Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 12
12 Tr.MTNN Miðvikudagur 17. júlí 1974. r rrr r Frank Usher: w A TÆPU VAÐI ____________________________________________J síðdegis, eins og að hún hefði einhverjar ráðagerðir? Samsæri? Svo var það bifreiðin. Bíllinn ruglaði hann í ríminu. Hún og Stanislov voru áreiðanlega saman um þetta allt saman, og það var skylda hans að komast að því, sem á bakvið lá. Undir flestum kringumstæðum hefði hann gefið ein- hverjum undirmanna sinna skipur; um að framkvæma rannsókn. Og hvort það yrði nú gert eða ekki var það samt sem áður skýlaus skylda Gabelsbergers að vita hvað f ram fór í hans eigin riki. Jaf nvel Sovjet-embættis- menn voru undir smásjánni. Gabelsberger hafði aðeins blundað sem snjjggvast undir morgunsárið. Hann var alltaf að hugsa um þetta sama mál. Að hans skoðun snérist það um hina ensku stúlku. Stanislov var nú í Varsjá og kominn út úr spilinu. Hugsanir Gabelsbergers snérust því eingöngu um hina ensku stúlku. Málið var óljóst nokkuð, en snerti raunar ekki öryggismálin. Þegar hann kom á skrifstofuna, kallaði hann Brody fyrir sig. Hann var maður sem hann taldi sig geta treyst i viðkvæmum málum. — Hvað hefurðu verið ao gera fyrripartinn, Brody? — Ég var aö hugsa um að fara á K.G.B.-skrifstof una. Þeir eru að yfirheyra þar þjón, sem var handtekinn á Groedemange-veitingastof unni í gær. — Er það áhugavert mál? — Það held ég ekki. Maðurinn talar ekki, og sam- kvæmt viðkynningu minni af K.G.B. eru miklar líkur til að þeir séu ekki með rétta manninn. Gabelsberger hló. — Það væri þá ekki í f yrsta sinn. Þar að auki eru þeir talsvert gef nir fyrir það að halda því leyndu fyrir okkur sem þeir hafast að. — Já, ég er yður sammála, félagi Gabelsberger. Var eitthvað sérstakt,sem þú ætlaðir að biðja mig um að gera? — Þekkirðu ensku stúlkuna sem söng í Lorenz? Hún heitir Amanda Curson. — Ég hef séð hana. Hún er hér í fylgd með Englend- ingi. Þau eru á leiðinni til Vestur-Þýzkalands í dag. — Já, þau fara þjóðveginn. Ég vil að þú fylgist með þeim. Athugaðu hvað þau hafast að og hvert þau aka. Hafðu samband við mig. Þetta er aðeins okkar á milli. Ég geri svo sjálfur skýrslu um málið seinna. Gabelsberger þurfti ekki að bíða þess lengi að Brody léti til sín heyra. — Ég hringi frá járnbrautarstöðinni. Enska parið var rétt í þessu að kaupa farmiða til Eastvold. — Eastvold? Gabelsberger greip áætlunarkort járn- brautarinnar. Er lestin farin? — Hún fer eftir tíu mínútur. — Farðu með henni. Athugaðu hvað þau hafast að í Eastvold. Ég hitti þig þar. Ég verð þar um svipað leyti og þú. — Hvar get ég haft samband við þig, félagi? — Þetta er lítill staður. Þú getur ekki komizt hjá því að sjá bílinn minn. Fari svo að þú f innir mig ekki, hittumst við á lögreglustöðinni, en það er neyðarúrræði. Ég vil helzt ekki hafa nokkurt samband við hina almennu lög- reglu. Ég treysti á þagmælsku þína félagi Brody. Hann átti þess ekki von að Brody mundi bregðast hon- um . Hann mundi vel þagmælsku Brodys í sambandi við konu ítalsks verzlunarmanns, sem var tekin fyrir gjald- eyris smygl. Hún var mjög fögur kona og hafði tekið út hegningu sína í dívaninum i einkaherbergi Gabels- bergers við hliðina á skrifstofunni. Hefði hún ekki verið útlendingur, hefði hún lent í fangelsi. Gabelsberger setti upp hatt, smeygði sér í frakka, og fór út. Hann var að brjóta heilann um það hvort ekki væri eitthvað líkt með Amöndu Curson og konu verzlunarmannsins. 