Tíminn - 09.06.1974, Side 39
Sunnudagur 9. júni 1974.
TÍMINN
39
“
Ef þið verðið ekki heima
á kjördag
Kjósendur, sem ekki verða heima á kjördag, kjósið sem fyrst hjá
hreppsstjóra, sýslumanni eða bæjarfógeta. I Reykjavik er kosið
I Hafnarbúðum alla virka daga kl. 10-12, 2-6 og 8-10 á kvöldin.
Sunnudaga kl. 2 til 6.
Skrifstofan i Reykjavik vegna utankjörstaðakosninga er að
^ Hringbraut 30, slmar: 2-4480 og 2-8161.
--------------- .
Aðalfundur FUF á Hvammstanga
Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna i Vestur-Hún.
verður haldinn I Félagsheimilinu á Hvammstanga föstudaginn
14. júni kl.2l.00. A dagskrá verða auk aðalfundarstarfa umræður
um stjórnmálaviðhorfiö og starfsemi FUF I V.-Hún.
^ Nefndin.______________________________________J
r
Kópavogur
Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna I Kópavogi heldur fund að
Neðstutröð 4 fimmtudaginn 13. þ.m. kl. 20:30. Dagskrá: 1. Al-
þingiskosningarnar 2. Bæjarmál 3. önnur mál. Stjórnin
r _ v
Símar skrifstofu
Framsóknarflokksins
á Akureyri:
SKRIFSTOFUTÍMAR 2-11-80
Ingvar Gíslason 2-24-81
Stefdn Vaigeirsson 2-24-80
Ingi Tryggvason 2-24-82
___________________________J
það er alltaf
eitthvað að gerast
á Hótel Loftleiðum
1. BLÓMASALURINN er gjörbreyttur.
Hann er nú einhver hlýlegasti og falleg-
asti matsalur borgarinnar Nýr og fjöl-
breyttur matseðill.
2. VÍNLANDSBAR — þvílik breyting!
Barinn er nú allt annar, hann er stærri,
þægilegri og betri.
3. VEITINGABÚÐ — MuniS, að við opnum
kl. 05.00 en lokum kl. 20.00.
Einn af vinsælli matstöðum borgarinnar.
Hvergi lægra verð.
4. SUND & SAUNA — Eina hótelið á
landinu með innisundlaug og sauna.
Sífellt vaxandi vinsældir. Forðizt
þrengsli, komið á virkum dögum.
5. FUNDASALIR — það er ekki að
ástæðulausu að mikilvægustu fundir og
ráðstefnur borgarinnar eru hér.
Hér er aðstaöan bezt.
HOTEL LOFTLEIÐIR
SÍMI 22322
Stýrimannaskóli Vest-
mannaeyja flytur heim
Tiunda starfsári Stýrimanna-
skóians i Vestinannaeyjum lauk
11. mai s.I., en II. bekkur skólans
starfaði i húsakynnum Stýri-
mannaskólans i Keykjavik á liðn-
um vetri. Fyrsti bekkur starfaði
ekki á vegum skóians þennan vet-
ur. Ellefu nemendur luku fiski-
mannaprófi 2. stigs, sem veitir
skipstjórnarréttindi á islenzk
fiskiskip af hvaða stærð sem er,
og hvar sem er, auk réttinda á
flutningaskip, sem eru 400 rúm-
lestir að stærð. Þetta var siðasta
starfsár skóians skv. iögum um
skóiann frá 1967.
Þeir.sem luku fiskimannaprófi
2. stigs voru: Birgir Smári Karls-
son, Grindavik, Erling Þór Páls-
son, Akranesi, Helgi Agústsson,
Seyðisfirði, Kristján Elis Bjarna-
son, Siglufirði, Leó Óskarsson,
Vestmannaeyjum, Ólafur
Guðjónsson, Vestmannaeyjum,
Óli Bjarni ólasón, Grimsey,
Ömar Kristmannsson, Vest-
mannaeyjum, Sigurjón Ragnar
Grétarsson, Vestmannaeyjum,
Sturlaugur Laxdal Gislason,
Grundarfirði, og Sveinn Rúnar
Valgeirsson, Vestmannaeyjum.
Við prófið er hæst gefið 8, en
ágætiseinkunn er 7,25 og hærra.
