Tíminn - 15.06.1974, Síða 1
/ 11 1
Auglýsingadeild
TIAAANS
Aðalstræti 7
v__________________J
Ýkjusögur
— segir einn fast-
eignasali um
stöðun í fasteigna-
viðskiptum
-hs-Rvik. — Undanfarið hafa
gengið sögusagnir um það, að
alger stöðnun væri i fasteignavið-
skiptum, auk þess sem einstaka
fjölmiðiil hefur birt risafregnir
um sama efni. — Þessar rosa-
fréttir um að fasteignasala sé
alveg dottin niður, standast eng-
an veginn. Þetta eru ýkjusögur,
sem fá engan veginn staðizt.
Þannig fórust einum fasteigna-
sala orð, er blaðið hafði samband
við hann i gær.
Lárus Þ. Valdimarsson á Al-
mennu fasteignasölunni hafði
þetta um málið að segja:
— Þessar rosafréttir um að
fasteignasala sé alveg dottin nið-
ur, standast engan veginn, hins
vegar er auðvitað minni sala
núna, i júnimánuði, sem auk þess
er kosningamánuður, þegar lik-
lega nokkrar þúsundir manna eru
uppteknar við kosningaundirbún-
ing i fritimum sinum, en hugurinn
upptekinn hjá öðrum.
Fram undir 1960 var engin sala
á fasteignum að sumrinu, og
margir sögðu upp sölumönnum
sinum. Miðað við þennan mánuð
er ástandið eðlilegt. Það hefur
hins vegar gerzt, að seljendur og
sölumenn hafa haldið áfram þeim
leik að hækka sifellt þær fasteign-
ir, sem hafa verið að koma i sölu,
en grundvöllur er ekki fyrir slikar
hækkanir nú.
— Verður þá um einhverja
framtiðarverðstöðvun að ræða,
eða er þetta aðeins eitthvað
stundarfyrirbrigði?
— Það fer að sjálfsögðu eftir
Frh. á bls. 15
Stofna
stúdentar
ferða-
skrifstofu
IIP.-Reykjavik. — Víða er-
lendis starfrækja stúdentar
umfangsmikla eigin ferða-
miðlun, og það gerir ESTS,
alþjóðasamtök stúdenta,
einnig. íslenzkir stúdentar
hafa ekki, sakir fæðar og fé-
leysis, haft bolmagn til
reksturs slikrar þjónustu, en
nú eru hafnar umræður I þá
átt.
Að sögn Arnlinar óladótt-
ur, nýkjörins formanns stú-
dentaráðs, átti hagsmuna-
nefnd ráðsins viðræður við
ferðaskrifstofuna Sunnu um
ódýrar ferðir fyrir stúdent-
ana, og hafa nú verið á-
kveðnar tvær ferðir, 1. og 8.
júli, með heimkomu 22. júli.
Félagsstofnunin og hags-
munanefnd hafa þó i hyggju
að reyna að skipuleggja
ferðir fyrir stúdenta, sem
ekki eru bundnar ákveðnum
heimkomudögum, og verður
þá þeim stúdentum, sem eru
við nám erlendis, einnig gef-
inn kostur á að notfæra sér
þær. Enn sem komið er er
ekki vitað, hvenær af þessu
getur orðið, en stúdentaráð
mun i fjárhagsáætlun sinni
gera ráð fyrir hærri innrit-
unargjöldum, sem eru eini
tekjuliður ráðsins. Verður
lögð fyrir háskólaráð tillaga
þessa efnis fyrir innritunar-
dag 1. júli.
AAINNA LENGRA
Tékkneska bifreiða-
umboðið á islandi
Auðbrekku 44-46
Kópavogi Sími 42606
t gærkvöldi var ópera Jóns Ásgeirssonar, Þrymskviöa, frumflutt
á listahátiö. Óperan var flutt I Þjóöleikhúsinu viö miklar og góö-
ar undirtektir frumsýningargesta, og var höfundi, leikstjórum
og söngvurum fagnaö innilega i sýningarlok,
Þrymskviða er stærsta islenzka óperan, sem samin hefur
veriö, og hlaut höfundurinn verölaun fyrir hana I samkeppni um
óperu, sem efnt var til á vegum Þjóöleikhússins.
Jón Ásgeirsson stjórnar sjálfur Sinfóníuhljómsveit tslands og
Þjóöleikhúskórnum, en leikstjórar eru Þorsteinn Hannesson og
Þórhallur Sigurösson.
Þessi mynd var tekin á æfingu I fyrri viku. t miöri myndinni
sitja Þór og Þrymur, en þeir eru sungnir af Guömundi Jónssyni
og Jóni Sigurbjörnssyni. Vinstra megin við Guömund eru
Kristinn Ilallsson söngvari og Ólafur Þ. Jónsson, en hann syngur
hlutverk Loka.
Timamynd Gunnar.
