Tíminn - 09.06.1974, Page 37

Tíminn - 09.06.1974, Page 37
Sunnudagur 9. júni 1974. TÍMINN 37 Karpov KARPOV GEGN KORTSNOJ ÞAÐ ER ekkert leyndarmál, að veðjað var á Spasski i keppni hans gegn Karpov um réttinn til heimsmeistarakeppninnar. Þrátt fyrir virðingu þá, sem sér- fræðingar báru fyrir hinum 23 ára Karpov, sem hefur tekið miklum framförum frá keppni til keppni, gátu þeir ekki gleymt feykilegri reynslu, sérstökum stil og göml- um og nýjum sigrum Spasskis. Stórmeistarinn Efim Geller sagði, að Karpov byggi ekki yfir eins mikilli fjölbreytni og keppi- nautur hans. Það kæmi einkum fram i þvi, hversu takmarkaðar byrjanir hans væru. Nú mundi sennilega enginn skrifa undir þessa yfirlýsingu. t keppninni i Leningrad var notuð ný byrjun i hverri skák og upphafsmaður þessarar fjölbreytni var einmitt Karpov. Én það er ekki hægt að ásaka Geller og fleiri, sem höfðu látið hafa slikt eftir sér. Þótt það hljómi sem fjarstæða, höfðu þeir algerlega rétt fyrir sér, þar sem sá Karpov, sem þeir þekktu var allt annar, en sá Karpov, sem keppti við Spasski. t undankeppn- inni við Spasski kom i ljós, að hinn ungi skákmaður efldist ekki bara frá keppr.i til keppni, heldur bókstaflega frá skák til skákar. 1 tiundu skákinni var Spasski kominn á heljarþröm tapsins, en tókst að ná frumkvæðinu. En varnarleikni Karpov var ósigr- andi. Eftir jafntefli i þeirri skák var eins og Spasski missti trúna á sigurmöguleika sina og i næstu skák, sem varð úrslitaskákin, stóðst hann ekki árásir keppi- nautar sins. Stórmeistarinn Alexei Suetin segir, að Karpov sé að eðlisfari gæddur nákvæmu stöðumati. Sá eiginleiki Karpovs, svo og hröð og skýr hugsun og iþróttainnsæi var þegar kunnugt fyrir keppnina i Leningrad. Nú má bæta við nýj- um eininleikum hans, s.s. undir- búningshæfni, þolgæði og viljakrafti, leikhæfni og eigin- leika til að koma mótleikaranum á óvart. Fyrir keppnina hafði Mikhail Tal sérstakan áhuga á þvi, hvort Karpov kynni að taka ósigrunum, sem Tal var viss um að hann biði. Þegar Karpov hafði beðið ósigur i fyrstu skákinni, lék hann næstu skákir, eins og hann hefði aldrei tapað. 1 blaðinu „Moskovskaja Pravda” segir Viktor Ljúbinsky, þjálfari, að hinir miklu sigrar Karpovs, sem alinn er upp i hinni afskekktu borg Zlatouste i Suður- Úral, sanni hversu marga hæfa og efnilega unga iþróttamenn megi finna um land allt. í lokakeppninni, sem haldin verður i september nk., mun Karpov tefla við stórmeistarann Kortshoj frá Leningrad, er sigr aði fyrrverandi heimsmeistara Tigran Petrosjan, eftir fimm skákir. Að visu dró Petrosjan sig i hlé vegna veikinda en þá hafði Kortsnoj þrjá vinninga gegn einum og einni skák lauk með jafntefli. Kortsnoj var 43 ára, þegar hann vann sinn mesta skáksigur. Varnarvirki Petrosjan, sem rétti- lega hafa verið talin ósigrandi, stóðuzt ekki hnimiðaðar árásir Leningradbúans. Þess má geta, að meirihluti sérfræðinga var á þeirri skoðun, að sigurinn mundi falla fyrrverandi heimsmeistara i skaut. Nú er kominn timi til að spá á ný. Verður það Karpov eða Kortsnoj? Æskan eða reynslan? Það getur virzt sem svo, að allir yfirburðirnir séu Karpovs megin, sem Tal sagði fyrir ári siðan, að væri skákmaður, sem ætti sé eng- ar veikar hliðar. En leikni oe iþróttahæfileikar Kortsnojs c. 5 viðkunn, svo og viðleitni hans til sigurs i hverri skák. Auk þess kann Kortsnoj að undirbúa sig fyrir visst mót