Tíminn - 15.06.1974, Side 7
Laugardagur 15. júni 1974
TÍMINN -
7
Frambjóðendur Framsóknar
flokksins í Reykjaneskjördæmi
við Alþingiskosningarnar 30. júni 1974
1. Jón Skaftason, fyrrum alþ.m. 2. Gunnar Sveinsson kaupfélags-
Kópavogi. stj. Keflavik.
3. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir,
bæjarfulltrúi, Hafnarfirði.
4. Haukur Nfelsson bóndi, Mos-
fellssveit.
6. Hörður Vilhjálmsson viðsk.fr.,
Garðahreppi.
7. Jón Grétar Sigurösson, hdl.
Seltjarnarnesi.
8. Halldór Ingvason, kennari
Grindavík.
9. Ingólfur Andrésson sjómaður,
Sandgerði.
5. Friðrik Georgsson tollvörður,
Keflavik.
10. Ililmar Pétursson skrifstofu-
maður, Keflavik.
Hjálmar W. Hannesson, kennari:
ENN UM
MÁLIN
VARNAR
Oryggis- og varnarmál Islands
eru I brennipunkti islenzkrar
stjórnmálabaráttu fyrir komandi
alþingiskosningar.
Flestir eru sammála þvi, að
dvöl bandariska hersins i Kefla-
vik hafi áhrif á islenzk innanrikis-
mál. Þanig skýra menn t.d.
fylgisaukningu Sjálfstæðis-
flokksins I sveitastjórnarkosning-
unum með afstöðu kjósenda til
hersins. Aframhaldandi seta
hersins á tslandi hefur nú (ásamt
öðru) valdið timabundinni
upplausn islenzka flokka-
kerfisins, a.m.k. hér i mesta
þéttbýlinu. Þar hafa nokkrir
smáhópar klofið sig út úr stærri
flokkum, fyrst og fremst vegna
ófullnægðrar metnaðargirndar,
en m.a. með afstöðuna til hersins
að yfirvarpi. Sjónvarp og
hljóðvarp hersins eru, „eðlilegir”
þættir i lifi margra. Islenzkir hús-
eigendur i byggðinni nálægt
vellinum leigja hinum erlendu
mönnum húsnæöi á hærra verði
en tslendingar greiða i leigu.
Svona mætti áfram telja. Allt
særir þetta þjóðernisvitund
margra landsmanna, sem vilja
ekki elevma bvi erundvallar-
sjónarmiði, að hér skuli ekkert
erlent herlið vera á friðartimum,
og, að tsland skuli fllfullvalda,
þótt smátt sé.
Jákvæð þróun
siðustu ára
Umræður og skrif á opinberum
vettvangi um varnarmálin hin
siðariár, hafa verið á þekkingar-
fræðileeri grunni en áður. Að
slepptum undantekningum má
segja, að menn hafi reynt aö úti-
loka tilfinningasemi sem mest.
Höfðað til staðreynda og
rökhyggju. Myndað þannig hinn
ákjósanlega jarðveg frjórra
skoðanaskipta, en þau skoðana-
skipti eru einn af hornsteinum
vestræns lýðræðis.
Astæður þeirrar jákvæðu þró
unar i málsmeðferð, sem hér er
greint frá, eru sjálfsagt margar,
en mikilvægust er þó sennilega sú
staðreynd, að fjölmiðlar, en þá
alveg sérstaklega sjónvarp og
hljóðvarp, hafa i æ rikari mæli
lagt stund á hlutlæga upplýsinga-
miðlun. Kappkostað hefur verið
að skýra frá sem flestum hliðum
mála. Þegar borgararnir eru
orðnir vel upplýstir á þennan
hátt, þýðir ekki fyrir stjórnmála-
mennina að nota jafn einfaldan
og yfirborðskenndan áróður. Þeir
verða að vanda sig meira i mál-
flutningi sinum. Þannig hleðst
utan um þessa jákvæðu þróun,
þótt stjórnmálamennirnir séu þar
með ekki orðnir að fræðimönnum,
þvi þeir láta stjórnmálalegar
skoðanir sinar ráða hvar þeir
leita heimilda og livaða heimild-
um þeir ganga fram hjá. Það
skapar siðan hinn hugmynda-
fræðilega ágreining stjórn-
málanna. A þeim grundvelli
reyna þeir að vinna kjósendur á
sitt band innan lýðræðiskerfisins
og koma „sinum” málum i fram-
kvæmd.
