Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 5
TÍIVÍI'NN 5 Miðvikudagur 17. júli 1974. Aflabrögðin: 716 þúsund lestir fyrstu 6 mánuðina — hs—Rvik. Fyrstu sex mún- uði ársins var heildarafli lands- manna 716.228 lestir, en heildar- aflinn I fyrra var á sama tlma um 30 þúsund lestum minni, eða 686.268 lestir. Heildarþorskaflinn var mjög svipaður, rúmar 236 lestir á móti 237.500 lestum I fyrra. Er þó um nokkra minnkun að ræða, þrátt fyrir rúmlega 30 þúsund lesta aukningu þorskafla hjá togaraflotanum. Þorskafli togaranna varð 69.993 lestir, en var á sama tíma i fyrra 38.135 lestir. Þorskaflinn hjá bátaflotanum minnkaði úr 199.415 lestum í 166.117 lestir þetta árið. Virðist þróunin þvi heldur ugg- vænleg. Onnur aflabrögð voru sem hér segir, þar sem tölurnar frá I fyrra eru innan sviga: Sildarafli 8.293 lestir (5.431), loðnuafli 463.251 lest (436.841), rækjuafli 3.320 lestir (3.601),hörpudisksafli 1.107 lestir (1.485), humarafli 929 lestir (1.360), spærlingur, makrlll og annar afli 3.218 lestir. Allt eru þetta bráðabirðatölur, en samkvæmt þeim fer allur afli minnkandi við landið, nema loðn- an og sildin. Mun fleiri loðnuskip voru á þessari vertið en i fyrra, og hafa þá væntanlega verið færri bátar á bolfiskveiðum fyrir vikið. Rækju-, hörpudisks- og þó sér- staklega humarafli hefur verið minni það sem af er þessu ári. Aðalfundur Sambands íslenzkra rafveitna Dagana 4. og 5. júlí s.l. hélt Samband islenzkra rafveitna 32. aðalfund sinn að Hótel Sögu I Reykjavlk. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa voru á fundinum flutt þrjú erindi. Fyrri fundardaginn flutti Sig- urður Þórðarson, verkfræðingur, erindi um nýtingu innlendra orkugjafa I stað oliu, sem lögð var fram á Alþingi s.l. vetur. Þótti fundarmönnum skýrslan Itarleg og fróðleg. Fyrir hádegi seinni fundardag- inn hélt Jón A. Bjarnason, raf- magnseftirlitsstjóri, erindi um norrænt samstarf um raffanga- prófun. Fram kom m.a., að unnið er að þvl að draga úr tvlverkaði við skoðun raffanga með því að taka upp aukið norrænt samstarf. Eftir hádegi seinni fundardag- inn hélt Olav S. Johansen, verk- fræðingur, erindi um Rannsókn- arstofnun norska raforkuiðnaðar- ins, EFI, I Þrándheimi, en hann er forstöðumaður stofnunarinnar. Erindið var hið fróðlegasta og vakti mikla athygli. Tilefni þessa erindis eru umræður, sem fram hafa farið um hugsanlega stofnun rannsóknastofnunar Islenzka raf- orkuiðnaðarins, en þær umræður eru á algeru frumstigi. Núverandi stjórn Sambands Is- lenzkra rafveitna skipa Aðal- steinn Guðjohnsen, rafnmagns- stjóri, formaður Eirikur Briem, framkvæmdastjóri, varaformað- ur og rafveitustjórarnir Aage Steinsson, Adolf Björnsson, Einar Ingvarsson, Garðar Sigurjónsson og Magnús Oddsson. Fram- kvæmdastjóri SIR er GIsli Jóns- son, verkfræðingur. Aðalfélagar SIR, sem eru raf- veitur landsins og orkuöflunar- fyrirtæki, eru samtals 25. Auk þess eru I sambandinu 17 aukafé- lagar og 3 heiðursfélagar. Óhapp í Saljut 3. Moskva NTB — Sovézki geim- farinn Juri Artjukhin, hentist út i vegg i geimfarinu Saljut 3, þegar óhapp varð I geimfarinu á laugar- dag. Artjúkhin, mun þó ekki hafa slasazt. Bilun þessi I geimfarinu gerði það að verkum að mikill þrýstingur myndaðist inni þar sem Artjukhin var I þyngdar- lausu rúmi. Vonazt er til að þetta sé siðasta óhappið I röð nokkurra minni ó- happa,sem komið hafa fyrir siðan geimfarið lagði upp i ferð sina. Þrátt fyrir óhappið, segir frétta- stofan Tass, að geimfararnir Art- jukhin og Pavel Popovitsj hafi það gott um borð I Saljut 3. Á sunnudag gerðu þeir ýmsar at- huganir á yfirborði jarðar. Geim- feröin hefur nú staðið i 12 daga, en eftir þvi sem Tass hefur sagt, mun hún vera i að minnsta kosti tvær vikur. Shelltox FLUGIMA FÆLAIM Hafið þér ónæði af flugum? Við kunnum ráð við því Á afgreiðslustöðum okkar seljum við SHELL flugnafæluspjaldið. Spjaldið er sett upp og engar flugur í því herbergi næstu 3 mánuðina. Spjaldið er lyktarlaust, og fæst í tveim stærðum. Olíufélagið Skeljungur hf Shell Auglýsið í Tímanum Nýkomið! — Hollensku HLAÐRÚMIN ERU KOMIN aftur í mörgum gerðum — Létt og meðfærileg, en umfram allt þægileg _ Hentug í barnaherbergið og sumarbústaðinn Verzlið, þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.