4. kapítuli. — Mér finnst öll þessi ráðagerð bandbrjáluð, sagði Óskar þegar þau gengu út úr járnbrautarstöðinni í East- vold. Hann var með sína handtöskuna í hvorri hendi. Amanda hafði aðeins meðferðis lítinn poka með rennilás og svo handtösku sína. Tvær töskur með fötunum hennar skildu þau eftir á stöðinni. — Þessi staður sýnist mér sérlega leiðinlegur, sagði Amanda. — En við getum ekki hætt við alltsaman núna. — Ef hann mætir okkur með bílinn, getum við sótt töskurnar á stöðina seinna. — Hann kemur ekki nálægt stöðinni. Hann segir að þeir séu svo forvitnir þar. — Ég hef á tilf inningunni að við séum að blanda okkur í eitthvað óhreint, sagði hann fýldur. — Ef þú ert hræddur, Óskar, geturðu tekið lestina aft- ur til Kaltenburg, og svo kvöldf luguna þaðan til Frank- furt. Ég kemst ágætlega af ein míns liðs. Það rumdiíhonum. — Allt er þetta tóm vitleysa. Égskil þig ekki lengur, Amanda. — Ég gaf honum loforð. Svo einfalt er það. Ég svík ekki loforð. Það ættir þú bezt að vita, Óskar. Ég hef aldrei svikið þig hafi ég lofað þér einhverju, eða hef ég gert það? Sórshöfny--'' -^Egilsstaðir"" / Akureyri.W-,.----"Grímsey Farðu bara - Ég er\ rútubilstjórj Únn. Hvert viljið þið fara? .n 7-25 Miðvikudagur 17. júli. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7,00 8.15, og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forystugreinar dagbl.) 9.00, 10.00. Morgunbæn 7.55. Morgunstund barnanna kl 8.45: Steinunn Jóhanns- dóttir byrjar að lesa „Söguna af Jóni Oddi og Jóni Bjarna” eftir Guðrúnu Helgadóttur Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: RIAS-sinfóniuhljómsveitin i Berlin leikur forleik að óperunni „Þjófótta skjón- um” eftir Rossini/Ein- söngvarar, kór og hljóm- sveit St. Cecilia tónlistar- skólans i Róm flytja atriði úr óperunni „Madam Butterfly eftir Puccini. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan Endur- minningar Mannerheims Þýðandinn, Sveinn Asgeirs- son les (19). 15.00 Miðdegistónleikar Arthur Grumiaux og Lamoureux-hljómsveitin leika Fiðlukonsert i h-moll op. 61' eftir Saint-Saens: Manuel Rosenthal stj. FIl- harmóniusveitin I Los Angeles leikur „Hátið i Rómaborg” (Roman festi- val) eftir Respighi: Zubin Metha stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 veðurfregnir) 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.40 Litli barnatlminn Gyða Ragnarsdóttir sér um þátt- inn. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar 19.35 Landslag og leiðir Dr. Haraldur Matthlasson talar um Þjórsárdal. 20.00 Einsöngur: Kristinn Hallsson syngur lög eftir Markús Kristjánsson, Þórarin Jónsson, Sigfús Einarsson Pál Isólfsson og Jón Leifs: Arni Kristjáns- son leikur á píanó. 20.20 a. Hans Wium og Sunnefumálin Gunnar Stefánsson flytur þriðja hluta frás. Agnars Hall- grlmssonar cand. mag. b. Ólabragur Sveinbjörn Beinteinsson kveður rlmu eftir Einar Beinteinsson og Halldóru B. Björnsson. c. Lífskeðja náttúrunnar Hugleiðing eftir Jón Arn- finnsson garðyrkjumann, Jóhannes Arason flytur. d. Seyðisfjörður um aldamótin Vilborg Dagbjartsdóttir flytur lok greinar eftir Þorstein Erlingsson. e. Kór- söngur Alþýðukórinn syngur undir stjórn dr. Hallgrims Helgasonar. 21.30 tJtvarpssagan: „Ar- minningar” eftir Sven DelblancHeimir Pálsson is- lenzkaði. Sverrir Hólmars- son og Þorleifur Hauksson lesa (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Dagamun- urEinar örn Stefánsson sér um þáttinn. 22.35 Nútimatónlist Halldór Haraldsson kynnir 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.