Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. júll 1974. TÍMINN 11 Flytjendur dagskrár Ferðaleikhússins: t.f.v. Slmon ívarsson, Kristln Magnús Guðbjartsdúttir og Kjartan Eggertsson. FERÐALEIKHÚSIÐ fimmta árið í röð Gsal-Reykjavlk. — Ferðaleik- húsið hóf starfsemi slna I gær- kvöldi. Sýningar verða á mánu- dagsv-, þriðjudags- og moðviku- dagskvöldum að Hótel Loftleið- um, og hefjast þær klukkan 21. Áætlað er aö sýningar verði fram til fyrsta september. Þetta er fimmta árið I röð, sem Ferðaleikhúsið býður erlendum ferðamönnum upp á Islenzka, þjóölega skemmtun á enskri tungu. Kristln Magnús Guðbjartsdótt- ir er stofnandi Summer Theatre, eins og þaö heitir á enskunni, og veitir hún leikhúsinu forstöðu. Kristin Magnús, Kjartan Egg- ertsson, Simon ívarsson og Ing- þór Sigurbjörnsson flytja I sumar það efni, sem Ferðaleikhúsið hef- ur á boðstólum. Efnið er mjög fjölþætt, og má þar nefna upplest- ur og leik úr fornbókmenntunum, þjóðsögum og draugasögum. Mikið er sungið og leikið undir á gltar, farið er með ljóð og rimur eru kveðnar. Þá kynna þau langspilið lltil- lega fyrir gestum sinum. Dagskrána kalla þau „Light nights”, og verða miðar á skemmtunina til sölu hjá Feröa- skrifstofu rlkisins, Ferðaskrif- stofu Zoega, Hótel Loftleiðum og við innganginn. íslandsmeistaramótið í svifflugi: Margar gerðir mæla i bifreiðir, báta og vinnuvélar CAV Olíu- og loftsíur i flestar tegundir bifreiða og vinnu- véla IILOSSK Skipholti 35 - Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 veriistæði • 8-13-52 skrifstofa 33IiOSS£ Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa Ingþór Sigurbjörnsson kveður rlmur á skemmtuninni „iight nights”, en hann er einn af stofnendum kvæðamannafélagsins Iðunn. Mikil spenna á mótinu — góður keppnisdagur í gær Gsal—Reykjavík. — íslands- meistaramótið I svifflugi er hald- ið á Hellu þessa dagana. Mótið var formlega sett á laugardaginn af Birni Jónssyni, formanni Flug- málafélags islands. tslands- meistaramótið er haldið annað hvert ár og að þessu sinni eru keppendur fjórir, þrlr frá Svif- flugfélagi islands i Reykjavik og einn frá Svifflugfél. Akureryar. Tlminn ræddi I gær við Þórhall Filippusson, mótsstjóra, og sagði hann, að mótið heföi gengið allsæmilega fyrir sig til þessa. — i dag er bezti dagur mótsins, agði Þórhallur, og flogið 63 km leiö, frá Hellu að Breiðabólstað, þaðan að Haga og siðan aftur að Hellu. Tveir keppendur hafa nú þegar lokið keppni og kom Sigmundur Andrésson, i mark eftir eina klukkustund og tólf minútur og Leifur Magnússon kom tæpri klukkustund síðar, eða I mark eftir tvær klukkustundir og eina minútu. Sagði Þórhallur að hinir keppendurnir tveir væru ekki komnir. Fyrsta daginn var flogið að Stóra-Núpi, þaðan að Haga i Holtum og siðan að Hellu. Enginn keppenda komst brautina að leiðarenda, en Sigmundur Lofum 1 þetmaðlifal Andrésson komst lengst og hlaut hann fyrir flug sitt 1000 stig. Hin- ir keppendurnir náðu ekki tilskil- inni lágmarksvegalengd og hlutu þvl engin stig. Leiðin, sem var þrihyrningur var um hundrað kllómetrar. Annan daginn var flogið frá Hellu að Búrfelii, þaðan að Hruna og aftur að Hellu. Leiðin var 106 km. löng og komst einn keppenda á leiöarneda og hlaut fyrir það 1000 stig. Það var Leifur Magnús- son, en hann er núverandi ís- landsmeistari I svifflugi. Sig- mundur Andrésson lenti I Hruna og fékk fyrir flugið 469 stig. Eftir annan dag keppninnar var þvl komin mikil spenna I mótið, þvl Sigmundur Andrésson var kominn með 1469 stig, og Islands- meistarinn Leifur Magnússon með 1000 stig. Eins og áður er sagt komust þeir báöir alla vegalengdina i gær, en Sigmundur var um klukkutlma á undan Leifi og eykur þvi forskot sitt. Að sögn Þórhalls Filippusson- ar, mótsstjóra, er mótið þegar orðið gilt, en til þess að svona svifflugmót veröi gild þurfa að minnsta kosti að vera tveir góðir keppnisdagar. — Það háir okkur nokkuð hvað hafgolan kemur sterk hingað sagði Þórhallur. Um 25 tjöld eru á mótsvæði og mikiö um gestakomur, að sögn Þórhalls, enda er veður gott, sól og hiti. Hin nýja mótorsviffluga Svif- flugfélags Islands hefur heldur en ekki verið vinsæl á mótinu og ver- ið I sifelldri notkun, enda er gest- um gefinn kostur á að fljúga með henni. $ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 Símar: 8-20-33 — 8-21-80 8-65-50 — 8-22-42 ! Ilíiííl!!!!!!í!í!i!li!li AUGLYSINGADEILD TIMANS -irrjjrr MOTATIMBUR Steypustyrktarstál SAUMUR Vatnsrör SVÖRT OG GALVANISERUÐ Sambandið • Byggingavörur * Ármúla 29

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.