Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 4
4 TÍM-tNN' Miövikudagur 17. júlí 1974. Sjónvarpáþættirnir Bændurnir eru eftir Nóbelsverðlauna hafa Árið 1924 fékk Wladyslaw Rey- mont, pólskur rithöfundur, Nóbelsverðlaunin það ár fyrir ritverkið bændurnir. Það er mikið verk i fjórum bindum og fjallar um lif pólskra bænda um aldamótin siðustu. Reymont lýsir svo lifandi lifinu I sveita- þorpi fyrir norðan Varsjá, að þeir, sem lesa bókina finnst — smátt og smátt, — að þeir hafi þekkt allt þetta fólk lengi, — segir i ritdómum frá þessum timum. Lifið var ekki alltaf frið- sælt og rólegt i sveitinni, heldur urðu þar mikil átök stundum. Þorpið Lipce varð frægt, þvi að talið er að þar gerist þessi saga. Þegar Reymont fékk Nobels- verðlaunin árið 1924, þá voru margir frægir rithöfundar, sem komu til greina i sambandi við úthlutun verðlaunanna, t.d. Thomas Hardy, Thomas Mann, Maxim Gorki og Sigrid Undset. S. Undset fékk þau siðar (árið 1928) og Thomas Mann einnig (árið 1929). Til varnar tjóni af völdum hagls Á útmánuðum I vetur vöktuðu hópar fólks yfir nálega 330 þúsund hektara landbúnaöar- svæði I sovétlýðveldinu Tassjikistan I Mið-Asiu, og I grannrikinu Uzbekistan voru 260 þús. hektarar lands varðir gegn haglskúrum. Svipaðar varúðarráðstafanir voru gerðar i Norður-Kákasus, á Krim og i Moldaviu. t Bandarikjunum er notuð sú aðferð aö dreifa málm- vöfðum þráðum i þrumuský. Sovézkir sérfræðingar hafa gert tilraunir með ýmis efni i formi grófs dufts. I sovétlýðveldinu Grúslu er beitt salti gegn haglskýjum, en það hindrar regndropana i að frjósa og mynda hagl. Hafi þegar myndazt hagl, er skotið á haglskýin eldflaugum, sem hlaðnar eru ýmsum efnablönd- um. Aðrar tilraunir, sem miklar vonir eru bundnar við, eru fólgnar I þvi að berjast gegn skógareldum með aðstoð rigningar, sem hefur verið framkölluö með efnafræði- legum aöferöum. Hefur prófessor Sisjkin frá landfræði- stofnuninni gert tilraunir með þessa aöferð. 1970-1971 var þúsundum hektara af skógi i Siberlu bjargað með notkun þessarar aðferöar. ,AAömmudagur' í Hollywood Stúdentar við háskólann I Los Angeles héldu upp á „mömmu- daginn” i ár með þvi að halda hinni öldnu leikkonu Mae West mikið samkvæmi. Mae West er ein fyrsta kynbomba kvikmynd- anna og gerir allt hvaö hún kann til aö halda kynþokka sinum og segist hreint ekki vera dauð úr öllum æðum enn, en þykir heldur litiö til jafnaldra sinna koma, en þeim mun meira til Iturvaxinna ungra pilta sem vel gætu verið barnabarnabarna- börn hennar, en þokkadlsin er orðin 82 ára gömul. Myndin er af þeirri gömlu ásamt nokkrum stúdentanna sem efndu til veizlunnar. Spennan vex með frægðinni — Þetta verður stöðugt erfiðara. Kröfurnar aukast, og maður verður að reyna að bæta sig, og endurnýja sig. Við alla þessa spennu verður fólk tauga- veiklað. Það er söngvarinn Ted Gardested, sem segir þetta. Hann er nú að syngja inn á þriðju plötuna sina, og er greini- lega farinn að finna til þess,að á þessu sviði er töluverð sam- keppni og söngurinn er ekki tómur dans á rósum. Ted leggur sig mjög fram i söngnum, hann veröur að vera i réttu skapi til þess að geta sungið, og finna til innlifunar, annars getur hann ekki unnið. Fólk kallar þetta öryggisbelti, en þau eru i rauninni ætluð til þess að iáta krakka sitja kyrra i hílnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.