Hæstu einkunnir hlutu: Helgi
Ágústsson, Seyðisfirði, 7,36, sem
er ágætiseinkunn, Sveinn Rúnar
Valgeirsson Vestm.eyjum 7,18,
sem er mjög góð 1. einkunn og Óli
Bjarni Ólason, Grimsey 6,93, 1.
einkunn. Meðaleinkunn
bekkjarins var 6,59. Hæstu
nemendur fengu verðlaun skólans
fyrir góða frammistöðu i námi,
hnattlikan og landakort, auk
bókaverðlauna fyrir hæstu
einkunn i siglingafræði en Sveinn
og Helgi voru jafnir að stigum
með 45 2/3 stig af 48 mögulegum i
þeirri grein. Verðlaun úr
verðlaunasjóði frú Astu Sigurðar-
dóttur og Friðfinns Finnssonar
fyrir sérstaka ástundum, reglu-
semi og framfarir i námi hlaut
Óm ar Kristmannsson,
Vestm.eyjum.
Verðlaunaskjöldur Einars
Sigurðssonar verður afhentur i
Vestmannaeyjum á sjómanna-
daginn, svo og hin glæsilegu
0 Halldór
á Beneventum vestan i Oskjuhlið
ásamt Hákoni syni Halldórs i
skjólgóðum hvammi og hijóð-
ritum viðtalið. Allt i kringum
okkur er fólk i sólbaði og það er
farið að taka lit. Pianóleikarinn
er fölur eins og pappir og ég
minnist ömurlegra stunda i
stofunni hjá henni frú Astu
Einarsson, sem kenndi börnum
að spila. Aldrei var tónlistarnámi.
eins þrúgandi og á vorin, þegar
sólin skein glatt og maður vissi af
fótbolta út um allt. I ljósi þess
verður siðasta spurningin:
— Er ekki ömurlegt að kenna á
pianó i sumarbliðunni?
—- Jú stundum verður manni
hugsað út i sólina. Þó verður mér
þá oftar hugsað til vetrarkuldans
i Lundúnaborg.Það var svo kalt i
vistarveru minni að það tók mig
oft klukkutima að hita f ingurna
með æfingum. Islend-
ingar. eru margir hverjir
upphitaðir stofutikur, með alla
sina hitaveitu og þola illa vistina
hjá þjóðum, sem láta stofuhitann
ekki skipta öilu máli.
Listahátíð 1974
— Nú er listahátið að ganga i
garð.
Hafa þér verið falin verkefni
þar?
— Ég mun koma fram á tón-
leikum á Kjarvalsstöðum, þar
sem ég leik stutt verk eftir
Stravinski og ennfremur mun ég
leika i sexett fyrir pianó og
blásara eftir Poulenc. Félag
islenzkra' tónlistarmanna
og Tónsklaldafélag Islands
skipulagði þessa tónleika fyrir ári
siðan.
— Hvað segirðu um þá skoðun,
sem komið hefur fram, að Lista-
hátið sé ef til vill haldinn með of
skömmu millibili, og að tonlist
skipi of háan sess, miðað við
verðlaun skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Verðanda —
Verðandaúrið — fyrir hæstu
einkunn. Einar Sigurðsson út-
gerðarmaður veitti nú einnig
Herði Eliassyni, sem útskrifaðist
i fyrsta árgangi skólans og hlaut
hæstu einkunn, veggskjöld. Vegg-
skildir þessir eru mjög vandaðir
og ávallt með sitt hverri
myndinni frá Vestmannaeyjum.
Skólaslitin fóru fram i Sjó-
mannaskólanum i Reykjavik, og
fluttu skólastjórarnir Andrés
Guðjónsson, sem er skólastjóri
Vélskóla íslands, og Jónas
Sigurðsson, skólastjóri Stýri-
mannaskó1ans , kveðjur
og árnaðaróskir. Friörik Gislason
skólastjóri Hótel- og veitinga-
skólans sá um kaffiveitingar við
skólaslitin.
Við skólaslitin barst skóianum
vegleg gjöf frá Magna Kristjáns-
syni, hinum þekkta skuttogara-
skipstjóra frá Neskaupstað
(skipstjóra á togurunum Barða
og Bjarti) en Magni er gamall
velunnari Stýrimannaskólans i
Vestmannaeyjum. Magni gaf
skólanum mjög vandað
krystalsjóúr af gerðinni Seiko, en
úrið gengur fyrir rafhlöðu.