Laeknar í Reykjavík haetta
nætur- og helgarþjónustu
— vegna anna og óánægju með kaup
BH-Reykjavik. — Læknafélag
Reykjavikur hefur sent frá sér
fréttatilkynningu þess efnis, að
þaö muni ekki annast kvöld-, næt-
ur- og helgarþjónustu á Reykja-
vikursvæðinu frá og með þriðju-
deginum 18. júni n.k. Má þá
segja, að fokiðsé i flest skjól fyrir
Reykvikinga, sem á læknisþjón-
ustu þurfa aö haida á þeim tim-
þessa þjónustu, hefur hún að
miklu leyti verið borin uppi af
sjúkrahúslæknum, sem bæta
þessari vinnu við langan vinnu-
tima á sjúkrahúsunum.
Sjúkrahúslæknar telja að ekki
sé nægilega vel greitt fyrir þetta
aukaálag og hafa þvi ekki tekið
þátt i þessari þjónustu frá 1. april
sl. Hafa heimilislæknar þvi einir
gegnt þessari þjónustu frá þeim
tima.
Nú er svo komið, að heimilis-
læknar geta ekki lengur annað
þessari þjónustu einir. Samn-
ingaviðræður hafa ekki borið ár-
angur.
Af ofangreindum ástæðum
verður kvöld-, nætur- og helgar-
þjónusta á Reykjavikursvæðinu
ekki skipulögð af Læknafélagi
Reykjavikur frá og með 18. júni
n.k. Læknafélag Reykjavikur vill
þvi brýna fyrir fólki að koma
vitjanabeiðnum á framfæri á við-
talstima heimilislæknis, sé þess
nokkur Kostur.
Vaktþjónusta sú, sem Læknafé-
Frh. á bls. 15
um.
Það er löngu viðurkennd stað-
reynd, að heimilislæknar eru
hvergi nógu margir til að annast
númerafjölda sjúkrasamlagsins,
og um sjúkrarými á sjúkrahúsum
er ekki að ræða nema i itrustu
neyðartilfellum. Raunar segir i
fréttatilkynningunni, að ,,i neyð-
artilfellum verði fólk að reyna að
ná i hvaða lækni, sem tiltækur er,
þvi að sjálfsögðu munu allir lækn-
ar reyna að greiða úr vandamál-
um fólks eftir beztu getu”. Verður
ekki annað sagt en hér sé fagur-
lega að orði komizt, en að baki
þessum orðum liggur óhugnanleg
staðreynd, sem hætt er við að eigi
eftir að segja óþyrmilega til sin
áður en langt um liður i margvis-
legustu myndum, og er þarflaust
að rekja það nánar að sinni.
Fréttatilkynning Læknafélags-
ins er svohljóðandi:
,,Eins og borgarbúum er kunn-
ugt, hefur Læknafélag Reykja-
vikur um áraraðir séð um læknis-
þjónustu kvöld, nætur og helgar á
Reykjavikursvæðinu.
Þar eð heimilislæknar hafa
verið of fáir til að geta séð um
Morgunblaðið afhjúpar
ábyrgðarleysi Sjálfstæðis
flokksins
MORGUNBLAÐIU vinnur nú
kappsamlega að þvi að af-
hjúpa ábyrgðarleysi Sjálf-
stæöisflokksins i efnahags-
rnáiinu. Blaðið birtir dag eftir
dag stórar fyrirsagnir, þar
sem segir, að svo og svo mikið
vanti I vegasjóð og fjár-
festingarsjóði atvinnuveg-
anna. Sá fjárskortur, sem
þarna er lýst, á fyrst og fremst
rætur sinar að rekja til
ábyrgðarleysis Sjálfstæðis-
flokksins.
Fjárskortur umræddra
sjóða stafar af tvennu. Fyrri
ástæðan er sú, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur ýtt undir
kröfur um margvislegar
framkvæmdir, á sama tima og
hann segir i öðru orðinu, að
framkvæmdir séu allt of mikl-
ar. Með yfirboðum sinum
hefur Sjálfstæðisflokkurinn
átt drjúgan þátt i þvi að auka
fjárþörf sjóðanna. Hin ástæð-
an er sú, að Sjálfstæðisflokk-
urinn notaði stöðvunarvald
sitt á siðasta þingi til að stöðva
frumvörp rikisstjórnarinnar
um öflun tekna handa vega-
sjóði og fjárfestingarsjóðun-
um. Þess vegna skortir þá nú
fé.
Það var meðal annars til
þess að koma i veg fyrir, að
Sjálfstæðisflokkurinn gæri
með þessari óábyrgu beitingu
stöðvunarvaldsins gert sjóð-
ina fjárvana til langframa, að
Ólafur Jóhannesson rauf þing
og lagði málin undir dóm þjóð-
arinnr.
Nú er það hennar að dæma
um, hvort hún vill efla til for-
vstu þá menn, sem sýndu slikt
ábyrgðarleysi sem þingmenn
Sjálfstæðisflokksins urðu
berir að i umræddum málum
á siðasta þingi.