkjubæjar-
klaustur. Þar verður fjölbreytt
dagskrá, iþróttakeppni, kórsöng-
ur og þjóðdansasýning, auk
veigamesta aðriðis útisamkom-
unnar, sem er leikþátturinn Fall
Una danska.
Uni danski var óbótamaður og
fulltrúi konungsvalds, er Skaft-
fellingar vógu skammt frá Kleif-
um endur fyrir löngu. Höfundur
leikþáttarins er Gunnar M.
Magnúss, og taka nokkrir leikar-
ar Þjóðleikhússins, ásamt innan-
sveitarmönnum, þátt i sýning-
unni, sem fer fram undir berum
himni.
Til þess að vera þess megnugir
að standa að einhverju leyti undir
kostnaði við öll þessi hátiðahöld,
hafa þjóðhátiðarnefndarmenr.
látið gera ýmsa muni, sem hafðir
verða til sölu um hátíðina. Ber
þar mest á vel unnum plöttum
með myndum af Dyrhólaey,
brimlendingu i Vik, Systrastapa
og Lómagnúp, en auk þess hefur
verið unnið kvenskraut með hlið-
sjón af ennislaufi á beizlum, sem
tiðkaðist hér áður fyrr, og er það
útfært i kopar. Upplag þessara
muna er ekki mikið, en þeir verða
seldir i öllum verzlunum i Vestur-
Skaftafellssýslu.
Aukning í innan-
landssölu bú-
vörudeildar SIS
VERULEG aukning hefur orðið i
innanlandssölu búvörudeildar
SÍS, það sem af er þessu ári.
Fyrstu fjóra mánuði ársins seldi
Kjötiðnaðarstöðin þannig vörur
fyrir 56 milljónir króna á móti
33,8 milljónum sama timabil i
fyrra, sem er um 67% aukning.
Þá hefur innanlandssala deildar-
innar fyrstu fjóra mánuði ársins
orðið 527 milljónir á móti 363
milljónum á sama tima i fyrra,
sem er um 45% hækkun.
Ekki vantar önnina í Rauðagerði
NÚ er hafinn rekstur dagheimilis
þess i Vestmannaeyjum, sem
Rauði kross tslands reisti þar fyr-
ir söfnunarfé og afhent var
Magnúsi Magnússyni bæjarstjóra
19. mai af formanni Rauða kross-
ins, Birni Tryggvasyni.
í dagheimilinu eru átján til
tuttugu börn i hvorri dagheimilis-
deild, auk sextán barna I vöggu-
stofu. Kostaði heimili þetta um
tuttugu og þrjár milljónir, og
lagði kaupstaðurinn þar af fram
um þrjár milljónir króna i
kostnað við lóð og grunn.
Byggingin var afráðin á fundi
R.K.t. og bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja 11. júli i fyrra, og tók
þvi byggingin, að meðtöldum
undirbúningstima, um tiu
mánuði.
Dagheimilið, sem nefnt hefur
verið Rauðagerði, var keypt fyrir
söfnunarfé frá Sviss og Sviþjóð,
og i boði, er bæjarstjórn hélt eftir
afhendinguna, fluttu ávörp As-
geir Guðmundsson, formaður
Sumargjafar, Svandis Skúladótt-
ir, fulltrúi i menntamálaráðu-
neytinu, Olafur Helgason, for-
maður Vestmannaeyjadeildar
R.K.Í., Ester Arnadóttir, for-
stöðukona heimilisins, og Sigur-
geir Kristjánsson, forseti bæjar-
stjórnar.
teltjéillíltl
I#fi