Guðjón Armann Eyjólfsson
skólastjóri Stýrimannaskólans i
Vestm.eyjum, þakkaði i skóla-
slitaræðu skólastjóra og kennur-
um Stýrimannaskólans sérstaka
velvild oog géstrisni, en Vest-
mannaeyjaskólinn hefur verið í
húsakynnum Stýrimannaskólans
i Reykjavik frá upphafi jarðeld-
anna á Heimaey i janúar s.l. ár.
Árið 1973 Iuku 26 sjómenn
skipstjórnarprófum frá skólan-
um, en við lok þessara 10. skóla-
slita Stýrimannaskólans i Vest-
mannaeyjum hefur skólinn gefið
út 190 skipstjórnarskirteini, 82
skirteini 1. stigs og 108 skírteini
fiskimannaprófs 2. stigs.
Prófdómarar i siglingafræði-
fögum við skólann voru sjó-
mælingamennirnir Róbert Dan
Jensson og Árni E. Valdemars-
son, Reykjavik, en i öðrum aðal-
greinum Einar Haukur Eiriksson
og Jón Hjaltason hrl.
t febrúar s.l. var haldinn
aðrar listgreinar?
— Ég vil ekki segja um það, en
mér er það ljóst, að svona hátið
er mikil „inngjöf” fyrir lista-
menn á íslandi sem eru fremur
einangraðir. Ferskur blær
kringum svona viðburði lyftir
öllu listalifi. Ég held, þegar fólk
kvartar undan þvi að Listahátið
sé haldin of oft, þá held ég að
ástæðan sé sú, að við höfum verið
með of mikið á of stuttum tima.
sameiginlegur fundur skólastjóra
framhaldsskólanna i Vestmanna-
eyjum, skólastjóra Vélskóla Is-
lands i Rvik, Birgi Thorlacius
ráðuneytisstjóra menntamála-
ráðuneytisins, og bæjaryfirvalda
i Vestmannaeyjum. Á fundi þess-
um var ákveðið, að Stýrimanna-
skólinn i Vestmannaeyjum, Vél-
skólinn i Eyjum og iðnskólinn
reyndu eftir föngum að nýta sam-
eiginlega kennslukrafta og hús-
næði iðnskólans i Vestmannaeyj-
um, sem er tiltölulega nýlegt. Er
áformað að byggja við þetta hús
og flytja áhaldahús bæjarins sem
hefur verið þarna til húsa, i hluta
byggingarinnar.
Ef nógu margir nemendur
sækja um skólavist, er áformað
að hefja þarna kennslu næsta
haust, en tæki skólans, bækur og
áhöld verða flutt heim á næst-
unni.
Stýrimannaskólinn i Vestmanna-
eýjum þá starfa skv. nýjum lög-
um um skólann frá 1. janúar 1973,
og eru inntökuskilyrði i skólann
24ra mánaða siglingatimi, augn-
vottorö frá augnlækni, vottorð um
sundkunnáttu og gagnfræðapróf.
Ég held að það hafi nokkuð verið
bætt úr þessu núna — það fer
meiri timi i þetta og er það til
bóta, þvi menn hafa þá meira
svigrúm.
Um það, hvort hlutur tónlistar-
innar sé of stór, þá finnst mér það
ekki. Þó finnst mörgum, að ihlutur
islenzkra tónlistarmanna mætti
vera stærri en hann er, segir
Halldór Haraldsson að lokum.
Jónas Guðniundsson
Kosningaskrifstofur
Framsóknarflokksins
Vesturland
Borgarnes: simi 93-780
Kosningastjóri: Jóhanna Valdimarsdóttir
Vestfirðir
ísafjörður: simi 94-3690
Kosningastjóri: Eirikur Sigurðsson
Norðurland vestra
Sauðárkrókur: simi 95-5374
Kosningastjórar: Magnús Ólafsson, Ólafur Jóhannesson
Norðurland eystra
Akureyri: simar 96-21180, 96-22480-81 og 82
Kosningastjóri: Svavar Ottesen
Austurland
Egilsstaðir: simi 97-1229
Kosningastjóri: Páll Lárusson
Suðurland
Selfoss: simi 99-1247
Kosningastjóri: Guðni B. Guðnason
Reykjanes
Keflavik: simi 92-1070
Kosningastjóri: Kristinn Danivalsson.
Ilafnarfjörður: simi 91-51819
Kópavogur: simi 91-41590
Kosningastjóri: Helga Jónsdóttir