Hljóðvarpskynning
Sjálfstæðisflokksins
Mánudaginn 10.6. s.l. var Sjálf-
stæðisflokkurinn með kynningu
sina i hljóðvarpinu. Verulegur
hluti kynningarinnar var um
stefnu flokksins i varnarmálun-
um. Þá brá svo við, að inn á hina
jákvæðu leið, að meta málin hlut-
lægt, var alls ekki komið. Er þaö
raunar mjög miður, hvernig
örfáir áhrifamenn innan Sjálf-
stæðisflokksins misbeita áhrifa-
mætti sinum til þess að ala á grýl-
um kalda striðsins i þvi skyni aö
fá kjósendur inn á stefnu sina,
sem þýðir óbreytt ástand i her-
málunum um langa framtið.
Undirrituðum kom mest á
óvart sá málflutningur Björns
Bjarnasonar, fréttastjóra hjá
Visi, er hann hélt þvi fram i
kynningarþættinum, að allir
flokkar, aðrir en Sjálfstæðis-
flokkur, hefðu sömu stefnuna i
varnarmálunum. Þau Geir,
Ragnhildur og Matthias, sem
einnig komu fram i þættinum eru
atvinnustjórnmálamenn en Björn
ekki. Hann veit betur. t skrifum
sinum hefur hann oft vitnað i
norsk^ sérfræðinga i öryggis-
málum, m.a. Johan Jörgen Holst.
J. J. Holst sagði hins vegar i
viðtali viö fréttamann hljóðvarps
(Einar K. Haraldss. spurði, en
Arni Gunnarss. las svörin á is-
lenzku) hinn 4.2. s.1., að það væru
fleiri góðir kostir fyrir tsland en
aðeins já og nei gagnvart her-
stöðinni I Keflavik. Það eru i
þessu sannindi, sem við Fram-
sóknarmenn höfum gert okkur
-ljós og
sem samið var um i rikisstjórn
Ólafs Jóhannessonar. Við viljum,
að Island verði áfram hluti af þvl
varnarkerfi (Nato), sem viö,
ásamt nágrannaþjóðum okkar
mynduðum fyrir 25 árum. Við
ger'um okkur hins vegar grein
fyrir breytingum i umhverfi
okkar, Eðli varnarstöðvarinnar i
Keflavik er annað en það var.Þar
varherliö (undir stjórn flughers
fram til ársins 1961), búið til þess
að verja strendur tslandsen þar
erunú i raun aðeins eftirlitssveit-
ir (undir stjórn flotans frá árinu
1961), sem hafa þaðhlutverk fyrst
og fremst, að fylgjast með
siglingum á N.-Atlantshafi. Það
eftirlit má hafa án erlendra her-
manna hér á landi. Það er merg-
urinn málsins. Málflutningur
þeirra Sjálfstæöismanna i
varnarmálunum i hljóðvarpinu á
mánudagskvöldið var, stuðlaði
ekki að auknum skilningi
kjósenda á þeim málum. Þvert á
móti. Það var gert ráð fyrir alltof
takmarkaðri þekkingu lands-
manna.
Lokaorð
Ýmsir kjósendur hafa væntan-
lega skrifað undir „varið land”
vegna raunverulegs ótta við
Rússa. Sá ótti á að vera óþarfur,
þar sem við erum og ætlum að
vera i Nato.
Sumir telja þaö aukna vernd,
að hér eru hermenn, þvi að
Bandarikin muni ekki láta her-
taka landið, meðan þeir eru hér.
Hið sama hlýtur þá einnig að
gilda um bandariska starfsmenn,
sem væru hér vegna eftirlitsflugs,
en fyrir þvi er gert ráð i tillögum
Einars Agústssonar utanrikisráð-
herra.
Framsóknarmenn hvetja alla
kjósendur til þess að kynna sér
stefnur flokkanna i varnarma’lun-
Frh. á bls. 15
Hjálmar W. Hannesson er 5. maður á lista
Framsóknarflokksins i Reykjavik. Hann er
fastur kennari við menntaskólann i Reykjavik
en stjórnmála- og sagnfræðingur að mennt.
Hann hefur fengizt nokkuð við kennslu i
þjóðfélagsfræðideild H.f. og m.a. kennt
alþjóðastjórnmál. M.A.-ritgerð hans við
Rikisháskóla North Carolina i Bandarikjunum
var um ísland innan Norrænnar- og Natosam-
vinnu.
Hann hefur áður skrifað nokkrar itarlegar
blaðagreinar um varnarmálin, svo sem i
Timanum 20.8.1971 og i Visi 23.9. 1971, og 16 6
1972.