Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. júli 1974. TÍMINN 7 V, Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Iielgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- - greiðslusimi 12323 —■ auglýsingasimi 19523. Blaðaprent h.f. ‘ - f- Charles W. Yost, The Christian Science Monitor: Gera verður áætlanir um hægari hagvöxt Bæði meðal einstakra þjóða og á alþjóðavettvangi \ Alþingi og embættis- mannavaldið Það hefur að vonum vakið athygli, að Seðla- bankinn tók ákvörðun um stórfellda vaxtahækkun, rétt áður en nýkjörið Alþingi kom saman til fund- ar, en fyrsta og helzta verkefni þess verður að fást við efnahagsmálin. Eðlilegt heföi verið, að vaxta- málið yrði ekki afgreitt fyrr en Alþingi hefði fjall- að um efnahagsmálin i heild. Það er hins vegar ekki neitt nýtt fyrirbrigði, að embættismenn sýni, að þeir þurfi ekki að taka mikið tillit til Alþingis. Þar er ekki heldur um neitt sérstakt islenzkt fyrirbrigði að ræða. I næstum öll- um þingræðislöndum hefur stefnt i þá átt hin siðari ár, að hið raunverulega vald færðist úr höndum hinna kjörnu fulltrúa i hendur embættismanna og sérfræðinga. Hlutverk þjóðþinganna hefur færzt æ meira i þá átt, að þingmenn taka góðar og gildar ýmsar skýrslur, sem sérfræðingar og embættis- menn semja, og byggja á þeim löggjöf, sem siðan reynist meira og minna misheppnuð, m.a. vegna þess, að grundvöllurinn, sem byggt er á, eða skýrslurnar og áætlanirnar, sem embættismenn- irnir og sérfræðingarnir hafa gert, standast ekki þörf reynslunnar. Þingmenn hafa að þvi leyti get- að kennt sér um þetta, að þeir hafa ekki verið nógu gagnrýnir á áætlanirnar i upphafi. Oftrú á sérfræðinga hefur glapið þeim sýn. Annað er svo það, að framkvæmdin hefur næstum öll verið i höndum embættismanna, og henni iðulega verið hagað allt öðru visi en löggjafinn ætlaðist til. Með þvi, sem hér hefur verið sagt, er siður en svo ætlunnin að gera litið úr sérfræðingum og embættismönnum er vafalaust vilja vel og vinna samvizkusamlega. En þeir þurfa sitt aðhald eins og aðrir menn. Það á að vera eitt af verkefnum þingsins að veita þetta aðhald. Þingið á að vera gagnrýnið á skýrslur og áætlanir embættismanna i þeim tilgangi að það fái sem réttasta mynd af þvi máli, semum er fjallað. Skýrslur geta samt haft mikið gildi, þvi að i þeim felast jafnan vissar upp- lýsingar og ábendingar. En jafnhliða þessu þarf þingið einnig að fylgjast betur með framkvæmd laga og stjórnarathöfnum. Þetta er þvi nauðsyn- legra sem stjórnarkerfið verður viðtækara og flóknara, eins og nú gerist i flestum þingræðis- löndum. Bandarikjaþing er liklega eina þingið, sem gerir þetta að nokkru ráði, og hefur það unnið ómetanlegt starf fyrir bandariska stjórnkerfið á þann hátt. Breyttir timar, sem hafa leitt og leiða til stöð- ugrar útþenslu á stjórnkerfinu, hafa það óhjákvæmilega i för með sér, að Alþingi verður að breyta starfsháttum sinum á þann veg, að það hafi i fullu tré við vaxandi embættismannavald. Þetta þarf ekki að leiða til versnandi sambúðar milli þessara aðila, heldur þvert á móti. En það á að tryggja það, að Alþingi sé og verði sú valdastofn- un, sem stjórnskipunin ætlar þvi, og áreiðanlega er ætlazt til af kjósendum. Að öðrum kosti getur farið svo, að Alþingi verði litið meira en sýndar- stofnun, og þá mun ekki aðeins virðing þess minnka, heldur einnig trú þjóðarinnar á þvi stjórnkerfi, sem hún býr við. Það ætti að vera sameiginlegur vilji þingmanna og embættismanna að koma i veg fyrir það. SÁ, sem á ótakmarkaðan auð, þarf ef til vill ekki að semja fasta áætlun um tekjur slnar og gjöld. Hinn, sem hefur sýnilega takmörkuð fjárráð, verður beinlínis að gera það. Það hefur ekki verið ljóst fyrr en einmitt nú, að mannkynið allt er I sporum þess síðarnefnda. Russell Train, forstjóri Verndarstofnunar umhverfis- ins, sagði í ræðu fyrir skömmu, að við gætum ekki framar breytt I samræmi við margt það, sem lengst af hefur verið gengið út frá sem gefnu, svo sem ,,að okkur brysti aldrei rúm eða auð- lindir”, eða að við gætum ávallt reiknað með nýjum tæknikraftaverkum til að bjarga okkur, þegar að kreppti um stundar sakir. EN það eru ekki umhverfisverndarmennirnir einir, sem komizt hafa að þessari niðurstöðu. Irving Friedman, aðalráðgjafi alþjóða samtaka i borgamál- efnum, flutti fyrir skömmu fyrirlestur um verðbólguna. Þar sagði hann, að stjórnir auðugra rlkja hefðu siðan I siðari heimsstyrjöldinni sniðið stefnu sina I hvivetna eftir þeirri trú, að öllum gætu hlotnazt þau llfsgæði, sem þeir girntust. Hann nefndi slik markmið „hugaróravonir” og hvatti til samstöðu um nýjar forgangskröfur, sem væru „brýnastar” til „viðhalds- afkomu okkar”. E. J. Mishan hjá London School og Economics ritaði grein I maihefti tlmaritsins Encounter. Þar benti hann á, að hver rikisstjórnin af annarri hefði „með einskorð- aðri keppni sinni að hagvexti sáð fræjum almennrar óánægju meðal þjóða sinna og skæru nú upp eins og þær hefðu til sáð”....