Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 6
6 TIMINN Miðvikudagur 17. jdlí 1974. Vekja þarf skilning íslendinga á þróunarhjálp Aðstoð við hungrað fólk á þurrkasvæðunum i Eþiópiu sl. vetur var eitt af verkefnum Hjálparstofnunar kirkjunnar 1973. SJ-Reykjavík. Timanum barst fyrir nokkru skýrsla Hjálpar- stofnunar kirkjunnar fyrir starfsárið 1973. Þar er greint frá starfsemi stofnunarinnar og fjár- hag. Stærsta verkefni hennar árið 1973 var aðstoð við Vestmanna- eyinga. Þá var veitt fé til hjálpar i Eþfópíu og Managua, og írskum börnum var boðið hingað til stuttrar sumardvalar. Þá var einn stærsti útgjaldaliðurinn til hjálpar vegna sjóslysa. Formaður stjórnar hjálpar- stofnunarinnar er Jón Kjartans- son forstjóri, en varaformaður dr. Sigurbjörn Einarsson biskup og ritari Hermann Þorsteinsson fulltrúi. Framkvæmdanefnd skipa séra Jónas Gíslason, Ottó A. Michelsen forstjóri og Pétur Sveinbjarnarson framkvæmda- stjóri. Ingi Karl Jóhannesson hef-’ ur tekið við störfum fram- kvæmdastjóra af Páli Braga Kristjónssyni. Um starfsvettvang stofnunar- innar segir i skýrslunni: „Hjálparstofnun kirkjunnar hefur starfað i 4 1/2 ár og haft ærin verkefni, sérstaklega s.l. 1 1/2 ár. Ekki er vafi á því, að starf- semin hefur fyllilega sannaö rétt- mæti sitt og uppfyllt, a.m.k. að nokkru, þær vonir, sem við hana voru bundnar. Þýðingarmest að svo komnu máli er að fólk sýnir stofnuninni traust og felur henni til ráðstöfunar fé, sem gefið er af frjalsum vilja, glöðu hjarta og kristilegum kærleik. Hitt er svo jafn víst, aö mikið starf er framundan við skipulag á starfsháttum stofnunarinnar. Setja þarf starfinu fastara form og skorður. Stærstu verkefni stofnunarinnar fram til þessa eiga flest rætur sinar að rekja til skyndilegs og mikils neyðar- ástands vegna hamfara náttúr- unnar eða stríðsástands. Samkvæmt reglugerð ber stofnuninni að sinna málum jafnt innanlands sem utan. Að Vestmannaeyjamálinu frá- töldu, má ger.a ráð fyrir, a.m.k. að öllu eðlilegu, að stærstu verk- efnin skapist á erlendum vett- vandi eins og raunin er hjá sam- bærilegum stofnunum meðal vinaþjóða okkar. Reynslan sýnir ótvfrætt, að Is- lendingar bregða vel og skjótt við, er skyndilegt neyðarástand skapast, ástand, sem um tíma er fréttnæmt og vekur samúö, hvort sem er innanlands eða utan. Þetta er gott og þakkarvert svo langtsem það nær. En ljóst er, að í fæstum tilvikunum, á er- lendum vettvangi, nægir þaö eitt að hlaupa undir bagga með þolendum rétt á meðan ósköpin standa yfir. Það er venjulegast aðeins fyrsta skrefið I langri framkvæmd hjálpar til sjálfs bjargar. Vekja þarf skilning Islendinga á nauðsyn raunverulegrar þróunarhjálpar á erlendum vett- vangi. Þróunarhjálp er aðal- viðfangsefni alþjóðlegra kirkju- deilda, sem við hjálparstarfsemi fást. Þróunarhjálp og nauðsyn hennar lætur ekki hátt i fjölmiöl- um frá degi til dags. Hún miðar aö því, að gera fólk, þjóöflokka, heilar þjóðir sjálfbjarga, sem við erfiðar og frumstæðar aðstæður búa. Þróunarhjálp stuðlar að almennri lágmarksmenntun, þekkingu á heilsugæzlu og verk- legri kunnáttu. En til þess að vekja megi skilning landsmanna á þróunar- hjálp og nauðsyn hennar, er þörf umfangsmikillar fræðslu- og upplýsingastarfsemi um ástandið, bág kjör meðbræðra okkar vfða um heim. Slík starf- semi hlýtur þvi að verða eitt meginverkefni Hjálparstofnunar kirkjunnar ánæstunnitil að renna stoðum undir framtlðarskipulag og starf. Til þess að slik upplýsingastarfsemi beri góðan ávöxt er Hjálparstofnun kirkjunnar nauðsynlegt að ná sem nánustu tengslum við það fólk,sem gefur til starfseminnar. Gera þarf spjaldskrá yfir gefend- ur svo unnt sé að senda þeim upplýsinga- og fræðsluefni. Jafn- framt er mikilvægt að láta vel- unnara starfsins fylgjast ná- kvæmlega með, hvaö er á döfinni, hvernig gjafafé er varið, og hvern árangur það ber. Að sjálfsögðu ereinnig'nauösynlegtað