við vissan keppi- naut. Hvað sem öllu liður sagði Kortsnoj við blaðamenn: „Anatoli Karpov er okkar von. En samt sem áður legg ég mig allan fram til að geta mætt Fiseher sjálfum.” Það er ekki erfitt að gera sér i hugarlund, hversu skemmtilegt og spennandi fyrirhugað einvigi hinna efnilegu sovézku stórmeist- ara verður. Alexej Spebnitsky, APN. Gerður HeSgadóftir, myndhöggvari © — Það er ákaflega gott. Lista- menn eru hástemmt fólk og oft fullt af tiktúrum. Þessu eru þeir vanir og eru reyndar nokkurs konar listamenn sjálfir. Það rikir sérstakt andrúmsloft þarna, þvi að mikið af arkitektum, lista- mönnum og öðru skrýtnu fóiki kemur þarna og þú kemst i sam- band við þetta fólk og oft er það einmitt að glima við svipuð vandamál og þú sjálfur. Áhugi á Suður- Ameriku — Þú segist ferðast mikið. Er það þá bundið við Evrópu eina? — Ja.að heita má. Ég hefi t.d. ekki farið til Bandarikjanna, það hefur einhvern veginn ekki freist- að min. En ég heii ferðast. Farið til Egyptalands, i Vliðjarðarhafs- botna og það var rnjög gaman og lærdómsrikt. Hins vegar hefi ég mikinn hug á að komast til Suður- Ameriku einhvern tima. Ég bý i Frakklandi, þar sem ég hefi hús og vinnustofu. Ég hefi haldiö mig að mestu við Paris, en ennfremur á ég hús i Hollandi, en lána það nú sem stendur. Ég bý ein og vinn ein. Það er eríitt fyrir myndhöggvara að flytjast milli staða. Allt er svo þungt. T.d. veg- ur steðjinn 200 kiló, svo allur málmurinn og myndirnar. Þegar ég flutti frá Hollandi. átti ég hræðilega nótt. Stormur i Hollandi Ég var vakandi og þaö geisaði óveður, eitt það versta, sem gengið hefur yfir Evrópu i mörg ár. Ég var að pakka niður mynd- um. Húsið er mjög stórt og það hrikti i þvi i storminum. Allt i einu heyrði ég griðarlegan skruðning og mér til skelfingar þá hafði skorsteinninn hrunið .og fall- ið inn gegnum þakið. Stór hleri var á loftinu, mjög þungur, en hann lyftist nú fyrir trekknum og þá sá ég hvað fara vildi. Hætt var við þvi að leirflis- arnar á þakinu lyftust upp fyrir trekknum og hafði ég ekki önnur ráð en að hanga i hleranum og þar hékk ég aila nóttina, þar til að mennirnir á flutningabilnum komu og réttu mér hjálparhönd. Þeir töfðust auðvitað, þar eð ég var ekki búin að pakka myndun- um og timann notaði ég til þess að fá viðgerð á þakinu. Sýning i Reykjavik —'Er nokkur sýning fyrirhug- uð? — Já. Ég vil sýna i Reykjavik næst, en er liklega ekki alveg til- búin i það ennþá, segir Gerður Helgadóttir að lokum. Eftir að hinu formlega viðtali var iokið, var haldiö áfram að spjalla. Gerður sýnir okkur myndir af verkum sinum, þó að- eins litlum hluta. Aðeins ein myndamappa er með, hitt er i Paris, eins og svo margt. Þú kemur og sérð og þú undrast. Ekki einasta alla þessa undur- samlegu fegurð og hinn svipmikla meitlaða stil. Það sem þig undrar mest er hvernig þessi fingerða. grannvaxna kona, sem ekki virð- ist tii stórræðanna, vinnur að málmsmiði. Undan gullfingrum spretta undarieg form, og sumt er að lokum fullgert i stórum verk- stæöum hjá Oidtmann, en mest gerir hún sjálf — og hún stvttir sér oft leið. Vinnur beint i efnið. hvort sem það er járn, eir, eða brennsluhæfur leir. Þegar hún skynjar undrun þina, að hún svona grönn og smávaxin geti gert þessar voldugu myndir, seg- ir hún brosandi: — Ég er sterk. Kross I ' alanchton i Dusseldorf.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.