„Auðugar þjóðir geta að minnsta kosti ekki vænzt þess framar, að auknar tekjur á mann stuðli að félagslegri velferð. Jafnvel er sennilegra, að árangurinn veröi þveröfugur”. FRÓÐUM mönnum og at- hugulum þykir þetta ekkert nýstárlegt endurmat. öllum almenningi er þetta hins vegar framandi, og hann hefur naumast gert sér þess grein enn, hvaðum er að vera. Orkuskorturinn kom mörgum alvarlega og óþægi- lega á óvart, og verðbólgan veldur slfelldri gremju. Samsæri og rangri stjórn- málastefnu er kennt um hvort tveggja og ekki talið, að annars þurfi með en að slá I svip af „eðlilegum” llfsgæða- kröfum. Hitt er þó bláköld staðreynd, að vöxtinn verður að hægja, enda þótt ekki þurfi að stöðva hann. Verði grunnkröfum um llfsgæði ekki breytt, verður að breyta llfsháttunum. ÍBÚATALA jarðarinnar hlýtur óhjákvæmilega að tvö- faldast á næstu þrjátlu til fjörutlu árum, hversu hart sem við leggjum að okkur við boðun fjölskylduáætlana. Sá tlmi er ekki svo ýkjalangt undan, að við verðum beinlínis að velja milli „kjötnægta” auöugra þjóða og „brauð- og hrlsgrjónanægta” hinna fátæku, hversu vel sem okkur tekst aö koma á „grænum byltingum” og efla þær og útbreiða. Hversu ötulir og snjallir, sem tæknimenn okkar verða viö rannsóknir og uppgötvanir Charles W. Yost, sem um skeið var sendiherra Bandarlkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, skrifar nú greinar um alþjóöamál fyrir mörg amerisk blöð. nýrra orkulinda, er afar sennilegt, að nýting þeirra valdi nýjum vanda og oft og einatt verri viðfangs en núverandi skortur er. Hráefnin eru yfirleitt ekki óþrjótandi, og þeim, sem óþrjótandi virðast, verður varla ausið takmarkalaust á umhverfið, án þess að hætta sé á ógnvekjandi aukaverk- unum. AHRIF fyrra bruðls og nú- verandi skorts koma þvl miöur harðast niður á mörgum hinna fátækustu þjóða. Sulturinn hjá þeim virðist geta orðið gersamlega óviðráðanlegur. Skortur þeirra á orku og áburði og gildandi verð þessara gæða veldur háskalegri rýrnun lífsgæða, sem voru þó I lág- marki fyrir. Þessum þjóöum hefur þó verið talin trú um það I tuttugu ár að minnsta kosti, að hrað- fara efnahagsþróunar og betra llfs væri að vænta alveg á næstunni. Sár vonbrigði þeirra og raunar beinar þjáningar ógna þvi viða um heim, að út brjótist það, sem ég hef nefnt „byltingu brost- inna vona”. Að lokum er þess að geta, að óhjákvæmilegar samverkanir og óumflýjanleg gagnkvæmni I heimi nútimans veldur þvi, að framvindan I hinum svo- nefnda „fjórða heimi”, eða meðal hinna sárfátækustu þjóða, varðar Bandarlkja- menn beint og tilfinnanlega. HVAÐ er þá til ráða? Ég vil mæla með áætlun um hægari vöxt en áður, bæði meöal einstakra þjóða og á alþjóðavettvangi. Ég á ekki við engan vöxt eða minni vöxt en áður á öllum sviðum, heldur skipulega hægingu neyzluaukningar auðugu þjóð anna og minnkaða mannfjölg- un samkvæmt áætlun hjá snauðu þjóðunum. Þegar Sovétmenn gerðu slna fyrstu fimm ára áætlun fyrir 45 árum, litu vestrænir menn þannig á, að áætlanir þjóða væru hluti af „samsæri kommúnismans”. Siðan hefur margt komið til sögu, svo sem Keynes, nýja gjöfin hans Roosevelts, sóslalismi Vestur- Evrópu og alþjóðahluta- félögin. Allt hefur þetta vanið okkur við áætlanir, að minnsta kosti I smáskömmtum. Nú veldur aðsteðjandi vandi þvl, að þessa áætlanagerð verður að endurbæta og samræma, bæði hjá einstökum rikjum og á alþjóðavettvangi. SÉRHVERT rlki þarfnast sinnar eigin áætlanagerðar, sums staðar aðeins, til leiðbeiningar, annars staðar beinllnis bindandi. Sameinuðu þjóöirnar þurfa að gangast fyrir „hnattáætlunum”, röð áætlana um nægjanlegan fólksfjölda nægjanlegt viöur- væri, nægjanlegt eldsneyti, nægjanlegar gáfur og snilli, viðunandi öryggi og viðhlítandi fjölbreytni. George Woodwell, aðal umhverfisfræðingur við rannsóknastöðina I Brookhaven, hefur bezt orðað það, sem brýnust þörf er á: Viö eigum að ákveða og afmarka svæðin, sem á að gjörnýta mannkyninu til framfærslu, við þurfum að ákveöa og afmarka önnur svæði, sem nota ber I hófi, og ekki síöur enn önnur, sem láta verður óbreytt og varðveita. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.