nota fjölmiölana eins og unnt er. Ef vel tekst til með slika upplýsingastarfsemi, augu fólks opnast fyrir þessu mikilsverða hlutverki, varanlegri hja'lp við bræður I neyð, þá er mótaöur grundvöllur fyri skipulögðu starfi og markvissri þátttöku ts- lendinga I alþjóðlegu hjálpar- starfi. Þá mundi Hjálparstofnun kirkjunnar unnt, I lok hvers árs, að velja sér ákveðin verkefni til að sinna næsta ár á erlendum vettvangi. Þessi verkefni yrðu slðan kynnt sérstaklega fyrir vel- unnurum stofnunarinnar og landsmönnum öllum I byrjun starfsársins. Siðan yrði reglulega látið fylgjast meö, hvernig fjár- mögnun hvers verkefnis liöi og ekki síður, hvernig því sjálfu miðaði. Þegar þetta verður komið I framkvæmd veröur Hjálpar- stofun kirkjunnar fyrst, og þá fyrst, fullgildur aðili I starfi kirkjulegra alþjóðastofnana. Aö sjálfsögðu verður ekki I framtiðinni frekar en nú séö fyrir um neyðarástand af völdum hamfara. Það veröur ótvírætt áfram þáttur I starfi Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, að bregðast vel við, er slikt ber að höndum. Hvað hlutverki og starfi Hjálparstofnunarinnar á innlend- um vettvangi liöur, er nauðsyn- legt að vekja skilning og traust fólks á þvi, aö efla I vörzlu stofnunarinnar eins konar neyðarsjóð, sem unnt verður að grlpa til á stundinni, þegar beiðni kemur frá sóknarprestum um að- stoð I einstaka tilvikum. Efla þarf traust fólks á þvl, að ómerktum gjöfum I slikan sjóð sé vel farið af stjórnendum stofnunarinnar I samráði við sóknarpresta landsins. I reglugerð Hjálparstofnunar- innar kveður svo á, að hún skuli hafa yfirumsjón með öllu liknar starfi Islenzku kirkjunnar. Fyrr i þessari skýrslu eru nefnd dæmi um frumkvæöi, a.m.k. tveggja sóknarpresta, að samvinnu við Hjálparstofnunina I sambandi við staðbundnar safnanir meðal sóknarbarna þeirra, safnanir, sem áttu rót tina að rekja tU neyöartilvika þar. Mjög æskilegt væri, aö sllk samvinna yrði ávallt viðhöfö, slik aðild Hjálparstofn unarinnar að safnaðarstarfi mundi á margvislegan hátt stuðla að samræmingu og eflingu þessa þáttar I starfi kirkjunnar.” Skipulag og fjáröflun: „Til þess að skipuleggja megi starfsemina I þá átt, sem vikið er að hér á undan, er nauðsynlegt að gera sér einnig nánari grein fyrir innviðum starfsins. Forsenda allrar starfseminnar er að sjálf- sögðu fjáröflunin.Fram til þessa hefur Hjálparstofnunin aðeins haft einn fastan tekjuliö, þ.e.a.s 1% — framlag sóknarpresta. Fórnarvikan hefur verið haldin ár hvert, tekjur af henni eru óvissar. Annað fjármagn hefur að lang mestu leyti borizt vegna tiltekinna atburða. Skapa þarf ákveðnari og vissari tekjuöflunarleiðir. Ekki er ólik- legt, að talsverður hópur fólks mundi gerast „fastir gefendur”, ef unnt yrði að efna til útgáfu fréttabréfs, eins og fyrr er drepiö á. Sllkir gefendur mundu annað hvort gefa til ákveðinna verkefna eöa ómerkt, innanlands eða utan, ákveðna upphæð, árlega, hálfsárslega eða mánaðarlega o.s.frv. Hugsanlega er unnt að heimfæra 1% — framlag sóknar- presta á fleiri stéttir eða hópa I þjóöfélaginu. Fórnarvikuna þarf að halda á föstunni ár hvert. Söfunarfé I Fórnarviku á helzt að vera óbundið ákveðnum verkefnum, nema þegar aðstæður bjóða annað sérstaklega. Fórnarvikan er almenn fjársöfnun til starf- seminnar, þá gefst kostur á að vekja fólk til umhugsunar og skilnings á kjörum annarra, hlut- verki og starfi stofnunarinnar. Efna þyrfti ár hvert til sérstakrar fjáröflunar til styrktar hinum innlenda neyðarsjóði. Athuga þarf gaumgæfilega ýmsar fjár- öflunarleiöir, s.s. útgáfu gjafa- korta, sem unnt yrði að nota við ýmis tækifæri, afmæli, fermingar á jólum o.s.frv. Huga þarf að heppilegum árstima til al- mennrar fjársöfnunar utan föstunnar, desembermánuður viröist einkar vel til fallinn. Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur I raun verið til um langan ald- ur. Hún hefur lifað I óbrotgjörnu starfi sóknarpresta um aldir. Nú er aðeins leitazt við að færa út kvlarnar og samhæfa kraftana til aukinna átaka. Hjálparstofnunin er þjónustu- aðili viö þá, sem eru hjálpar þurfi og einnig við þá, sem miðla vilja og deila kjörum af frjálsum vilja með þeim, sem minna mega sin. Árangur Hjálparstofnunar- innar er og verður verulega undir starfi sóknarpresta kominn. Þeir eru umboðsmenn stofnunarinnar, þeir eru I tengsl- um viö fólkið I landinu, þeir út- breiöa oröið, þeir taka viö fjár- munum, þeir vita um innlend neyðartilvik, sem sinna þarf. Á sama hátt er starf sóknarprest- anna verulega háð þátttöku og áhuga sóknarbarna þeirra. Hvað starfsemi Hjálparstofn- unarinnar varðar, er mjög til ihugunar að kalla fleiri til liðs, beinnar þátttöku, leikmenn I söfnuðum. T.d. gæti hver sóknar- prestur tilnefnt einn áhugaáaman aðila, eða fleiri, úr hverri sókn sér til liðs I málefnum Hjálpar- stofnunarinnar sérstaklega. Þetta fólk mundi vera nokkurs konar trúnaðarmenn starfsins og gætu veitt sóknarprestum og Hjálparstofnuninni ómetanlega aðstoð, t.d. þegar um fjársafnanir er að ræða o.þ.h.” Grafarar I Suðurgötu komu I gær niður á leifar af korni og súrufræjum. Er taliö llklegt, að þau séu frá 14.-15. öld, þvl að sögn Þorleifs Einars- sonar lagðist kornrækt að mestu niður eftir þann tima. Kornið fannst I námunda við stóra þró, sem grafarar vita enn ekki til hvers mun hafa verið notuð og er þar töluvert mikið af kolum allt um kring. Gárungar hafaþvlgert þvl skóna, að hér sé um brugghús að ræða, nú séu öll nauösynleg éfni fundin og ekkert vanti nema uppskriftina til þess að brugga megi nothæfan mjöð. — Timamynd Róbert. Má bjóða þér blíðu mína? Gsal-Rvik. — Maður nokkur hér I Reykjavik hefur stundað þá iðju upp á siðkastið, að banka upp hjá ókunnugu fólki og athuga hvort hann hitti ekki fyrir kvenmann , sem vildi ganga með honum til kynmaka. Ekki hefur manninum oröið ágengt i þessu áhugamáli sínu, og þvi hefur hann haft annað til að bæta sér upp kvenmanns- leysið, en það er stuldur, — og hefur honum gengið mun betur við það. Maðurinn hefur nú verið til yfirheyrslu hjá Rannsóknar- lögreglunni þrjá morgna I röð og hefur hann alltaf verið látinn laus eftir 24 tima varðhald, og játningar á yfirsjónum sínum, — en jafnharðan og honum hefur verið sleppt koma kvartanir um mann, sem er að bjóöa konum bllðu sina og/eða mann, sem hef- ur stolið einhverju og þegar lög- reglan kemur á staðinn, er um sama'manninn að ræða. Þannig hefur þetta gengið um helgina. Mjög mikið hefur verið kvartað undan þessum manni og þjófnaðir hans orönir svo margir, að vart er hægt að slá á þá tölu. Maöur þessi var fyrir nokkrum árum þekktur fyrir gægjur á glugga og var þá margoft til yfir- Gsal—Rvik. — Þjóðhátiðarnefnd hefur að undanförnu auglýst eftir lOOnýstúdentum tii starfa á Þing- völlum á þjóðhátlðinni 28. júii. Þar sem ekki hefur komið fram I téðri auglýsingu, hvaða verkefni nýstúdentar ciga að leysa, innt- um við starfsmenn Þjóðhátiðar- nefndar 1974 eftir upplýsingum. — Þeir, sem eiga að selja barmmerki og dagskrá þjóð- hátföarhaldanna, fyrir 10% sölu- laun og til þess er ætlazt að þeir heyrslu hjá lögreglunni. Rétt er aö Itreka það við fólk, að skilja aldrei eftir opnar hurðir I hfbýlum slnum. Ennfremur aö vara fólk við mönnum sem þess- um og hleypa þeim fyrir enga muni inn I íbúðina. beri hvltu húfurnar, sagði starfs- maöur nefndarinnar: Og af hverju stúdentar? Við þeirri spurningu var okkur sagt, að hér væri um það mikil verð- mæti að ræða, að fela þyrfti fullorðnu fólki sölu þeirra og þá hefði komið fram sú hugmynd, að leita til nýstúdenta. Að sögn starfsmanns nefndar- innar.hefur þetta gefið góða raun og margir nýstúdentar hringt og spurzt fyrir um starfið. Nýstúdentar með hvítar húfur í vinnu hjá Þjóðhátíðarnefnd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.